Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 2
2 STJÖRISIMÁL/ FRÉTTIR 'Ctgefaadi: Aiþýöuflokkurinn. ; Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni SigtryggSson. Aðsetur ritstjórnar er í Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Morgunblaðið biðlar til Benedikts Lesendum Morgunblaðsins hefur án efa komið einkennilega fyrirsjónir, að hið virðu- lega Reykjavíkurbréf var síðastliðinn sunnudag að miklu leyti helgað hug- leiðingu, sem formaður Alþýðuf lokksins skrifaði eftir lát Anthony Cros- lands, utanríkisráðherra Breta. Crosland naut mestrar frægðar sem hugsjónaleiðtogi brezkra jafnaðarmanna og meginkenningar hans gengu þvert á stefnu Morgunblaðsins, þótt það vegsamaði manninn fyrir afskipti hans af land- helgismálum okkar. Þegar Reykjavíkur- bréfið er lesið til enda, kemur i Ijós hvers vegna þessi minningargrein um brezkan krataráðherra hefur orðið blaðinu svo hugleikin. Höfundur bréfsins kemst að þeirri niðurstöðu, að „leiðir Croslands og Morgun- blaðsins hefðu getað legið saman í veigamiklum atriðum þjóðmálanna, en hentistefna Alþýðu- flokksins undanfarið hefði á hinn bóginn áreiðanlega verið eitur í hans beinum hvað þá órökstuddar fullyrðingar formanns flokksins." i bréf lok segir, að nú sé nauðsynlegt að draga úr ríkisbákninu hér á landi og að „reisn einstaklings- ins" fái notið sín meir en verið hefur. „A það mun reyna fyrr en síðar, hvort Alþýðuflokkurinn er enn reiðubúinn til þess." Með þessum orðum segir Morgunblaðið, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji vinna með Alþýðu- flokknum í ríkisstjórn, ef hann láti af „henti- stefnu" (stuðningi við verkalýðshreyfinguna) og „órökstuddum fullyrð- ingum" formanns flokks- ins. Blaðið gengur svo langt að segja, að „fyrr en síðar" muni reyna á, hvort Alþýðuf lokkurinn sé reiðubúinn. Það eru allmikil tíðindi, er málgagn forsætisráð- herrans biðlar svo opin- skátt til stjórnarand- stöðuflokks. Ber þetta vott um, að núverandi rikisstjórn sé ekki hugað langlífi. Ef orðin „fyrr en síðar" þýða eitthvað styttra en hálft annað ár, mætti skilja orð Morgun- blaðsins sem spádóm eða fyrirheit um kosningar áður en kjörtímabili Alþingis lýkur sumarið 1978. í Reykjavíkurbréfinu er viðurkennt, að áherzla Croslands á ríkisforsjá sé eitur í beinum blaðsins, en að öðru leyti f er blaðið á hundavaði yf ir skoðanir hans. Meginkenning hans var, að því stærri hluti þjóðartekna sem fari um hendur ríkisins, því meiri jöfnuði og réttlæti megi búast við í þjóðfélaginu, en það voru markmið hanseins og allra jafnað- armanna. Forustumenn og málgögn Sjálfstæðis- flokksins berjast um þessar mundir af kappi fyrir algerlega gagn- stæðri stefnu. Þeir vilja minnka sem mest hluta hins opinbera, en fá ein- staklingum meira fé í eigin vasa. Morgunblaðið hefur viðurkennt, að ríkisbáknið verði ekki dregið saman án þess að snert sé við almanna- tryggingum, sjúkra- tryggingum, heilbrigðis- málum og skólamálum. Fer því ekki á milli mála, að þessi stefna Sjálf- stæðisf lokksins mundi draga úr tekjum gamla fólksins, öryrkja og sjúklinga. Þar sem lág- launafólk greiðir litla skatta, mundi það ekki njóta góðs af stefnu Sjálfstæðisf lokksins, heldur mundi hún ein- göngu auka fjárráð þeirra, sem mest hafa þau fyrir. Alþýðuf lokkurinn hef- ur hins vegar mestan áhuga á að „auka reisn" þeirra einstaklinga, sem njóta almannatrygginga og sjúkrakerfisins, svo og þeirra, er teljast til lág- launastétta. Flokkurinn vill endurskoða trygginga- og sjúkrakerf- in tii hagræðis og rétt- látari nýtingar, en fyrir Morgunblaðinu vakir allt annað. Alþýðuflokkurinn krefst lægri skatta með fastri f jármálastjórn, skynsamlegri fjárfest- ingastefnu og minni skattsvikum. Með því að setja svo hreina afturhaldsstefnu í f jármálum þjóðarinnar á oddinn geta sérhags- munaöflin í Sjálfstæðis- flokknum einangrað flokkinn í íslenzkri póli- tik, ef frjálslyndari sjálf- stæðismenn taka ekki til höndum og það rösklega. ( síðustu bók sinni rað- aði margnefndur Cros- land verkefnum brezkra stjórnmála á næstunni, og segist Morgunblaðið ekki aðeins vera þeim sam- mála, heldur telur þau til mestu baráttumála sinna. Blaðið hefur þó ekki athugað, HVERNIG Crosland vildi ná þessum markmiðum, og er hætt við að slettist upp á vin- skapinn, þegar það er kannað. Morgunblaðið segist viljadraga úr fátæktinni, en Crosland sagði, að