Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 14
alþýöu- Þriðjudagur 21. desember 19761 fa»aðió Nýjar bækur „FÁTÆKT FÓLK” Æviminningar Tryggva Emilssonar verkamanns Út er komin bókin ,,Fátækt fólk” eftir Tryggva Emilsson. Er þetta fyrsta bindi ævi- minninga Tryggva. A bókarkápu segir svo: „Tryggvi Emilsson er fæddur i Hamrakoti viö Akureyri áriö 1902. Sex ára missti hann móöur sina, henni blæddi út eftir niunda barn sitt, og faöir hans varð að láta næstum öll börnin frá sér vegna fátæktar. Eftir 2 1/2 árs dvöl hjá móður- bróöur sinum, varö Tryggvi aö fara til vandalausra. Hann lenti i mjög illri vist, sem heföi ef til vill riöið honum aö fullu, ef faðir hans heföi ekki tekiö hann til sin, en siöan fylgdust þeir aö, fyrst á Akureyri, siðan viö bú- hokur d tveim jörðum i öxna- dal. Fátækt fólk er saga örbirgö- ar, umkomuleysis og misskipt- ingar jarðneskra gæöa. En jafn- framt ber bókin i sér kveikju þeirra stéttaátaka sem i hönd fóru og varð meginefni næsta bindis. Hér er einnig aö finna fágæta lýsingu á tiöaranda i snauöum sveitasamfélögum þessa tima, að ógleymdu vaknandi vitundarlifi ungs og næms drengs, i skauti fagurrar og si- breytilegrar náttúru, þar sem ýmsar verur eru á ferli sem ekki verða skýrðar”. Útgefandi bókarinnar er Mál og Menning. —JSS HAUSTSKIP - Björns Th. Björnssonar, 2. útgáfa Út er komin á vegum Máls og menningar önnur útgáfa bókar Björns Th. Björnssonar, Haust- skip, en bókin kom fyrst út i fyrra og seldist þá upp. Haustskip er heimildasaga sem gerist á átján ára timabili, frá 1745 til 1763. Þar eru dregin fram örlög hátt á annað hundr- að manna sem fluttir voru meö haustskipum i danskan festingarþrældóm eöa spuna- hús. Liggja slóöir þessa fólks um allt Isiand, um Kaupmanna- höfn og loks noröur á Finnmörk, þangað sem allir islenzkir fang- ar voru fluttir nauöugir voriö 1763. Saga einstakra manna, ýmist harmsöguleg eöa skopleg, teng- ir sögusviðið saman og kynnist lesandinn jafnt valdsmönnum sem almúgafólki, i myndrikri umgerð 18. aldar. Fjölmargar af heimildum sögunnar hafa hvergi komiö fram áöur og fylla nær óþekkt rúm islenzkrar atburöa og per- sónusögu. Bókin skiptist i 35 kafla og prýöa hana margar pennateikn- ingar.skjalamyndir, kort og siö- ur úr Þræiaruilu Stokkshússins. Thor Vilhjálmsson Isafold hefur gefiö út nýja skáldsögu eftir Thor Vilhjálms- son, og nefnist hún Mánasigö. Bók þessi sem er rúmar 380 siöur.er 14. bókin sem út kemur eftir Thor Viihjálmsson, auk þýðinga og leikrita. A bókarkápu gefur aö lesa meðal annars; „Segja má, aö Mánasigð séeinhver viöamesta bók Thors Vilhjálmssonar til þessa dags. Þaö er margslungið verk og leikur höfundur þar á ýmsa strengi. ' ■■■■■■■■:■ ■ \> 'I -l' '.' hntlin fírynjúfftSttir MATTI PATTI MATTI PATTI Ný bók eftir Önnu Kristínu Björgúlfsdóttur Bókaútgáfan Hergill sf. hefur gefið út barnabókina Matti Patti eftir önnu Kristinu Brynjólfs- dóttur. Þessi saga var að mestu skrifuö fyrir sjónvarpiö og birt- ist sem framhaldssaga i Stund- inni okkar i nóvember og des- ember 1970. Bókin er mikið myndskreytt og eru myndimar þærsömu og birtust i sjónvarps- þáttunum. ólöf Knudsen teikn- aði. Sagan segir frá Matta Patta, hvítri mús, og vinum hans og ýmsu þvi sem þeir taka sér fyrir hendur. Matti Patti er duglegur og framtakssamur og eignast marga vini, þeirra á meöal álf- inn Topp. Matti Patti er þriöja bók önnu Kristinar Brynjúlfsdóttur. Aður hafa komið út eftir hana Bangsabörnin og Bangsabörnin i Hellalandi. Tvær bækur frá Leiftri h.f.: UNDIR FÖLSKU FLAGGI « ANNA Leifturh.f. hefur sent frá sér bókina UNDIR FÖLSKU FLAGGI eftir Louise Hoffman, i