Alþýðublaðið - 15.09.1976, Side 4

Alþýðublaðið - 15.09.1976, Side 4
4 Miðvikudagur 15. september 1976. S&SX" 'firheyrslurnai frjálsir og óháðir i útvarps- rekstri, en þaðætti aðvera i lagi meðan enginn annar gerir það i nafnisannleikans. Það er nefni- lega ekki hálft gaman i að vera frjáls og óháður ef maöur notar ekki frelsið til að segja 'sá'nri1 leikann. Það veit Jónas pabbi og er þess vegna ekkert banginn. Auk þess er það aðallega hrekkjusvinið hann MarkUs örn sem er að ybba sig, en allir vita — þar á meðal auðvitað Jónas — að svoleiðis fira tekur enginn al- varlega. Enga segir hann bara slUðursögur Ur vixladeildum og svoleiðis kjaftasögur. Fólk vill ekki heyra þess háttar „frétt- ir”. Það vill sannleikann, frjáls- an og óháðan — og vandlega rannsakaðan. Eins og i Wash- ington Post. Þess vegna ætla foreldrar Dagblaðsins að setja upp sjón- og Utvarp. En hver andskotinn er frjáls sannleikur? Haukur Már .. »"u* •-gSS e» ... >*r»'í3*^1,rrt vaf i»uu l,ri» mu Ai>e<ur'*?ieÍM“uit yUf- **. VV * -’rtít. -JiSSSSiJ tis _,rt\OíRU*_ f U myrta stóð 5!®r^!5sÉnn^aðT^krWðþiófnað^ NEITADIAÐ HYLMA YFIr! ,m®.M«mnsjanum Æ'loði 0» Slelo FRJÁLS OG ÓHÁÐUR SANNLEIKUR mennskunnar ólgusjó er vork- unn,þeir erusvo naiVfhafa ekki enn skilið að þaö sem fólkið vill ersannleikur, fallegaorðaður — á la Dagblaðið — eða Washing- ton Post — eða hin alvörublöö- in.) NU er það frjáls, óháö (og heiðarleg) útvarpsstöð — og frjáls, óháð (og heiðarleg) jarðstöð fyrir frjálst, óháö (og heiðarlegt) sjónvarp. Megintil gangurinn að sjálfsögðu að gefa umheiminum hlutdeild i óum- ræðilegum hæfileikum foreldr- anna til afkvæmasköpunar. Hugsið ykkur hamingjuna fyrir sannleikssoltinn skræl- ingjalýð erlendra smáþjóða fréttamennskunnar, að fá nú loks að njóta molanna af alis- nægtaborði hins óháða sann- leika. Og unaðsblandna undrunina þegar þessi fjöldi kemst að þvi að eftir allt leynd- ist sannleikssálin á tslandi, — við Siðumúla vel að merkja — eðaÞverholt? — eða Laugaveg? Æ, skitt með það! A tslandi. OG GAUMGÆFILEGA RANNSAKAÐUR Sá yngsti i dagblaðafjölskyld- unni átti eins árs afmæli um daginn. Bumbur voru baröar, rjómaterta með stóru kerti keypt i bakariinu og aðstand- endur blésu sameinuðum blæstri um leið og þeir brostu framan i myndasmiöinn.En enn logaöi þegar hann smellti af. Þeir sem ætla mátti aö heföu haft eitthvað af króganum að segja á skömmu æfiskeiöi hans létu i' ljós álit sitt á þvi hversu barnið braggaðist. Það er eðli foreldra aö vera montnir af afkvæmum sinum. Vona ég. Ég er það aö minnsta kosti — og Jónas lika. Jónas þó öllu meira þvi hann fór á tveggja daga leiðarafylleri af hrifningu yfir þvi hversu upp- eldi barnsins hafði tekist. Að sjálfsögðu hafði verið farið eftir beztu uppskriftum súper- manna útlendra. Heiðarlegur haföi grislingurinn að sjálf- sögðu verið allt frá getnaði. Hvaö annað? Soddan menn geta ekki af sér eöa ala upp ó- heiðarleg afkvæmi. Skárra væri það! Og var það ekki alveg maka- laust hve þessi heiðarleiki gekk langt. Þaðvar