Alþýðublaðið - 15.09.1976, Síða 13

Alþýðublaðið - 15.09.1976, Síða 13
bla&ið'' Miðvikudagur 15. september 1976. „,,TML KVÖLDS 13 Flokksstarfid--------------------------------------- Frá FUJ í Reykjavik Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 20. sept. n.k. í Ingólfskaffi uppi. Hefst fundurinn stundvislega kl. 20.30. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Formaður gefur skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. 2 Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar og varastjórnar. 5. Kosnir veröa tveir endurskoðendur og einn til vara. 6. Onnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Guðmundur Bjarnason formaður Alþýðuflokksfélagiö Gumi efnir til fundar að Hótel Esju fimmtudaginn 16. september n.k. Umræðuefni: Vetrarstarfið. eHAr„j. 3. landsfundur Sambands Alþýðuflokks- kvenna verður haldinn i Kristalsal hótel Loftleiða dagana 24. og 25. september n.k. Þingið verður sett föstudaginn 24. sept. kl. 20. Nánar auglýst siðar. F.h. stjórnarinnar Kristin Guðmundsdóttir formaður Guðrún Helga Jónsdóttir ritari. Frá F.U.J. i Reykjavik: Aðalfundur félagsinsverður haldinn 20. sept næstkomandi. Dag- skrá verður auglýst siðar. „ . . „. Guðmundur Bjarnason formaður FUJ i Reykjavik. Tillögur um framboð i stjórn FUJ f Reykjavlk, svo og um framboð á SUJ þing skulu hafa borizt fyrir 20. sept. n.k. á skrifstofu félagsins. Uppstillingarnefnd. 37. þing Alþýðuf lokksins verður haldið dagana 22. til 24. október n.k. að Hótel Loftleiðum. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst siðar. Benedikt Gröndal formaður Björn Jónsson, ritari Ráðstefna S.U.J. um utanrikismál verður haldin laugardaginn 25. september 1976. Öllum F.U.J.- urum er heimil þátttaka. Dagskrá: Kl. lO.OOf.h. Skýrsla utanrikismálanefndar S.U.J. og umræður um starf og stefnu nefndarinnar, svo og framtiðarhorfur. Fram- sögumaður: Gunnlaugur Stefánsson. Kl. 13.00 e.h. Barátta S.U.J. fyrir alþjóðamálum, innanlands sem utan. Framsögumaður Jónas Guðmundsson. Kl. 14.00Umræðuhópar taka til starfa : I. Starf og stefna S.U.J. á alþjóðavettvangi. II. Alvktanir um utanrikismál. Kl. 17.00 Afgreiðsla ályktana. Allir F.U.J.-arar eru hvattir til að mæta og taka þátt i mótun stefnu S.U.J. i utanrikismálum, Utanrikismálanefnd S.U.J. Alþýðuflokksfólk Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i Suðurlandskjör- dæmi verður haldinn i Vestmannaeyjum 18. og 19. september og hefst fundurinn kl.20.00 á laugardaginn. Gestir fundarins verða þeir Finnur Torfi Stefánsson, lögfr. og Arni Gunnarsson, ritstjóri. f.h. stjórnar Kjördæmisráðs Þorbjörn Pálsson. Bilanavakt borgarstofnana. Simi 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til k). 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Ilita veitubilanir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabilanir simi 05. Kal'magn: í Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. I Hafnarfirði i sima 51336. Tekið við tilkynningum um bilan- ir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borg- arstofnana. í íslenzkum fötum? Sveinbjörg B. ósien: Já, meðal annars geng ég i islenzkum föt- um. Þau eru alls ekkert verri, og mikið ódýrari. Sævar ólafsson: Já, það geri ég. tslenzkuhlifðarfötin eru sérstak- lega góð. SUNNLENDINGI SVARAÐ Með næsta fágætum hætti, hefir nafn mitt dregizt inn i tvær ómerkilegar blaðagreinar, báð- ar i Alþýðublaðinu. Fyrri grein- in birtist 4. ág. s.l., undirrituð X-9, þá grein hefi ég ekki séð, enda ekki miklu af að missa, skv. þvi er ég hefi af henni heyrt. Hin greinin birtist i blaöinu 1. sept. s.l. Ber hún yfirskriftina: Fræðslustjóri Suðuriands þarf ekki að spara. Undirskriftin er Sunnlendingur, og segist