Alþýðublaðið - 22.03.1977, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Qupperneq 16
Ur borgar- stjórn: T ryggve Bratteli kemur f dag Heldur ræðu á Norræna deginum á morgun Tryggve Bratteii forsætis- ráöherra Noregs og kona hans munu koma til tslands seinni hluta dagsins I dag. Bratteii kemur hingaö til Iands sem gestur Norræna félagsins. Hann mun á morgun halda ræðu á kvöldvöku félagsins, i tilefni Norræna dagsins. Forsætisráðherrahjónin koma meö véi Flugfélags ts- lands frá Osló um fimmleytiö I dag, og munu dvelja hér fram á fimmtudagsmorgun. Bratte- li mun meöal annars ræöa viö forsætisráðherra tslands i heimsókn sinni. —AB ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 alþýðu blaðið Aðstöðu til skipa- viðgerða ábótavant nauösynlegt sé aö fá til Reykja- vikur stóra skipalyftu, sem gæti tekið upp stærstu skipin i kaup- skipaflotanum. Verð slikrar lyftu, það er tæknibúnaðarins, er talið um 5-600 milljónir króna, en síðan bætist að sjálf- sögðu við einhver viðbótar- kostnaður við standsetningu og slikt. Þetta er þó ekki hátt verð miðaö viö verð fiskiskipa i dag, sem mun vera svipað. Þess má geta að árið 1975 fór einn millj- arður króna i skipaviðgeröir er- lendis, þannig að skipalyfta eins og þessi myndi spara gjaldeyri jafnframt þvi sem hún myndi auka atvinnu. Björgvin lagði til I þessu sam- bandi að borgin gerðst aðili að útvegun slikrar dráttarbrautar, stofnað yrði nýtt fyrirtæki borgarinnar, Slippfélagsins og járnsmiðja, sem myndu i sam- einingu koma þessu fyrirtæki á fót og reka það. Hér væri um mikið fyrirtæki að ræða sem gæti skipt sköpum efnahagslega og atvinnulega. Borgarstjóri svaraði ræðu Björgvins og hafði það eitt um þetta mál að segja, að vissulega þyrfti að bæta aðstöðu til skipa- viðgeröa I Reykjavik. Hins veg- ar tjáði hann sig ekkert um ábendingar Björgins né tillögu hans, enda þarf meirihluti borgarstjórnarinnar lengri tima til að koma sér niður á ástæður til að vlsa á bug uppástungum minnihlutamanna, hversu hag- kvæmar sem þær kunna að vera. —hm Listasafn alþýdu og Verkalýðsfélag Vestm.eyja: Málverk íþremur fiskvinnslustödum í gær var lokið við að setja upp málverkasýn- ingu i matstofum þriggja fiskvinnslu- stöðva i Vestmannaeyj- um. Stöðvarnar eru Fiskiðjan, ísféiag Vest- mannaeyja og Vinnslu- stöðin og er sýningin haldin i samvinnu Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja og Lista- safns alþýðu. Alls eru á sýningu þessari 41 mynd eftir eldri og yngri listmál- ara þjóöarinnar, málverk,grafik og vatnslitamyndir. Það var Hrafnhildur Schram listfræðing- ur sem sá um uppsetningu sýn- ingarinnar. Meðal listamanna má nefna Jón Stefánsson, Þorvald Skúlason, Orlyg Sigurðsson, Valtý Pétursson, Hafstein Aust- mann, Jón Engilberts og Ólaf Túbals. Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélagsins sagði Alþýöu- blaðinu i gær, aö hann heföi mik- inn áhuga á að fá einhverskonar fræðslu um myndlist i tengslum við sýninguna, og kvaðst hann ætla aö reyna að fá Hjörleif Sigurðsson til Eyja um næstu helgi til aö annast eitthvað slikt ef unnt væri. Þá sagði Jón að eigendur þess- ara þriggja fiskvinnslustööva hefðu boöizt til að taka þátt ! kostnaði þeim sem af sýningu þessari hlytist, flutningskostnaði og tryggingum, þannig að verka- lýðsfélagiö þyrfti ekki að greiða nema rétt rúmlega 20 þúsund krónur fyrir þetta, en það er hluti af flutningsgjaldi aöra leiðina. Myndirnar verða 1-2 vikur á hverjum staö, en flytjast siðan á milli, þannig að þær verða allar til sýnis I öllum stöðvunum þrem- ur. —hm. Vilja þjodar- atkvaeði um prestskosningar Þrír þingmenn hafa Iagt fram tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæöi um prest- kosningar. Flutningsmenn eru Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, Asgeir Bjarnason og Ragnhildur Helgadóttir, en þau vilja, að Alþingi álykti aö fela rikisstjórninni að láta fara fram þjóðaratkvæði jafn- hliða næstu þingkosningum um það, hvort afnema skuli beinar og almennar prest- kosningar. 