Alþýðublaðið - 28.10.1976, Síða 14

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Síða 14
14 LISTIR/MENNING Fimmtudagur 28. október 1976 alþýdu b!aói íd ÞEGAR AUGLÝS- INGAR RÁÐA GÆÐ- UM SJÓNVARPSINS Fyrri hluti Það er næstum jafnleiðinlegt að býsnast yfir bandarisku sjón- varpi og horfa á það. Það er blátt áfram hroðalegt. Það er áfall að horfa á það nýkominn heim úr dvöl erlendis. Það er naumast til það svertandi lýsingarorð, sem ekki er hægt að nota i árás á það. Það er lágkúrulegt, hugmynda- snautt, innantómt, væmið, ruddalegt, skrækt. Samt sem áður er það mjög happasælt. Þvi getur enginn neitað, og hafa þó margir gagnrýnendur reynt. Veik mótmælaóp þeirra týnast i stormi væmnislegrar aödáunar, sem stormvélar iðnaðarins blása frá sér. Fyrir hvern lesanda, sem gagnrýnendur vekja til ihugunar, koma hundruö 'ekki-lesanda'’ sem fórna glaðir fritímum sinum i það. Sjónvarpsstöðvarkerfið er furðulegt menningarfyrirbrigði, sem tengir þessa stóru þjóð fastari böndum en nokkuð annað, og gerirtugum milljóna mögulegt aö verðasömureynsluaðnjótandi samtimis, elur á hugarfóstrum þeirra, mótar siðfræði þeirra, fer kunnáttuhöndum um þá sjáifa sem manneskjur, þó aö mark- miðið sé ekki annað en að selja meiri svitalyktareyði. Það er hægt að lita á þetta fyrirbæri frá ýmsum hliðum — þvi að það er ekki hægt að hunza þgð, nema af þeim örfáu, sem hafa aðra tegund af brjálsemi til að fylía tómarúm lifsins, til að snúa þeim frá leiðinlegri vinnu, tómleika hjúskaparins, kyn- ferðislegri ófullnægju, áleitnum börnum, þrúgandi reikningum og óraunverulegum hugarórum. Það er unnt að lita á sjónvarpið sem skyndilegan sigur fjölda- menningarinnar, sem rekur Ut úr sértunguna sigrihrósandi framan i hámenntað úrvalsfólk; eins og dýrmætan tengivef mesta til- raunalýðræði veraidar; eins og áhrifamikið og yfirleitt góðviljað siðferðisafl, sem bendir á „gildið rétta” og er smám saman að móta nýja kynslóð betri Banda- rikjamanna. Það er að sumu leyti allt þetta, sem jákvætt er, en það er barna- legt að halda, að það sé að miklu leyti. I sannleika er það vel heppnað svikabragð i viðskiptum. Menn þurfa aðeins að lita á sjónvarpsdagsskrá i öðrum löndum. Það er ekki rétt, að sér- hvert land fái þá sjónvarpsdag- skrá, sem það á skilið. Sjónvarpið er svikið inn á þjóðina með stjórnmála- og viðskiptalegum ákvörðunum, sem yfirleitt voru teknarlönguáðuren nokkur hafði hugmynd um möguleika fjöl- miðilsins. Það er ekki háð þjóðar- atkvæðagreiðslum eða meiri- hlutafylgi; og þó svo væri er fjöl- miðillinn sjálfur svo út undir sig, að yfirleitt likar fjöldanum það, sem hann fær. Hlutlaus viðtaka eyðileggur einstaka hneykslun, og leyfir sjónvarpsfurstum allra landa að halda þvi fram, að þeir veiti fólkinu það, sem fólkið vill. Oftast gera þeir það, þvi að fólkið veit ekki sjálft, hvað það vill og það gefst sjaldan tækifæri til að gera breytingar, sem eru grund- vallar eðlis. Ég sé ekki i hendi mér, að unnt verði að beita neins konar þrýst- ingi til að koma i veg fyrir hag- nýtingu sjónvarps i söluskyni. Það tekst betur með hverju árinu, sem liður og það er stjórnmála- lega tryggt með samlæstum áhugamálum risavaxinna fyrir- tækja — það tengir saman stjórn- málamenn allra flokka, sjón- varpsstarfsmenn, framleiðendur tækja, lögfræðinga, auglýsinga- stofur, höfunda, listamenn, blaðamenn, og fyrirtækin, sem