Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. marz 1977 VETTVANGUR 7 arpi hefur mikil áhrif á börn bessi myndaflokkur er tækni- lega mjög vel gerður, þótt efnið sé tiltölulega einfalt. Þaö er skoðun Johnsons, að ekkert þýö- ir að tefla vel unnum ævintýra- þáttum fram gegn slikum myndaflokk. Alin upp við hávaða Og Johnson lætur ekki staöar numið. Hann hefur einnig tekið eftir að börn verða eirðarlaus, þegar litvarpið er ekki opið og glymur allan daginn. Og ástæö- an er sú, að börnin eru alin upp við hávaða. Undir þessa fullyröingu John- sons hafa margir tekið, og segja aö það. sé verið að beita börnin ofbeldi með þvi að hafa hávaða af einhverju tagi umhverfis þau allan daginn. Þau læri ekki að einbeita sér, og geti ekki hlustað með árangri. Ofbeldi í fréttatíma Að sögn dagskrárstjórans verður dagskrá fyrir börn að hafa þrennt til að bera, ef börnin eiga að horfa á hana. Hún verð- ur að vera spennandi, skemmti- leg, eða hrifandi. Þarna er ekki aðeins um peningaatriði að ræða, heldur einnig hugmyndir og hæfileika framleiðenda. Loks er þaö álit Johnsons, að ofbeldi i fréttatima hafi miklu meiri áhrif á börn, heldur en leikin atriði í bandariskum myndum. Þau virðist taka betur eftir þvi sem gerist i stuttum atriðum i raunveruleikanum og hins vegar þvi, sem er sýnt i langdregnum kvikmyndum. MORÐ í SJÓNVARPI hugmyndir að: Ofbeldi sé auðveld leiö til að leysa öll vandamál. að sá sem berji fastast og skjóti mest, hafi rétt fyrir sér. að einstaka fólk eigi þaö sannarlega skilið, aö lumbr- að sé rækilega á þvi og það siðan drepið. að illska eins manns gegn öðrum, sé ekki neitt til að hafa áhyggjur af, heldur of- ur eölilegt. Og loks er þeirri spurningu beint til foreldra, hvort þau vilji að þetta sé það veganesti, sem börn þeirra taki með sér gegn um lifið? Sýningum á hvers kyns ofbeldi fjölgar stöðugt , og óhætt er að segja, að börnin fylgist með frá fæðingu. Andrés Önd & Co EKKI EINS MEINLAUS OG MARGIR HALDA Otbreiösla teiknimynda hefur dregizt nokkuö saman á siðari árum. Sem dæmi má nefna, að árið 1975 voru seldar 11 milljón- ir teiknimynda um Andrés önd til Noregs; en áöur var selt magn 18 milljónir. brátt fyrir þetta hefur innihald myndanna einkennzt meira af ofbeldi á síð- ari tlmum en áður var. Þetta kom m.a. fram á ráðstefnu sem haldin var um áhrif ofbeldis á börn fyrir skömmu i Larvik. Andrés er ekki eins meinlaus og margir halda. Myndimar sýna ofbeldi og illgirn- isleg grinatriði. Er það álit margra aö teiknimyndimar séu einkum fyrir fullorðið fólk með lélega kimnigáfu, en ekki fyrir börn. Ekki sé þó skaðlegt fyrir börn að lesa blöðin, svo fremi að þau lesi eitthvað fleira. Séu blöðin hins vegar eina lestrar- efni barna er hætt viö að ungu lesendurnir þroski ekki með sér nauðsynlega dómgreind. Myndablöð og aðrar slikar „bókmenntir” eru framleidd af alþjóðlegu útgáfufyrirtæki. Það hefur öll réttindi og hirðir ágóð- ann. Salan ein skiptir máli, en aftur á móti eru höfundar og teiknarar iatnir liggja milli hluta. Blaði flett Jo Tenfjord formaður út- varpsráðsins norska hafði tekið með sér af handahófi eitt eintak af Andrés-blaði á fyrrgreinda ráðstefnu. Þegar þvi var flett, kom i ljós, aö innihaldið var: 57 myndir af skotbardögum, 33 myndir af slagsmálum alls kon- ar og 37 myndir sýndu alls kyns misþyrmingar, brennandi likamshluta, slys o.fl. Sagðist Tenfjord álita að sömu tilhneiginga gætti i teikni- myndum af svipuöu tagi. Arið 1960 var sérlega slæmt að þessu leyti, þvi þá voru heil 46% þeirra mynda sem sýndar voru, ofbeldismyndir. Að visu voru margar myndanna ætlaðar full- orðnum, en barnamyndirnar voru engu betri. Var sérstak- lega minnst á mynd um Mjall- hvit, en hún hafði heldur betur vakiö skrekk i brjóstum yngri áhorfendanna, þegar hún var sýnd. Hasarblöö sem ætluð eru fyrir fullorðna, eru mjög mikiö lesin af unglingum á aldrinum 11-13 ára.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.