Alþýðublaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 11
i Miðvikudagur 15. september 1976. LISTIR/MENNING 11 Enn skora Tékkarnir. A 15. minútu auka Tékkar enn á forystu sina. Þá náöi Mrva, leikmaöur númer 13, aö skalla yfir Arna Stefánsson, sem var kominn of langt út úr markinu. Minútu siöar átti Ásgeir skot i þverslá Tékkanna. Þess má geta, aö sterk hliöarsól skein beint I augun á markveröinum, Vencel, og og skapaöist nokkur hætta viö mark Tékkanna af þeirri ástæöu. Upphófst nú einhver alleiöin- legasti leikkafli, sem undirrit- aöur minnist aö hafa séö á knattspyrnuvelli. Tékkarnir létu boltann ganga milli sin á eigin vallarhelmingi langtimum saman án þess aö ógna nokkúrn skapaöan hlut. Voru þeir greini- lega aö reyna aö draga vörn Framara lengra út, en Framar- ar féllu ekki i þá gryfju. Af þess- um ástæöum geröist hreinlega ekki neitt i langan tima. Gott tækifæri Framara. A 31. minútu áttu Frmarar svo sannarlega aö skora. Rúnar brauzt upp vinstri kantinn af mikilli haröfylgni, eins og svo oft I leiknum, gaf síöan gull- fallega sendingu á Pétur Ormslev, sem náöi boltanum og skaut, en skot hans var állt of laust og náöi Vencel aö verja. Meö smá heppni heföu Framar- ar þvi átt aö geta skoraö tvisv- ar, og var Pétur þar aö verki i bæöi skiptin. Eftir þetta var hreint forms- atriöi aö ljúka leiknum, allir voru búnir aö fá leiö á honum fyrir lönguhvort eö var. Honum lauk þvi með sigri Tékkanna, þrjú mörk gegn engu. Liðin. Slovan er léttleikandi liö, leika lipran og prúöan fótbolta. Hvort þeir voru svona áhuga- lausir um leikinn i gær, af þvi þeir vildu ekki skora fleiri mörk til að fá betri aösókn i Tékkó- slóvakiu, eöa hvaö þaö var, skal ósagt látiö, en þeir ollu sárum vonbrigöum i gær. HjáFram báru tveir menn af, Ásgeir Eliassonog Rúnar Gísla- son. Þeir ógnuöu meöhraöa sfti- um og leikni, en Tékkarnir gátu hreinlega ekki stoppaö þá án þess aö brjóta af sér, en þaö geröu þeir helzt ekki. Arni Stefánsson var ekki eins örugg- ur og hann er vanur aö vera og ekki heldur Trausti Haraldsson. Flestir léku undir getu, feimnir viö andstæðinginn ef til vill. Dómari og linuverðir voru frá N-írlandi. Dómarinn hét Farr- ell og dæmdi ágætlega. ÍA-Trabzonspor í kvöld 1 kvöld veröur leikur Akra- ness og Trabzonspor i Evrópu- keppni meistaraliöa. Trabzon- spor er frá Tyrklandi, og er þetta i fyrsta skipti sem tyrk- neskt lið leikur hér á landi. Skagamenn hafa alls ekki svo litla möguleika á þvi aö komast i aöra umferö þessarar keppni, taliö aö liðin séu nokkuö áþekk að styrkleika. Þess má geta, aö Akranes er eina liöiö sem hefur sigraö i Evrópuleik hér á landi og þeir hafa einu sinni áöur komizt i aöra umferö i Evrópukeppni. Skagamenn geta teflt fram sinu bezta liöi, og ef iil vill er þetta i siöasta skipti i nokkurn tima, sem Teitur Þóröarson leikur meö þeim, þvi hann hefur hug á aö gerast atvinnumaöur og hefur fengiö boð frá sænsku liöi. Leikurinn hefst klukkan 18 i kvöld. Leikiö veröur á Laugar- dalsvellinum. Eins og sagt hefur verið frá i fréttum mun Pólýfónkórinn leggja i söngferö til Italiu á miöju næsta sumri og flytja þar eitt af stórverkum tón- menntanna I kirkjum og óperu- húsum sjö borga. 