Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Þriðjudagur 22. marz 1977 SST NÆR EKKERT LÍF FÆRAKERFI ER 6 Eins og fram kom i Alþýöu- blaöinu á laugardaginn hefur Heilbrigöiseftirlitiö gefiö út viöamikla skýrslu um álverk- smiöjur, „meö tilliti til ytri og innri mengunar ásamt hollustu- og heilbrigöiseftirliti”, eins og segir I titli skýrslunnar. 1 skýrslu þessari eru rakin lög hér á landi og reglugeröir um álverksmiöjuna i Straumsvik og sést i samanburöi viö önnur lönd, aö reglur hér eru siöur en svo strangari en i öörum lönd- um, en hins vegar er tsal aö þvi er viröist eina fyrirtækiö sem kemst upp meö aö beita blátt áfram engum hreinsitækjum, auk þess sem öörum mengunar- vörnum er litt eða ekki sinnt, þrátt fyrir itrekuö loforö þar um. Þar sem skýrsla Heilbrigöis- eftirlitsins gefur mjög skýra mynd af þvi hættu ástandi sem rikir heilbrigöismálum I Straumsvik, og ótrúlegu tillits- leysi forráöamanna álversins til laga, reglna og kvartana, telur Alþýðublaöiö rétt aö birta þessa skýrslu i heild i blaðinu. Veröur það gert á næstu dögum, einn kafli á dag. Meö þeirri undantekningu þó, aö felldur er niöur kafli um lög, regiur og skyldur aöila, fyrsti kafli skýrslunnar. Hér á eftir birtist þvi annar kaflinn, sem f jallar um mengun og sjúkdóma á vinnustað viö ábræöslur. Milli fyrirsagnir eru ýmist blaðsins eöa úr skýrsl- unni. Þetta yfirlit er ekki tæmandi og á viö um álbræðslur þar sem notuö eru „prebaked” eöa for- bökuö skaut eöa svonefnd „Söderberg”-skaut meö þeirri undantekningu aö viö þau siöar- nefndu er magn fjölhringa kol- efnissambanda i andrúmslofti i kerskálum miklum mun hærra heldur en viö notkun forbakaöra skauta. ÍJm magn hinna ýmsu meng- andi efna i andrúmsllfti á vinnu- stööum er ekkert hægt aö full- nema mælingar fari fram á þeim en fjölmörg atriöi eru af- gerandi i þvi sambandi eins og t.d. loftræsting almennt eöa viö ákveöin störf, aörar varnir eins og innbýgging mengandi fram- leiöslu eöa starfa t.d. lokun bræöslukerja o.s.frv.. Um heil- brigöishættu frá þessum efnum fer mikið eftir þeim várnarráö- stöfunum sem geröar eru til aö koma i veg fyrir eöa minnka mengunina i andrúmslofti eöa umhverfi starfsmanna svo og mismunandi eika eba eli viö- komandi efna asamt næmni eöa varnarstyrkleika viökomandi starfsmanna gagnvart þessum efnum, auk þess sem mimun- andi timi getur liöiö frá þvi viö- komandi er útsettur fyrir mengunina þar til einkennin geta komið fram. Helztu mengunarvald- ar i andrúmslofti á vinnu- stöðum í álverum eru: Viö uppskipun: Aloxiö (AI2O3), ryk Kryolit (Na3AlF6), ryk Asbest, ryk Kvarts— ryk (sé eldfastur steinn úr kvartsi) í kerskála: Aloxia (Al2'0'3) ryk (alfa og gamma A Kryolit(Na3AÍFg), ryk Chiolitt (NaAlF), ryk Flussýra (HF), loftkennd eöa bundin i ryki. CF4 loftkennt Brennisteinssýrli .gur (S02), lofttegund Kolsýrlingur (C02), lofttegund Fjölhringa kolefnissambönd (PAH/PPOM) i loftker.ndu ástandi koma fyrir en eru fyrst og fremst viö Söderberg’s skaut. f kersmiöju: Asbest, ryk Kvarts, ryk (sé eldfastur steinn úr kvartsi) Tjöru- eöa asfaltgufur (S02?) 