Alþýðublaðið - 25.11.1976, Síða 16

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Síða 16
ÍSFIRÐINGAR BYGGJfl AF KRAFTI - 42 einbýlishús í smíðum Þann 1. desember 1975 voru búsettir á isafirði 3100 manns, en það sem einkennir bæjarlif þar, er einkum tvennt, annars vegar hin öfluga útgerð sem rekin er, en hins vegar mjög svo blómlegt og fjölskrúðugt skólalif. Þaðan eru gerðir út fjórir skuttogarar, allir i eigu ísfirðinga sjálfra og um 40 rækjubátar, einnig leggja upp á ísa- firði nokkrir meðal- stórir bátar. Afli rækubátanna er unnin i hvorki meira né minna en fimm rækjuvinnslustöövum og er Isa- fjörður mesti rækjuvinnslu- staður á landinu. Yfir sumar- mánuðina stunda rækjubátarnir skak og leggja þá afla sinn upp hjá þeim þremur frystihúsum sem á staðnum eru. En það eru frystihúsin Norðurtangi, Ishús- félag Isfirðinga og Hraðfrysti- húsið i Hnifsdal. Eins og áður sagði er tsa- fjörður mikill skólabær, og eru þar starfandi auk barna- og gagnfræðaskóla, menntaskóli, tónlistarskóli, húsmæðraskóli, iðnskóli, en auk' þess eru þar þrjár deildir frá eftirtöldum skólum: vélskóla.stýrimanna- skóla og undirbúningsdeild tækniskóla. 1 viðtali við bæjarstjórann á Isafirði Bolla Kjartansson kom fram, að þar hefur verið gifur- leg atvinna undanfarin ár, en framan af var sú vinna nokkuð sveiflukennd og vertiðabundin. Með tilkomu skuttogaranna jafnaðistatvinna mjög og má nú segja að fiskverkun á Isafirði sé rekin eins og hver annar fastaiðnaður. Mikið byggt A Isafirði er nú unnið að bygg- ingu 42 einbýlishúsa sem risa á svokölluðu Fjarðarsvæði, en það er skipulagssvæði, sem til- heyrir hinu nýja aðalskipulagi sem gert hefur verið fyrir Isa- fjarðarbæ. Þá hefur undanfarin ár verið unnið að byggingu Verka- mannabústaða, en það eru leiguibúðir i eigu bæjarfélags- ins. Sagði Bolli, að nú þegar væru 20 slikar ibúðir komnar i gagnið og væri verið að leggja siðustu hönd á aörar 12. Auk þessara bygginga er unnið að byggingu sjúkrahúss- og heilsugæzlustöðvar, en einnig hefur verið stofnað hluta- félag um byggingu nýs hótels á fsafirðí. EFu hlutháfár i hótel- byggingarfélaginu mjög marg- ir, bæði fyrirtæki og einstakl- ingar, en auk þess á bæjarfélag- ið hlut I félaginu. Þrátt fyrir mikið fjör f ibúða- byggingum, er aö sögn Bolla ennþá skortur á fbúðahúsnæði og má segja að hver ibúð á staðnum sé troðin. Sagði Bolli, að þó svo að þeim bættust við 50 nýjar ibúðir til viðbótar þeim sem nú eru i smiðum, myndu þær án efa fyllast á svipstundu. Þó svo að vöntun á ibúðahús- næði sé jafn mikil og raun ber vitni hefur verið nokkuð um að- flutning fólks til staðarins, en bæjarbúum hefur að sögn Bolla fjölgað um 100 s.l. tvö ár. Þannig hafa með tilkomu skut- togaranna flutzt nokkuð margir til Isafjarðar, til dæmis vél- stjórar og stýrimenn. Þá hefur stofnun menntaskólans þar einnig haft sitt að segja. Taldi Bolli, að meginhluti þess aðkomufólks sem setzt hefði að á Isafirði undanfarinár kæmi af Faxaflóasvæðinu. Auk þeirra framkvæmda á vegum bæjarfélagsins, sem hér hefur verið á minnst, hefur miklum fjármunum verið ráð- stafað við gerð hins nýja ibúða- svæðis, svo sem til gatnagerðar, skólplagna o.s.frv. Þá hafa Isfirðingar unnið aö þvi undanfarin ár að reisa sorp- eyðingarstöð i samvinnu við kauptúnin i Bolungarvik og Súðavik og er sú framkvæmd nú að komast á lokastig. Að endingu gat Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á Is- afirði þess, að þó að tala mætti um ísafjörð sem útgeröar- og skólabæ, mætti ekki gleyma þvi að þar væri skiðaiþróttin i há- vegum höfð enda ekki nema 5 min. akstur i skiðaskálann i Seljalandsdal. En eins og öllum erkunnugt.er þar einhver besta skíðaaðstaða