1 lok siöustu viku hittust kór- félagar og þar lagöi Ingólfur Guöbrandsson söngstjóri drögin að vetrarstarfinu ásamt stjórn kórsins, en starfsáriö, sem nú fer i hönd er 20. starfsár þessa kórs. Ætlunin er að hefja nú þegar allan undirbúning Italiu- feröarinnar, og veröur væntan- lega valiö til flutnings H-moll messa Johans Sebastian Bachs og Magnificat eftir Bach og Magnificat eftir Vivaldi, eöa jafnvel Messias eftir Haendel. Um 120 manna kór þarf aö fara og unnið er aö þvi aö ná samkomulagi viö Kammersveit Reykjavlkur og félaga úr Sinfóniuhljómsveit Islands, en meö hljómsveit og ein- söngvurum verða um 150 manns i förinni. Óhætt er að fullyröa aö fyrir framlag Pólýfónkórsins og þrotlausa elju söngstjórans er islenzkt tónlistarlif ekki aöeins auðugra svo miklu nemur, heldur er þessi kór þegar farinn aö bera hróöur islenzks tónlistarlifs um lönd. Pólýfómkórinn er fjöl- mennasti kór hér á landi, og er að sjálfsögöu eingöngu skipaöur áhugafólki, sem syngur I fri- stundum sinum. Kórinn hefur um nokkurra ára skeiö rekiö söngskóla, sem er kórfélögum aö kostnaöarlausu, og á blaöa- mannafundi meö stjórn kórsins i siöustu viku sagöi Ingólfur Guöbrandsson að alltaf væri þörf góöra söngkrafta. Aöspurður kvaö Ingólfur alltaf veröa nokkra breytingu á kórnum á hverju ári, þvi I stórum hóp yröu óhjá- kvæmilega ýmsar þær breytingar á högum fólks, sem yllu sliku. Talsvert væri um þaö aö kórfélagar héldu utan til frekara náms, ,og kæmu svo jafnvel til liðs við kórinn aftur siöar. Nú þegar vetrarstarf kórsins hefst veröur farið aö æfa verk þau, sem flutt veröa á afmælis- tónleikum kórsins á páskunum, en þaö er orðinn árviss viö- buröur i tónlistarlifi höfuö- borgarinnar að Pólýfónkórinn flytji á páskum meiriháttar tónverk. Hugsanlegt er ennfremur aö kórinn hafi jóla- tónleika aö þessu sinni, en á- kvöröun hefur enn ekki veriö tekin um slikt. En þaö er sitthvaö meira á starfsskrá þessa kórs á afmælisárinu. Pólýfónkórnum hefur veriö boðið aö syngja inn á hljómplötu messu eftir rússneska tónskáldiö Rachmaninoff. Er þar um aö ræða stórt verk, Litúrgiu, fyrir blandaöan kór án undirleiks. Æfingar á þessu verki munu hefjast á næstunni, en ekki hefur verið ákveöið hvenær Stór verkefni á afmælisári Pólýfónkórsins Stjórn Pólýfónkórsins ásamt stofnanda og söngstjóra hljóðritun fer fram, en þaö veröur i London. Það er hiö heimsþekkta hljómútgáfu- fyrirtæki Decca, sem hefur boðið kórnum þetta, en hljóö- ritunin stendur i sambandi viö heildarútgáfu á verkum tón- skáldsins. Þetta verður i fyrsta sinn sem þetta tiltekna verk er sungiö inn á plötu hjá Decca. Messan er ,,a capella” og tekur liölega klukkustund I flutningi. Textinn er hinn sigildi messu- texti en flytja veröur verkiö á rússnesku. Þaö var Vladimir Ashkenazy, sem benti forráöamönnum Decca á Pólýfónkórinn og hafa þeir hlýtt á upptökur af tónlist kórsins. Þeir hafa sýnt kórnum mikinn áhuga, og munu aö sjálf- sögðu kosta feröir kórsins til London, en sönginn mun kórinn væntanlega gefa, enda eru svo sérstakar útgáfur tónverka litt arövænlegar vegna hins