þýð- ingu Hersteins Páls- sonar. A bókarkápu segir aö Louise Hoffman sé af þýskum ættum eins og eftirnafn hennar gefi til kynna. Louise Hoffman er fædd á trlandi, ólst þar upp og hefur lengst af búiö þar i landi. Irland og öriög fólks þar hafa alltaf verið helsta yrkisefniö hennar og þess vegna hafa bækur henn- ar notið sérstakra vinsælda þar, en annars er hún mikill uppá- halds höfundur ungra stúlkna á Bretlandseyjum yfirleitt. Anna Leiftur h.f. hefur einnig sent frá sér bókina Annaeftir David Reed i þýðingu Hersteins Páls- sonar. 1 dómi um bók þessa i The Times segir m.a.: „Sú skoðun, að geöklofi kunni aö vera heilbrigö viöbrögö gagnvart vitfirrtu samfé- lagi....hefur oröiö aö sæta tals- veröri gagnrýni upp á siökast- ið... David Reed sem er dulnefni höfundar, hefur ritaö hrottalega læsilega lýsingu á tilraunum sinum tilaölækna andlega bilun konu sinnar heima með hjálp samúðarfulls en duglauss lækn- is, sem fór að kenningum Laings — auk ýmissa starfs- manna „samfélags” hans, sem vildu að visu vel — og þeim hörmungum, sem i kjölfariö fylgdu og virtust óumflýjanleg- ar...” í ritdómi i Sunday Times segir: „Þetta er snilldarleg frásögn af misheppnaöri tilraun á sviöi geöklofa...Hér er um að ræða snjöllustu lýsingu á geðveiki sem ég hef lesiö siöan Laing fjallaöi um Mary Barnes — bók sem mun ýta við manni í draumi...” JÓHANN M. BJ/tKNASOIM f RAUOÁR DALIMUIM I Rauð- árdalnum Flestir islendingar þekkja vestur-islenska rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason og bækur hans Brasiliufarana, Eirik Hansson.Vornætur á Elgsheiöum og Haustkvöld viö hafiö. Nú hefur Bókaútgáfan Edda á Akureyri sent frá sér fimmtu bókina og nefnist hún 1 Rauðár- dalnum. Er bókin full af ótrú- legustu ævintýrum, lifsfjöri og leyndardómum, en sumariö 1975 var hún lesin i útvarpi. ISADORA Meðal jólabóka á markaðin- um i ár er bókmenntaverkiö Isadora eftir brezku skáldkon- una Ericu Jong. I bókinni fjallar höfundur af næmleik og skilningi um sálar- flækjur ungrar konu, sem ekki hefur stjórn á dagdraumum sinum, og lendir þvi I hinum fjölbreytilegustu ævintýrum og alls konar skakkaföllum. A leiö til Vinarborgar, þar sem Isadora ætlar aö sækja þing sálfræöinga, ásamt manni sinum er kinverskur geölæknir. Þar hittir hún frjálslyndan sál- greini, og viröist hann holdi klædd draumsýn hennar. Hann tælir hana frá bóndanum i „skemmtitilveruflakk” um Evrópu. Feröin reynist vera för aftur i timann, og um leið eins konar umstokkun til nútimans. Útgefandi er Ægisútgáfan, en Óli Hermannssá um þýöinguna. UTIVlSTARFEROiP Þriöjud. 21.12. Stjörnuskoöun (ef veöur leyf- ir) á sólhvörfum. Hafiö sjón- auka meö. Einar Þ. Guðjohn- sen leiöbeinir. Mæting kl. 21 viö gamla golfskálann. Fritt. Aramótaferö i Herdisarvik 31/12. Fararstj. Kristján Baldursson. Farseölar á skrif- stofunni Lækjarg. 6, simi 14606. Útivist. Auö'ýáenfiur 1 AUGLVSINGASIMI BLADSINS ER 14906 Tækni/Vísindi I þessari viku: Köfnunarreflexinn A ári hverju finnast þúsundir ungbarna látin I vöggu sinni, án nokkurs merkis um sjúkdóma eöa slys. Þaö kemur stundum i ljós viö rannsókn á mönnum, sem álitið er aö hafi dáiö úr kransæða- stiflu, aö æöar þeirra eru alls ekki stiflaðar Þaö kemur einnig. fyrir öðru hverju aö mjög góöir sundmenn drukkna án sjáanlegrar ástæöu. Oftast er sökinni skellt á „krampa”. Svo furöulegt sem þaö kann aö viröast hafa rannsóknir á selum nú siðasta áratuginn leitt rök aö þvi aö orsök þessara dularfullu dauödaga, sem aö framan er getiö megi rekja til þess aö I manninum sé enn flókiö kerfi tauga, köfnunarreflexinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.