Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 11
ssr Þriöjudagur 21. desember 1976 ÚTLðND 11 Lítil breyting á fylgi stærstu flokkanna í PortúgahSSr Margir biðu bæjar- og sveitarstjórnar- kosninganna i Portúgal með nokkurri eftir- væntingu, ekki sist þar sem talið var að fylgis- hlutfall margra stjórn- málaflokka i landinu myndi breytast tals- vert i kosningunum. LJrslitin voru þó á ann- an veg en ætlað var. Sösialistaflokkurinn, sem heldur nú um stjórnartaumana, hélt fyrra fylgi sinu að mestu óskertu — tapa&i 1.5-2% atkvæöa, mi&aö vi& þingkosn- ingarnar i april siöastliönum. Þykir þetta benda til fremur styrkrar stöðu fl., þar sem hann hefur beitt sér fyrir mörg- um mjög óvinsælum stjórnarað- gerðum, i árangurslítilli viö- leitni sinni viö að rétta viö bág- borinn efnahag Portúgals. Er talið aö skýringin i fylgistapi hans hafi verið sú aö eitthvað hafi kvarnast Ut Ur flokknum til vinstri. Hinn Moskvuholli flokkur Alvaro Cunhals, KommUnista- flokkur Portúgals, var leiðandi afl i kosningabandalaginu Povo Unido, en bandalag þetta hlaut 7.5% atkvæða, á móti 14.6% i þingkosningunum. Flokkur Cunhals hefur því greinilega náð til sin meira fylgi en sem nam fylgistapi Sósialistaflokks- ins og er líklegast að það hafi komið frá ýmsum vinstri sinn- uðum hópum utan flokksins. Mið-hægri-flokkurinn PSD (áður PPD) sem nu ber nafnið „Flokkur sósialdemokrata” stóð i stað hvað fylgi snertir og hlaut um 24% atkvæða, sama hlutfall og i april. Hægri flokk- urinn CDS fékk heldur meðbyr en hitt, hlaut nU 16.6% i stað 15,9% áður. Hershöfðinginn um- deildi, Otelo Carvalho, sem bauð sig fram i forsetakosn- ingunum í Portúgal og hlaut þar heil 16.6% atkvæða, var nU i fylkingarbroddi i flokki sem kallar sig „Baráttuhópur fyrir einingu alþýðunnar” (GDUP), en hann hlaut 2.5% atkvæða. Hefur sennilega farið drjúgur hluti fylgis Carvalhos frá þvi i forsetakosningunum, yfir til flokks Cunhals. Litil kosningaþátttaka Ahugi fólks fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum virðisthafa verið mun minni, en fyrirþingkosningunum. Þannig neyttu aðeins 65% atkvæða- bærra manna atkvæðisréttar sins, á móti 83% i þingkosning- unum og 75% i foráetakosning- unum. Þrátt fyrir mun minni kjörsókn nú, er athyglisvert að fylgi stærstu flokkanna hefur mjög lítið hreyfst. Þetta er þeim mun athyglisverðara þegar haft er i hug að'þingræðishefðin er ekki fyrir hendi i landinu og hefði þvi mátt ætla að pólitiskt umrót i landinu myndi verða talsvert fyrstu árin. En stað- reyndin er sú, að þessar kosn- ingar og hinar fyrri hafa sýnt, að fremur friðarlega horfir I stjórnmálalifinu og aö þing- ræðisstofnanir og stjórnarað- ferðir þingræðisins eru sem óð- ast að festa rætur. Sveitar- stjórnarkosningarnar hafa til Leiðtogar flokkanna komu fram I sjónvarpi og ræddu úrslit kosninganna eftir aö þau voru kunngerð. Þeir eru frá vinstri: ieiðtogi íhaidsflokksins (CDS), Diego Freitas de Amarai, Fransisco Sa Carneiro leiðtogi PSD, leiðtogi Sósialistaflokksins, Mario Soares forsætisráðherra Portúgal og aðalritari I Kommúnistaflokki