Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 21. desember 1976 œr SkipulagOa frásögn af jólahaldinu þyrfti að hefja f jólaundirbiiningn- um, kökubakstri mömmu eöa jóiatréskaupum pabba. Nú eru jólin svo gott sem hafin, með öllu amstri lokaundirbún- ingsins og siðustu gjafa- kaupanna. Fyrir þann fjöida áhugamanna um ljósmyndun og kvik- myndun, sem nú eiga myndavélar er það kjör- ið tilefni til myndatöku að mynda sögu jólanna, þ.e. einna jóla hjá fjöl- skyldunni. Æskilegast hefði verið að byrja myndatökuna þegar sjálfur jóla- undirbúningurinn hófst i byrjun mánaðarins með fyrsta köku- bakstrinum og jólakortakaup- unum, en það nægir lika að ná i lokaundirbúninginn. Myndatakan skipulögð Hjá flestum fjölskyldum fer allt jólahald fram á nokkuð likan hátt frá ári til árs. En það er einmitt gott að þekkja það vel þegar þú skipuleggur myndatökuna. Ætlir þú að gera heimiliskvik- mynd af jólahaldi þeinnar eigin fjölskyldu, þá þarftu tvimæla- laust að gera góða áætlun, nánast eins konar kvikmyndahandrit. En slik áætlun er lika ómissandi þótt þú takir aðeins kyrrmyndir, hvort sem það eru litmyndir eða svart- hvitar myndir sem þú framkallar og stækkar sjálfur. Bezt er að byrja skipulagning- una með þvi að skoða jólamyndirnar frá þvi i fyrra, leggja þær til hliðar, sem mdttu missa sin og hafa hinar til hlið- sjónar, sem lánuðust einstaklega vel. En þær, sem mistókust þarf að skoða, til að forðast að það sama gerist aftur. Þær myndir, sem gaman væri að eiga, en eru ekki tæknilega nógu góðar mætti laga við næstu myndatöku, ýmist með annarri uppstillingu, annarri staðsetningu eða breyttri lýsingu. Það þarf að huga að slikum tæknilegum betrumbótum — og ekki sizt má nota kyrrmyndir frá i fyrra til að velja réttu „svið- setninguna” fyrir kvikmynd i ár. Þegar einhver vinur eða kunningi i næsta nágrenni er einnig áhuga- ljósmyndari er einmitt mjög gott að fá hann til skrafs og ráðagerð- a, þvi betur sjá augu en auga. Vinnum óhindruð Við brosum gjarnan þegar við skoðum afa- og ömmumyndir i gömlu stóru albúmunum, þar sem fólkið stendurstift og pússað með alvörusvip. En i rauninnier engin ástæða til að brosa. I þá daga unnu ljósmyndarar við hin frumstæðustu og erfiðustu skil- yrði. Filmuplötur voru mjög hæg- ar og þvi þurfti fólk að standa grafkyrrt meðan platan var að lýsast, oft margar sekúndur. Þessu er öðru visi farið i dag. Betri myndavélar, jafnvel þær ódýrustu eru tæknilega nokkuð fullkomnar, hraðar filmur og flassljós auðvelda okkur að at- hafna okkur frjálst og óþvingað og „skjóta” fórnarlambið á sekúndubroti. Séum við að flækj- ast um og horfandi á fólk frá ýmsu sjónarhorni gegn um myndsjána verðurfólk fljótt vant þvi að viö séum með vélina og hættir að vera stift og viðbúið i eins konar varnarstöðu. Og sértu að taka hópmyndir, þá getur þú flutt þig til á alla vegu og breytt hópuppsetningunniað vild og gert tilraunir með að láta hina og þessa verða rikjandi persónurnar i myndinni. Þú þarft þá ekki að fyrirskipa bros — það má jafnvel „svindla” og þykjast hrasa þegar þú telur þig með réttu myndina. Við það brosa margir eðlilega — og þú notar tækifærið og smellir af. Eru myndimar óskarpar? Hreyfðar myndir eða óskarpar eru ótrúlega algeng mistök, og oftast má rekja sökina til ljós- myndarans. Algengast er að ljós- myndarar, sem þetta hendir, þrýsti allri myndavélinni til þeg- ar þeir smella af. Margar sjálf- virkarmyndavélar eru með hrað- ann 1/60 úr sekúndu, og þá getur minnsta hreyfing meðan á myndatöku stendur gert alla myndina óskarpa. Bezt er að halda annarri hendi undir myndavélinni — og visifingri og þumarlfingri um linsuna. Þá má lika stilla fjarlægðina með þeim meðan fyrirmyndin er skoðuð í myndsjánni. Röng fjarlægðar- stilling er líka önnur megin orsök óskarpra mynda, en þvi nær sem fyrirmyndin er þeim mun meiri nákvæmni þarf að gæta í fjar- lægðarstillingu. Þegar smellt er af þarf aö gæta þess að halda vélinni vel fastri með annarri hendi eins og áður sagði, jafnvel þrýsta henni að enni, en halda hinni hendi rétti- lega um vélina-. (yfirleitt hægri hendi) og þrýsta á takarann hægt en ákveðið. Ekki með einu skyndilegu handtaki, þvi það get- ur hreyft hina hendina lika, sem heldur vélinni i fastri stöðu. Litlu vasavélarnar hafa vaxið að vinsældum á siðustu árum eft- ir að ýmsar tækninýjungar hafa komið til sögunnar á