Alþýðublaðið - 22.03.1977, Side 8

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Side 8
SFRÉTTIB Þriöjudagur 22. alþýóu- marz 1977 þiaóió HEILDARINNLÁN IÐNAÐARBANK- ANS JIIKUST UM 33°/o ÁRIÐ 76 tekjuafgangur hins vegar sá sami Heildarinnlán i Iðnaöarbankanum námu um síðustu áramót 3.524 milljónum króna og höfðu aukizt á árinu 1976 um 872 millj. kr. eða um 32.9%. Er þetta hlutfalls- lega mesta aukning á einu ári síðastliðin 20 ár. Þetta kom fram í ræðu Braga Hannessonar, bankastjóra á aðalfundi Iðnaðarbankans sem haldinn var síðastliðinn laugardag. 1 árslok 1976 námu heildarút- lán bankans 2.830 millj. kr. og höföu aukizt um 569 millj. kr. á árinu eða um 25.2%. Tekjuafgangur bankans á ár- inu nam 29.4 millj. kr. og var samþykkt á fundinum að greiöa 13% arö til hluthafa. 1 ræðu sem Gunnar J. Frið- riksson, formaður bankaráðs Iðnaðarbankans hélt á fundin- um kom fram, að á siðasta ári hefur tekjuafgangur bankans staðiö i stað þrátt fyrir 33% inn- lánsaukningu, en undanfarin ár hefur tekjuafgangur bankans vaxiö i svipuðu hlutfalli og um- svif bankans. Gerði Gunnar að sérstöku umtalsefni kostnað bankans viö þátttöku I Reiknistofu bank- anna. Sagði hann að þegar liöa tók á siðasta ár, hafi orðið ljóst, aö kostnaður við Reiknistofuna hafi orðiö mun meiri en Iðnaðarbankinn hafi gert ráð fyrir. Hafi bankaráð fjailað um þetta mál á árinu og einnig hafi þaö verið tekið upp á fundi for- manna allra bankanna. Þar sem ljóst hafi veriö að þessi kostnaður við Reiknistofuna mundi rýra tekjuafgang Iðnaöarbankans um 7-8 milljón- ir króna, hafi Iðnaðarbankinn lýst yfir á aðalfundi Reiknis- stofunnar, að hann myndi ekki flytja frekari vinnslu til Reikni- stofunnar fyrr en sýnt væri fram á að þær yrðu ekki dýrari þar, en ef bankinn framkvæmdi þær sjálfur. Þá skýrði Gunnar J. Friðriks- son frá þvi, aö Iðnaöarbankinn hefði fengiö leyfi til að setja á stofn útibú á Selfossi og væri stefnt að þvi að opna útibúið i sumar. Hefði bankinn fest kaup á hús- næði viö Austurveg 38 á Selfossi sem væri nýtt verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. Að lokum ræddi formaður bankaráðs um þann vanda, sem verðbólgan heföi I för meö sér fyrir bankann og jafnframt iðnaðinn i landinu. Þvi miður væri ástand og horfur þannig I dag að ekki væri séö, að þjóðin skyidi nógu vel, hvillkt böl verö- bólgan væri og að stjórnvöld hefðu þann styrk sem þyrfti, til að stööva hana. Rætt hefði verið um lækkun vaxta sem leið til að draga úr veröbólgu. Þvi miður væri lausn vandans ekki svo leiöing en ekki orsök veröbólg- einföld, þvi háir vextir væru af- unnar. —GEK Sveinafélag Málmiðnaðarmanna Akranesi: Mótmælir stefnu ríkisstjómarinnar — í efnahags-, verðlags- og skattamálum ★ Ríkisstjórn sem sér ekki önnur úrræði gagnvart verðbólgunni en að mergsjúga vinnuþjakaðan verkalýð ætti að segja af sér. ★ Treystið ekki um of í atvinnumálum á eiturspúandi stóriðju. ★ Teknar verði upp strangari refsingar svo sem rassskellingar á almannafæri og lífstíðarfangelsi í reynd. Aöalfundur Sveinafélags Málmiðnaðarmanna á Akranesi varhaidinn 5. marz siðastliðinn. A fundinum voru gerðar marg- ar ályktanir um ýmis þjóðmál. Meðal annars samþykkti fundurinn aö skora á alþingis- menn að slita ekki svo þessu þingi að ekki veröi settar strangar reglur um mengunar- varnir, og krefjast málmiðnaö- armenn þess að starfsfólk noti þau öryggistæki sem til staðar eru þar sem þau eiga viö. Fundurinn mótmælir harölega þeirri svlvirðilegu kjaraskerð- ingu sem rikisstjórnin beitir gegn launafólki. Rikisstjórn sem sér ekki önnur úrræöi gagnvart verðbólgunni en að mergsjúga vinnuþjakaðan verkalýð ætti að segja af sér. Enginn ætti að fá lægri láusn en sem samsvarar helmíng hæstu launa, álitur