Portúgal, Alvaro Cunhal. dæmis engin bein áhrif á gang mála á þingi og i rikisstjórn. Minnihlutastjórn Sósialista- flokksins mun sitja áfram, enda þótt að kosningarnar hafi verið nokkur traustyfirlýsing á Mario Soares og rikisstjórn hans. Soares mun þvi halda áfram að feta sinn veg, á milli hægriafl- anna og hins Sovétsinnaða flokks Cunhals. tJrslit kosning- anna hafa ekki gert Soares erfið- ara fyrir i starfi rikisstjórnar- innar, en þær hafa vissulega ekki gert honum lifið léttbær- ara. Landið uppskipt á milli flokkanna Eitt er athyglisvert varðandi kosningaúrslitin i PortUgal. Það er að visu ekki nýtilkomið, en hefur þó komið betur í ljós i kosningunum. Þetta er pólitisk uppskipting landsins um fljótið Tejo. í sveitahéruðum i noröri hafa hægriflokkarnir öll tögl og hagldir, en sósíalistar i bæjum. 1 suðri hefur Cunhal—flokkur- inn tögl og hagldir, en i bæjun- um þar sem Sósialistaflokkur- inn einnig með mest Itök. Stjórn sósialista hefur lofað að draga mikið Ur miðstýringu valdsins I landinu, þ.e. að leggja sveitarstjórnunum meira vald i hendur. Ef af þessu verð- ur, hafa margir óttast að póli- tisk þróun i einstaka héruðum verði misjöfn, að hún mótist i hverju héraði af þeim stjórn- málaflokki sem þar hefur mest itökin. Þvi er það sem upp hafa komið raddir innan Sósialista- flokksins um að leggja vald- dreifingaráætlanirnar á hilluna að sinni. Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir þvi að flokkur Cunhals vann á i sveitarstjórna- kosningunum á dögunum. Ein er sú aö strax eftir valdatökuna 25. april 1974, komu liðsmenn flokksins sér fyrir i mörgum nefndum og stjórnum i stjórn- kerfinum viðs vegar um landið og hafa margir hverjir fengið það orð á sig að vera ákveðnir og duglegir stjórnendur. Þá hefur flokkurinn sennilega auk- ið fylgi sitt sums staðar vegna ágreinings og átaka sem oft hafa fylgt uppskiptingu jarða og umbótum i jarðnæðismálum yfirleitt. Soares varpar öndinni léttar. Gera má ráð fyrir þvi að leið- togar Sósialistaflokksins hafi varpað öndinni léttar, eftir að Utslit bæjar- og sveitarstjórnar- kosninganna lágu fyrir. Margir þeirra voru þegar búnir að sætta sig við umtalsvert fylgis stap flokks sins, fyrst og fremst vegna aðildar hans að rikisstj. og öllum óvinsælum stjórnunar- aðgerðum hennar siðustu mán- uði. En þó að fylgi flokksins hafi i sjálfu sér ekki minnkað, þá er siður en svo að flokkurinn sigli á auðari sjá nú en áður. Talað hefur verið um að flokkurinn myndi ganga til stjórnarsam- starfs við PSD, sem fyrst og fremst er hugsað til þess að styrkja þingræðisgrundvöll rikisstjórnarinnar. Fæstir telja þó i alvöru að Ur þessu verði á næstunni, enda hafa leiðtogar beggja flokkanna, Mario Soares ogFrancisco Sa Carneio lýst þvi yfir að stjörnarsamvinna sé ekki á dagskrá flokka sinna. —ARH Fróðleiks- molar frá Sovét Risastórar sovéskar efnaverksmiðjur MOSKVU (APN). A timabili ti- undu fimm ára áætlunarinnar (1976-1980) er reiknað með enn meiri nýtingu vatnsorku, kjarn- orku og kola við orkufram- leiðsluna. Olia og agas verða á hinn bóginn notuð i auknum