Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 6
IÞRÚTTIR Þriðjudagur 21. desember 1976 Landsleikirnir við Dani: Einn sigur, tvö töp Um helgina léku Islendingar og Danir þrjá landsleiki I handbolta. Islendingar unnu einn leik og Danir tvo. Allir leikimir voru frekar jafnir og ef á heildina er litið varaöeins eins marks munur I allt, Dönum i hag. Fyrsti leikurinn Fyrsti leikurinn var háður i Laugardalshöllinni á föstudags- kvöldið. bann leik unnu Islend- ingar, 23-10. Islendingar höföu frumkvæðið allan leikinn, en munurinn var aldrei mikill. Danská liðið var ekki sérstak- lega gott, en sóknarleikurinn er hraður og opnaðist íslenzka vörn- in oft illa, sérstaklega hægra horniö hjá Viðari Simonarsyni, en hann átti slæman dag. Skoruöu Danlrnir mörgmörkúrþvi horni og fengu auk þess nokkur viti. Olafur Benediktsson var I markinu allan tlmann og varði á köflum mjög vel, meðal annars tvö vlti. Fyrir utan Olaf var Geir Hallsteinsson bezti maöur islenzka liðsins, var markhæstur með sex mörk. Leikurinn var hreint ekki góöur en þó nokkuö skemmtilegur á aö horfa. Vörn islenzka liðsins var ekki nógu þétt og sóknin nokkuð þunglamaleg. Leikurinn i Vestmanna- eyjum. I fyrsta handboltalandsleikn- um, sem leikinn er I Vestmanna- eyjum sigruðu Danir með 19-16. Leikurinn var illa leikinn af hálfu Islendinga og gátu Danir eins unniö stærri sigur en raun bar vitni, voru komnir meö sex marka mun um tima. Ljósasti punktur islenzka liðsins var markvarzla Gunnars Einarsson- ar I seinni hálfleik. Olafur Einarsson og Björgvin Björg- vinsson voru markhæstir Islend- inga með fimm mörk hvor. Siðasti leikurinn. Leikur þessi var mjög spenn- andi að sjá, mikill hugur i áhorf- endum, en ekki að sama skapi vel leikinn. Nokkur þreytumerki var að sjá á Islenzka liöinu, sóknarloturnar voru oft á tlöum vandræðalegar og langar, auk þess sem heppnin var ekki okkar megin. Leikurinn var jafn allan timann en eftir miðjan fyrri hálf- leikinn höfðu Danir ætiö yfirhönd- ina. Lokaminútur leiksins voru æsi- spennandi, samthafði maður það alltaf á tilfinningunni, að Danlrnir myndu vinna það var kannski vegna þess, að Danirnir voru betri aðilinn I leiknum, þétt- ari vörn, hraðari sókn. Samt eiga þeir ekki eins góða einstaklinga og við, islenzka liðið féll einhvern veginn ekki saman. Jón Karlsson var markahæstur með 8 mörk. Pólsku dómararnir, sem dæmdu alla leikina voru ekki nógu góðir, oft á tlðum ósam- kvæmir sjálfum sér. —ATA . Kjúklingar Londonlamb ~ / Lamba hamborgaralæri 'i Lamba hamborgarahryggir I jólamatinn: Svínahamborgarahryggir Svínakótelettur Nauta gullas Svínabógar Nautabuff Svínalæri Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Wilf Dixon (aöstoöar framkvæmdarstjóri), Jimmy Rimmer, Trevor Ross, Sammy Nelson, David O’Leary, John Matthews, Peter Storey, Brian Parker, Frcd Street (nuddari). Fremri röö: Pat Rice, George Armstrong, Frank Stapleton, Maicolm MacDonald, Alex Cropiey (nú I Aston Villa) Terry Neill (framkvæmdastjóri), Alan Ball (fyrirliöi), John Radford. I dag kynnum við Arsenal Stofnaö: 1886 Varö atvinnumannaliö: 1891 Hét áöur: Royal Arsenal (1886-91), Vool- wich Arsenal (1891-1914) Heimavöllur: Arsenal Stadium, Highbury, sem tekur um 60.000 áhorfendur. Fra mkvæmdast jóri: Terry Neill. Mesti ósigur: 0-8 gegn Loughborough í annarri deild 1896. Flest mörk á einu keppnistima- bili: Ted Urake, 42, 1934-35. Flest deildar mörk i allt: Clif Bastin, 150, 1930-47 Flestir landsleikir: Terry Neill, 44( alls 59) fyrir Norður-lrland. Fiestir deildarleikir: George Armstrong, 463, 1960-76. Mestu