Alþýðublaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMAL/ FRÉTTIR Miðvikudagur 15. september 1976. SSSít alþýóu' blaóió Utgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, slmi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur I iausasölu. Alyktanir kjördæmisráðs í Norðurlandskjördæmi vestra I jRíkssljórnin ræður jekki við verðbólguna ■ — sú skýring yfirklór eitt að atvinnuleysi Bráðabirgðalög - þurfi að koma til eigi að hefta verðbólgu brot á stjórnarskrá r Aðalfundur kjördæmaráðs Al- þýðuflokksins i Norðurlandskjör- dæmi vestra haldinn á Siglufirði 12. september 1976, ályktareftir- farandi: Bráðabirgðalög þau, sem Matthías Bjarnason sjávarútvegsmálaráðherra gaf út rétt áður en hann fór í sumarleyfi, hafa vakið mikið umtal. Annars vegar er viðurkennt, að kjaramál sjómanna haf i verið erfið viðfangs, siðan ríkisstjórnin breytti sjóðakerfj * sjávarútvegsins, og hafi gengið illa að komast til i botns í þeim málum eða leggja þau svo fram, að sjómenn sjálf ir skildu þau til hlítar og vildu greiða um þau atkvæði. Hitt hefur valdið mun meiri deilum, að sjávarút-fe vegsmálaráðherra skyldi í annarri grein bráðabirgða' laganna banna algerlega verkföll sjómanna, verk-s' bönn eða neins konar samúðarverkföll. Af hverju bætir ráðherrann þessum ofbeldiskenndu ráöstöfunum við efnishluta bráðabirgðalaganna? Hvað fékk hann til þess að banna sjómannastéttinni að beita mikilsverðustu mannréttindum launþega á Islandi, hvað sem gerist, enda þótt ekkert verkfall sél á f lotanum, engu hafi verið hótað og ekki sé vitað um i neinar fyrirætlanir í þá átt? Á fundum kjördæmisráða Alþýðuflokksins á Akureyri og á Siglufirði um siðustu helgi héldu þeir Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, og Finnur Torfi Stefánsson, nýkjörinn frambjóðandi Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra, þvi fram að þetta ákvæði bráöabirgðalaganna um að banna verk- föll sjómanna sé gróft brot á stjórnarskrá iandsins. | I stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins er skýrt tekiðf fram, aðforseti (það þýðir ríkisstjórn) megi þvi | aðeins gefa út bráðabirgðalög, að brýna nauðsyn beri | til, og er það túlkað svo af mestu lögspekingum; þjóðarinnar, að verulegir hagsmunir þurfi að vera í}: tafli. | Það ber að vísu að viðurkenna, að ríkisstjórnir og ráðherrar undanfarinna ára hafa oft teflt á tæpasta vað, hvað þetta snertir. Hitt er augl jóst hverjum skyn- sömum manni, að það er ekki hægt að telja „brýna nauðsyn" íslenzks þjóðfélags að banna sjómanna- verkf öll, þegar ekkert slíkt verkf all stendur yf ir, engu hef ur verið yf ir lýst og ekki er vitað um svo mikið sem tal um eitt slíkt verkfall. Þetta er ekkert annað en gróft stjórnarskrárbrot, algerlega rakalaust og tiI-; efnislaust. Eðlilegt er að spyrja, hvers vegna Matthías Bjarna- son sjávarútvegsmálaráðherra grípur til þess að gefa [ út slík bráðabirgðalög, sem eru augljóst brot á stjórnarskránni. Eina hugsanlega skýringin er sú, að innan ríkisstjórnarinnar er talað um nauðsyn þess að þrengja að verkalýðnum í kaupdeilum, og frumvarp um slíkar aðgerðir liggur í skrifborðsskúffum ráð- herranna. i því samhengi er hægt að skilja það að sjávarútvegsmálaráðherra skuli ögra sjómönnum á þennan grófa hátt. Hver sem skýringin kann að vera, er eitt Ijóst: \ Sjálf stæðisráðherra