Alþýðublaðið - 03.11.1976, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Qupperneq 16
Undirskriftir 12500 manna afhentar á alþingi í gær: F J ÖLD AUPPSAGNIR í UNDIRBÚNINGI Sigurpáll Einarsson, skipstjóri i Grindavik, afhendir Asgeiri Bjarnasyni, forseta sameinaOs Alþingis, undirskriftarskjölin. „Rúmlega 12500 manns hafa nú skrífað nöfn sin á undirskrifta- lista þar sem þess er krafizt að stjórnar- skrárbrotið frá 6. september verði ógilt, enda voru bráða- birgðalögin tilræði við afkomu sjómannastétt- arinnar og verkafólks i landinu almennt. Við viljum taka það skýrt fram að baráttunni er EKKI lokið með af- hendingu þessara und- irskriftalista og má geta þess að nú eru i undirbúningi fjölda- uppsagnir viða á báta- flotanum og sýnir það kannski betur en nokk- uð annað hve sjómenn eru óánægðir með bráðabirgðalögin og þau kjör sem þeim eru skömmtuð af Matthíasi og hans fylgifiskum. Viljum við fordæma harka- lega þá menn sem leggjast svo lágt að ráðast jafn heiftarlega gegn umbjóðendum sinum og Pétur Sigurðsson ritari Sjó- mannafélags Reykjavikur hefur gert að undanförnu, sbr. viðtal við hann i Morgunblaðinu fimmtudaginn 28. oktober slð astliðinn. Að lokum viljum við þakka þvi fólki sem stutt hefur undir- skriftasöfnun þessa og þá sér- staklega þeim sem hafa lagt ómetanlega vinnu i það að gera söfnunina að þvi sem hún varð.” Þannig hljóðaði fréttatilkynn- ing sem fulltrúar „Frjáls samn- ingsréttar” sendu frá sér í gær- dag, um leið og þeir afhentu As- geiri Bjarnasyni, forseta Sam- einaðs alþingis þrjá pakka með samtals 12550 undirskriftum gegn bráðabirgðalögunum frá 6. september. I>að var Sigurpáll Einarsson, skipstjóri, sem afhenti Asgeiri undirskriftalistana og kvað As- geir þá mundu verða lagða fram i lessal, þar sem allir þingmenn gætu kynnt sér efni þeirra. Þessir undirskriftalistár voru frá um 2000 sjómönnum og um 10.000 manns úr öðrum laun- þegahópum. Það vakti athygli við umræður utan dagskrár á alþingi skömmu siðar, að sjávarútvegsráðherra kallaði þetta fólk, 12.500 manns, fylgi- fiska kommúnista og krata, sem væru að þyrla upp ryki i full komnum skripaleik (sjá annars staðar i blaðinu). —hm. Utlit fyrir minni haustslátrun en ráð hafði verið gert fyrir Svo virðist sem haustslátrún verði nokkru minni nú i haust en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta kom fram er blaðið ræddi við Jón- mund Ölafsson, hjá framleiðslu- ráði landbúnaðarins i gær. Sagði Jónmundur, að sam- kvæmt beiðnum um haustslátrun sem safnað var meðal bænda i ágústmánuði hefði verið sótt um 1.040.000 leyfi og hefði það verið nokkur aukning frá þvi i fyrra en þá var slátrað alla 962.000. Nú virðist samt sem áður allt benda tii þess, að ekki verði slátrað jafnmörgu fé og sótt hefði verið um og efaðist Jónmundur að talan færi yfir eina milljón. Er hann var spurður um hugsanlegar ástæður fyrir þess- ari fækkun, benti hann á, að um það leiti sem beiðnum var safnað, hefði heyskaparútlitið verið nokkuð dökkt og gæti verið að sið- an þá