Alþýðublaðið - 25.08.1976, Síða 12
12
Miðvikudagur 25. ágúst 1976
Útsalan er hafin
Terelynebuxur frá kr. 1975,-. Frakkar frá
kr. 3575.-. — Nærföt — Skyrtur o.fl.
Andrés, Skólavörðustíg 22A
Nemendur
verða teknir í simvirkja- og loftskeytanám nú
i haust, ef næg þátttaka fæst.
Umsækjendur skulu hafa gagnf ræðapróf eða
hliðstætt próf og ganga undir inntökupróf f
stærðfræði, ensku og dönsku. Inntökupróf
verða 15. september og verða nánar tilkynnt
síðar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyra-
verði Póst- og símahússins við Austurvöll.
Umsóknir ásamt heilbrigðisvottorði og Ijósriti
af prófskírteini og sundskírteini skulu berast
fyrir 1976.
Nánari upplýsingar i síma 26000.
Póst- og
símamálastjórnin
SÝRÐAR
AGÚRKUR
Það borgar sig að
súrsa agúrkur sjálfur,
ef vinnutiminn er ekki
metinn til peninga. Það
er lika indælt að fá ná-
kvæmlega það bragð,
sem manni finnst gott,
og það verður ekki
metið til peninga
heldur.
Hér á eftir eru nokkr-
ar uppskriftir af sýrð-
um agúrkum, sem
reynzt hafa vel.
AGORKUR KRISTINAR
2 kg agúrkur
I kg sykur
1 dl fint salt
1 litri ediksblanda (ediksýra og
vatn eöa mataredik og vatn)
smábiti af piparrót
1 poki sinnepskorn
dill
Þvoiö agúrkurnar, skeriö þær
i sneiöar og skiptiö dillinu (sól-
selja) i bita. Sykur, salt, edik og
sinnepskornin sett i pott. Suöan
látin koma upp og vökvanum
hellt heitum yfir gúrkurnar,
sem raöaö hefur veriö I krukkur
ásamt dillinu. Skeriö piparrót-
ina i smábita og setjiö nokkra i
hverja krukku. Agúrkurnar
geymast lengur ef piparrótin
er sett með.
SÝRÐU AGÚRKURNAR
HENNAR EVU
Þeta er gömul uppskrift og
dálitiö flókin, en gúrkurnar
verða góöarog geymast mjög
vel.
1 kg agúrkur.
1 litri ediksblanda
1/2 kg sykur
1 msk negull
2 kanellengjur
2 stykki engifer
8-10 hvit piparkorn.
Skrælið agúrkurnar og takiö
kjarnann úr, skeriö þær i 3-4 sm
langa stöngla. Blandiö saman
sykri og ediki, hnýtiö grisju
utanum kryddiö og leggið ofan i
löginn. Látiö agúrkurnar i
krukkur og helliö leginum á.
Látiö standa I 10-12 klst,,helliö
þá leginum af og látiö suöuna
koma aftur upp. Endurtakiö 3 til
5 sinnum, þvi oftar sem lögur-
inn er soöinn, þvi betur geymast
agúrkurnar.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir -■ Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen í allflestum litum. Skiptum á
. einum degi meö iiagsfyrirvara fvrir ákveöiö verö.
Reyniö viöskiptin. ■
Bitasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
(|l Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á
hinar ýmsu deildar Borgarspitalans.
Nánari upplýsingar á skrifstofu forstöðu-
konu i sima 81200.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar á Geðdeild Borgar-
spitalans i Arnarholti sem fyrst.
Upplýsingar á skrifstofu forstöðukonu i
sima 81200.
Reykjavik 24. ágúst 1976
BORG ARSSPÍ TALINN
Skattstofa
Reykjavíkur
óskar eftir mönnum til endurskoðunar
skattframtala. Umsóknir, sem greina ald-
ur, menntun og fyrri störf, skal senda til
skattstjóra fyrir 5. sept. nk.
Reykjavik 20. ágúst 1976
Skattstjórinn i Reykjavík.
Hjúkrunarfræðingar
Iljúkrunarfræðingar óskast nú þegar að
sjúkrahúsinu á Selfossi.
Hlutavinna kemur einnig til greina.
Upplýsingar gefur forstöðukona sjúkra-
hússins i sima 99-1300.
Sjúkrahússtjórn.
BANNIÐ HÆTTULEGAR
KAFFITREKTIR!
Hvem hefði dreymt
um það, að kaffitrekt-
imar, sem svo margar
húsmæður nota nú, séu
stórhættulegar? Vitið
þið, að árlega skað-
brenna 700 Danir sig á
kaffitrektum sem eru
valtar og velta? Það
eru aðallega konur og
börn, sem fá ljót og
sársaukafull brunasár
af sjóðheitu kaffinu.