hann vera skólamaður á Suðurlandi. Hann skyldi þó aldrei vera sami maðurinn og X-9? Rakalausar dylgjur eru með þeim hætti i ritsmið þessari, að ég tel rétt, að aðrir sunnlenzkir skólamenn fái að vita hið sanna i málinu. Verðég fyrst að rekja með ör- fáum orðum aðdraganda þess litla starfs, er ég hef unnið hjá Fræðsluskrifstofu Suðurlands. Haustið 1972 voru auglýstar tvær skólastj.stöður i Hvera- gerði, önnur við gagnfræðaskól- ann. I þá stöðu var ég settur til eins árs, skv. venju þar um. Að ári liðnuóskaðiskólanefnd eftir, að ég yrði skipaður i stöðuna. Er til ráðuneytisins kom til af- greiðslu,varðeitthverthik á, og reyndist ástæðan sú, að miili fyrrverandi skólastjóra i Hvg. (en hann hafði um sinn gegnt námsstj.starfi á Suðurlandi) og ráðuneytisins, hafði svo til tal- azt, að hann ætti kost á starfinu siðar, er námsstj.störf féllu nið- ur með tilkomu fræðsluskrif- stofanna. Hugðist hann nú not- færa sér þetta samkomulag, þar eð skipun annars i stöðuna hlaut að utiloka hann frá þvi siðar. Hefðu mér verið þessir samn- ingar kunnir, hefði ég að sjálf- sögðu aldrei um stöðuna sótt. Er þessi málalok urðu kunn var komið langt fram i september og búið að ráða i fyrri stöðu mina við Héraðssk. að Laug- arv„ og enga stööu að hafa, er bauð upp á hliðstæð launakjör. En þar sem ég hafði áunnið mér rétt til lágmarkseftirlauna, ákvað ég að notfæra mér það, og fékk mér einnig annað starf um sinn. Var ég þó engan veginn ánægður með þessi málalok, og þeim mun siður, er frá leið. Kaus ég að starfa nokkru lengur að skólamálum, meðan heilsa og starfsorka entist. Stuttu eftir að ráðstafað var fræðslustjórastarfi á Suðurlandi og viðar, átti ég erindi við deild- arstj. i menntamálaráðuneyt- inu. Spurði ég hann þá jafn- framt, hversu háttað yrði mál- um á fræðsluskr.stofunum, hvort þar yrði starfslið auk fræðslustjóra. Tjáði hann mér, að gert væri ráð fyrir, að þar starfaði kennaramenntaður fulltrúi og einnig gerðu lög ráð fyrir að fjármál (önnur en fast- ar launagr.) flyttustþangað sið- ar, auk bókhalds þar að lútandi. Þegar fundum okkar Jóns R. Hjálmarssonar bar saman nokkru siðar, barst þetta i tal. Snemma á þessu ári varð það svo aðsamkomulagi með okkur, að ég annaðist viss störf i sam- bandi við áætlanagerð fyrir n.k. skólaár. Var við það miðað, að fyrir þessi störf fengi ég þóknun sem svaraði eins mánaðar kennaralaunum. Taldi ég það sanngjarna greiðslu eftir atvik- um. Að visu urðu þessi störf all- miklu timafrekari en ráðgert var, einkum vegna breytinga og samræmingar fræðsluskrifstof- anna við úrvinnslu og frágang. En „orð skulu standa” frá minni hendi i þessu efni. Enga krónu hefi ég þó enn fengið, hvorki fyrir unnin störf né út- lagðan ferðakostnað, sem nokk- ur er orðinn. En aldreivar gert ráð fyrir, að þessi þóknun kæmi frá fræðsluskrifstofunni sjálfri. Mætti þvi spyrja hinn sunn- lenzka skólamann — höfund greinarinnar — hvar hann hafi íengið upplýsingarnar um þá sóun fjármála, er viðhöfð sé hjá fræðslustj. Suðurlands. M.ö.o. jafnvirði eins mánðar kennara- launa, sem fræðslustj. kýs jafn- vel heldur að greiða úr eigin vasa til þess að geta tekið sér sumarleyfi, er honum hentar bezt. Þar er allt tilefni hne yks luna ri nna r. Þyki sunnl. skólamanninum nefnd upphæð ekki trúleg, skal honum og öðrum bent á, að sem fyrr segir, nýt ég verðtryggðra eftirlauna, einnig hefi ég önnur störf, sem mætavel samræmast þessum og fæ fyrir þau u.