hefur að tilefnislausu höggvið að réttindum launþega í landinu — sjómanna. Það er því j hluti af stefnu rikisstjórnarinnar. Þess vegna hljóta verkalýðssamtökin — og sérstaklega sjómannasam- tökin — að bregðast hart við. Launþegarnir, þar á meðal sjómenn, tapa sífellt á verðbólgunni. Þeirra hagur fer hnignandi. Þeir verða að styrkja samtök sín ‘ til að halda uppi mótmælum. Það munu engir aðrir berjast fyrir málstað þeirra — nema stjórnmála- flokkar þeirra. Rétt er að viðurkenna, að á undanförnum áratugum hafa ákvæðin um bráðabirgðalög verið mistúlkuð af hverri einustu ríkisstjórn, og er ekki ástæða til að' undanskilja Alþýðuf lokkinn þeirri gagnrýni. En nú er gengið of langt. Það er ekki hægt að kalla „brýna nauðsyn" að banna verkföll, sem eru ekki til ogl engum hafa dottið í hug. Þess vegna eru þessi bráða-i birgðalög fordæmanleg mistök af hálfu Matthíasarí: Bjarnasonar, og verður að kref jast þess, að varlegar verði haldið á útgáfu bráðabirgðalaga í framtíðinni.i —S-1 Dýrtiðar og verðbólgu mál: Veröbólgan er mesti ógnvaldur I islenzku efnahagslifi. Ekki ein- ungis raskar hún skiptingu eigna og tekna alþýðufólki i óhag, held- ur grefur hún undan fjármálasiö- ferði, spillir möguleikum til rétt- látrar skattheimtu og ógnar lýð- ræðislegum stjórnarháttum. Rikisstjórninni hefur fullkom- lega mistekizt það meginhlutverk sitt, að vinna á verðbólgunni og koma henni a.m.k. niöur i það sem er i helztu viðskiptalöndum, þrátt fyrir gifurlega innlenda og erlenda skuldasöfnun, og varan- legan viðskiptahalla, sem leggur drápsklyfjar á þjóðina um langa framtið. Sú afsökun rikisstjórn- arinnar að ekki sé unnt að ná meiri árangrián þess aöstofna til atvinnuleysis er yfirklór eitt, enda hefur litið af skuldfénu farið til atvinnuuppbyggingar heldur runnið mest i eyðslu og misjafn- lega skynsamlegar framkvæmd- Skattamál Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkur hafa fariö með yfirstjórn skattamála i rikisstjórn undan- farin 16 ár. Afleiðingin er öllum ljós. Ekki hefur verið hróflað viö þeim megingöllum skattalaga, sem leiða af sér mesta misréttiö. Þetta er glöggt dæmi um hvaöa hagsmunahópur I þjóðfélaginu rikisstjórnin heldur verndarhendi yfir. Þingið skorar á þingflokk Al- þýðuflokksins að halda áfram baráttu fyrir gagngerum endur- bótum á jiessu sviði. Dómsmál Þingið lýsir þungum áhyggjum yfir þeim margvislegu spillingar og afbrotamálum, sem skollið hafa sem hrollvekja yfir þjóðina, undanfarin misseri. Það blasir við að dómskerfið i landinu er ekki til þess búiö að ráöa viö þessi verkefni. Brýn nauðsyn er á gagngerum endur- bótum réttargæzlu i landinu ef unnt á að vera að varöveita þá siðferðisvitund og virðingu fyrir lögum og rétti sem ekkert þjóðfé- lag fæst staðizt án. Verkfallsréttur sjó- manna. Kjördæmaþingið mótmælir þvi að sjávanítvegsmálaráðherra hefur með bráðabirgðalögum svipt sjómenn verkfallsrétti. Þessi réttindasvipting er tilefiiis- laus, þar sem ekkert verkfall er á fiskiskipaflotanum og engar raddir uppi meöal sjómanna um verkfallsaðgerðir. Bráðabirgða- lög þessi brjóta þannig gegn ákvæðum stjórnarskrár um að einungis megi setja bráðabirgða- lög þegar brýna nauösyn ber til. Hér er um að ræða gróft brot á mannréttindum einnar mikilvæg- ustu atvinnustéttarinnar i land- inu. Orkumál. Þingið fagnar þvi átaki sem nú