ekkinógmeöaö krakkinn vildi alltaf segja satt, heldur vildi hann líka grafast fyrir um hvaö var mest satt i hverjum sannleika, rannsaka... einmitt! Rannsaka. Eins og þessir gera i útlandinu. Dæmalaust efnilegt barn. Vegna þess nú hve foreldrun- um finnst notalegt að eiga svo frjálst, óháð, heiðarlegt og ó- hrætt barn eru þau nú að hugsa um að slá undir nýju. (Þetta er dónalegt orðbragð sem aldrei yrði að sjálfsögðu notað i orða- safni afmælisbarnsins, en þess- um gömlu sjóhundum á frétta- Þvi vitaskuld er ætlun foreldr- anna að miðla alheiminum af sammleikslind sinni- gaumgæfi- lega rannsakaðri. Hér er vita- skuld ekki verið að reyna aö græða neitt með þvi að út- og sjónvarpa útlendri lygaþvælu sorpfréttamanna hæfilega blandaðri auglýsingum. Svo- leiðis gerir maður ekki þegar maður er boðberi frjáls, óháös sannleika, sem auk þess hefur veriö rannsakaður. Nei, hér skal alheimi miðlað, en ekki grætt á ósómanum. Kostar? Skitirí/ Jarðstöð 800.000.000. Fyrir allt landið vel að merkja. Hún verð- ur að ná um allt land svo hægt sé að senda sannar óháöar fréttir alls staðar að af landinu. Hvað eru slikir smámunir á altari sannleikans? tltvarpsstöð er hægt að setja upp fyrir par hundrað þúsund. ódýr heiðarleiki þaö og sizt lakari fyrir bragðið. Það er að visu dálltill galli að fleiri hafa áhuga á að gerast SKEAAMTANALÍF UNGA FÓLKSINS Gordionshnútur? Svo viröist sem skemmtana- mál ungs fólks á höfuðborgar- svæöinu hafa reyrzt i harðan hnút, og það er ekki laust við að klögumálin gangi á vixl milli unglinganna og forráöamanna æskulýðsmálanna. Lokun Tónabæjar, sem veriö hefur aðalathvarf unghnga um helgar, má að visu, vera bráða- birgðaráðstöfun, meðan for- ráðamenn eru að átta sig á, hvernig við skuli bregðast. En vissulega er þetta mál margslungnara en svo, aö það skipti sköpum, hvort lokaö sé einum skemmtistað, eða hann rekinn áfram þannig, aö bæöi geti stafaö háski af, og hitt ekki siður, að til vanviröu sé. Þaö skal strax tekið fram, að með þessum orðum er á engan hátt sveigt aö því, að forstöðumenn skemmtistaðarins séu á engan hátt starfi sinu vaxnir. Frammistöðu þeirra þekki ég ekki af eigin raun, og þvi væri slfk dómfelling hreinir sleggju- dómar, sem engum væru sæm- andi. Samt verður ekki framhjá þvi horft, að hér er eitthvað alvar-' legt að, hver, sem sökina ber. Mörg undanfarin ár hefur það verið einskonar lokaverkefni flestra funda um almenn mál, að álykta með misjafnlega sterkum oröum, að vinda nú bráöan bug að þvi, að „gera eitthvað fyrir” unglingana! Ætla má, að hugarfarið, sem hér liggur bakvið, sé góðra gjalda vert og óskirnar fram- bornar af umhyggju fyrir upp- vaxandi kynslóö. En þar með er þó sagan ekki nema hálfsögð. Það er nokkuð langt bil milli þess, að freista að beizla þá miklu orku, sem i barmi ung- menna býr, og sveigja hug þeirra og krafta inn á sóma- samlegar brautir, eða taka þau á hné sér og mata þau á „skemmtiefni” án þeirra eigin tilverknaðar. Þaö er alkunna, að svo bezt njóta menn skemmtana, eða