Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 9
g FRETTIR Bahrainflug Flugleiða: Undirbúningur i fullum Flugleiðir hafa nú ráðið sölustjóra I Bahrain við Arabaflóa, vegna fyrir- hugaðs flugs þangað. Sá sem ráðinn hefur verið er Dick Visser, sem áður hefur unnið á skrifstofu félagsins i Luxemborg. Eins og fram hefur komið i fréttum hafa Flugleiðir hug á aö koma á föst- um áætlunarferöum til Bahrain og telja forráðamenn fyrirtækisins aö þar séum mjög góðan markað að ræða. Er sú skoðun studd þeim rökum, að I Saudi-Arabiu og löndunum við Araba- flóa séu starfandi fjölmörg bandarísk og evrópsk stórfyrirtæki. Starfsmenn þessara fyrirtækja eru á samningum sem gera ráð fyrir tveggja mánaða vinnu og eins mánaðar leyfi á vixi. Þetta þýðir að minnsta kosti fjórar ferðir á ári fyrir hvern starfsmann og fjölskyldu hans til áfangastaöa i Evrópu eða i Bandarikjunum. Sem dæmi um möguleikana má nefna, að i Bahrainriki einu saman eru 55 banda- risk fyrirtæki i ýmsum greinum og eru starfsmenn þeirra um 7000 af banda- risku þjóðerni. Ef fjölskyldur þessara starfsmanna eru taldar með er hér um ekki færri en 20.000 manns að ræða. gangi En auk þessara starfsmanna eru að sjálfsögðu aðrir menn á ferli þarna eystra. Kaupsýslumenn gera mjög viðreist þar um slóöir enda um miklar fjárhæðir að tefla i viðskiptum þegar um oliurikin er að ræða. Flugleiðir telja sig eiga góða mögu- leika á þessum slóðum þar sem þær geta boðið upp á ferðir án mikilla tafa milli Bahrain annars vegar og New York og Chicago hins vegar, auk flugs Air Bahama til Nassau, Hjá öðrum flugfélögum á þessari leið er yfirleitt 4- 5 tima bið — og jafnvel næturbið — á hinum ýmsu flugvöllum. Flugleiðir hafa nú byrjað sölu- og kynningarherferð i Bandarikjunum og á rrreginlandiTívrópu og'félsthún éink. um i öflun sambanda við þau fyrirtækí sem hafa útibú i Saudi-Arabiu og löndunum við Arabaflóa, eða viðskipti • við aðila þar. Þessum fyrirtækjum er kynnt starfsemi Flugleiða, jafnframt þvi sem ferðir þeirra eru auglýstar i blöðum þessara landa og timaritum sem höfða sérstaklega til starfsmanna viökomandi fyrirtækja, auk útvarps og sjónvarps, eftir þvi sem við á. —hm Pflagrímsfluginu að Ijúka: Starfsfólkið heim fyrir jól Pilagrimaflutningum Flugleiða milli Jedda i Saudi-Arabiu og Kano i Nigeriu er að ljúka þessa dagana, og starfsfólk Flugleiða, sem veriö hefur ytra siðan I byrjun nóvember verður aö likindum siðasti farþegahópur sem kemur hingað heim til lands fyrir jól. Flutningarnir hófust 1. nóvember og fyrri önninni lauk 22. nóv. Þá höfðu verið flognar 32 ferðir meö nigeriska pilagrima til fyrirheitna landsins, en að þvi búnu varð hlé þar til heimflutn- ingarnir hófusthinn 5. desember. Hafa þeir staöið linnulaust siðan, og þeir 7200 pilagrimar, sem Flugleiðir fluttu eru nú allir komnir heim til sin. Hins vegar hefur pilagrimanefndin nigerska beöiö félagið að flytja hóp annarra pilagima frá Jedda til Lagos, alls fjögur aukaflug, og urðu Flugleiö- ir viö þeirri beiðni. Til flutninganna fóru tvær DC-8 þot- ur með Loftleiðaáhöfnum, en starfs- fólkið islenzka sem starfaði ytra, var 86 talsins. Það kemur væntanlega til Luxem- borgar á Þorláksmessu og þaðan heim sem farþegar með siðustu vél hingað fyrir jól. Pilagrimaflutningarnir tókust I alla staði hið bezta. —AB Verðlaunagetraun fyrir skólabörn lautnferðinni lerðlaiinagetrnun fyrir skölabörn Vi8 gerum rtð tyrtr því, að i hauti haflr þú Utrl ýmla- legt um umlarðina I skólanum og að I vatur munlr þú bata miklu við þakkingu þina á umfarSarraglum. Sýndu aðgaalu I umfarðinnl og vartu öðrum til fyrtrmynd- ar. Hjálpaðu yngrl bömum og lelðbelndu þalm. Aðstoð- aðu aldrað fólk I umfarSinnl, al þú sérð að það þartnast aðatoSar. / . Merktu X Ijt eóa n» rúóuna 1. Ertu alltaf öruggur í umferð- inrti ef þú notar endurskins- merki? 