loks er verið að gera i orkumálum Norðurlands, en átelur hins vegar harðlega það óskipulega flan sem einkennt hefur vinnubrögð við Kröfluvirkjun. Það getur með engu móti talizt eðliiegt, að Norðlendingar einir standi undir þessum fram- kvæmdum með rándýru orku- verði, heldur hlýtur þjóðin öll að taka þátt og rafmagn frá Kröflu að verða á sama veröi og raf- magn frá Landsvirkjun. Nauðsynlegt er aö gera nú stór- átak í því að stækka orkumarkað á Noröurlandi, með uppbyggingu orkufreks iðnaöar eða öðrum hætti. Æskulýðs- og iþróttamál Á þinginu ræddi Kristján Möll- er sérstaklega um æskulýðs- og iþróttamál og lagði fram ásamt Birgi Guðlaugssyni eftirfarandi tillögu sem samþykkt var sam- hlj óða: Kjördæmaþing Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra haldið á Siglufirði 12. sept. 1976 skorar á þingmenn Alþýðuflokks- ins að þeir beiti sér fyrir stór- hækkun styrks rikisins til æsku- lýðs-og iþróttamála við gerðfjár- laga fyrir árið 1977. Ennfremur að þeir styðji eða leggi fram tillögu á Aiþingi um uppbyggingu Iþróttakennara- skóla Islands að Laugarvatni, til þess að gera skólanum kleift að framfylgja nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi 1972. Ný stjórn kjördæma ráðsins Á aðalfundi kjördæmaráðs Alþýðuflokksins i Norður- landskjördæmi vestra á Siglu- firði s.l. sunnudag var kjörin ný stjórn kjördæmaráösins. Hana skipa: Aða Imenn: Anton Jóhannsson, formaður, Siglufirði. Guðbrandur Frimannsson, Sauðárkróki. Þórður Kristjánsson, Hofsósi. Varamenn: Birgir Guölaugsson, varafor- maöur, Siglufirði. Jón Karisson, Sauðárkróki. Bernódus Ólafsson, Skaga- strönd. S tj órn Öldunnar mótmælir Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Oldunnar samþykkti i gær einróma á fundi sinum eftirfarandi ályktun: „Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins öldunnar mótmælir harðlega hinni nýjustu lagasetningu um kaup og kjör fiskimanna sem ger- ræðisfullum og óþörfum, þar sem engin stöðvun var yfir- standandi eða yfirvofandi og nýuppkveöinn úrskurður Félagsdóms i máli Farmanna- og fiskimannasambands Islands var á þá lund að engir samningar væru i gildi, en á meðan svo væri skyldu uppgjör fara fram eftir samnings- uppkasti þvi sem fellt hefði verið i allsher jaratkvæða- greiðslu með mikilli þátttöku starfandi fiskimanna innan FFSI. Samningsuppkast þetta með óverulegum breytingum, hefur nú veriö lögfest og borið við umhyggju fyrir öryggi sjó- manna i kjaramálum. Stjórn öldunnar álýtur að sú umhyggja sé af sama toga spunnin og umhyggja allra rik- isstjórna undanfarandi áratuga, sem allar hafa sett lög til kjara- rýrnunar fyrir fiskimenn, enda sýna viöbrögð aðila hvor telur lagasetningu þessa sér i hag. Éðlilegra hefði veriö i ljósi niðurstööu Félagsdóms, að hefja samningaumræöur að nýju og þá gjarna i öðru formi en þvi sem alls ekki fékk hljóm- grunn meðal fiskimanna, sbr. niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar. Stjórn öldunnar hvetur alla félagsmenn til aukinnar félags- legrar þátttöku og bendir á að allt afskipta- og áhugaleysi i þessum efnum vinnur gegn þeim sjálfum og hagsmunum þeirra. Stjórnin hvetur enn- fremur til aukinnar samvinnu forystu- manna i félaga- samtökum fiskimanna, samfara meiri festu og ákveðni um kjara- og hagsmunamál þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.