Alþýðublaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 3
œr Miðvikudagur 15. september 1976. FRÉTTIR 3 Karl Schuts í viðtali við Alþýðublaðið: »Ég hef ekki breytt um skoð un á Geirfinnsmálinu frá því ég kvnnti mér það fvrst« og tel enn möguleika á að leysa málið „Ef afbrotum kynni að fjölga á íslandi ætti að setja á stofn fufikomna tæknideild og auka menntun islenzkra rannsóknarlögreglu og gefa rann- sóknarlögreglumönnum tækifæri til þess að sérhæfa sig. Rannsóknarlög- reglan ætti að læra sérstaka tækni og „taktik” i sambandi við yfirheyrslur. Rannsóknarmenn verða að hafa nokkra þekkingu á afbrotasálfræði og geta hagnýtt sér slika þekkingu i sambandi við yfirheyrslur. Þá ættu þeir að hafa nýtizku tæki til að afla sér upplýsinga allt frá talstöðvum i bilum og upp i tölvu. Mér er kunnugt um að Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra hafi svip- aðar hugmyndir eins og ég um það hvernig ætti að efla rannsóknarlögregl- una. Ég er reiðubúinn að kenna og leggja á ráðin ef óskað verður eftir þvi.” Þetta sagði v-þýzki glæpasér- fræðingurinn Karl Schutz meðal annars i viðtali við Alþýðublað- ið. Það fór fram f húsakynnum sakadóms að viðstöddum Pétri Eggerz sendiherra, sem er að- stoðarmaður Schutz og túlkur. Karl Schutz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk rikisstjórnarinnar i þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins. Auk þess miðlar hann rannsóknarlög- reglu af viðtækri þekkingu sinni og reynslu, sem hann hefur öðl- azt I 30 ára starfi sem glæpasér- fræðingur i Vestur-Þýzkalandi. Hann veitti t.d. mikla aðstoð við uppljóstrun morðsins sem framið var við Miklubraut fyrir skömmu. Morð á fjórum hermönnum 1 upphafi viðtalsins var Schutz beðinn að segja frá ein- hverju eftirminnilegu máli sem hann fékkst við i Þýzkalandi. Hann sagði, að sér væri einna minnisstæðastmorðsem framið var 19. janúar 1969. Þann dag var ráöizt á fimm hermenn i v- þýzka hernum, þar sem þeir voru á verði i herbúðum sinum. Arásin var gerð að óvörum og fjórir þeirra voru myrtir en sá fimmti særðist hættulega. Morðingjarnir komust undan með vopn hermannanna áður en hægt var að hafa hendur i hári þeirra og enginn vissi hverjir voru að verki. Nú hófst gifur- lega umgangsmikil leit sem stjórnað var af Karli Schutz. Undir hans stjórn störfuðu 130 manns að rannsókn þessa óhugn anlega morðmáls og oft voru rannsóknarmenn að störfum sólarhringum saman án svefns eða hvildar. Erfiðast var að vinna úr mörg þúsund ábend- ingum frá fólki sem taldi sig geta gefið upplýsingar. Vinna hratt „1 vestur-þýzku lögreglunni er lögð áherzla á að vinna hratt. Við verðum að vinna fljótt úr öllum upplýsingum, þvi eftir þvi sem liður er auðveldara fyrir glæpamenn að fela slóðina,” sagöi Karl Schutz. „Klukkan heldur áfram að tifa” er mál- tæki sem lögreglumenn eru stöðugt minntir á. Ógrynni upplýsinga var safn- ENGAR MYNDIR Þegar viðtalið við Karl Schutz var tekið óskaði hann eftir þvi, að ekki birtust neinar niyndir af honum sjáifum. Sú ósk var að sjálfsögðu tckin til greina, en cf og þegar lausn er fengin á þeim málum sem hann rannsakar sagðist hann mundu gefa leyfi til mvndatöku ef biöðin kærðu sig um. að i sambandi við morðið á her- mönnunum fjórum og öllum var