kaup: Malcolm MacDonald frá New- castle fyrir 333.000 pund i júli 1976. Mesta sala: Ray Kennedy, til Liverpool fyrir 180.000 pundi júli 1974. Framkvæmdastjórar frá striös- lokum: George Allison, Tom Whittaker, Jack Crayston, George Swindin, Billy Wright, Bertie Mee. Fyrirliöi: Allan Ball. Gælunafn: Gunners (fallbyssurnar). Leikmenn: Markverðir: Jimmy Rimmer (England) Brian Parker. Varnarleikmenn: Sammy Nelson (N. Irland), Pat Rice (N-írland), Peter Simson, David O’Leary, Pat Howard. Miövallarleikmenn: Alan Ball (England), Graham Rix, John Matthews, Peter Storey (Eng- land), David Price, Richie Powl- ing, Liam Brady. Sóknarleikmenn: George Arm- strong, Frank Stapleton, Wilf Rostron, John Radford (Eng- land), Trevor Ross, Malcolm MacDonald, Warwick Bean. Markaskorarar: 1 fyrra var Brian Kidd mark- hæstur, skoraði 11 mörk. Allan Ball, 9, Liam Brady, Frank Stapleton og Alex Cropley með 5 mörk og George Armstrong með 4. Fyrir siðustu helgi hafði Frank Stapleton skorað 11 mörk, Mal colm MacDonald meö 10 og Tre- vor Ross meö 7. Framtiðarhorfur: Arsenal-liöið lofar mjög góðu, er ungt og efnilegt, en gæti tekið eitt til tvö ár I viðbót að ná alveg á toppinn. Þeir lenda sjálfsagt I 6,- 7. sæti aö þessu sinni. ATA Deildarmeistarar: 1931, 1933, 1934, 1935, 1938, 1948, 1953, 1971. Bikarmeistarar: 1930, 1936, 1950, 1971 Deildarbikarinn: I úrslitum árin 1968, 1969. Tvöfaldir meistarar: 1971 Mesti sigur: 12-0, gegn Loughborough I ann- arri deild, 1900. Lið vikunnar: ARSENAL Um leík- þarfir barna: Áöur fyrr léku bör »ér nærri eingöngu meö s id> steina, bein og þessl tt- ar, byggöu bæi, bjuggu til tjarnir o.fl. Til allrar hamingju er þessi leikur ekki alveg úr sögunni. En mörg borgarbörn hafa litla eða enga möguleika á aö leika sér þannig, og því gegna leikföngin enn mikilvægara hlutverki nú en oft áöur. Aukin f járráð hafa gert það að verkum, að börnin fá nú leik- föng I mjög rikum mæli, flest hver. Þaö þykir orðið tilheyra jólum, að barnið fái svo og svo margar gjafir, og þá helst leik- föng. Og vist er um það, að ekki er innihald allra pakkanna und- ir jólatrénu jafn gott að endingu eða hefur eitthvert gildi fyrir barnið. Þó hefur þaö kostað gef- andann talsvert fé, sumt auk heldur verið mjög dýrt miðað við gæði. Ýmsir verslunarmenn og heildsalar hafa tjáð okkur, að orðið „þroski” viröist vera varasamt ef ekki hættulegt orð, þegar kynna á gott leikfang fyr- ir kaupanda. Flestir, bæöi börn og fullorðnir, forðuöust þann hlut sem kallaöur væri þrosk- andi leikfang eöa þroska-leik- fang. Er þetta rétt? Hvers vegna — og hvaðan er sá flótti runninn? Vilja ekki allir óska barni sinu aukins þroska? Ef svokallað þroskandi leikfang (eða uppeldisleikfang) gefur barni þlnu möguleika á sköpun, athafnasömum leik og ánægju- legum stundum, hvað er þá að? Þroskaheft barn eða seinþroska á ekki eitt rétt á þroskandi verk- efnum I tilverunni. Allir eiga að hafa jafnan rétt til þess að auka við þroska sinn og hæfileika sina, búa sig sem best undir lífið og það, sem það krefst af okkur. Og það er hreint ekki svo litið. „Ég vil ekki láta segja mér, hvað er þroskandi fyrir barnið mitt,” hefur heyrst frá móður. Og faðir hefur látið þessi orð falla: „Þeir, sem mæla með þroskaleikföngum sjá ekkert annað en kubba og aftur kubba endalaust”. Satt er það, að flestir eru sammála um ágæti kubbanna, enda má byggja úr þeim ýmis- konar hús og hallir, girðingar og veggi, nota sömu kubba sem bíla, hesta, vegi o.fl. Þeir gefa hugmyndafluginu lausan taum-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.