2. Attu að ganga á móti um- ferðinni á vegi ef engin gangstétt er? 3. Máttu leika þér bak viö kyrrstæðan bll? 4. Þú ferö úr strætisvagni (skólabíl) og ætlar þvert yfir akbrautina Áttu aö bíöa þangaö til strætisvagn- inn er farinn? 5. Er æskilegt aö 8 ára börn séu á reiöhjóli i umferð- inni? 6. Er hægt aö þekkja sum um- feröarmerki frá bakhliö? 7. Má nota endurskinsmerki á barnavagna? 8. Eru vinstri beygjur hættu- legri en hægri beygjur? 9. Eru öll bannmerki meö gul- um lit? 10. Mega yngri börn en 12 ára vera úti eftir kl. 8 á kvöldin aö vetrarlagi? Jt Ut, □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Eins og undanfarin ár er nú efnt til spurningakeppni um umferðamál fyrir börn á aldrinum 6—12 ára. 32 sveitarfélög taka þátt i keppninni eða alls um 25.300 börn. Skólanefndir á hverjum stað halda keppnina I sam- vinnu við lögæzlumenn. Ætlazt er til aö foreldrar leiðbeini börnum sinum meö getraunina en bezt er þó að börnin fái aö glima sem mest við hana sjálf, þar sem getrauninni er ætlað að vekja börnin og fjölskyldur þeirra til umhugsunar um ýmsa þætti umferðarinnar og hefur hún þvi sem slfk mikið gildi. Verölaun eru veitt á hverjum stað og mun lögregla færa hinum heppnu ein- hvern jólaglaöning heim á aöfanga- dag. —AB Þriðjudagur 21. desember 1976 biaóió öu- aíSÍ?' Þriðjudag ur 21. desember 1976 FRÉTTIR 9 Borað eftir heitu vatni Nú standa yfir boranir eftir heitu vatni i nágrenni Selfoss, eða nánar tiltekið i svokölluðu Laugdælalandi. Hjalti Þorvaldsson hitaveitu- stjóri á Selfossi sagði I viðtali við blaðið i gær að boranir hefðu gengið vel, og færi dýpt holunn- ar að nálgast 1350 metra. En þá væri meiningin að láta þar stað- ar numið. „Mér er sagt að þessi hola lofi góðu, sagöi Hjalti enn fremur. Hins vegar er ekkert hægt að segja með vissu um afkastagetu hennar enn sem komið er, þvi það er eftir að mæla hana og kanna á ýmsan hátt. M.a. er bú- izt við að hitamælingar fari fram milli jóla og nýárs. Það er alveg á mörkunum, að vatnsmagn það sem við höfum. til húshitunar hérna nægi okkur, og þvi var hafizt handa við þess- ar boranir. Hingað til hefur það bjargað okkur, að tiðin hefur verið mjög góð, og þvi hefur ekki þurft að hita húsin eins og þegar veðrið er kaldast. En þetta viðbótarmagn sem nú fæst verður þvi væntanlega notaö nær eingöngu til húshitun- ar”. —JSS Ný vatnsleiðsla tekin í notkun „Astæðan fyrir þvl að þessi vaitnsleiðsla var lögð, er fyrst og fremst sú, að bærinn hefur stækkað mjög ört undanfarin ár, og þvi fylgir auðvitað þörf fyrir aukið vatnsmagn, sagði óli Þ. Guðbjarts- son skólastjóri á Selfossi þegar Alþýðu- blaðið ræddi við hann. En fyrir skömmu var tekin I notkun ný vatnsleiðsla, og ligg- ur hún frá Ingólfsfjalli að ölfus- árbrú og þaðan meö árbakkan- um að nýju hverfi á Selfossi, svokölluðu Haga- og Engja- hverfi. Að sögn Óla Þ. Guðbjartsson ar hófst vinna við leiösluna á ár- inu 1975, og kostnaður við verkið losar 30 milljónir króna. Það var Páll Kristjánsson vatns- veitustjóri, sem hafði yfirum- sjón með framkvæmdum, en efnið var fengið frá Reykja- lundi. Enn fremur sagði Öli Þ. Guðbjartsson, að i nágranna- byggð, nánar tiltekið i Sand- vikurhreppi hefði verið lögð vatnsleiðsla á nánast hvern bæ, og fengju ibúarnir þannig neyzluvatn úr nýju leiðslunni. Þarna væri mikið og gott vatn að fá,og það sem meira væri, að ekki þyrfti að hafa fyrir að dæla þvi. Vegna legu vatnsleiðslunn- ar sæi vatnið sjálft um að skila sér, og væri að þvi mikið hag- ræði