hefði eitthvað ræzt úr. Þá gat Jónmundur þess, að niðurgreiðslur hefðu staðið i stað frá þvi i fyrra á meðan að slátur- kostnaður á hverja kind hefði hækkað yrði af þeim sökum lik- lega meira um heimaslátranir. Þess má geta, að óheimilt er að selja þær afurðir sem fást við heimaslátrun búpenings enda eru þær einungis ætlaðir til neyzlu á viðkomandi bóndabýli. _GEK Fimmtíu ár frá fæðingu: Huppa Birnisdóttir frá Kluftum 1 dag verður stutt athöfn að Flúðum i Hrunamannahreppi, þar sem afhjúpaö verður stórt og mikið málverk eftir Halldór Pétursson listmálara. Það telst að visu tæplega tilstórtiðinda að málverk séu afhjúpuð, en i þetta skipti er „módel” það er verkið er málað eftir fremur óvenju- legt, nefnilega kýr. Kýrin sú er þó engin venjuleg kýr, heldur hin þekkta Huppa frá Kluftum. 1 dag er hálfrar aldar afmæli Huppu og i tilefni þess lét Bún- aðarfélag Islands mála mynd af gripnum og afhending hennar fer fram á afmælisdaginn. Myndina mun afhjúpa fyrrum eigandi kýrinnar, Margrét Andrésdóttir, en hún bjó að Gróf og siðar að Kluftum. Mar- grét varð niræð nú i haust. Mikil nyt og væn Samkvæmt skýrslum var heildarmagn mjólkur þeirrar er Huppa gaf af sér á þeim 15 árum sem hún mjólkaði, tæp 62.000 kg eða 4150 kg á ári að meðáltáli Meðalfita mjólkurinnar var 4.12% og fitueiningar að meðal- tali 17.098 árlega. Til saman- burðar má geta þess að ársnyt fullmjólkandi kúa hjá naut- griparæktarfélögum alls lands- ins á árunum 1971-75 var að meðaitali 3805 kg, mjólkurfita 4.12% og fitueiningar 15.677. Með þessum samanburöi er hægt að leiða likur að þvi, að Huppa frá Kluftum hafi verið ótrúlega afurðahá kýr, enda tiðkaöist ekki fóðúrbætisgjöf og fleira þess háttar i hennar tima likt þvi sem nú er. Út af Huppu er kominn mikill ættstofn góðra og farsælla naut- gripa, sem dreifst hefur um land allt. Hafa hinir góðu erfða- eiginleikar kýrinnar þannig sannað sitt gildi og er talið að þorri Islenzkra kúa nú eigi ætt sina að rekja aö einhverju leyti til Huppu. Fæddist þá kálfur eingetinn...... Fyrir nokkrum árum hélt Helgi Haraldsson á Hrafnkels- stööum erindi á fundi hjá naut- griparæktarfélaginu i Hruna- mannahreppi og fjallaði um Huppu. Þar kom fram að Helga og búnaðarskýrslur greinir á i einu atriði, það er ætterni kýr- innar. Helgi sagði, að á siðustu tugum 19. aldar hafi búið i Núpstúni i Hrunamannahreppi bóndi sá er Stefán hafi heitað, sonur hans var Bjarni faðir Brynjólfs fyrrv. menntamála- ráðherra. Bar svo við einn dag, að ein bezta snemmbæran i fjósi Stefáns tók að ókyrrast og sá bóndi að hún mundi vilja hafa náin samskipti við hitt kynið án tafar. Lagði karl af stað með kusu i bandi og lá leiðin með- fram háu íjalli. Þegar þar var komið ferðum, gerði þreifandi útsynningsél á bóndann með kúna, en hann tók það ráð að forða sér undir háan klett til að standa af sér élið. Þegar veðr- inu slotaði þreif bóndi í kýr- bandið og ætlaði að skunda af stað, en þá brá svo við að kýrin hreyfði sig hvergi, heldur stóð sem jarðföst og þótti bónda