þeim komið á einn stað og þaðan varð að koma þeim i hendur þess sem stjórnaði vinnunefnd- inni, i þessu tilfelli Schutz. Sem fyrr segir unnu 130 manns við rannsóknina og hverjum og ein- um þurfti að gera ljósa grein fyrir heildarmynd málsins hverju sinni. Brátt fór auðmönnum að ber- ast nafnlaus bréf með ljós- myndum af vopnum þeim sem stolið var af hermönnunum sem myrtir voru. „Tilgangurinn með þessu var að skapa ótta og angist meöal fólksins,” sagði Schutz. „Þeir kröfðust peninga Mánuðum saman hafa nokkur umgmenni set- ið i gæzluvarðhaldi vegna málanna sem Schutz aðstoðar við rannsókn á. og gáfu i skyn að mafia stæði á bak við þetta. Myndirnar tákn- uðu að þessum vopnum yrði beitt á viðtakendur bréfanna ef þeir létu ekki undan og borguðu. Hér var beitt sálfræðilegum að- ferðum til að undirstrika vald sem morðingjarnir þóttust hafa.” Stóð í 96 daga Ekki er hér rúm til að rekja þetta mál, en um það hefur ver- ið skrifuð bók sem vakti mikla athygli i V-Þýzkalandi. Með ó- hemju vinnu og rannsóknum tókst Schutz og starfsmönnum hans að komast að þvi hverjir morðingjarnir voru. Hér var um þrjá kynvillinga að ræða, syni, sem komu frá góðum fjölskyld- um. En þá var eftir að finna þá. Þegar leitað er ákveðinna manna eru tvær aðferðir tiltæk- ar. Onnur er sú, að dreifa mynd- um og upplýsingum i blöð og sjónvarp, festa upp myndir af þeim á opinberum stöðum og biðja almenning og fjölmiðla um aðstoð. Þessi aðferð getur verið árangursrik, en hún hefur vissar hættur i för með sér. Hin- ir eftirlýstu geta gripið til þess ráðs að flýja land eða láta breyta útliti sinu. Hin aðferðin er leit með leynd og var hún notuð i þessu tilviki með góðum árangri. Það tókst að fá upplýsingar um að menn- irnir ætluðu að hittast á ákveðn- um stað á ákveðnum tima og þá voru þeir handteknir. Þa voru liðnir 96 dagar frá þvi morðin voru framin og rannsóknin kost- aði ríkið eina milljón marka, eða yfir 730 milljónir Islenzkra króna eftir núverandi gengi. „Fyrir venjulegt fólk virtist þessi hroðalegi glæpur vera framin i tilgangsleysi. En kyn- villingarnir ætluðu sér að kúga nægilegt fé út úr fólki til að þeir gætu setzt að á eyju einni út af fyrir sig,” sagði Karl Schutz. Rannsókn Geir- finnsmálsins Nú bar rannsókn Geirfinns- málsins á góma, en það mál og Guðmundarmálið eru þess valdandi að Schutz dvelur nú hér á landi. Hann tók fram, að ekki væri unnt aö gefa neinar upplýsingar um það mál til fjöl- miðla meðan unniö væri að rannsókninni. En er málið enn flóknara en hann áleit i fyrstu? Tekst Schutz að komast að þvi hver hringdi heim til Geirfinns úr sima Hafnarbúða kvöldið sem hann hvarf? „Ég hef ekki breytt um skoð- un á þvi máli frá þvi ég kynnti mér það fyrst. Möguleikinn til að leysa það er enn fyrir hendi. Samstarfshópur undir stjórn Arnar Höskuldssonar vinnur að málinu og ég er ráðgjafi hóps- ins. Ég hef lesið öll skjöl um málið og búið var að vinna geysimikið starf áður en ég kom hingað. Orn Höskuldsson er reyndur rannsóknarmaður og samstarf okkar á milli mjög gott,” sagði Karl Schutz. Segið þér að enn sé möguleiki á að leysa málið? „Eins og ég drap á áðan, leggjum við mikla áherzlu á það i Vestur-Þýzkalandi að hraða rannsókn glæpamála. Allur dráttur, öll töf, kemur glæpa- mönnum