Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 3
albvéu- Maóið Föstudagur 22. október 1976 STJðRNMÁL 3 Frá kjördæmis- þingi Alþýðu- flokksins í Reykjavík: Á sunnudagsfundinum, á kjördæmisþingi Al- þýðuflokksins, flutti Hörður Jónsson, efnaverkfræðingur framsöguræðu, sem vakti mikla athygli þingfulltrúa. í upphafi máls sins vék Hörður að þvi að hann myndi fyrst og fremst ræða um iðnað og nýiðnað, sem væntanlega mætti setja á fót i Reykjavik og nágrenni. Áður en Hörður vék að aðalefni ræðu sinnar ræddi hann nokkuð um verðbólguna og áhrif hennar i þjóðfélaginu. Sagði hann meðal annars: „Alkunna er að við flytjum út meira verðmæti á ibúa, en flestar aðrar þjóðir og við flytjum inn meira reiknað út frá sömu forsendu. Magn og einingarverð útflutnings- afurðanna hefur verið sveiflu- kennt. Sennilegt má telja að stóran hluta verðbólguvandans megi rekja beint og óbeint til þessara miklu vöruskipta út fyrir eigið áhrifasvæði.” Siðan sagði Hörður: „Langvarandi verðbólga hefur margvisleg áhrif á þjóðfélagiö og mætti þar meðal annars nefna neikvæða eignatilfærslu, neikvæð áhrif á sparifjármyndun, að verðmætamat skekkist og eftirsótt verða verðmæti sem aukast i verðgildi i beinu hlutfalli við dýrtiðina.” Hörður benti á að iðnaður væri sú atvinnugrein, sem fremur en flestar aðrar væri talin verðbólgulægjandi, enda þola iðnfyrirtæki illa stórar verð- sveiflur. „Segja má ef tii vill að eina raunhæfa varanlega lausnin á verðbólguvandanum sé aukning i myndarlegum innlendum framleiðsluiðnaði fyrir innlendan og erlendan markað.” Þvinæst benti framsögumaður á ýmsa erfiðleika sem iðnaður ætti við að striða, sérstaklega vegna verðbólgunnar og einnig vegna þess að stjórnvöld hefðu ekki markað ákveðna stefnu i iðnþróunarmálum. Það vantar heildar- stefnu í iðnþróunar- málum Ræðumaður sagði að mjög eftirtektarvert væri i islenzku atvinnulifi að hver elti annan. Viða er það þannig að eitt fyrirtæki getur annað framleiðsl- unni. En ekki liður á löngu þar til þau eru orðin tvö og þrjú. Sagði Hörður að fróðlegt væri að gera könnun á þessu séreinkenni i islenzkum iðnaði. Hörður benti á fjórar helztu ástæðurnar, sem hann taldi að stæðu i vegi fyrir raunhæfum og skipulögðum framkvæmdum i iðnaðihérá landi. Þessar ástæður eru að hans mati þessar: I fyrsta lagi er engin raunhæf pólitisk stefnumörkun til um fjármögnun og framkvæmd meðalstórra iðnaðarfyrirtækja, önnur en að færa fyrirtækjahugmyndir inn i sali Alþingis til ákvörðunar. I öðru lagi. Áhættufjármagn og framkvæmdaþor fara sjaldan saman i Islenzku þjóðfélagi. 1 þriðja lagi. Flestar kannanir á iðnaðartækifærum hafa verið gerðar án þátttöku hugsanlegra fram kvæmdaaðila. Og i fjórða og siðasta lagi. Lánareglur iðnlánasjóða hvetja einnig til byggingarframkvæmda fremur en framleiðsluaðgerða. Jafnframt er rétt að undirstrika að iðnlánasjóðir eru févana ef takast skal á við meðalstór iðnaðarfyrirtæki. Efling iðnaðarins er meðal stærstu mála Iðnaðarfyrirtæki eru ekki hrist fram úr erminni Lokaorð Harðar Jónssonar voru á þessa leið: „Hlutverk stjórnmálamannanna er að skilgreina færar leiðir til þess að koma góðum hugmyndum i framkvæmd og meta frá pólitiskum markmiðum. Það er ekki raunhæf leið ef flytja á allar meðalstórar iðnaðarhugmyndir inn i sali Aiþingis til ákvörðunar, fleiri leiðir veröur að finna, og það fyrr en seinna, þvi islenzkur iðnaður ræður ekki við stærri iðnaðarfyritæki án þátttöku rikis- eða sveitarstjórna i dag en sem nemur 1/3 úr skuttogara. A næstu árum kemur vaxandi hópur velmenntaðra ungmenna á vinnumarkaðinn. Það er hlutverk stjórnmálamanna að finna verkefni handa þessum ungmennum, er hæfi atorku þeirra og þekkingu. Iðnaðar- fyrirtæki eru ekki hrist fram úr erminni. Það krefst vinnu og tima að þróa þau þannig að unnt sé að leggja i framkvæmdir, það þarf einnig fé, og það þarf lika eins taklinga er hafa þor og áræði. Samtenging allra þessara þátta er hlutverk stjórnmálamanna. Erlendir aðilar senda okkur ekki fullmótaðar iðnaðar- hugmyndir. Flestir eru sammála um að við nálgumst óðum takmörk mögulegs vaxtar i sjávarútvegi. Lega landsins setur ákveöin mörk á vaxtarmöguleika landbúnaðar. Við getum ekki allir lifað á verzlun og þjónustu og virðist þvi aukning i iönaði nærtækasta lausnin, en slik þróun SANA HF AKUREYRI SIMI 21444 Björgvin Guömundsson flytur framsöguræöu. Frá kjördæmisþinginu: Gylfi Þ. Gíslason í ræöustól. Myndir: Guðl. Tr. Karlsson. Þróun og uppbygg ing nýiðnaðar á Islandi • Um þróun nýiðnaðar sagði ræðumaður meðal annars: „íslenzkur markaður er litill ef tekið ermið afhinum stóra heimi, en þó eru tvær greinar atvinnu- lifsins sem bjóða fram stóra markaði á okkar mælikvarða, en það eru byggingariðnaður, sem er reyndar stærstur á Stór- Rey kjavikursvæðinu, og sjávarútvegur. Láta mun nærri að byggingar- iðnaðurinn velti að minnsta kosti 10-20 milljörðum á ári og vátry ggingarupphæð skipastóls landsmanna er um 66 milljarðar og má áætla að viðgerðir og nýsmiöi nemi um 14 milljörðum á ári.” Þarnæst vék Hörður að ýmsum tegundum nýiðnaðar og þáttum byggingariðnaöarins. Nefndi hann þar meðal annars framleiðslu á steinull, glerull, gólfplötum og veggplötum úr steinefnum. Þá nefndi hann stór- framleiðslu á perlusteini og ýmiskonar framleiðslu úr þvi efni, einnig framleiðslu úr áli, fiskkassagerð og fleira. á sér ekki stað án mörkunar ákveðinnar iðnþróunarstefnu og siðan vinnu að framkvæmd þeirrar stefnu.' Miklar og gagnlegar umræður Mjög miklar umræður urðu um iðnaðarmálin og tóku meðal annars til máls: Björgvin Guðmundsson, Sigurður Helgason, Eyjólfur Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Jóhannes Guðmundsson, Ásgeir Einarsson, Elias Kristjánsson, Benedikt Gröndal, GIsli Már Helgason og Tryggvi Þórhallsson. Formaður fulltrúaráösins, Björgvin Guðmundsson, sieit fundi nokkru fyrir kvöldmat. —BJ Fundarritari var Sigurður E. Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.