Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. desember 1976 5 frá hlið eða annarri átt. Það má oft fá i ljósmyndaverzlunum langa snúru með flasstengingu. Flassið speglast Margar myndir, sem teknar eru með flassi skemmast vegna þess að flassið speglast i ein- hverju og kemur eins og glamp- andi sól inn á myndina. Þetta er einkum ef það skin á einhvern glansandi hlut, gljáfægðan flöt, segil eða bara venjulegt gler. Gætir þú þess að mynda ekki beint að slikum flötum, heldur hafa þá á ská gagnvart mynda- vélinni má forðast slika galla. Að vera klókur eftir á A framköllunarstofunum verð- ur starfsfólk stundum vart við að inn koma „tveggja jóla filmur”. Þar er átt við filmur með mynd- um frá einum jólum, afmæli, kannske brúðkaupi og loks öðrum jólum. Þegar þær eru framkall- aðar verða litagæðin lökust á þeim myndum, sem fyrst voru teknar. Það er vegna þess að áteknar filmur geymast ekki vel, — en þurfi að geyma áteknar filmur af einhverjum ástæðum er réttar að hafa þær í kæliskáp eða á köldum þurrum stað. Bezt er að ljúka filmunni alveg um jólin, eða áramótin ef eitthvað af myndum var eftir á filmunni. Siðan er rétt að setja myndimar i framköllun strax eftiráramótin ogi janúarer það tilvalið að skrifa nokkur þakkarorð aftan á einhverjar myndir og senda fjarstöddum ættingjum og þakka þeim jóla- gjafirnar. Ómissandi bók við kvikmyndatökuna Þá bók kaupum við óskrifaða, þvi hún verður eins konar kvik- myndahandrit. 1 hana skrifum við ýmis atriði og minnispunkta um jólin, punktum hjá okkur þau atriði, sem okkur finnst dæmi- gerð fyrir jólahald fjölskyldunnar og atriði, sem tengja má minn- ingum um jólahald á heimilinu fyrr. Siðan röðum við þessum at- riðum nokkurn veginn niður i frá- sagnarhæfa röð. Meðsliku skipu- lagi spörum við mikla filmu og skeytingar, þvi kvikmynd verður margfalt betri og skemmtilegri ef hún er eins konar frásögn i skipu- lögðu samhengi, heldur en ef hún sýnir aðeins handahófsvalin at- riði, fólk og atburði án nokkurs samhengis. Þá er skárra að taka stakar ljósmyndir og raða i frá- sagnarlega röð i albúm og skrifa einhverja myndatexta snyrtilea undir. Það getur orðið fróðlegt að kynna sér myndatökutækni sjón- varpsins áður en hafizt er handa. Ef við fylgjumst með sjónvarps- myndum þá tökum við eftir þvi að hvert atriði má ekki verða of stutt. Það er betra að hafa þau ör- litið færri. Við megum, ekki hreyfa myndavélina óþarflega fram og aftur, það verður rugl- andi fyrir áhorfendur. Vélin ætti ýmist að vera kyrr, eða hreyfast með hægri hreyfingu, sem fylgir einhverjum i myndinni. Sé mynd- in þögul má gjarnan láta þau yngstu i fjölskyldunni dunda við að útbúa litskrúðug skilti með kaflatextum, sem koma milli at- riða. Þau þurfa að vera á tjaldinu álika lengi og það tekur að lesa textann upphátt. Margir hafa nú eignast litlar ,,super-8” kvikmyndatökuvélar með hljóðupptöku og þær bjóða uppá margvislega möguleika. Sé slikt ekki fyrir hendi má notast við upptöku á segulbandssnældu, en þá verður að gæta þess að nota aldrei mælt mál, sem á að fara saman við myndina. Stilling á vél og snældu getur aldrei orðið það nákvæm. Rétt er að láta sér nægja upptöku svo sem eins og skvaldur i börnunum meðan þau opna pakkana, jólasálma, sem leiknir eru af plötu (og láta þá plötuspilarann sjást aðeins ibyrj- un atriðisins sem minni háttar at- riði i myndinni) eða annað bak- grunnstal og tónlist. Ekkert mælir á móti þvi að sá yngsti i fjölskyldunni sé notaður eins ogkynnir, sem heldur á kynn- ingarspjöldunum og réttir þau að vélinni. - ýmsar leiðbeiningar og hagnýt ráð fyrir þá, sem vilja festa á filmu jólahald heimilisins - rabb um kyrrmyndir og kvikmyndir - fyrir þá, sem ekki eru sérfróðir í faginu Til að fylgja réttri frásagnarröð er rétt að undirbúa handritið þannig að myndin hefjist i jóla- undirbúningnum, til dæmisi eld- húsinu hjá mömmu, eða þegar pabbi er að setja upp jólatréð. Svo gæti hún hæglega endað i ein- hverju jólaboði, t.d. þegar afi og amma koma i heimsókn. En höfum i huga að þetta er fjölskyldumynd, og við þurfum ekki að leitast við að ná neitt miklum utanaðkomandi áhrifum, svo sem kirkjuklukkum eða jóla- snjó. Eitthvað slikt má koma lit- ilsháttar við sögu, en eyðum meiri filmu á sjálfa fjölskylduna. Látum þó ekki myndatökuna verða svo rikjandi athöfn, að öllu sé snúið við hennar vegna og að við minnumst jólanna siðar helzt fyrir allt myndavélastússið. Með góðu handriti er gott að gripa til vélarinnar á fyrirfram hugsuðum augnablikum en láta hana ekki sjást of mikið þess á milli. Æfingar En vegna þess að rétt lýsing er mikilvæg á kvikmyndum þarf að vera búið að útbúa alla lýsingu og lampa vel fyrir jól. Þá þarf lika, með handritið góða við hlið sér, að vera búið að finna réttu lýsing- una og staðsetningu lampanna timanlega. Með þvi móti verður minni fyrirhöfn og minna bram- bolt þegar að sjálfri myndatök- unni kemur. Lokser að áætia lengd myndar- innar, ætla nokkurn filmu- skammt til viðbótar vegna endur- töku — ef þarf — og vera búinn að kaupa filmuna fyrir jól. —BS mþpdKettimnnirig Dregið lOsinnum um 598 vinninga að upphceð 20milljónirkróna, íjyrsta skipti 10. febrúar n.k Happdrœttisskuldabréfm em til sölu nú. Þau fdst í öllum bönmm og sparisjóðum og kosta 2000 krónur. CÉ) SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.