auk þess sem þaö sparaöi drjúgan kostnað. —JSS HÚSGAGNAVERZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HE Laugavtigi 13 Kcykjavik simi 23870 \ Hjálparsveit skáta: Kölluð fimm sinnum út til leitar á árinu A árinu 1975-1976 var Hjálpar- sveit skáta i Reykjavik kölluð fimm sinnum út til leitar. Leitað var að einum dreng, einni telpu, einni konu og fimm karlmönnum. Drengurinn og telpan fundust heil á húfi, en konan og tveir karl- mannanna voru látin þegar þau fundust. Sporhundar H jálparsveita skáta i Hafnarfirði og Reykjavik voru notaðir við þrjár þessara leita. Jafnframt var leitað eftir aðstoð sporhundanna i fleiri til- vikum, en þá var um að ræða beiðni frá öðrum stöðum en Reykjavik. Þá sá Hjálparsveitin um sjúkraþjónustu á árinu að nokkr- um hluta svo sem á skátamótum, og um hverja helgi i Bláfjöllum um þriggja mánaða skeið i fyrra vetur. ICC Ný rakara- stofa á Dalvi'k Nýlega opnaöi Lalli rakari fyrstu rakarastofuna sem starf- rækt hefur veriö á Dalvik, en hún er til húsa aö Goöabraut 11. Eins og auga gefur leiö var Jóna Stina kona rakarans fyrst til þess aö fá snyrtingu á nýju stofunni. (AB-mynd Jón Baldvinsson) Hæstiréttur ómerkir gæzlu- varðhaldsúrskurð fógeta í máli Guðbjarts Pálssonar Dómsatkvæði: Svo sem komið hefur fram i fréttum var Guðbjarti Pálssyni sleppt úr gæzluvarð- haldi, á laugardags- kvöld, eftir að Hæsti- réttur hafði ómerkt gæzluvarðhaldsúr- skurð sem Viðar ólsen, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavik, kvað upp yfir Guðbjarti þann 7. desember. Alþýðublaðið birtir hér dómsatkvæði meirihluta Hæsta- réttar, ásamt sérat- kvæði Þórs Vilhjálms- sonar. DÓMSATKVÆÐI ihæstaréttarmálinu nr. 233/1976 Ákæruvaldiö gegn Guöbjarti Þóröi Pálssyni Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Viðar A. Olson. fuli- trúi bæjarfógetans i Keflavik. I. Með kæru 9. desember 1976 skaut verjandi varnaraöilja samkvæmt heimild i 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 máli þessu til Hæstaréttar. Hinn kærði úr- skurður var birtur varnaraðilja hinn7.s.m.kl. 19.00. Samkvæmt bókun I þingbók benti dómarinn varnaraðilja á, ,,að hann gæti kært úrskurð þennan til Hæsta- réttar”, en eigisést af bókun, að hann hafi leiðbeint varnaraðilja um sólarhrings kærufrest sam- kvæmt 2. málsgr. 174 gr. laga nr. 74/1974. A6 beiöni varnarað- ilja var nafngreindur hæsta- réttarlögmaður skipaður verj- andi hans með bréfi dómara 8. þ.m., en samdægurs baðst hæstaréttarlögmaðurinn undan starfanum vegna anna. Var Tómas Gunnarsson héraös- dómslögmaður skipaður verj- andi að ósk varnaraðilja um kl. 15.00 þennan dag, að sögn verjandans, er kveður sér hafa borist gögn málsins um kl. 18.15 10. s.m. Með simskeyti, er barst bæjarfógetanum i Kefíavik kl. 10.15 9. s.m. samkvæmtáritun á þvi, kærði verjandinn gæslu- varöhaldsúrskurðipn,' sem um er fjallað i máli þessu. Eins og atvikum er háttaö, verður aö telja, aö ákvæöi 2. málsgr. 174 gr. laga nr. 74/1974 standi eigi Ivegi.aðkæran sé tekin tilmeö- feröar I Hæstarétti. Hæstarétti bárust gögn máls frá héraðsdómara siðdegis hinn 10. þ.m., en þó eigi svo úr garði gerð, sem boðið er i 2. málsgr. 174. gr. laga nr. 74/1974. Gögn máls, afgreidd i lögmætu formi samkvæmt greindu ákvæði, bárust Hæstarétti 16. s.m. Greinargerð verjanda hafði borist Hæstarétti 13. s.m. Hæsta rétti hefur eigi borist greinar- gerö frá rikissaksóknara. II A hinum kærða úrskurði eru ýmsir annmarkar. Kæruefnum er svo lauslega lýst, að eigi er við hlitandi. Kærur þær, sem greinir i úrskurðinum, eru eigi timasettar og óglöggt, frá hverjum þær stafa. Ekki er sér- greint nægilega, i hverju hin einstöku brot eru fólgin, þ.