þ.b. hálf miðlungslaun. Hvorki ég né aðrir þurfa þvi að hafa áhyggjur af lifeyri minum. En svo sem flestir á minum aldri, þá uni ég betur starfi en iðjuleysi, meðan heilsa endist. Ég mun þvl hvorki spyrja X-9 né sunnlending, hvernig ég ver hluta af tóm- stundum minum eða hvaða gjald kann fyrir þau störf að koma, ef kostur er að tengja þau hugðarefnum, sem ég kýs að sinna. Satt að segja undrast ég það, að ritstjórn Alþýðublaðsins skuli hafa tekið á sig ábyrgð (án þess að kynna sér betur sann- indi) með þvi að sveipa nöfn nefndra greinahöfunda huliðs- hjálmi. „Þarna er komin lifandi mynd af framsóknarmanni”, segir i greininni. Hvað snertir þetta nú stjórnmálaskoðanir? Er ekki þarna heldur um eitt af þeim „dæmigerðu vindhögg- V"i” að ræða, sem viss blöð hafa reynt að greiða stjórnmálaand- stæðingum siðustu mánuðina með vafasömum árangri? Hafa blöð landsins ekkert þarf- ara við pappir sinn að gera? En við þig sunnlendingur vil ég að endingu segja þetta: Segðu hver þú ert, ella skalt þú lítill karl heita, og dylgjur þinar gjörsamlega ómarktækar. Reyndu að hrekja þó ekki sé nema eitt atriði i grein þessari, og þá undir réttu nafni. Frekari umræðna af minni hendi er ekki að vænta, a.m.k. ekki við neina huldumenn. Laugarvatni, 8. sept. 1976 Helgi Geirsson r IHRINGEKIAN ítalskir öfgasinnar á dómara ráðast italskir dómarar, sem eiga að dæma I erfiöum málum, sem eru stjórnmálalegs eðlis eða varða maffuna, þurfa að vera taugasterkir og fá lögreglu- vernd. Vittorino Occorsio, sem var myrtur fyrir mánuði er að- eins einn þeirra dómara, sem menn vita aö var á lista yfir þá, sem á ,,að taka af llfi”. Þetta er ástæðan fyrir þvi, að fjölmennu lögregluliði var boðið út, þegar Occorsio var grafinn. Auk f jölskyldu hans og fulltrúa stjórnvalda mættu nefnilega 200 starfsmenn hans við útförina. Occorsio var myrtur, þegar hann sat i bil sinum á leiðinni i vinnuna. Hann var skotinn með vélbyssu og ódáðamennirnir flýðu i hraðskreiðum bil. Þeir skildu eftir sig bréf á morð- staðnum með þeim skiiaboðum, að byltingarsinnar dæmdu ekki aðeins i fangelsi i baráttu sinni fyrir réttlæti. Undir bréfið rit- uðu samtök fasista Ordine Nuovo (Nýskipanin). Occorsio hafði hvað eftir annað barist gegn þessum samtökum I starfi isinuL____ Italskir dómarar urðu mjög æstir eftir morðið á Occorsio, þvi að það var framið tæpum mánuði eftir, að Francesco Coco var „tekinn af lifi” i Genúa. Þá voru það aðilar i Rauðu hersveitinni, sem voru að verki. Morðið á þessum tveim dóm- urum er ekki einstakt i sinni röð. Sama dag og Occorsio var myrtur, var sprengju varpað að húsi dómara i Bologna, og dag- inn eftir var skotið á dómara i Bari. Vikulega er hægt að lesa i itölskum blöðum um skotárásir eða sprengjutilræði við dómara, og margir þeirra eru undir stöð- ugri lögregluvernd. Mafian eða öfgasinnar standa yfirleitt að baki þessara árása, og takmark þeirra er tviþætt. Annað hvort eru þetta „aftökur” — eða tilraunir i þá átt — sem eru skipulagðar af „dómurum”, sem flokkurinn hefur sett, eða þær eru aövörun við áframhaldandi rannsóknum á tilteknum málum. Fasistahreyfingin Ordin Nuovo hefur lagt fram nöfn á þeim dómurum, sem taka á af lifi. Þegar lögreglan handtók nokkra vinstri sinnaða öfga- menn fann hún bók með náKvæmum upplýsingum um siði og daglega viðkomustaöi allmargra dómara.Það liggur i augum uppi. að þessar upplýsingar voru ætlaðar til að ákveða stund og stað til „aftöku”. En mörg nöfnin á lista fasist- anna voru einnig á lista vinstri öfgamanna. Það er vegna þess, að dómarar, sem eiga að kanna umfangsmikið mál flækjast oft i önnur minni, og eru þvi dæmdir til dauða af bæði vinstri- og hægrisinnuðum. Einn dómar- anna, sem var á lista beggja, Giorgio Armati, nýtur verndar fimm lögregluþjóna, sem vaka yfir hverju fótspori hans. En spurningin er sú, hvort það sé til nokkurs. Ódæðismennirnir , sem myrtu Francesco Coco skutu bilstjórann hans og lif- vörðinn áður.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.