Alþýðublaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER I BLAÐINU I DAG Græna byltinginn baö er algert forgangsverkefni hjá okkur aö auka viö gæöi heyja eftir ýmsum leiö- um, og stefna aö þvi, aö íslendingar veröi sem mest sjálfum sér nógir um kjarnfóö- ur úr innlendum efnum. Viötal viö dr. Bjarna Sigurbjörnsson um „græna byltingu” sem sumarauka. Sjá bls.5 I ÚTLðND I ræningjahöndum í höndum flugræningja. Fæst okkar geta gert sér i hugarlund, hvernig fólki liöur sem situr i flugvél sem rænt er. Björg Föreland lýsir þessari einstæöu reynslu i blaöinu i dag. Sjá bls. 7 crr^r oT FRÉTTIR Viðtal við Karl Schiitz Tekst Schutz aö komast aö þvi hver myrti Geirfinn Einarsson. Þessi spurning hefur brunniö á vörum margra. A bls. 3 I dag er viðtal sem blaðamaöur Alþýöublaösins átti viö Schutz á dögunum. Sjá bls. 3. or Fræðslustjórastaða Suðurlands Nokkur skrif hafa orðiö um fræðslustjóra- stööu Suðurlands siöustu daga. 1 horninu i dag ritar Helgi Geirsson harðort bréf, þar sem hann svarar þessum skrifum. Sjá bls. 13. Bráðabirgðalögin Bráöabirgöalög þau, sem Matthlas Bjarnason sjávarútvegsráöherra gaf út rétt áður en hann fór I sumarleyfi hafa vakiö mikiö umtal. Um þessi bráöa- birgöalög er fjallað i leiöara i dag. Sjá bls. 2. r—rr "■y«s l-.’L _ C3> CZ=7 CT.._3 C=> t=3ÖC=3'C=DS -'LJ^OLJCJL.JSa^ SCD'S Nú höfum við aðgang að einni fullkomnustu tæknideild í heimi segir Karl Schiitz í viðtali við Alþýðublaðið // Rannsóknarlögreglan ætti að læra sérstaka tækni og //taktik" i sambandi við yfirheyrslur. Rannsókna- lögreglumenn verða að hafa nokkra þekkingu í sambandi við yf irheyrslur. Þá ættu þeir að hafa ný- tizkutæki til að afla sér upplýsinga/ allt frá tal- stöðvum i bí lum og upp í tölvu." Þetta segir vestur-þýzki glæpa- sérfræöingurinn Karl Schutz m.a. i viðtali viö Alþýöublaöiö sem birt er I dag. Aö sjálfsögöu ber Geirfinnsmálið á góma i viötalinu og Schutz segir, ab möguleikinn til að leysa það sé enn fyrir hendi. Hann bendir á, aö vegna þess hve langt sé um liöið siöan máliö kom upp sé það mun erfiöara viö- fangs. En nú höfum viö aögang ab einni fullkomnustu tæknideild i heimi og þaðan hafi auk þess ver- ið fenginn til starfa þekktur vis- indamaður. Þetta breyti miklu og rannsókn Geirfinnsmálsins haldi áfram með orku og iðni. t viötalinu viö Schutz segir hann frá eftirminnilegu morö- máli sem hann stjórnaði rann- sókn á i Vestur-Þýzkalandi. Leit- að var að morðingjum fjögurra hermanna og stjórnaöi Schutz 130 manna hópi sem vann aö málinu. Eftir liðlega þrjá mánuöi tókst aö hafa hendur i hári morðingjanna og unnu um 500 lögreglumenn aö handtöku þeirra. Kostnaöur viö þetta mál varð um ein milljón marka og hefur verib skrifuð bók um þessa atburði. Það kemur einnig fram i viötal- inu viö Schutz, aö ávisana- og vixlasvik eru tiö i stórum borgum og mjög erfitt er aö takast á viö þessi afbrot og nota þurfi sér- fræðinga til að leysa þau. Viðtalið við Karl Schutz er á bls. 3. Húsin, sem komu viö sögu i fram- burði Erlu Bolladóttur er hún sagöist hafa oröiö Geirfinni Ein- arssyni aö bana. Kari Schutz tel- ur enn ekki útilokað aö leiöa hiö sanna i ljós i þvi máli. Enn eykst skjálfta- virkni við Kröflu //Það er Ijóst, að skjálftavirknin getur ekki haldið áfram að aukast svona án þess að gos verði. Við verðum bara að vona, að það fari að draga úr henni, en það er að sjálf- sögðu óskhyggja sem ó- mögulegt er að spá nokkru um", sagði Guðmundur Sigváldason jarðfræðingur i samtali við blaðamann Alþýðublaðsins í gær. Eins og kunnugt er, hefur skjálftavirkni á Kröflusvæöinu aukizt mjög frá þvi i april siöast liðinn. Um mánaðarmótin april/mai, var meöalfjöldi skjálfta á sólarhring milli 15 og 20, i júli var fjöldinn kominn upp i 40 skjálfta á sólarhring og I ágústlok var meöalskjálftafjöldi á sólarhring 65. Nú um miðjan september hefur skjálftavirknin haldiö áfram aö aukast og er að meðaltali 90 skjálftar á sólarhring. Aö sögn Guðmundar eru þetta allt frekar vægir skjálftar sem aöeins koma fram á linuritum, en þó hafa einstaka skjálftar fundizt i Kröflubúðum viö Reynihliö. Er hann var aö þvi spurður hvort skjálftavirkni á Kröflu- svæðinu siöustu mánuöi, væri svipuð og verið hefði fyrir gosiö i Leirhnjúk, sagði hann, aö svo væri ekki. Sagöi Guðmundur aö fyrir gosiö i Leirhnjúk virknin aukizt mjög mikiö og fjöldi skjálfta á sólarhring skipt hund- uðum. —GEK Olíu hellt í jörðina á Keflav.flugvelli? Algjörlega útilokað — segir starfsmaður Flugumferðarstjórna^ Starfsmaður á Keflavikurflugvelli hafði samband við Alþýðublaðið um helgina og var mikið niðri fyrir. Sagði hann að mikil brögð væru að þvi á vellinum að oliu væri hellt niður á jörðina. Vegna þessara um- mæla sneri Alþýðublaðið sér i gær til flugumferðarstjórnar á Kefla- vikurflugvelliog spuröi hvað hæft væri i þéssu. Þar svaraði starfs- maöur og kvað sá fráleitt aö athæfi sem þetta ætti sér staö á vellinum. „Þaö er algjörlega útilokaö aö þess háttar eigi sér stað. Aö sjálf- sögöu geta oröiö óhöpp eöa bilanir sem leitt gætu af sér oliu á jöröinni, en það er þá hreint óviljaverk. Einu atvikin sem ég veit um aö oliu sé hellt niöur viljandi, er þegar henni er dælt i þró á æfingasvæði slökkviliösins, en þá erþaötil aöslökkviliöiö geti æftsigiaðslökkva ihenni,” —hm, Ritstjórn Sfðumúla II - Sfml 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.