að haldi. örn Höskuldsson hefur verið i erfiðri aðstöðu. Það er ekkert verra en að rannsaka morö sem framiö hefur verið fyrir alllöngu, en við vinnum með orku og iðni að rannsókninni.” Tæknilegar rannsóknir Þvi næst var Schutz spurður, hvort ekki væri búið að upplýsa Geirfinnsmálið ef rannsóknar- lögreglan hefði haft til þess öll tæki sem notuð eru t.d. i Þýzka- landi. Hann svaraði spurning- unni óbeint á þessa leið: „Nú höfum viö aðgang að einni fullkomnustu tæknideild heims og rannsóknarstofum hennar. Einnig höfum við fengið lánaðan visindamann sem þar staríar. Aö sjálfsögðu breytir þetta miklu. 1 þessu sambandi vil ég benda á, að þegar morðið á Miklu- brautinni var framið var þessi visindamaður staddur hér og veitti mikla hjálp. Með aðstoö hans tryggðum við, að ekki var unnt að afmá ákveðin spor sem við studdumst við. En hér verður að koma upp fullkominni tæknideild samfara aukinni menntun og sérhæfingu rannsóknarlögreglumanna. Það verður að þjálfa menn til að vita að hverju þeir eiga að leita þeg- ar glæpur hefur verið framinn og hvar þeir eiga að leita. Þau spor sem ekki eru sjáanleg með berum augum verður að rekja með fullkominni tækniaðstoð og ég hef þegar kynnt dómsmála- ráðherra hugmyndir minar um eflingu rannsóknarlögreglu, eins og ég tók fram i upphafi. Og ég er reiðubúinn til að aðstoða eftir mætti ef eftir þvi verður leitað.” Fær alla aðstoð Nú var Schutz spuröur hvort hann fengi allar þær upplýsing- ar og alla þá aðstoð sem hann óskaði eftir við rannsókn Geir- finnsmálsins. Hann svaraði þvi samstundis játandi: „Ég hef allar þær upplýsingar sem til eru hjá sakadómi um Geirfinnsmálið. Allt stendur mér til boða sem ég óska eftir og engar hömlur lagðar á störf min á nokkurn hátt. Munið þér halda áfram þar til málið er upplýst? „Þegar búið er að afla nægi- legra sannana i málum er það lagt fyrir saksóknara, ekki satt. Þá er starfi rannsóknarlögreglu lokiðog málið fer til dómara. Ef ekki tekst að afla nægra sann- anna er yfirleitt ekki hægt að ljúka málum á þennan hátt. Ég dreg það i efa að ég geti dvaliö það sem eftir er ævinnar á Is- landi til þess að leysa þetta mál,” sagði Karl Schutz og kimdi. Fleiri glæpir með aukinni siðvæðingu Þegar hér var komi barst talið að vaxandi fjölda of- beldis- og glæpaverka, en þau mál eru mjög til umræðu á Vesturlöndum. Schutz sagði að visindamenn reyndu að kanna hvaða orsakir það væru sem lægju á bak við glæpinn. Alltaf væru að koma fram nýjar hug- myndir um aðferðir við að fremja glæpi. 1 sambandi viö af- brot kemur billinn oft við sögu. Bilnum er ekið á staðinn þar sem afbrotið er framið, og siðan er billinn notaður þegar flúiö er frá afbrotastaðnum. Afbrot hihna svokölluðu hvit- flibba-afbrotamanna, ávisana- og vixlasvik eru mjög tið i stór- um iðnaðarborgum. Að takast á við þessi afbrot er mjög erfitt þar sem nota þarf sérfræðing til þess að leysa þau. Nú varð ekki lengur hjá þvi komizt að veita þvi athygli hvaö Schutz var tiðlitið á klukkuna og viðtalinu þvi ekki fram haldið. Allir vona að starf hans hér verði til að upplýsa glæpamál sem á vissan hátt hefur legið eins og mara á þjóðinni. Mylla réttvisinnar malar stundum hægt, en malar samt. — SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.