þeirra sviði, og filmur, sem þola mjög veru- lega stækkun. En vegna þess hve þær eru ofur léttar þarf einmitt að gæta þess vel að halda þeim stöðugum. Það gerir maður bezt með þvi að halda þeim eins og kiki, þvert fyr- ir augun, þannig að maður sjái um myndsjána með öðru auganu. Þú heldur þumalfingrunum undir vélinni en tveim eða þrem á henni ofanverðri. Haltu henni fast efst að nefinu milli augnanna og ýttu hægt á takkann. Þegar þú þrýstir visifingri á takkann þarftu að þrýsta visifingri hinnar handar nokkuð ámóta þétt niður á vélina svo jafn þrýstingur haldi vélinni kyrri. Astæða er til að itreka mikil- vægi fjarlægðarstillingarinnar vegna skarpra mynd. Sé fjar- lægðastillingin einföld, svo sem eins og nærmyndir annars vegar og fjærmyndir hins vegar, þá skaltu sjá i leiðarvisinum hversu langtsviðhvor stilling spannar. í leiðarvisinum má lika sjá hversu nálægt fyrirmyndinni er hægt að fara, en sértu of nálægt fyrir- myndinni verður myndin alltaf óskörp, eða ,,út úr fókus” eins og það er tiðast kallað. Hafðu vélina hreina Ein orsök óskarpra mynda kann að vera fita eða óhreinindi á linsunni. Linsan þarf alltaf að vera hrein, og reyndar allir hlutir vélarinnar aðrir, þvi fita og skitur berst auöveldlega af vélinni og á linsuna. Sé aðeins um ryk að ræða er gott að nota blástursbursta, eða þéttan litinn pensil með finu hári. Vaskaskinn eða gleraugna- pappir nær oft fastari óhreinind- um af, en sé fita eða föst óhrein- indi á linsunni verður annaðhvort að fá sérstakan hreinsilög eða fara með vélina til viðgerðar- manns. 'Höfuðið vantar A vélum, sem ekki hafa linsu- myndsjá (SLR) sérðu ekki alveg þaö sama i myndsjánni og birtist á filmunni. Þaö er vegna þess að myndsjáin er örlitlu ofar á vélinni. Þess vegna þarftu að gæta þess að það sem þú sérð nái eilitiö upp fyrir það af fyrirmynd- inni, sem þú viltfá á filmuna. Það munar yfirleitt litlu, en það gæti verið að vanti efst á höfuð ein- hvers. Vitir þú af þessu á slikt ekki að henda. Flassmyndir A þessum árstima eru lang- flestar myndir teknar innanhúss og þá er ekki hjá þvi komizt að nota flass. Notir þú peruflass þarftu að gæta þess að fá réttu perurnar, eða réttu kubbana. Auðveldara er þó að eiga við kubbana. Fyrir þá sem taka mik- ið af myndum borgar sig að eign- ast eilifðarflass og kynna sér vel leiðarvisinn, ekki sizt að þvi er varðar ljósstyrk flassins og fjar- lægðir. Flassljósið hefur takmarkaða styrklengd. Það er sterkast og jafnast i tiltekinni fjarlægði frá myndavélinni og þvi vænlegast að koma þvi svo fyrir að meginatriði fyrirmyndarinnar eða hópsins sé á þvi svæði og i þeirri fjarlægð. Æskilegasta fjarlægð fyrirmynd- arer 2-3 metra frá myndavélinni. Með æfingu má ná enn betri ár- angri með þvi að „spegla” flass- ljósinu. Þá er þvi beint upp i ljóst loft miðja vegu milli þin og fyrir- myndarinnar, og þá dreifistljósið beturyfir fyrirmyndina. Lýsingin verður þá jafnari, bakgrunnurinn lýsist einnig upp og skuggar hverfa úr myndinni. í meðalloft- hæð þarf að stækka ljósopið um eitt til tvö op — en sé hátt til lofts þarf að stækka það meira. Þetta þarf að æfa á tilraunafilmu áður svo þú vitir vel hvaða ljósop er réttast. A flassmyndum af mörgu fólki þurfa allir að vera i nokkurn veg- inn svipaðri fjarlægði frá vélinni, þvi annars verða þeir alhvitir i framan, sem eru næstir henni, en hinir hverfa i myrkur sem eru fjærstir. Rauð augu Þeir, sem taka litmyndir með flassljósi kannast við þann óskapnað þegar fólk fær eldrauð augu. Skýringin á þvi er tækni- legs eðlis. Og úr þessu má bæta. Orsökin er sú, að flassglampinn varir svo skamma stund, að augasteinninn hefur ekki tima til að dragastsaman. Það kemur þvi mynd af háræðunum í nethimnu augans. Þetta má helzt laga með þvi að hafa flassið talsvert frá linsunni, til hliðar, eða láta fyrir- myndina horfa i aðra átt, a.m.k: ekki beint i flassiö. Sértu með vél, þar sem flassið þarf ekki nauðsynlega að vera áfast vélinni má nota flassljósið Til aðekkl vanti alltaf einn tUteklnn fjölskyldumeðlim Inn i allar myndlr þyrftu fleirl að Inra að með- höndla myndavélina, svo allir verði einhvern tima meö. Loks mætti svo fá nágrannann ár næsta hiisi tU aö halda á vélinni andartak meöan öllf jölskyldan safnast saman viö tréö eöa hlaöiö kökuborö. VIÐ TÖKUM SJALF JÓLAMYNDINA í ÁR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.