mæli sem hráefnið fyrir oliuefnaiðn- aðinn. Með þessu er tryggð hag- kvæmari nýting náttúruauðlinda landsins. Verða reist stór oliuiðn- aðariðjuver á mörgum stöðum i landinu. Nisjnekamaiðjuveriðvið Volgu á að tryggja verulega aukningu framleiðslunnar á gervitogleðri og monomerer, sem togleðrið er unnið úr. Þar að auki á iðjuverið að hjálpa til við þróun plastfram- leiðslunnar og annarra efnafram- leiðslu með hjálp stórrar verk- smiöju til vinnslu á etylen. Efnaverksmiðjurnar i Tobolsk og Tomsk, sem byrjað var að reisa á timabili siðustu fimm ára áætlunar, hafa mikla þýðingu fyrir áframhaldandi þróun sovézka efnaiðnaöarins, þessi tvö fyrirtæki eru reist i Vestur- Siberiu vegna hinna nýju oliu- linda þar. Oliuefnaiönaðurinn þarfnast margra hráefna, mikils vatns og mikillar orku. Til þess að fram- leiða eitt tonn af gervitogleöri þarf til dæmis um 2.5 tonn af hrá- oliu, 9-10 tonn af eldsneyti og frá 30og upp i 100 rúmmetra af vatni. Vestur-Siberia er velbúin hvað allt þetta varðar. Við iðjuverið i Tobolsk eru m.a. verksmiðjur til að framleiða gervitogleður, og mun það hef ja framleiðslu á timabili núverandi fimm ára áætlunar. Þá verður einnig stór deild fyrir framleiðslu á metanol, og fyrir 1982 verður hafin framleiðsla i isopren og metanol. Slik verksmiðja hefur aldrei fyrr verið reist á svo skömmum tima neins staðar i heimi. Annar hluti Tobolskiðjuversins á samkvæmt áætluninni að risa upp úr 1980. A sviði oliuhreinsun- ar verður verksmiðja til að fram- leiða bensin með hárri oktantölu, dieseloliu með lágu brennisteins- innihaldi og flugvélabensin i há- um gæðaflokki. Allar verksmiðjurnar og fram- leiðsludeildirnar byggja á þvi nýjasta á sviði tækni og véla- framleiöslu, bæöi i Sovétríkjun- um og erlendis. Etyleneverk- smiðjan mun t.d. verða 5-6 sinn- um afkastameiri heldur en verk- smiðjur sem nú eru til. Mikil áherzla er lögð á um- hverfisvernd. Hin háþróaða tækni, gerir þaö kleift að tak- marka magn efnamengaðs vatns við algert lágmark, Reist veröur sérstök verksmiðja til þess að hreinsa úrgangsvatnið. Oliuefna- iðnaðurinn i Tobolsk mun þvi ekki láta frá sér fara neitt óhreinsað vatn. Oll tæknivinna fer fram inn- an lokaðrar hringrásar, i loftþétt- um, lokuðum kerfum, þannig að Utilokað er, að óhreinsuö efni ber- ist út i andrúmsloftið. Samhliða þvi sem verið er aö reisa þetta ritsiðjuver eru byggð- ar íbúöir, skólar, barnaheimili, verzlanir og lagðir vegir. Ólíkt iðjuverinu i Tobolsk byggir oliuefnaiðnaðurinn i Tmsk aðal- lega á framleiðslu plastefna, og fær hún hráefni sitt frá oliulind- um i Vestur-Siberiu. Þar eru unn- in úi' jörðu 500 þúsund tonn af oliu ádag. Fyrsti hluti Poopylenverk- smiðjunnar mun taka til starfa 1979. *- KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Sillli 7 120(1 — 71201 > g>n? PðSTSENDUM TRULOFUNARHRINGA Joli.imits Hntsson litiiBiiutgi 30 íÉmihi |0 200 |Dúnn Síðumúla 23 /ími 84200 — Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Simar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgogn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.