Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 5
SBS* Þriðjudagur 22. marz 1977 FRÉTTIR 5 FÆRI EÐA LIF HULT Atvinnusjúkdómurinn luoros- is(gaddur) og orsök hans hefur veriö þekktur i um þaö bil 45 ár en menn greinir á um þaö hve mikil hætta sé á þessum sjúk- dómi vegna fluormengunar i ál- verum. Eins og fyrr segir er þaö flussýra (HF) og fluoriö ryk i andrúmslofti sem geta valdiö sjúkdómnum og þarf þvi aö fylgjast meö magni þessara efna i andrúmslofti starfs- manna, en nokkrar mælingar sem geröar hafa veriö erlendis benda til þess aö um 80% fluor- magnsins i andrúmslofti starfs- • manna i kerskálum sé i formi flussýru og 20% sem fluoriö ryk. Fluor sem likaminn fær i sig meðhöndlar hann á hinn flókn- asta hátt en i aöalatriðum gildir sú regla aö megniö af fluornum skilur likaminn við sig i gegnum nýrun i þvagi fljótlega eftir upp- töku en fari magn fluors I likamanum upp fyrir ákveöin mörk safnast meira eða minna af honum i bein og stoðvefi likamans og veldur á þann hátt sjúkdómnum fluorosis sem get- ur verið einkennalaus og bara greinzt með röntgenmyndatöku eða alvarlegri meö einkennum. Hver hin ákveönu mörk eru fyrir styrkleika fluors i likamanum, sem ekki má fara yfir eigi fluorosis sjúkdómurinn ekki aö koma fram, er frekar óljóst en þó er miðað viö af sum- um aö sé upptaka likamans undir 4 mg F sé ekki hætta á þessum sjúkdómi, en það eins og annaö getur veriö mjög ein- staklingsbundið og t.d. háð nýrnastarfsemi og vatnsupp- töku viökomandi. Með þvi aö mæla fluor styrk- leika i andrúmslofti starfs- manna er hægt að fylgjast meö upptöku fluors og sjúkdóms- hættu en einnig eru fram- kvæmdar f luormælingar i þvagi, sem talið er gefa allgóöa mynd af fluormengun sem ein- stakir starfsmenn veröa fyrir, en er aö sjálfsögöu enginn mæli- kvaröi á fluormengun andrúms- lofts á vinnustöðum almennt eða fluormengun i andrúmslofti viökomandi starfsmanna, þar sem notkun ryk- eöa gasgrima minnkar upptöku likamans á þessum efnum. Fluormælingar gefa góða mynd Hver eru hættumörk fyrir fluor i þvagi? Hér gildir hiö sama og sagt er um fluorupptöku aö óvissa rikir um þau mörk sem almennt eru notuð i Evrópu og Bandarikjum Noröur-Ameriku en þau eru 5 tng F" /'liter þvags eftir48 tima frá siðasta vinnutima i fluor- menguöu andrúmslofti. Eru þessi mörk raunhæf? Norö- menn, sem hafa langa og mikla reynslu af áliðnaði og fluor- mælingum nota mörkin 5 mg F" /liter þvags sem hættumörk eftir vinnudag eöa vakt sem varar 6-7 tima og viröist þaö vera öllu raunhæfari mæli- kvaröi á fluormengun og upp- töku viökomandi starfsmanns. Viö mat á flurormengun i and- rúmslofti og heilbrigöishættu er i Noregi, Sviþjóö og Bandarikj- um Noröur-Ameriku stuðst viö hættumörkin 2,5 mg F" /rúmm lofts fyrir fluoriö og 3 ppm eöa 2 mg/rúmm lofts fyrir flussýru (HF). Alvarlegri en vindlingareykingar Þeir sjúkdómar i lungum og berkjum sem sannanlega eru flokkaöir sem atvinnusjúkdóm- ar viö álbræöslur eru svo nefnd- ir „obstruktivir” lungnasjúk- dómar en þeir einkennast af berkjuþrengslum með eöa án lungnakvefs, breytinga á þenslueiginleikum lungnavefs eða varanlegra lungna- skemmda. Þessum sjúkdómum var fyrst lýst fyrir 41 ári en siðan hafa af og til birzt niðurstöður rann- sókna frá ýmsum löndum, sem staðfest hafa aö um er aö ræöa lungnasjúkdóma meö einkenn- andi sjúkdómsmynd hjá mönn- um sem vinna i álverum og þá fyrst og fremst kerskálum og hafa rannsóknir sýnt aö þar sem um er aö ræöa varanlegar lungnabreytingar þá eru þær alvarlegri en þær, sem vindlingareykingar gætu út af fyrir sig valdið — ennfremur hefur ekki alltaf verið hægt aö sýna fram á aö um sérstakt of- næmi hafi verið að ræöa hiá mönnum meö þessar sjúkdóms- breytingar. Þannig geta þessir lungna- sjúkdómarorsakastaf