Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 10
10 Málmiðnaðar- menn og skipasmiðir Jólatrés- skemmtun fyrir börn félagsmanna eftirtalinna félaga verður haldin að Hótel Borg þriðjudaginn 28. des. 1976, kl. 15.30. Aðgöngumiðar afhentir i skrifstofum félaganna að Skólavörðustig 16. Félag járniðnaðarmanna, Félag bifvéla- virkja, Félag bifreiðasmiða, Félag blikk- smiða, Félag bilamálara, Sveinafélag skipasmiða. Tæknifræðingur Rafafl s.f. óskar eftir að ráða rafmagns- tæknifræðing (sterk straum) til starfa við Kröfluvirkjun. Æskilegt að viðkomandi hafi rafvirkjamenntun. Allar nánari upplýsingar i sima 28022. RAFAFL SVF. lá|sfe í Þriðjudagur 21. desember 1976 aar Hæstiréttur ómerkir Framhald af bls. 9. kæra þessi kom fram 11. nóvember 1974 og að 28. maí 1976 sendi sakadómur Reykja- víkur málið til bæjarfógetans i Keflavik. Var þess beiðst, að skýrsla yrði tekin af kaupmann- inum og málið siðan sent rikis- saksóknara. Ekki sést af skjöl- um málsins, að þessi skýrsla hafi verið tekin og málið sent rikissaksóknara. Varnaraðili var spurður um þetta atriði i sakadómi 7. þ.m., en ekki er ástæða til að rekja framburð hans. 3.1 hinum kærða úrskurði er þess getið I þriðja lagi, að varnaraðili hafi verið kærður fyrir aö eiga hlut að misferli i viðskiptum við verzlun á Akur- eyri. Meðal málsskjala er kæra frá 30. nóvember s.l. undirrituð af prókúruhafa verslunarinnar og stiluö til Hauks Guð- mundssonar. 1 kærunni segir, að tilteknir menn, þar á meðal varnaraöili, hafi lofað að veita versluninni lán haustið 1975 að fjárupphæð 1.500.000, krónur, fengiö frá henni vixla að fjár- hæð 2.000.000 króna og tryggingarbréf, en ekki greitt lánsféð þá eins og um hafi verið samið og aldrei að fullu. Ýmis fleiri gögn liggja fyrir um þetta mál, en um hlut Guðbjarts i þvi er margt óljóst. Þegar varnar- aðilikom fyrir sakadóm 7. þ.m., viðurkenndi hann afskipti af málinu, en skýrsla hans um það er litt skiljanleg. 4.1 hinum áfrýjaða úrskurði er loks nefnt, að varnaraðili hafi játað að eiga hlut að kaupum á um 15 litrum af spiritus. Ekki var heimilt að hefta frelsi varnaraðila vegna 2. atriðis eða'4. atriðis, þar sem ekki verður séð, að það gæti orð- ið til að breyta neinu um rann- sókn þeirra, hvort varnaraðili situr i gæzluvarðhaldi eða ekki. Kærasú.sem l.liðurfjallarum, er marklitil, ,en skýrsla varnar- aðila um efni hennar er þannig, að rannsaka þarf kæruefnið bet- ur. Kæra sú, sem getið er I 3. lið, veitir og tilefni til rannsóknar. Verður að telja, að um bæði þessi atriði sé veruleg óvissa og að hugsanlegt sé, að aðrir menn séu í þessu sambandi viðriðnir lagabrot. Má ætla, að varnar- aðili muni, ef hann hefur 6skert frelsi, reyna að torvelda rann- sóknina með þvi að skjóta und- an gögnum og hafa áhrif á vitni og samseka. Ég tel þvl, að staö- festa beri hinn kærða úrskurð. Reykjavik 18. des. 1976. Nýjar bækur: Leikir og störf. Almenna bókafélagið hefur gef- ið út bernskuminningar Þórarins Helgasonar og nefnist bókin Leikir og störf í bókinni lýsir Þórarinn bernsku sinni og bernskustörfum, leikjúm, hugsunum og tilfinn- ingum. Bernska hans var að ýmsu leiti óvenjuleg. Um tiu ára aldur varð hann fyrir slysi sem merkti hann ævilangt og hlaut einnig að orka sterkt á sálarlíf drengsins. Við fermingu gerði hann uppreisn gegn fjölskyldu sinni og neitaði að ganga til altar- is. 1 forspjalii bókarinnar segir Þórarinn meðal annars „Það sem hér á eftir segir frá, eru upprifj- anir bernsku minnar — eins kon- ar eftirmæli hennar — og mætti það verða fróðlegur samanburður á gömlum tima og þeim, sem nú er og enn siðar verður. Það skal sagt þegar I upphafi, að hér er ekki um neina skáldsögu að ræða, heldur er raunvera á frásögninni eftir þvi sem ég bezt man, og hvert atriði yfirvegað samvizkusamlega. Aramótaferö I Þórsmörk 31. des — 2. jan. Feröin hefst kl. 07.00, á gamlársdagsmorgun og komið til baka á sunnu- dagskvöld 2. jan. Fararstjóri:' Guðmundur Jóelsson. Allar nánari upplýsingar og far- miðasala á skrifstofunni öldu- götu 3. Ferðafélag Islands. Stöður hjá ríkinu eru 12.968 Fjölgaði í fyrra um 356 þar af 158 án heimildar Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðuneytisins hefur gefiö út starfsmannaskrá ríkis- ins 1. janúar 1976. Gildir hún um starfsmannafjöldaá slðasta ári' Þar kemur meðal annars fram að á siðasta ári voru heimilaðar 198 nýjar stöður þar af um 60 vegna stofnúnar fjölbrautar- skóla i Breiðholti og Flensborg og drykkjumannahælis á Vifils- stöðum. Einnig kemur fram að óheimiluðum stöðum fjölgaði um 158 á slðasta ári. í starfs- mannaskránni segir, að i mörg- um tilvikum sé hér um að ræða starfsmenn sem ráðnir hafa verið til skamms tima, en hafi ilengst i rikiskerfinu með fram- halds-ráðningarsamningum til akveðins tima I senn. I ljós hefur komið að 62 af þessum óheimiluðu stöðum hafa verið teknar á launaskrá hjá launadeild fjármálaráðuneytis- ins en laun 96 greidd með öðrum hætti hjá viðkomandi stofnun. — I heild fjölgaði i starfsmanna- haldi rikisins á siðasta ári um 356 stöður eða 3,1%. Alls eru skráðar hjá rikinu 12.968 stöður. AG Afgreiðslumaður óskast i byggingavöruverzlun, sem verzl- ar aðallega með pipulagningavörur. Reglusemi áskilin. Tilboð sendist blaðinu merkt ,,Bygging” fyrir 30. þ.m. ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS ÝTARLEGT , FRÆÐANDI OG MYND- SKREYTT BRAUTRYÐJENDAVERK ÞESSAR BÆKUR ERU KOMNAR: Bókmenntir Stjörnufræöi — rúmfræði islenzkt skáldatal I Islandssaga I Hagfræöi NÚ ERU TVÖ NÝ BINDI KOMIN ÍÞRÓTTIR I-II EFTIR INGIMAR JÓNSSON IÞRÓTTA- KENNARA GLÆSILEG HANDBÓK GJÖF UNGA FÓLKSINS NÝKOMIÐ: Islenskt skáldatal — síðara bindi ÚT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.