Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 2
2 stjObwmál Þriðjudagur 21. desember 1976 —— 1 alþýðu- blaðið Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. •' Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er I Slðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Greiðslubyrði og efnahagslegt sjálfstæði Greiðslubyrði íslendinga vegna erlendra skulda hefur aukizt mikið að undan- förnu. Hér er átt við vexti og afborganir af föstum, erlendum lánum, sem hlutfall af útflutnings- tekjum. Erlendar lántök- ur hafa verið tvöfalt meiri síðustu tvö árin en á árunum 1971 til 1973. Auk þess hafa vextir hækkað og lánstími yfir- leitt orðið skemmri en áð- ur á alþjóðlegum lána- markaði. í skýrslu Þjóðhags- stofnunar kemur fram, að á árunum 1968 og '69 hafi greiðslubyrði íslend- inga verið afar þung, eða um 16.7% af útflutnings- tekjum árið 1969. Greiðslubyrðin léttist síð- an aftur með vaxandi út- flutningstekjum, og var að meðaltali um 11% árin 1970 til '74. I fyrra jókst greiðslu- byrðin í 14,8% og vegna mikillar erlendrar lán- töku á síðustu árum er greiðsl ubyrðin talin verða um 17% af útf lutningstek jum á þessu ári. Þá er talið f ull- víst, að hún geti enn farið vaxandi á næstu árum, jafnvel þótt útflutnings- tekjur ykjust. ( nýrri skýrslu frá OECD um ástand efna- hagsmála á íslandi kem- ur fram, að engin þjóð á Vesturlöndum er skuld- ugri en íslendingar. Þar segir, að erlendar skuldir (slendinga í heild nemi nú um 45 af hundraði þjóðar- framleiðslunnar, en það er hæsta hlutfall, sem þekkist meðal OECD- ríkjanna. Þar segir ennfremur, að um 18 af hundraði út- f lutningsteknanna fari til að greiða afborganir og vexti af erlendum lán- um. Þetta þýðir í raun að 18 krónur af hverjum 100, sem (slendingar fá í erlendum gjaldeyri fyrir sölu á afurðum sínum, fari til að greiða afborg- anirog vexti af erlendum lánum. Fyrirsjáanlegt er, að Islendingar þurfa að fá erlend lán á næsta ári, sem nema um 20 milljörðum króna. Af þessari fjárhæð fara 10 milljarðar til að velta áfram erlendu skuldun- um. Þetta er heldur óbjörgulegt ástand, sem veldur miklum áhyggjum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efna- hagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar. Þá hljóta að vera takmörk fyrir því hve lengi og hve mikið fslend- ingar geta „slegið" hjá erlendum lánastofnun- um. Fyrir nokkru fékk brezka stjórnin hátt lán hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Til þess að fá lánið urðu Bretar að beygja sig undir þær kröfur bankans, að sér- fræðingar hans könnuðu ástand brezkra efnahags- mála og settu síðan skil- yrði fyrir lánveitingunni. Samkvæmt þessum skil- yrðum varð brezka stjórnin að grípa til ráð- stafana eftir fyrirsögn sérfræðinga sjóðsins. Þannig hafði sjóðurinn bein áhrif á ríkisf jármál Breta. Spurningin er hvort ekki muni koma að því innan skamms, að ein- hver erlend lánastofnun, til dæmis Alþjóðagjald- eyr iss jóður inn, set j i íslendingum stólinn fyrir dyrnar og krefjist ákvörðunarvalds í fjár- málum þeirra. Hinar gíf- urlegu erlendu skuldir stefna þjóðinni í þessa hættu, þ.e. að hún verði ekki lengur efnahagslega sjálfstæð og verði að lúta ákvörðunum erlendra manna. —AG EIN- DALKURINN Ríkisstjórnin krefst þess að almenningur greiði 80% toll af heimilis tæk ju m Eins og aö likum lætur hafa orðið allmiklar umræður um frumvarp til laga um tollskrá. t umræöunum á Alþingi í gær vék Ragnhildur Hclgadóttir nokkuð að þeim háu tollum, sem væru á heimilistækjum. Benti hún á hversu óeölilegt það væri að hafa helztu og nauðsyn- legustu heimilistæki i háum toli- flokki, svo sem ryksugur, þvotta- vélar og kæliskápa. Af þessum tækjum þyrfti að greiða 80% toll þegar þau væru flutt inn til heimilisnota. Væru þessi,tæki hins vegar flutt inn til einhverra annarra nota væri tollurinn rúmlega helmingi lægri. Þetta taldi þingmaðurinn mjög óeðlilegt. Sagði hún að þingmenn ættu að taka höndum saman um aö lækka tolla á heimilistækjum enda hefðu margir þingmenn tekið i sama streng. Þórarinn Þórarinsson tók einnig til máls og „fagnaði inni- lega’' þessum hugmyndum Ragnhildar. Hinsvegar