annarrar dægrastyttingar, að þeir séu sjálfir virkir þátttak- endur. Maður sem kemur á skemmtistað með þvi hugar- fari, að ailar hendur séu og eigi að vera á lofti, til þess aö skemmta honum, getur vfst beðið til eilifðarnóns án þess að fá þeim hugmyndum fullnægt. Þetta er atriði, sem mörgu þvi góða fólki, sem ber á torg um- hyggju sina fyrir æskulýðnum, virðist sjást hrapallega yfir. f beinu framhaldi af þvi, sem hér er áður sagt, hlýtur sú spurning að vakna og verða á- leitin, hvort uppeldi barna og unglinga stuðli að þvi aö gera þau að nægilega miklum félags- verum. A undanförnum áratugum hefur orðið gerbreyting á heim- ilishaldi manna. Og þvi er ekki að neita, aö margir hafa falliö i þá gryfju, að hugsa sem svo. Mitt uppeldi var hart og hrjúft, ogég ætla að forða minum börn- um frá þvi að bita á eins beizku og var mitt hlutskipti i uppvext- inum. Þetta er ákaflega mannlegt, þó ekki sé að sama skapi skyn- samlegt. Allra sizt má sleppa taumum að mestu eða öliu leyti af þvi foreldrahlutverki, aö geta sagt, hingað og ekki lengra, ef sýnt er, að Urskeiðis ætlar að ganga. Mannlegu eðli er næsta auö- velt að sveigjast að eigingirni og sjálfsdýrkun, ef rangt er á hald- ið. Og það varla nein spurning um, að unglingar, sem raun- verulega leiðist mest I mesta sollinum, en leita hans þó, eins ogútúrvandræöum.eiga margt ólært i mannlegum samskipt- um. Hérkomum við beint að þvi mikilsverða atriði, að fólk, hvort er ungt eða aldið, veröur að vera hæft sem félagsvera til þess að leggja af mörkum frá sjálfu sér i sameiginlegan sjóð gleði ogánægju, efvelá aðfara. Þetta er sú hlið, sem aö ung- lingunum snýr. En það væri frá- leitt að gleyma öllu öðru. Vitan- lega þurfa þeir, sem fyrir skemmtunum standa, aö hafa reglur, sem haldnar eru hispurslaust. Þaöeráratuga reynsla min af ungu fólki, að þaö vill hafa nokkuð fastar reglur, og það virðir þær svo lengi sem ekki er farið að með naglaskap, sem auðvitað er eitur i beinum allra sæmilegra manna. Hér verður þvi að finna samnefnara, sem dæmið gengur upp i. Skólunum á að vera auðvelt að hlaupa hér undir bagga á þeim tima, sem þeir starfa. Vit- anlega eru þeir fyrst og fremst vinnustaðir. En samt sem áður getur þeim gefizt bæði timi og tækifæri til þess að koma móts við hóflega og eðlilega skemmt- anaþörf nemendanna. Innan veggja þeirra á að geta rikt gagnkvæmt traust, sem ekki verði svo auðveldlega rofiö. Og hér geta heimilin átt drjúgan þátt, ef þau gæta þess aö inn- ræta börnum og unglingum virðingu fyrir þvi að bregðast engra trausti. Hnúturinn, sem þessi mál virðastkomin i hér á höfuðborg- arsvæðinu, verður ekki leystur af neinum einum aðila. Ef til vill væri hægt að höggva á hann, eins og Gordionshnútinn forð- um. En lausnina verður fyrst og fremst að finna I þvi að góðvilj- að fólk taki höndum saman og geri sér raunhæfa grein fyrir skókreppunni, orsökum hennar og afleiðingum. Oddur A. Sigurjónsson I HREINSKILNI SAGT ______

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.