ertingu á slimhúð öndunarfæra frá ýms- um efnum eöa öörum áhrifum án þess aö endilega sé um aö ræöa sérstaka ofnæmissvörun sem hægt er aö sannreyna með sérstökum og sérhæfum of- næmisprófunum eins og t.d. húöpróf eöa mælingum á .efnum i blóöi. Vegna þess aö margar af fyrrnefndum rannsóknum hafa farið fram á starfsfólki álvera sem nota svonefnd „Söder- berg”-skaut skal tekiö fram aö i rannsókn framkvæmdri i Noregi 1974 var lögö áherzla á þaö aö auk þess sem áöurnefnd- ir lungnasjúkdómar heföu fund- izt i álverum með Söderbergs- skaut komu þeir einnig fyrir i verksmiðjum sem nota forbök- uö eöa „prebaked” skaut. 5-6 hafa hætt i Straumsvik vegna öndunarfærakvilla Nákvæm vitneskja um tiðni þessara sjúkdóma liggur ekki fyrir, en um nokkurra ára skeiö hafa farið fram viötækar rann- sóknir á þvi og eru þær fram- kvæmdar af og i samvinnu milli eftirtalinna aðila: EPAA (European Primary Alu- minium Association), IPAI (International Primary Aluminium Institute), UNEP (United Nations En- vironmental Programme) en innan EPAA er starfandi at- vinnusjúkdómanefnd (occupati- onal helath committe) og heil- brigðisnefnd (helt committee) innan IPAI en UNEP hefur sýnt þessum málum athygli og hefur yfir aö ráöa nauösynlegum gögnum sem viö koma þessum málum. Mun Swiss Aluminium Ltd. vera aöili aö þessum sam- tökum álframleiöenda. Sem dæmi um tiöni þessara lungnasjúkdóma i einni rann- sókn reyndust 169 menn hafa einkenni sjúkdómanna af 3000 starfsmönnum (i kerskálum og ingot-plants) yfir 5 ára timabil (1970-’74). Samkvæmt munnleg- um upplýsingum trúnaöar- læknis Isals er honum kunnugt um 5-6 menn sem hætt hafa störfum viö álveriö vegna öndunarfærakvilla siöastliöin 2 ár, en engar samanteknar skýrslur um þessi mál eru þó til þegar þetta er skrifað. ILO (International labour organisation), eða alþjóöa- vinnumálastofnunin I Genf mun og hafa fylgst meö þessum mál- um en ekki eru fyrirliggjandi gögn frá henni þegar þetta er skrifaö. Þess skal getiö aö áöurnefnd samtök eru einnig meö rann- sóknir i gangi á tjöruefnum og sjúkdómum vegna þeirra i ál- iönaði. A morgun verður birtur sá hluti skýrslunnar sem fjallar um eftirlit fyrirtækja meö mengun. Þar kemur meöal ann- ars fram, aö þaö er sameigin- legt öllum fyrirtækjum sem „viöhafa” góöar venjur i iönaöi” (og þar undir flokkast öll álver sem við þekkjum til i iðnaöarlöndunum aö Isal undanskildu) aö þau sjá sjálf um mengunarmælingar á sinum vinnustööum og bera þær sam- an viö hættumörk sem i gildi eru. Er tilgangur mælinganna að sjálfsögöu sá að tryggja að mengunin sé undir hæstu leyfi- legu mörkum svo og aö við veröi komið mengunarvörnum. Þetta er metnaðarmál fyrir- tækjanna — „að undanskildu ísal.” —hm 'sy'— 'sý' ^sy^- ^ h -^sy^- -\i) ^z) 'ýý' \l_____ J ;—- INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 19771.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Samkvæmt heimild í fjár- lögum fyrir árið 1977 hefur fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út verðtryggð spariskírteini, að fjárhæð 600 milljónir króna. Kjör skírteinanna eru íaðal- atriðum þessi: Meðaltalsvextir eru um 3.5% á ári, þau eru lengst til 20 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin bera vexti frá 25. mars og eru með verðtrygg- ingu miðað við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar, er tekur gildi 1. apríl 1977 Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru skatt- frjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og sparifé. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum. Sala skírteinanna stendur nú yfir og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar liggja frammi hjá þessum aðilum. Mars 1977 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.