fundurinn. Einnig krefst fundurinn harðari stefnjj af ASÍ, en undanfarin ár I þeirri kjarabaráttu sem framundan stjórnvöld að vera vakandi gagnvart atvinnumálum þjóðarinnar. Vernda iönaöinn meö lækkun tolla á hráefni og betri lánafyrirgreiðslu. Fundur- inn hvetur stjórnvöld til að treysta ekkium of i atvinnumál- um á eiturspúandi stóriöju. Krefst fundurinn þess að stjórn- völd séu það vel á verði gagn- vart atvinnumálum lands- byggðarinnar að ástand eins og skapaðist á Bfldudal komi ekki fyrir aftur. Aöalfundur fagnar þeim sigri sem náðst hefur i landhelgis- málinu og hvetur jafnframt stjórnvöld til að semja ekki um veiðar innan landhelginnar. S.M.A. skorar á rikisstjórn og alþingi aö taka dómsmálin fast- ari tökum og koma þannig I veg fyrir að sami stjórnmálaflokkur geti átt menn i öllum æðstu stöö- um dómskerfisins. Krefst aðal- fundurinn þess að teknar veröi upp strangari refsingar og má þar nefna rassskellingu á al- mannafæri og lifstiðarfangelsi i reynd. —AB Guðbjartur Pálsson látinn 1 fyrrinótt varö Guðbjartur Þ. Pálsson, bifreiðastjóri, bráð- kvaddur að heimili sinu aö Bragagötu 38, Reykjavík. Guð- bjartur sem komið hefur mjög viö sögu I fréttum siðustu mánuði rak um skeiö umsvifamikla bifreiöa- leigu hér i borg, Bilaleiguna Bill- inn. Hann lætur eftir sig fimm börn og móður á llfi. —GEK Grindavík: 35 bátar á bol- fiskveiðum í Grindavik bárust á land 4.580 tonn af fiski á timabilinu 1. janúar til 28. febrúar i 809 róröum. Hæstu netabátar I Grindavlk á vertlðinni eru: Jóhann Gunnar emð 299.5 tonn i 27 róðrum, Höfrungur II. með 276.7 tonn I 26 róðrum og Annameð 272.7 tonn i 32 róðrum. Af linubátum er aflahæstur Þórir með 224 tonn I 37 róörum. Alls eru nú gerðir út á bolfisk 35 bátar frá Grindavik og 10 á loðnu. Hjalti/—ARH Vinnings vitjað Vinningsvolvo 343 i happdrætti Breiöholtssafnaðar hefur verið vitjað. Handhafi vinningsnúmers reyndist vera Elin ólafsdóttir, Bjarmalandi 6,Reykjavik. Verkakvennafélagið Framsókn: Mótmælir svívirðilegri kjara- skerðingu sem launafólk er beitt Á fundi I Verkakvennafélag- inu Framsókn, sem haldinn var s.l. sunnudag voru geröar ýms- ar samþykktir um kjaramál, efnahagsmál og önnur málefni er varða alþjóö. Þá var samþykkt að segja upp gildandi samningum frá og meö 1. mai n.k. Eftirfarandi samþykkt var gerö á fundinum um stefnu rikisstjórnarinnar i efnahags- málum, verðlagsmálum og skattamálum: „Fundur haldinn I Verka- kvennafélaginu Framsókn 6. marz 1977 itrekar enn einu sinni hin hörðustu mótmæli félagsins gegn stefnu rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum, verölagsmál- um og skattamálum, sem leitt hefur til gengdarlausra verö- hækkana á brýnustu nauösynja- vörum og þjónustu og viðhaldiö óðaverðbólgu og kjaraskerð- ingu. Af þessum sökum er kaup- máttur launa almenns verka- fólks oröinn algerlega óviöun- andi og getur með engu móti staöið undir eðlilegum rekstri heimilanna. Verkalýðshreyfingin hefur nú ákveðið sókn gegn þessu i kom- andi kjarasamningum. Fundur- inn leggur áherzlu á, að i þeim samningum veröi að stórhækka launin einkum þeirra, sem lægstu launin hafa og að kaupið verði verðtryggt með óskertri visitölu og að beinir skattar á tekjur almenns verkafóks veröi stórbættir eöa afnumdir. Jafnframt leggur fundurinn áherzlu á, að af hálfu stjórn- valda verði gerðar viðtækar ráðstafanir til þess að umsömd- um kauphækkunum verði ekki velt úr i verðlagið. Til að ná árangri i komandi kjarabaráttu leggur fundurinn áherzlu á, að verkalýöshreyf- ingin veröi að mæta sameigin- legum andstæðingi með einhug og fullri samstöðu. Nánar verður greint frá öör- um samþykktum Verkakvenna- félagsins Framsóknar I blaöinu eftir helgi. _BJ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.