Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 272. tbl. — 1976 — 57. árg. g Áskriftar- I síminn er 14-900 Innkomin erlend lán á næsta ári 20,9 milljarðar króna: 11,4 milljarðar vegna opniberra framkvæmda — Þar af 3,5 milljarðar vegna Kröfluvirkjunar - Afborganir af eldri lánum 10,6 milljarðar króna í skýrslu ríkisstjórn- arinnar um lánsfjár- áætlun næsta árs kemur fram, að nú er gert ráð fyrir, að erlendar lán- tökur á þessu ári nemi 20.7 milljörðum króna, eða rúmlega 2 milljörð- um hærri en áætlað var. Aætlað er, að viðskiptajöfn- uður verði óhagstæður um 8,8 milljarða króna á næsta ári, en það er lækkun um 2/3 hluta frá viðskiptahalla fyrra árs. Þá er áætlað að nettó-aukning langra erlendra lána veröi 12.3 milljarðar króna á næsta ári, en að heildarupphæð langra innkominna erlendra lána verði 20.9 milljarðar króna. Þá er áætlað, að afborganir af ast meðal annars þannig eftir verkefnum: Kröfluvirkjun ásamt linu til Akureyrar, 2,9 milljarðar króna, RARIK, almennar framkvæmdir 800 milljónir króna, Norðurlina 1,2 milljarðar, lina Krafla-Aust- urland 500 milljónir, vegna hlutafjár til íslenzka járn- blendifélagsins 939 milljónir, vegna kaupa á dýpkunarskipi 225 milljónir og vegna flug- öryggistækja 76 milljónir. Langstærsti hluti lánanna er vegna Kröfluvirkjunar, eða samtals 3,5 milljarðar. —AG. ■v. eldri lánum verði 10,6 milljarðar króna. Af áætlaðri upphæð innkom- inna lána á næsta ári eru 11,4 milljarðar vegna fram- kvæmda opinberra aðila, að mestu leyti vegna orkumála. Erlenda lántakan sundurlið- KROFLUMALIÐ RÆTT I _ _______*r _ * _ HEILD EFTIR ARAMÖT t nefndaráliti sinu um stjórnarfrumvarp um erlend- ar iántökur vegna opinberra framkvæmda á næsta ári, en þær eru áætlaðar rámir 10 milljarðar króna, netló, (inn- komin lán verða 11,4 miiljarð- ar), hefur Gylfi Þ. Gíslason vakið athygii á þvi, að stærsta iántakan er vegna Kröfiu- virkjunar, samtais 3,5 miiljarðar (Lina Krafla- Austuriand meðtalin). i ncfndarálitinu segir Gylfi Þ. Gislason: ,,Þrátt fyrir þá mikiu gagnrýni, sem þær framkvæmdir hafa sætt, virð- ist ætlun stjórnvaida að haida þeim áfram með fylista hraða og án þess að breyta þar að nokkru lcyti um stefnu. Verð- ur ckki hjá þvi komizt að ræða þaö mál alil, sem sérstakt þingmál, þegar Alþingi kemur saman að nýju." Samkvæmt þessu má búast við, að Kröflumálið i heiid veröi rætt, þegar Alþingi kem- ur saman að nýju i siðustu viku janúar-mánaðar. Viðræðurnar í Briissel fóru út um þúfur í gær: Bauð EBE fram ef nahagsaðstoð ? - í skiptum fyrir fiskveiðirétt- indi. — Duldar hótanir um viðskiptastríð 1 ummælum Gundelachs eftir fundinn Viðræður íslendinga og Efnahagsbanda- lagsins um fiskveiðar brezkra sjómanna inn- an islenzkrar fiskveiði- lögsögu, sigldu i strand i gær. Lýsti islenzka sendinefndin þvi yfir að islenzka ríkisstjórnin treysti sér ekki til að gefa yfirlýsingu um áframhaldandi veiðar brezkra sjómanna inn- an 200 milna lögsög- unnar frá 1. janúar næstkomandi. Finn Olav Gundelach aðal- samningamaöur Efnahags- bandalags Evrópu, sagði