Alþýðublaðið - 15.02.1977, Side 4
4 VETTVANGUR
Þriðjudagur 15. febrúar 1977 bSSfö'
Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja 35 ára
Rætt við Kristján Thorlacius, formann BSRB og Guðjón B.
Baldvinsson, sem átti sæti í fyrstu stjórninni
Kristján Thorlacius, formaöur Bandalags starfsmanna rikis og bæja
Viðtal við Kristján
Thorlacius, formann
Bandalags starfs-
manna rikis og bæja.
„Mér skilst aö BSRB eigi
merkisafmæli um þessar
mundir, Kristján. Er það ekki
rétt með farið?
,,Ef til vill er nú ekki hægt aö
kalla þetta neitt stórafmæli, en
það er rétt, að Bandalagiö á 35
ára afmæli þ. 14. febrúar, var
stofnað þann dag 1942.”
„Hverjir voru helztu stofn-
endur, hve mánnmargt var
bandalagið, voru einhverjar
sérstakar ástæöur fyrir stofnun
þess þá?”
„Stofnendur voru 11 félög meö
um 1100 félaga. Mannflest munu
hafa verið Starfsmannafélag
rikisstofnana, Samband
islenzkra barnakennara, Starfs-
mannafélag Reykjavikurborgar
og Félag islenzkra simamanna.
Það var engin tilviljun, að
Bandalagiö var stofnað um
þessar mundir. Þá var hagur
rikisins heldur tekinn aö rýmk-
ast. Segja mátti, að fram að
þessum tima rækju opinberir
starfsmenn sig á vegg, hvenær
sem þeir leituöust við að bæta
kjör sin áður. Ef ég man rétt
voru laun meira að segja
lækkuð á verstu kreppu-
árunum.”
„Svo þab hefur veríð nógu að
sinna i þessum efnum?”
„Já.þaöeróhættum það.Eitt
hið fyrsta, sem Bandalagið
sneri sér aö voru endurbætur á
lifeyrissjóðslögum fyrir starfs-
mtnn rikisins, sem þá urðu
alm inn réttindi þeirra. Þá var
tekiö aö huga að nýjum launa-
lögum, og tókust samningar um
þau 1945. Setning þeirra mátti
kallast raunveruleg bylting á
þeim tima i launamálum. Siöar
þegar sett voru lög um réttindi
og skyldur opinberrra starfs-
manna og reglugerðir út frá
þeim lögumrurðu kjör starfs-
manna sveitarfélaga I höfuð-
dráttum i samræmi viö rfkis-
kjörin um réttindi, skyldur og
lifeyrissjóöi.”
„Og svo hélt baráttan
áfram?”
,,Já, og heldur enn. Banda-
lagiö hefur óslitið starfað að
launa-kjara og réttindamálum
alla sina tiö. Stærstu skrefin,
sem hafa náðst tel ég vera á
fyrstu timum þess ákvæðin um
lifeyrissjóðina, launalögin 1945
og 1955, auk samninga um
launa- og verölagsbætur, og
siöan lög um takmarkaöan
samningsrétt 1962, og i fram-
haldi af þvi endurbætta
samningsréttarlöggjöf. En oft
höfum við orðið að sæta geröar-
dómum i kjaramálum, bæði um
rammasamninga og kjör ein-
stakra félaga.”
„Hvaö viltu segja um starfs-
matið?”
„Eg tel starfsmatið hafa verið
merka tilraun. En þess ber að
gæta, að þetta var frumsmið,
sem af hálfu Bandalagsins var
ætlað aö endurskoöa og bæta.
Gagnrýni hefur komið fram,
sem ekki er óeðlilegt, en á þingi
Bandalagsins 1973 var einróma
samþykkt að halda starfsmati
áfram, þó breytingar þættu
sjálfsagðar. Rikisvaldiö (fjár-
málaráöherra) snerist öndvert
gegn þeim. Annars er bezt að
gera sér ljóst, að starfsmat er
framkvæmt i öllum
samningum, en bara of handa-
hófskennt nú.
Ég teldi mikið framfaraspor
að þróa kerfisbundiö starfsmat.
Það gæti vitanlega aldrei orðiö
visindi, en gagnlegt hjálpartæki
við samningagerö.”
„En fleira hefur nú Banda-
lagiö fengizt við en launa- og
kjarabætur?
„Já, við getum nefnt orlofs-
heimilið i Munaðarnesi. Viö
fengum þaröOha leiguland til 72
ára 1969. Fljótlega var hafizt
handa og slðla sumars 1971 voru
risin 23 orlofshús ásamt veit-
ingaskála, þegar starfsemin
hófst. Veitingaskálinn er jafn-
framt félagsmiðstöð, sem hefur
verið nýtt til fræöslustarfsemi
samtakanna og ráöstefnur, auk
þess sem fleiri félagssamtök
hafa fengið þar inni fyrir funda-
höld. Þá hafa einstök hús oft
verið leigð út aö vetrarlagi,
einkum um helgar.