auglýsa. Jafnvel gagnrýnendur sjónvarps eru rigbundnir við þetta risavaxna sniklasamlifi sjónvarpsstöðvakerfisins. Eina ógnunin er vaxandi tækniþróun. Núverandi smiði gæti fallið, þegar skortur veröur á útsendingarásum, sem nú eru svo mikilvægar i viðskiptum. Sjónvarpið lýsir fólkinu En þó að þjóðir fái ekki það sjónvarp, sem þær eiga skilið, þá segir það sjónvarp, sem þau fá heilmikið um þjóðirnar. Segja má, að sjónvarpið sé að miklu leyti spegill og mælikvarði þjóð- félagsins. Við skulum bera saman banda- riska sjónvarpið og brezka sjón- varpið, sem er það sjónvarp, sem ég þekki næstmest til. Frá einum sjónarhóli er munurinn smávægilegur. Ef þið tilheyrið þeim litla hópi, sem heldur, að næstum allt sjónvarps- gláp sé timasóun, þá virðist munurinn haria litill. En innan rammans er gifurlegur munur á hugsuninni að baki, afstöðunni til áhorfenda hvað sköpunargleði viðkemur og i meðferð á barna- efni, stjórnmálum og fréttum. Meginmunurinn er i grund- vallarhugsjón stofnanna tveggja. Það er ekki of mikil kaldhæðni að segja, að bandariska sjónvarpið hafi ekki fyrst og fremst verið ætlað til að skemmta áhorf- endum; það er ætlað til að af- henda seljendum vörunnar áhorf- endur á æskilegum aldri og með ákveðnar tekjur. Það sem gerir vöruna seljan- legri er það, sem kallast skemmtimynd. Aflfræði sliks kerfis krefst hámarks áhorfenda og dagskrár, sem ætlað er að ná til lélegasta smekks. Smekkur iágmarkshópa, þó svo að millj- ónir manna séu i þeim hópum er látinn lönd og leið. Þetta á að visu ekki við hina nýju Public Broad- casting Service (PBS), sen hún nær enn til litils hluta bandrisks almennings. í Bretlandi þar sem auglýsingar eru eins og stendur aðeins á einni af þrem rásum sjónvarpsins, er þrýstingurinn á hámarksfjölda áhorfenda mun minni, og þvi er samsvarandi minni ótti við að framleiða fyrir smekk minni hlutans. Sam- keppnin milli British Broad- coasting Corporation (BBC), sem er rikisstyrkt, og Independent Television, sem er rekið af einka- hugkvæmnislega úr þeirri reglu- gerð hefur hún i för með sér, að það eru ekki auglýsingar nema fjórum sinnum á klukkustund. Dagskráin er ekki rofin jafnoft og jafnsmekklaust og i Banda- rikjunum. Báðar sjónvarps- stöðvar Bretlands sækjast eftir sem flestum áhorfendum og sam- keppnin er hörð, en þó senda báðar stöðvarnar út fyrir minni- hluta hópa með ákveðin áhuga- mál. Þess vegna eru svo margar brezkar dagskrár aldrei sýndar i Bandarikjunum, s.s. dagskrár um garðyrkju, skák, fornmuni, skapandi listir og mun fleiri greinar iþrótta en sýndar eru myndir af i Bandarikjunum. Þegar menn losna við þá spennu sem stafar af þvi að verða að ná ákveðnum fjölda áhorfenda á hverri minútu „góðs útsendingatima”, þegar starfs- menn vita, að þeir verða ekki reknir með skömm, ef áhorf- endum fækkar eitt árið, verður árangurinn dagskrá, sem gerð er vegna þess, að hún er áhugaverð. Þetta ereinfaldasta ástæðan fyrir þvi, að brezku sjónvarpsstöðv- arnar, bæði BBC og IT framleiða svo margar sjónvarpsmyndir, sem eru frábærar i samanburði við bandariska framleiðslu: Ótt- inn er horfinn. Robert MacNeil, höfundur þessarar greinar, er bandariskur sjónvarpsmaður, sem um skeið starfaði fyrir brezka sjónvarpið BBC, siðar fyrir Reuters fréttastofuna og NBC sjónvarpsstöðina. í þessari grein gerir hann m.a. samanburð á ameriska sjónvarpinu og þvi brezka — og