1 greinargerð er þess getið, að á siðari árum hafi komið fram ákveðinn vilji af hálfu forustumanna þjóðkirkjunnar til að afnema núgildandi skip- an, þ.e. prestkosningar. Þjóðkirkján hefur m.a. fært sem rök fyrir nýrri skipan þessara mála, að prestkosn- ingar I núverandi mynd reyn- ist einatt iilkynjuð þolraun fyrir söfnuðina og aö þær geri prestum óeölilega erfitt að færa sig til á starfsviði slnu. Skjálftum fjölgar Slðustu fimm sólarhringa hefur skjálftavirknin á Kröflusvæðinu veriö aö auk- ast, þannig mæidust 133 skjálftar á siðustu mæliönn og 140 sóiarhringinn þar áður. Af þessum 133 skjáiftum mældust 7 yfir 2 stig á richter og sá sterkasti 2,5 stig. Að sögn vaktmanns á skjálfta- vaktinni f Reynhlfð, viröist sem landrisið hafi heldur hert á sér sfðustu sólarhringa, en upptök skjáiftanna eru á svip- uðum slóðum og undanfarið. —GEK A borgarstjórnarfundi á fimmtudag vakti Björgvin Guö- mundsson athygli á því, hve að- stöðu til skipaviögerða I Reykjavfk væri mjög ábóta- vant. Astandið í þessum málum nú er slikt, að ekki er unnt að taka stærstu flutningaskip landsmanna til flokkunarvið- gerða, þar sem ekki eru til svo stórar dráttarbrautir, sem unnt er að teppa I svo langan tfma sem sllk viðgerð tekur. Björgvin vakti athygli á þessu I sambandi við fyrirspurn sem hann bar fram um hvaö liði at- hugun á atvinnuuppbyggingu i Reykjavik sem verið hefur I gangi og heildarskýrslu verður skilað um I maimánuði, samkvæmt svari borgarstjóra. 1 máli Björgvins kom fram, að Slippfélagið hefur bent á að HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ Séð: 1 Suðurnesjatiðindum I viðtali við Jón Böðvars- son, skólameistara fjöl- brautarskóla Suðurnesja, að skólinn hyggst taka upp tvær nýjar brautir, senni- lega i haust. önnur er einskonar fiskvinnslubraut i tengslum við sjávarút- veginn eins og hann er á Suðurnesjum. Hin er einskonar flugliðabraut, sem myndi ná yfir alla starfsmenn við flugvélar aðra en flugmenn, til dæm- is hleðslumenn og flug- virkja. ★ Lesið: 1 siðasta Lög- birtingablaði, að bæjarfógetaembættið á Ólafsfirði er laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 7. april næst- komandi. ¥ Frétt: Að mjög reynist erfitt að koma nýju vega- áætiuninni heim og saman. Mikið fjármagn skortir til margvislegra fram- kvæmda, og ekki ósenni- legt að heimildar Alþingis verði leitaö til myndunar nýrra tekjustofna. Ef að likum lætur verða bifreiða- eigendur að punga út með hækkun á benzinverði eöa öðrum nýjum álögum. ¥ Hierað: Að fyrirhugaðar séu ýmsar breytingar á utanrikisþjónustunni, sem muni vekja megna reiði og óánægju meðal starfs- manna hennar. Þar séu á ferðinni pólitiskar ákvarð- anir, er mikla athygli munu vekja, þegar opin- berar verða. ¥ Tekið eftir: I Lögbirtinga- blaðinu, að auglýst eru sex óveitt prestaköll. Þau eru Arnesprestakall I Húna- vatnsprófastsdæmi, Ból- staðaprestakall i Húna- vatnsprófastsdæmi, Háls- prestakall i Þingeyrar- prófastsdæmi, Hjaröar- holtsprestakall I Snæfells- ness- og Dalaprófasts- dæmi, Reykhólaprestakall i Barðarstrandarprófasts- dæmi og Sauðlauksdals- prestakall i Baröa- strandarprófastsdæmi. ¥ Frét: Að margir pólitiskir spekúlantar i Sjálfstæðis- flokknum teiji, að enginn þingmaður flokksins njóti nú eins mikils persónufylg- is og Albert Guðmundsson. Astæðan er talin sú, að Albert hefur veriö óhrædd- ur við að iáta álit sitt i ljós hvaö svo sem forystumenn flokksins hafa sagt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.