Framtiðardraumurinn er að
koma þarna á fót félagsmála-
skóla að vetrinum fyrir
samtökin. Siðan 1967 hefur verið
sleitulaust aö þvi unniö að efla
fræðslustarf innan samtakanna,
en þetta er oröinn þýöingar-
mikill þáttur i starfi þeirra. Nú
eru risin þarna 68 orlofshús og
verið að stækka félagsmið-
stöðina.”
„En eru nokkrar hugmyndir
uppi um orlofshús á vegum
Bandalagsins viðar um land?”
„Já, takmarkið er að koma
þeim upp helzt i öllum lands-
fjórðungum, þegar heppilegir
staðir fást og efni standa til.”
„En svo við vfkjum aftur að
þvi nýjasta i kjaramálum og
þvi, sem er framundan. Hvaö
viltu segja um þaö?”
„Verkfallsrétturinn var stórt
skref framávið og ég tel höfuð-
nauösyn aö við höfum hann eins
og aörar stéttir. Að þvi verður
unnið áfram. Við gátum ekki
náð lengra en raun var á siöast
með samningum, sem við
teljum hina einu réttu leið og
sættum okkur við það i bili. En
málið er ekki niður fallið.”
„Verður samflot með hinni
almennu verklýðshreyfingu og
BSRB i næstu samningum?”
„Samþykktir á þingum bæði
BSRB ogASÍ voru gerðar um að
slikt samstarf væri æskilegt.
ASÍ hefur nú haft, frumkvæði
um að koma þvi á. BSRB hefur
þegar kosiö tvo fulltrúa i
samstarfsnefnd. Ég geri mér
vonir um aö þessi háttur verði
til heilla fyrir launamenn
almennt. Eftir er að finna þvi
heppilegt form og það verður að
þróast eftir aðstæðum.”
„Hvað um stefnuna i launa-
málum?”
„Þing BSRB markaði stefnu i
kjaramálum. Samningum
verður væntanlega sagt upp
fyrirl.aprilog miðað við 1. júli.
Sett hefur verið á laggir fjöl-
menn nefnd allra bandalags-
félaganna, eða 50-60 manna.
Nefndin hefurþegar hafið störf
að undirbúningi kröfugeröar.
Siðan i marz 1974 hefur orðiö
kjaraskerðing um 30-40% hjá
opinberum starfsmönnum og nú
er óumdeild staðreynd að
islenzkir launþegar almennt eru
varla hálfdrættingar á viö
launafólk á hinum Norðurlönd-
unum. Þessa kjaraskerðingu
þarf að fá fullbætta og rifa þarf
tslendinga upp úr þvi að vera
láglaunafólk á láglaunasvæði.”
„Hverjar eru, að þinum dómi,
ástæður fyrir þessum
ófarnaði?”
„Að minum dómi efalaust
fyrstog fremst óhóflega óréttlát
tekjuskipting. Skattabyröin
hvilir óhæfilega þungt á
launþegum. Við nánari
athugun: Söluskattur er
áætlaður nú um 34 milljarðar,
sérstakt vörugjald um 5,5 millj-
arðar aöflutningsgjöld (tollar)
um 14,4 milljaröar og tekju-
skattar á einstaklinga um 9,5
milljarðar. Þessir skattar koma
óumdeilanlega á almenning,
auk svo gjalda til sveitarfélaga.
Þvi er haldiö fram, að auk
þeirra 2ja milljarða, sem
félögunum er ætlaö að bera og
fjárlög 1977 gera ráö fyrir, komi
þungar skattbyrðar i formi
aðstöðugjalda. Þessi aðstöðu-
gjöld voru 1976 samtals 2,3
milljarðar, sem skiptust á 18152
aðila.
Ekki þarf lengi að fletta opin-
berum tölum, til þess að sjá, að
gjörbylta þarf skattakerfi
þjóðfélagsins i heild, og ein
höfuðkrafa islenzks launafólks
hlýtur að vera að stór hluti
skattabyrðanna veröi færður á
atvinnurekstur og
atvinnurekendur. Það yrði
raunhæf kjarabót og hluti af
lækningu verðbólguvandans”
lauk Kristján Thorlacius for-
maður BSRB máli sinu.
OS
Fyrsti fundur nýkjörinnar bandalagsstjórnar var haldinn 20. okt. s.l. A myndinni eru (taliö frá
vinstri): Helga Haröardóttir, Agúst Geirsson, Jónas Jónasson, örlygur Geirsson, Helga Guöjóns-
dóttir, Guörún Helgadóttir, Haraldur Steinþórsson, Kristin Tryggvadóttir, Kristján Thorlacius,
Hersir Oddsson, Vilborg Einarsdóttir, Albert Kristinsson, Sigurveig Siguröardóttir, Asgeir Ingv-
arsson, Magnús Björgvinsson, Páll R. Magnússon og Einar ólafsson. A myndina vantar Bergmund
Guölaugsson, sem gat ekki fengið sig lausan af vakt.
mmwmwammm mmmam