1 skautsmiðju: Kolaryk Tjöru-asfaltgufur (S02?) Flúoriö í steypuskála: Asbest, ryk Kvarts, ryk (frá eldföstum steini) Klórgas (Cl2) þar sem þaö er notaö Frá kerbrotum: Cýaniö (þar sem ker eru brotin upp og þeim fargaö) 1 vélaverkstæöi t.d. frá raf- suðu: Zink Nikkel Ozon, lofttegund o.fl. Annaö ryk frá framleiðslu eöa hráefnum sbr. hér aö ofan. Aðrir heilsuspillandi þættir eru: Hávaöi Geislun (hita) öeðlilegt hita- og rakastig Raf- segulsvið i kerskála? Köfnunarefnisoxiö (N0,2) Helztu sjúkdómar sem komiö geta upp vegna ofangreindrar mengunar: Sjúkdómar i húö: Húðkrabbamein frá sóti og tjöru. Exem eöa útbrot frá ýmsum málmum t.d. nikkel Kláöi eöa erting á húö frá brennisteinssýrlingi, flússýru, ryki. Brunasár vegna flússýru. Sjúkdómar i öndunarfærum, brjósthimnu eöa lifhimnu: Lungnakrabbamein. Fjöl- hringakolefnissambönd, tjöru- asfaltgufur, asbest (sérstaklega reykingamenn) Brjósthimnu-lifhimnukrabba- mein. Asbest Óeölilcg bandvefsmyndun f lungnavef (Asbestosis og Silicosis): As- best, kvarts. Berkjuþrengsli: („obstruktiv” lungnasjúkdóm- ar): a) bráöán varnanlegra lungna- skemmda: frá (fluormenguöu) ryki. b) Langvinn meö lungnakvefi: („chronic obstructive” lungna sjúkdómar) þar sem um varan- legar lungnaskemmdir er aö ræða t.d. Chronic bronchitis (langvinnt lungnakvef) asthma (occupational non allergic), emfysema (lungnaþan). Erting á slimhúöir öndunar- færa meö hósta: Brennis teinssýrlingur (S02) Köfnunarefnisdioxiö (N02) Ozon (/3), getur valdiö lungna- bjúg Klórgas (Clj), gefur valdiö lungnabjúg Ryk, allar tegundir Flússýra (HF) Málmeimur Krabbamein i nefholi og lungum: Nikkel, frá rafsuöu Chrom frá rafsuöu Hitafár (malmfrossa): Frá ýmsum málmum t.d. zinki. Krabbamein I nýrum, þvag- rás og þvagfærum: Fjörhringa kolefnasambönd (PAH/PPOM) Bein og stoövefur: Fluorosis (gaddur) vegna upp- töku fluors. Bráöar eitranir: Kolsýrlingseitrun Hey rnarskeröing: Vegna hávaða. Af þessari upptalningu sést aö nær ekkert liffæri eöa llffæra- kerfi er óhult vegna mengunar sem til staöar er viö slikan verksmiöjurekstur. Allt atvinnu- sjúkdómar! Eru þá nokkrir þessara sjúk- dóma algengari viö álbræöslu heldur en aöra verksmiöjustarf- semi? Svariö er jákvætt og eru þaö fyrst og fremst vissir sjúkdóm- ar I berkjum og lungum auk fluorosis (gadds) sem taldir eru einkennandi atvinnusjúkdómar viö álbræðslu. Bent skal á, af gefnu tilefni, aö allir aörir sjúkdómar sem hér aö ofan hafa veriö upp taldir eru atvinnusjúkdómar, sé þeim skilyröum fullnægt sem um get- ur I reglugerð nr. 24 frá 7. marz 1956 um skráningu og tilkynn- ingaskyldu atvinnusjúkdóma og ber aö tilkynna þá til viökom- andi héraöslæknis. 1. hluti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.