Frá þvi 1971 hafa læknar á
sly savaröstofunni i Kaup-
mannahöfn rekið mikinn áróö-
ur fyrir nýrri gerö af kaffitrekt-
um, sem hafi stút, sem nái langt
niöur ikönnuna ogkomimeö þvi
i veg fyrir, aö trektin velti.
Þaö eru komnar trektir á
markaöinn i Danmörku, sem
eru svona, en þaö er galli á gjöf
Njaröar. Nýju trektirnar eru
breiðariog okarnir sem notaöir
eru i þær veröa þvi dýrari. Þess
vegna kaupa neytendur gömlu,
ódýru pokana — og geta ekki
notaö þá i nýju trektirnar, svo
aö þær gömlu (hættulegu) eru
teknar i notkun á ný og i þær
þarf aö kaupa ódýru pokana
o.s.frv.
Þetta er ein hringavitleysa,
en þaö er bráönauösynlegt aö
taka þessar hættulegu trektir af
markaöinum eftir þvisem neyt-
endasamtökin dönsku og marg-
ir læknar segja. Hvernig er það
hérna hjá okkur? Notum viö
ekki flestar svona trektir?
■>
Þessar trektir eru hættulegar og mörg börn hafa skaöbrennzt, er þær uitu. Læknar I Danmörku hafa
barizt gegn þeim frá 1971 og neytendasamtökin leggjast gegn notkun þeirra.
FRAMHALPSSAGAM
En 1805 gíftist elsta dóttir: Álex
anders Page og fluttist til Anna-
polis. Frú Page skrifaöi stúlkunni
nokkur bréf og sagöi henni slúður
að heiman. Eldsvoðinn hjá
Campbell var þar á meðal.”
„Eldsvoði?” endurtök Sara.
„Húsið brann til kaldra kola...
og Douglass Campbell brann
inni.”
Þögnin var svo algjör, að kvak
skjósins liktist veini. Ruth mundi
eftir þvi, aö henni haföi fundist
um morguninn, að það ætti að
vera brunablettur þar, sem íík-
amningurinn haföi veriö. Þegar
hún leit á Söru, sá hún, að frænka
hennar hugsaði eins^ andlit
hennar var hvttt af skelfingu.
„Svarti reykjarmökkurinn,”
hvislaði hún. „Bruce, gæti þaö
verið — hann?”
„Hættu!” sagöi Bruce.
Um leið sagöi Pat hvasst: „
Verið ekki svona sjúklegar.
Reykjarmökkurinn er hugrænn.
Hvernig stóö á þvi, Bruce, aö sá
gamli brann inni? Hann hlýtur að
hafa veriö háaldraöur, fyrst húsið
var byggt 1780.”
„Eldurinn braust út þrjátiu
árum seinna,” sagöi Bruce.
„Hann gæti hafa veriö fimmtiu og
fimm ára eöa áttræöurþessvegna.
Hann gæti hafa kafnað af reyk,
áöur en nokkur sá, aö húsiö var
alelda. Þetta var steinhús segir i
bréfinu. Veggirnir brunnu auö-
vitaö ekki, en allt, sem inni var
og þakiö féll. Þegar erfinginn,
sonur systur Campbells, fluttist
til Georgetown frá Fredrick,
braut hann múrana niöur og reisti
nýtt hús frá grunni.”
Ruth þagöi. Sólskiniö og fugla-
söngurinn voru svo fjarlæg, þvi
aö hinn gamli sorgarleikur hafði
meiri áhrif á hana, en hún haföi
gert sér ljóst.
„Ég sé engin tengsl milli þessa
og likamningsins okkar,” sagöi
Pat. „Reyksúlan er óskiljanleg.
Ef gamli maöurinn heföi heitað
Samúel, þá....”
„Hann hét það ekki. En þaö er
annað....”
„I bréfinu?”
„Já vandræðin við svona bréf
eru þau, að bréfritari veit svo
margt, sem hann skýrir ekki.
Enda ástæöulaust. Lesandinn veit
það lika, en þeir sem lesa þau
núna, koma af fjöllum. Gamla frú
Page lýsti eldsvoðanum og
sorgarleiknum öllum af mikilli
list. Svo skrifaði hún — biöið
andartak, ég skrifaði það hjá
mér.” Bruce tók upp vasabók.
„Þá byrjar balliö: „Sumir segja,
Komdu
heim,
Ammí
Höfundur:
Barbara Michaels
Þýðandi:
Ingibjörg Jónsdóttir