á landinu. Þar eru starfræktar yfir vetrar- mánuðina tvær skiðalyftur og nær sú efri allt upp i 600 metra hæð. —GEK Akranes: Hafin smíði 90 íbúða á árinu Mikil gróska er nú i ibúðabyggingum á Akranesi. Það sem af er árinu hafa verið hafnar framkvæmdir við um 90 nýjar ibúðir og um 70 íbúðir teknar i notkun. Si'ðastliðinn laugardag lauk Guðmundur Magnússon bygg- ingameistari við smiði 18 ibúða f jölbýlishúss við Skorrabraut og afhenti ibúðirnar kaupendum. Ibúöir þessar eru hinar vönd- uðustu að allri gerð. Verð á 87 fermetra þriggja herbergja ibúð kr. 6.300.000. Auk þessa fylgir Ibúðunum riflegt geymslurými i kjallara. Þess má geta að við smiði þessa fjöl- býlishúss tók byggingar- meistarinn upp ýmsar nýungar, sem ekki hafa þekkst áður I byggingariðnaði á Akranesi, svo sem notkun byggingakrana á vinnustað. Fyrr á þessu ári lauk trésmiðj- an Akur h.f. einnig við smiði 18 ibúða fjölbýlishúss við Skarös- braut og nýlega lauk það sama fyrirtæki við að gera annað slikt hús fokheit. Trésmiðjan Akur hefur undanfarið lokið við smiði eins fjölbýlishúss á ári. Fleiri fjölbýlishús eru nú i smiöum á Akranesi. Húsverk h.f. hefur nýverið byrjað á framkvæmdum við 24 ibúða fjölbýlishús og Guðmundur Magnússon er kominn áleiðis meö annað 18 ibúða hús. Ýmsir aðrir byggingaraðilar á Akranesi hafa undanfariö unnið að smiði ibúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði. Má þar nefna Samtak h.f. Tré- smiðju Sigurjóns og Þorbergs h.f. og Guömund Bjarnason byggingameistara. A vegum einstaklinga eru einnig mörg ibúðarhús i smiðum flest i nýja hverfinu á Garðagrundum. A þeim slóðum er einnig að risa dvalarheimili fyrir aldraða. Sú bygging verður tilbúin undir tréverk um áramótin og á næsta ári verður væntanlega lokið við þá framkvæmd en að henni standa auk Akranesbæjar hrepparnir I Borgarf jarðarsýslu, sunnan Skarðsheiðar. G.Vé. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 alþýðu blaðiö Heyrt: Að Gundelach, samningamaður Efna- hagsbandaiagsins, hafi boðið islenzkum viðsemjendum til veizlu i gærkvöldi, svona rétt til að mýkja þá fyrir samninga- þófið. Sumir telja, að Dan- inn hafi með þessu verið að launa fyrir sig og sina, þ.e. þegar dönskum knatt- spyrnumönnur var boðið i langa útreiðatúra og mikl- ar matarveizlur daginn fyrir landsleik, svo þeir voru vart færir til gangs á eftir sökum stirðleika. o Heyrt: Að búast megi viö nokkrum átökum á vænt- anlegu þingi Alþýðusam- bands Islands, þegar kem- ur að stjórnarkjöri. Ekki er ágreiningur um forsetaefn- ið. Björn Jónsson, — ágreiningurinn er innan verkalýðsforystu Alþýðu- bandalagsins. Þar eru mjög skiptar skoðanir meðal fulltrúa utan af landi og Reykjavikurfulltrú- anna, einkum þeirra, er sitja i miðstjórn ASl. Reynt hefur verið að setja þessar deilur niður, enda fyrirsjá- anlegt að þær geta orðið mjög afdrifarikar fyrir verkalýðsarm Alþýðu- bandaiagsins, og er það spá fróðra manna að jafnvel geti komið til aigjörra vin- slita i þeim hópi. o Séð: Að Verkalýðsfélag Borgarness hefur byrjað útgáfu myndarlegs frétta- blaðs, sem gæti orðið öðr- um verkalýðsfélögum til fyrirmyndar. I siðasta fréttablaði, sem nefnist „Félagsfréttir”, mátti lesa eftirfarandi: Nýlega kom til afgreiðslu i hreppsnefnd Borgarneshrepps samn- ingur milli Verkalýðsfélags Borgarness og sveitar- stjórnar um kaup og kjör starfsfólks i leikskólum. A hreppsnefndarfundinum var gerð athugasemd, að i samningnum væri rætt um konur en ekki menn. Var athugasemdin tekin til greina og breyting gerð á samningnum. Þá var kveð- ið: Rauðsokkunum ráðin fá, röngum orðum granda. Orðið kona ekki má, inn i samning standa.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.