þeirri fréttamennsku, sem einkennir sjónvarp i þessum löndum. Robert MacNeil er til hægri á myndinni. aðilum, er báðum til góðs. Þegar þessi samkeppni hófst 1955 biarg- aði hún BBC frá sjálfbyrgings- hætti og stofnun eins og BBC kemur i veg fyrir að peninga- mennirnir setji alia fjóra fætur upp i matartrogið samtimis. Sjónvarpi, sem rekið er i hagnaðarskyni, er einnig gert með reglugerð, að halda auglýsingunum við „eölileg hlé” á dagskrá og þó að þeir hafi teygt Skilyrði fyrir útsend- ingarleyfi að dagskráin yrði fjölbreytt Þá er annar heilbrigður ótti hjá auglýsingasjónvarpi i Bretlandi. Þegar hætt var við einokun BBC fengu fyrirtæki með viðskipta- hagsmuni i huga leyfi til útsendinga i takmarkaðan tima með þvi skilyrði, að dagskráin yrði fjölbreytt. Á sjöunda ára- tugnum misstu nokkur fyrirtæki i miklu áliti leyfi sin. Þetta er nær þvi óhugsandi i Bandarikjunum. Þó að fyrirtæki þar lýsi yfir ótta sinum og áhyggjum er venjan sú, að leyfin eru veitt til frambúðar. Arásir viðkomandi borgara og minnihluta hópa hafa færzt i vöxt, en aðeins örfá leyfi hafa verið afturkölluð. Þuð var brezkur framkvæmdamaður, Lord Tompson, sem fyrstur veitti þvi eftirtekt, að leyfi til útsendingar var i raun „leyfi til að prenta sina eigin seðla”.En þetta er sannast i Bandarikjunum. Þetta frelsi skýrir hið mun meira sköpunargildi brezkra þátta, en það gerir lika afstaðan til áhorfenda. Ef þú fyrirlitur áhorfendurna vegna þess, að þú stjórnar þeim, ertu ánægður með að henda öilu i þá og segja þeim svo, að það sé harla gott: Fiflin trúa þvi. Pauline Kael, hinn mælski gagnrýnadi The New Yorkerorðaði það vel: „Um leið og listamaðurinn hættir að lita á sjálfan sig sem hluta af áhorfendum — þegar hann fer að trúa þvi, að megin- máli skipti að skemmta fiflunum þarna frammi — hættir hann að vera listamaður. Hann verður fjárplógsmaður, maður, sem selur vöru — hæfileika sina, sjálfan sig.” Og það er þessi skelfilegi hlutur, sem hefur gert svo mikið af bandarisku sjónvarpsefni að óskynsamlegum úrgangi: fyrir- litning á áhorfendum; þeirri trú, sem látin er i ljós á fundum sjón- varpsmanna og stjórnarmanna, að áhorfendur séu „fifl”. Vafa- laust fyrirfinnast slikir menn við sjónvarpsmyndagerð lika i Bret- landi, — en ég held, að þeir séu fáir. Munurinn er ekki aðeins vegna uppbyggingar kerfanna tveggja, heldur segir hann og ýmislegt um löndin tvö. Sölufólk! Hringið til okkar og paritið föst hverfi til að selja blaðið í Alþýðublaðið - afgreiðsla sími 14900 Tækni/Vísindi í þessari viku: Ný aðferð til aldursákvörðunar 3. 1. Einn aðalkosturinn við Jaldursákvörðun beinaleifa «með aminó-sýru aðferði er að hægt er:að segj um aldur með nokkurri ná- kvæmni alltjið c 100.000 áraft- ur i timann Aldursákvörðun með kolefnisprófun semmesthefur verið notuð hine að til nær einungis 30.000 ár jrg aftu.r i Qf timann. 2. En sem fyrr segir hefur aminó-sýru aðferðin ýmsa galla. Einn megingallinn er sá að hitastig geturhaft áhrif á það hve hratt aminó-sýru byggingin breytist. 4. Það tókst er leiðangur undir stjórn doktorsins náði leifuni af hákarlshrygg upp af sjávarbotni, sem er eitt stöðugasta umhverfi sem völ er á I náttúrunni. nægilega sterk rök að kenningu sinni varð dr. Bada þvi að finna likamsleifar sem varðveizt hefðu við nokkuð jafnt hitastig i um 100.000 ár.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.