lægstu 20% meðal lág- launastétta yrðu aldrei tryggð viðunandi lífskjör nema með beinum og óbeinum aðgerðum ríkis- ins. Er Morgunblaðið sammála? Blaðið segist vilja eyða misrétti í skólakerfinu, en það réðist á stef nu við- reisnarst jórnarinnar í þeim málum, og í tíð nú- verandi ráðuneytis er alger kyrrstaða í skóla- málum. Morgunblaðið vill tryggja öllum gott hús- næði, en vill það þjóðnýta landið til að létta íbúða- byggingar þéttbýlisins og hindra gróða landeigenda á kostnað íbúðanna, eins og Crosland vildi? Það er ekki á góðu von, þegar Morgunblaðið reynir að gera Sjálf- stæðisf lokkinn að jafnaðarmannaflokki, enda eru ástarjátningar þess til kenninga hins brezka ráðherra yfir- borðskenndur áróður. Það er rétt hjá Morgun- blaðinu, að viðreisnar- stjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins var rismikil, enda óvenjulegt tækifæri fyrir lítinn flokk til að vinna með vitrum og reyndum skörungum eins og Olafi Thors og Bjarna Benediktssyni. Þá var ekki sukk á ríkissjóði og ofvöxtur í bákninu, þegar Magnús Jónsson stýrði fjármálunum. Alþýðuflokkurinn hlaut að lokum ágjöf i sigling- unni með Sjálfstæðis- flokknum og er nú að rétta sig við, tefla fram nýju og ungu fólki, stór- auka félags- og fræðslu- starf, bera fram fjölda nýrra baráttumála, hreinsa til gamlar skuldir og týgja sig sem bezt til næstu kosninga. Hrossa- kaup við aðra flokka um ráðuneyti og ráðherra- stóla eru alls ekki á dag- skrá hjá Alþýðuflokkn- um. Stefnan í þeim efn- um verður ákveðin á lýð- ræðislegan hátt eftir að úrslit næstu kosninga liggja fyrir. Eins og vera ber munu íslenzkir kjós- endur ráða þessum mál- um „fyrr en síðar." BGr alþýðu- blaöiú Krafla — nýr leikklúbbur Hriseyingar hafa nú stofnaö meö sér eigin leikklúbb. Klúbb- urinn hefur á aö skipa alls um 20 meölimum og hefur hópurinn les- iö saman allt frá þvi i nóvember. Haldnar hafa veriö tvær sýningar i Hrisey og tvær I Skjólgaröi i Eyjafiröi og hefur viöfangsefniö veriö Orustan aö Hálogalandi. Leiknum var frábærlega vel tekiö I Hrisey, aö sögn Sæmundar Guömundssonar formanns leik- klúbbsins, og fékk hann einnig góöar undirtektir i Skjólgaröi. Leikstjóri var Akureyringur Aöalsteinn Bergdal. Leikklúbbúrinn ber margum- deilt nafn. Nefnilega Krafla. Er viö inntum Sæmund eftir ástæö- unni fyrir nafninu á klúbbnum, sagöi hann hana vera sérstaka. — Þegar viö byrjuöum aö lesa saman I nóvember, leiö langur timi þar til viö fengum nokkurn leikstjóra, og á timabili leit ekki út fyrir aö viö fengjum neinn. Þaö var liöiö fast aö jólum þegar Aöalsteinn kom, og þetta var allt oröiö anzi þungt I vöfum. En viö sáum fram á, þegar viö vorum byrjuö, aö viö gætum ekki snúiö viö núna, þar sem fyrirtækiö væri oröiö svo dýrt. Þó svo aö viö vær- um alls ekki viss um aö viö gæt- um kraflaö okkur nokkurn veginn útúr þessu, sagöi Sæmundur. —Viö vorum bara aö reyna. Viö höfum hugsaö okkur að ráöa jafn- vel til okkar stjórnanda og halda hér námskeiö fyrir fólkiö, næsta haust. En þaö er ákveöið aö viö höldum áfram, þó ekki sé ákveöiö hvaö viö tökum fyrir. —AB Félag íslenzkra fræða: Glundroði rík- ir í stafsetn- ingarmálum Nýlega hélt félag Islenzkra fræöa aöalfund sinn. Á honum kom m.a. fram, aö starfsemi félagsins var talsverö á siösta starfsári. Félagsmenn eru nú um 130talsins og hefur félagiö fengiö húsnæöisaöstööu aö Hverfisgötu 26, þar sem Bandalag Háskóla- manna hefur aösetur sitt A aöalfundinum var samþykkt ályktun um stafsetningarmál, og segir þar aö fundurinn átelji harölega þann drátt sem oröiö hafi á ákveönum reglum um islenzka stafsetningu. Er bent sérstaklega á, aö allt frá þvi aö Menntamálaráöuneytiö gaf út „Auglýsingu um afnám z” i sept- ember 1973 hafi rikt meiri eöa minni óvissa um endanlega skip- an stafsetningarmála. Af þeim sökum veröi þessi mál aö teljast vera I algjörum glundroöa. Slikt óvissuástand sé aö mati fundarins gjörsamlega óviö- unandi, einkum meö tilliti til hvers konar útgáfustarfsemi. Skorar hann þvi á hlutaðeigandi yfirvöld, þ.e. Alþingi og Mennta- málaráöherra, að sjá til þess, aö ákveöiö veröi hiö snarasta hvernig málum þessum skuli háttaö i framtiöinni. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN I-karaur Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm ________2]Q - x - 270 sm Aðrar slaerðir. smíSaðar eflir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.