kyn- lega við bregða. En svo fór að kýrin linnti þrjózkunni og bæöi komust á fund tuddans En þá er tuddinn ætlaði að sinna göfug'u kalli náttúru sinnar, ærðist kýr- in og komu menn henni hvergi að tudda. Bóndi fór heim við svo búið og liða vikur án þess að kýrin bregði rólyndi sinu. Liðu svo 9 mánuðir frá ónýtisförinni á fund tuddans og fæddi þá kýrin tvo kálfa, naut og kvigu. Venjulegt er i slikum tilfellum sem þess- um, að kvigan sé ófrjó, og kall- ast þá viðrini. Þótti það ógæfu- merki að lóga viðrinum fyrr en eftir 2-3 ár, en þá voru þau orðin svo feit að þau myndu óæt talin á okkar horketstimum. En þá skeður undrið. Viðriniskvigan fór að halda uppigangmálum og var leidd undir sitt gagnstæða kyn. Kvigan lét sér þetta vel lika og.eignaðist kvigu, en und- an henni segir Helgi Haraldsson að sé komið frægasta kúakyn á Islandi, nefnilega Kluftakynið. Kviga þessi hét Murta og var langamma Huppu á Kluftum. —ARH MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976 alþýðu blaðið Séð: 1 blaðinu Kópavogur, aö bæjarstjórn Kópavogs hafi nýlega hækkað laun þeirra bæjarstarfsmanna, sem hæst höfðu launin, en lækkað laun annarra, svo sem matráðskvenna. Bæj- arstjórinn fái nú mánaðar- lega, ofan á sin venjulegu laun, 80 þúsund krónur. Matráðskonur fái hins veg- ar i fastakaup innan við 70 þúsund krónur á mánuði og enga yfirvinnu. o Lesið: A forsiðu Dagblaðs- ins i gær: „Skyndikönnun tékka: 43 að upphæð 12,8 millj. án innistæðu: Ein- hverjir stórir á ferðinni með gúmmitékka — en hinn almenni tékkheftis- hafi varar sig.” o Frétt: Að i fyrrnefndri skyndikönnun hafi komið fram ávisanir að fjárhæð 1,2 milljónir króna, sem Dagblaðið h.f. hafði gefið út. o Lesið:I Búnaðarritinu eftir Óla Val Hansson: „Likur eru fyrir að kálmaðkur hafi viða leikið gulrófur grátt, þvi að óviðunandi ástand hefur skapazt i eiturefna- málum vegna einstreng- ingslegra sjónarmiða og seinagangs um skrásetn- ingu og viðurkenningu a varnarlyfjum. Af þessum sökum eru ennþá aðeins ör- fá plöntulyf af öllum þeim fjölda, sem áður voru á markaði, sem sloppið hafa i gegnum nálaraugað og hlotið viðurkenningu til sölu. o Frétt: Að Kröflunefnd hafi boðið blaða- og frétta- mönnum til kynnisferðar á virk junars væðið við Kröflu. Verður þeim þá gerð grein fyrir fram- kvæmdum og væntanlega kostnaði. Vonandi byrjar ekki að gjósa áður en af þessari ferð verður. o Lesið: 1 blaðinu Kópavog- ur: „Hún er aldeilis mis- kunnarlaus tölvan, sem um siðustu áramót var tekin i notkun á bæjarskrifstofun- um. Samkvæmt upplýsing- um Jóns Guðlaugs Magnússonar, bæjarritara, hafði hún um mánaðamótin sept./okt. reiknað út vexti af ógreiddu útsvari, að- stööugjöldum og fasteigna- gjöldum, hvorki meira né minna en 31 milljón króna. Vextir af opinberum gjöldum i vanskilum hafa ekki verið reiknaðir áður hjá bæjarskrifstofunum, þannig að þarna er svo gott sem „fundið fé” til handa stjórnun og rekstri bæjar- ins... að visu tekið úr vasa bæjarbúa.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.