á m. er andlagi brota eigi lýst ljós- lega, svo sem vixlum, er kærur lúta að, en einu kæruefninu er lýst svo, að varnaraðili er „sagður hafa átt þátt i verulegu fjarmála misferli i viðskiptum við verzlun á Akureyri”. Til- vitnun til „tollalaga” er eigi svo glögg sem skyldi. Hinn kærði úrskurður brýtur svo mjög i bága við fyrirmæli 164. gr. laga nr. 74/1974, að óhjá- kvæmilegt þykir að ómerkja hann. Kærumálskostnaðar hefur eigi verið krafist. Dómsorð: Hinn kæröi úrskuröur á aö vera ómerkur. Reykjavik 18. des. 1976 Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara i hæstaréttarmálinu nr. 233/1976: Akæruvaldiö gegn Guöbjarti Þóröi Pálssyni. I. Um kæru máls þessa er visað til I. kafla dóms meirihluta Hæstaréttar. II Af hálfu varnaraðila er þess krafist, að hinn kæröi úrskurður verði úr gildi felldur. I greinargerö verjanda eru greind ýmis atriði, sem hann telur að varða eigi ómerkingu úrskurðarins. 1. Verjandi bendir á, að hvorki komi fram i úrskurðin- um, hvenær hann sé kveðinn upp, hvenær gæsluvarðhalds- timi hefjist né hvenær honum ljúki. 1 úrskurðinum er þess ekki getið, hvenær hann var upp kveðinn, svo sem vera ber. Hins vegar er bókað i þingbók, að úr- skuröurinn hafi veriö lesinn fyrir varnaraðilja 7. þ.m. kl. 19,00. Er með þvi markaöur upphafstimi gæsluvarNialds- vistar hans. Jafnframt eru þá ákveðin lok hennar. 2. Verjandi telur, að kæruefn- um sé ekki lýst með viðhlitandi hætti i hinum kærða úrskurði, og brjóti það i bága við 164. gr. laga nr. 74/1974. Kæruefni þau, sem getið er i úrskurðinum, voru kynnt varnaraðilja i saka- dómi Keflavikur 7. þ.m. og leit- að skýrslna hans um þau. Er kæruefnum lýst I stuttu máli i hinum kærða úrskurði, en þó með þeim hætti, að ekki orkar tvimælis fyrir varnaraöilja og verjanda hans, hver þau eru, enda hefur verjandi gert þeim itarlega skil i greinargerð sinni hér fyrir dómi. úrskurðurinn verður þvi ekki ómerktur af þessari ástæðu. 3. Verjandi bendir á, að ekki sé glögglega vitnað til refsi- ákvæðaihinum kærða úrskurði. Ekki veröur talið, að hinn ákærði úrskurður veröi ómerkt- ur vegna þessa. III Um efnisatriði er þessa að geta: 1. t úrskurðinum er þess fyrst getið, að fram sé komin kæra um, að varnaraðili hafi dregið sér andvirði vixla. Kærandi er Hallgrimur Jóhannesson, fangi á Litla-Hrauni, og er kæran frá 16. nóvember 1976. Þann dag kom Haukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður i Keflavik i heimsókn til Hall- grlms á vinnuhælið, og viröist kæran hafa verið rituö, meðan hann var I heimsókn þessari. t kærunni eru nefndir vixlar, samtals að fjárhæö 1.200.000 krónur, og er varnaraðili sagöur hafa „stolið andviröi” þeirra. Varnaraðili var spurður um við- skipti sin við Hallgrim Jóhannesson þegar hann gaf skýrslu i sakadómi Keflavikur 7. þ.m. Hann neitaði aö hafa dregið sér andvirði vixla frá Hallgrimi. Að öðru leyti er frá- sögn varnaraðila um viöskipti þeirra ruglingsleg og litt skiljanleg, en i henni kemur fram, að þeir Hallgrimur hafa átt ýmis konar viðskipti. 2. í hinum kæröa úrskurði er þessu næst um það getið, að vamaraðili hafi verið kærður fyrir að skila ekki andvirði vix- ils, sem hann hafi tekið við til sölu frá kaupmanni i Keflavik. Skjöl málsins bera með sér, að Framhald á bls. 10 Dregið í Happ- drætti Alþýðu- flokksins 41. 143, 353, 4153, 5085, 6073, 6234, 6874, 7384, 7563, 8971, 9423, 9592, 9749, 9755, 10067, 10561, 11499 12070, 12337. Birt án ábyrgðar. Dregíð hefur verið í Happdrætti Alþýðuflokks- ins og hafa komið upp eftirfarandi númer: Sólarlandaferöir: 3494, 8254, 8948 Vöruúttektir fyrir 15.000.- krónur:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.