tak- markaða upplags. Á listahátiöinni i Florenz'; Ef nægilegt fjármagn veröur tryggt til hinnar fjölmennu söngfarar til ítalfu, veröa fyrstu hljómleikarnir haldnir i hinni heimsfrægu, óviöjafnanlegu dómkirkju i Siena, hinn 21. júni 1977. Viöræður hafa fariö fram við forstjóra listahátlöarinnar i Flórenz, Maggio Musicae, sem hefur látið i ljós áhuga á aö kórinn komi þar fram á lista- hátfðinni, einni hinni þekktustu i Evrópu, hinn 23. júni. Staöfest er boö um, aö kórinn komi fram i Vicenza, Lignano, i hinni frægu dómkirkju i Aquileia, I Rozetti- leikhúsinu i Trieste, og aö lokum i Markúsarkirkjunni i Feneyjum hinn 29. júni. Aö þvi loknu er gert ráö fyrir aö kórinn dveljist i viku á hinum vinsæla Ingólfi Guöbrandssyni. baöstað Lignano, sér til hvildar og hressingar. Borgaryfirvöld i viökomandi borgum hafa þegar samþykkt fjárveitingu I þessu skyni til aö kosta feröir og dvalarkostnaö kórsins á ítaliu, samtals aö upp- hæö nálægt sjö milljónum króna, en gert er ráö fyrir að kórinn kosti sjálfur ferö sina til og frá ítaliu. Pólýfónkórinn hefur ekki verið sá baggi á pyngju hins opinbera hér, þannig að ætla mætti að vel veröi tekiö i beiöni kórsins um fjárhagslega.aöstoö frá hinu opinbera, enda er öörum eins fjármunum variö til umdeildari listviöburöa. Væntanlega hefur vaxið skiln- ingur ráöamanna fjárveitinga á nauðsyn þess aö þeirri menningarviðleitni, sem sýnt er aö hiúa aö beri ávöxt, —bs Tvær nýjar deildir stofnaðar innan Norræna félagsins Norðurlandamet í mætingu á stofnfundi Alþýöublaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá Norræna fé- laginu. Þar kemur fram aö mikil gróska hefur verið i starfsemi fé- lagsins á liðnu sumri. M.a. voru stofnaöar tvær nýjar deildir innan félagsins, önnur á Fáskrúösfirði og var Birgir Stefánsson skólastjóri settur for- maöur þar, hin á Patreksfirði meö Sigurð G. Jónsson sem for- mann. Á Patreksfirði var sett Noröurlandamet i mætingu á stofnfundi, en næstum 10% ibúa staöarins mættu á fundinn, og geröust félagar. Skrifstofa Norræna félagsins hefur undirbúið dvöl allmargra tslendinga á Norðurlöndunum i sumar. M.a. dvöldust 14 íslend- ingar sem gestir Norræna félags- ins i Norbotten I Sviþjóð og stund- uðu þar sænskunám. Einnig var 17 kennurum boðiö til náms- og kynnisdvalar i Danmörku i 3 vik- ur, og sá skrifstofan um undir- búning þeirrar ferðar. 5 Islendingar hafa sótt nám- skeiö og ráöstefnur i Sviþjóö á 1 vegum félagsins meö styrk frá , framlagi sænska rikisins til Is- lenzk-sænskrar menningarstarf- semi. A næstunni munu svo 3 tslend- ingar sækja ráöstefnur i Finn- landi og flytja þar erindi um is- lenzk málefni. Fundur framkvæmdastjóra norrænu félaganna var haldinn hér i Reykjavik i mai, en for- manna- og framkvæmdastjóra- fundur i Færeyjum i júli. Samskipti Islendinga og Fær- eyinga eru stöðugt aö aukast, og komst i sumar á vinabæjasam- band milli Siglufjaröar og Eiði á Austurey. 24 ibúar á Eiði heim- sóttu, af þvi tilefni Siglufjörö og voru gestir Norræna félagsins þar. — AB Ritstjórn Al þýðÚMaðsínsféTTl. Síðumúla 11 - Sími 8Í866 |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.