mun ýms- um finnast áhrif þessara tveggja stjórnarþingmanna heldur litil ef litið er á inntak tollskrárinnar og borið saman viö hugmyndir þeirra um lága tolla á heimilis- tækjum. Magnús Torfi ólafsson gagn- rýndi harðlega gerð tollskrárinn- ar og sagði að til hennar mætti rekja helztu ástæðurnar til þess að almenningur væri farinn aö gera stærstu innkaup sin til heimilishalds með þvi að fara i utanlandsferðir til Glasgow, London, Kaupmannahafnar og annarra stórborga erlendis. Um fjárlagafrumvarpið: Afturhaldssljórn og verk hennar eru samkvæmt því Við umræður á Alþingi um fjárlagafrumvarp rikistjórnarinnar fjall- aði Sighvatur Björg- vinsson meðal annars um hvert viðleitni ríkis- stjórnarinnar beindist við gerð frumvarpsins. Hann sagði, að það dyldist eng- um að það væri afturhaldsstjórn, sem sæti við stjórnvöl þjóöar- skútunnar. Þetta kæmi fram i viðleitni rikisstjórnarinnar til fjárlagagerðar með sama hætti og i öðrum stjórnsýslutilburðum hennar. í fjárlagafrumvarpinu kæmi þetta afturhaldseðli einkum fram meö þrennum hætti. í fyrsta lagi á þann veg, að mjög væri dregiö úr fjárveiting- um til félagslegrarsamhjálpar og til málaflokka, s.s. eins og tryggingamála, heilbrigðismála og menntamála, sem væru i raun réttri tæki til tekju-og aðstööu- jöfnunar. í öðru lagi með þeim hættti, að skattbyrði væri mjög þyngd, án þess að nokkur merki sæjust um að rikisstjórnin hugsaði sér að bæta úr þvi alvarlega misrétti, sem ríkti i skattamálum, og fælist meðal annars i þvi, að tekjuskatt- urinn væri orðinn svo til einvörð- ungu launamannaskattur meö þeim afleiðingum, að hækkun hans kæmi fyrst og fremst niður á venjulegu launafólki. í þriðja lagi birtist svo ásýnd Ihaldsstjórnarinnar i fjárlaga- gerðinni á þann veg hvernig rikis- stjórnin i öllum efnahags- og f jár- málaráðstöfunum sinum ynni beinlinis gegn verkalýðshreyfing- unni i kjarabaráttu ogónýtti allan árangur frjálsrar samnings- gerðar verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir slikar fórnir og harða kjara- baráttu verkafólks leiddi þessi stjórnarstefna til þess, að launa- fólkið glataði ekki aðeins öllum ávinningi af frjálsri samninga- gerð, heldur verulegum hlut til viðbótar. Sagði Sighvatur þetta m.a. koma glögglega fram ef litið væri á nýjustu áætlanir um þróun verðlags og kaupgjald, sem Þjóð- hagsstofnun hefði tekið saman. Ekki vonir um.... Sighvatur kvaðst ekki vita hvort nokkur íslendingur gerði sér enn vonir um, að rikisstjórnin ætti eftir að taka sig á og bæta launþegum eitthvað upp kjara- skerðingarnar, en hefðu einhverj- ar slikar vonir fyrirfundizt, hlyti sá hinn sami að verða fyrir mikl- um vonbrigðum, ef hann athugaði þær forsendur i kauplagsmálum, sem fjárlagagerð rikisstjórnar- innar væri reist á. Þrátt fyrir háværar kröfur ASl, BSRB og annarra launþegasam- taka um kjarabætur, þar sem glögglega kæmi fram, að þolin- mæði launafólks væri þrotin og vinnandi fólk vildi ekki lengur sætta sig við þann hlut, sem rikis- stjórnin hefði búið þvi, þá gerðist rikisstjórnin svo djörf i f járlaga- gerð sinni, að engar aðrar kaup- hækkanir verði á árinu en þær, sem þegar hefði verið samið um af hálfu BSRB og BHM. Sighvatur sagði, að i forsend- um fjárlagafrumvarpsins væri beinlinis gengið út frá þvi, að almennar kaupbreytingar á næsta ári, þ.m.t. greiðslur visi- tölubóta, yrðu til samræmis við gildandi samninga opinberra starfsmanna. Þessi yfirlýsing rikisstjórnarinnar, sem fjárlaga- gerðin byggðist á, væri ekki eins og málum væri nú komið, fram- rétt hönd, heldur krepptur hnefi — hingað og ekki lengra. 3% kaupmáttaraukning? Siðan sagði Sighvatur orðrétt: ,,0g hvað þýðir þetta boð — þetta sýnishorn af örlæti og hjarta- gæzku ihaldsstjórnarinnar. Það merkir, að i bezta falli gætu laun- þegar átt von á rösklega 3% kaupmáttaraukningu heildar- tekna á næsta ári og þá þvi aðeins að tekjur þeirra af aukavinnu a.m.k. ekki lægri hlutfallslega en i ár — þ.e.a.s. með þvi að menn vinni eins og orkan framast leyf- ir. Og hefur þá ekki verið tekið til- lit til hækkunar á skattbyrði.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.