við fréttamenn eftir fundinn, að ekki bæri að taka þessi slit á samitingaviðræðum svo, að Islendingar neituðu með öllu að semja. Hins vegar væri ekki unnt að taka upp viðræður að nýju fyrr en eftir að alþingi íslendinga kæmi saman á ný eftir jólaleyfi, eftir miðjan jan- úar. Dulbúnar hótanir? A fréttamannafundi eftir að samningaviðræðurnar fóru út um þúfur, sagði Gunderlach, að hann hefði gert sér vonir um að unnt yröi að gefa út gagn- kvæma yfirlýsingu eftir þessar viðræður i Brussel, um fisk- veiöiréttindi innan islenzkrar lógsögu annars vegar og innan lögsögu EBE-rikja hins vegar. Islenzka sendinefndin hefði hins vegar haldið þvi fram, að Efna- hagsbandalagiö heföi ekkert að bjóða íslendingum i staðinn fyrir veiðiréttindi brezkra tog- ara. Það væri að visu rétt, að veiðar íslendinga á Grænlands- miöum og i Norðursjó væru ekki stór hluti af veiöum lands- manna, en hins vegar yrði að líta á þetta mál frá öðrum sjónarhóli en fiskveiöunum ein- um saman. Taka yröi tillit til þess, að samskiptum Islendinga við EBE-rikin væri einnig annar flötur. Talið er að þarna hafi Gundelach veriö aö ýja aö möguleika á viðskipjaþvingun- um gagnvart Islendingum, en aðspurður kvaö hann það af og frá. Aftur á móti yröu Islending- ar að hafa i huga samskiptin viö EBE i heild. Kvaðst hann vona, að islenzka rikisstjórnin stigi næsta skref i málinu með tilliti til þess. Hann bætti þvi viö, að- spurður, að hann áliti að þessi afstaða islenzku rikisstjórnar- innar byggðist á pólitiskum þrýstingi heima fyrir. Tilboð um efnahagsað- stoð? Þvi var haldið fram i höfuð- stöðvum Efnahagsbandalagsins i Brussel i gær, að bandalagið hefði boðið Islendingum aö aðstoða þá efnahagslega við uppbyggingu iðnaðar i landinu, gegn fiskveiðiréttindum. Einnig kom þar fram, aö bandalagið litur afstöðu Islendinga mjög alvarlegum augum og er álit manna þar, að til þess gæti komið, aö viöskiptasamningar Islands og EBE-rikjanna yröi notaðir sem vopn gagnvart tslendingum. Vegna þessara ummæla haföi Alþýðublaðið i gær samband við Einar Agústsson utanrikisráð- herra, og sagði hann, að boð um slika efnahagsaðstoð hefði aldrei verið borið fram. Allt slikt tal væri Ur lausu lofti grip- ið. Vegna ummæla Gundelachs um að tslendingar yröu aö haf a i huga samskiptin viö EBE-rikin i heild, sagði Einar, að ekki kæmi til greina að blanda saman viö- skiptum við Efnahagsbandalag- iö og fiskveiðiréttindum Breta. Kvaðst Einar undrandi á þess- um ummælum Gundelachs^ og sagði, að þarna hefði hann sagt hluti sem hann hefði aldrei haft orð á áður. 1 gær var nokkur uggur i mönnum f Brilssel, um að samningaviðræður um fisk- veiðiréttindi aðildarþjóðanna, sem nú standa yfir þar i borg, myndu sigla i strand vegna þess hvernig fór með viðræðurnar við Islendinga. Er talið að Bret- ar verði nú mun haröari i kröf- um gagnvart öðrum þjóöum bandalagsins um aukin réttindi sér til handa. —hm Kosið í bankaráð á alþingi í gær BAKSÍÐA ■BBBBI^HButstjórn Sföumúla II - Slml úl866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.