Alþýðublaðið - 22.03.1977, Side 11

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Side 11
S!5&" Þriöjudagur 22. marz 1977 11 spékopnurinn Það hafa greinilega orðið einhver mistök I verksmiðjunni. llvernig i ósköpunum sérðu, að ég er draugadama? Það hlýtur að vera heill hellingur af þeim þarna á bak við — það dettur eitt stykki á dag þarna niður! Já, þvi miður er höllin kannski ekki i aiveg eins góðu ásig- komulagi og ég sagði áðan. - LEIÐRÉTTING I SUJ-siðu grein er bar yfir- skriftina „Máttlaus verkalýðs- forusta — hreinsana þörf” og birtist i föstudagsblaðinu féll niður i umbroti alllangur kafli greinarinnar. Var rökréttu samhengi af þeim sökum að nokkru leyti raskað. Var i greininni rætt um létt- væga baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar fyrir bættum kjör- um verkalýðsins, enda þótt fyrir heitin væru fögur. Féllniður lýs- ing á lélegum árangri af starfi verkalýðshreyfingarinnar og einnig tiundaðar nokkrar ástæður þessa. Fara þessar áður óbirtu linur hér á eftir og greinahöfundur jafnframt beðinn velvirðingar á mistökun- um. Millfyrirsögnin er ## Pólitískar andstæður". ... Forysta verkalýðshreyf- ingarinnar er þannig saman sett að um sterkt pólitiskt, áhrifa- mikið afl er ekki að ræða. Þar eiga allir flokkar sina fulltrúa. Einnig flokkur forréttindastétt- anna, Sjálfstæðisflokkurinn. Þar af leiðandi er broddurinn i baráttunni enginn. Bætt kjör launþegum til handa, hvað þá efnahagslegt jafnrétti verða aðeins orðin tóm. Baráttan er marklaus, þegar pólitiskur einhugur er ekki til staðar. Verkalýðshreyfingin undir stjórn pólitiskra andstæðna verður aldrei virkt baráttutæki launþega. Út úr slikum sam- setningi verður aðeins pólitiskt dauðyfli og þar með dauða- dæmd baráttusamtök. Við skulum lita á árangur siðustu ára. Hægt og sigandi hafa kjör verkalýðsins fariö hrakandi. Forysta talar um að snúa skuli vörn i sókn. Þaö eitt segir meira en mörg orð. A meðan kjör launþega i saman- burði við auð forréttindastétta, eru jafn lakleg og raun ber vitni, þá á ekkert að vera til sem heit- ir varnarbarátta. Þaö er eng- inn sigur verkalýðshreyfingar- innar að bera óskertan hlut frá samningaborði. Ef það er þörf á þvi að verjast þá er auðvitað sóknin besta vörnin. Það skal halda á brattann hvernig sem viðrar og sækja fram uns endanlegu markmiði er náð. Siðustu ár hefur verkalýðs- hreyfingin sett fram hóflegar kjarakröfur sinar. Atvinnurek- endur hafa þráast viö i nokkurn tima af gömlum vana, en aöilar siöan sæst á óbreytt ástand. Að visu nást kauphækkanir, en þær eru uppétnar af dýrtiðinni á örskömmum tima, og launþeg- ar standa i sömu sporum og fyrr — þegar best lætur, yfirleitt bera þeir skertan hlut frá borði, þegar allt hefur verið gert upp. Það er fullljóst að ef verka- lýðshreyfingin ætlar að standa viö þá hluli sem eðlilegt er að ætlast af baráttu tæki verka- manna, þá þurfa að koma til pólitiskar hreinsanir innan forystusveitarinnar.. F ramhaldssagan F órnar- lambið — Það er dásamlegt að sjá þig aftur, Sebastian! sagði hún and- stutt. — Hefurðu saknað min? Hann tók utan um hana og þrýsti henni að sér, þegar hún settist inn i bil- inn. — Stelpukjáni! Hvað varstu að gera á vegarbrúninni? Reyna að næla þér i kvef? Þú ert m.a.s. vettlingalaus! Um leið og hann sagði þetta tók hann um kaldar hendur hennar. — Eg gleymdi vettlingunum. Ég hljóp bara Ut! — Hvers vegna? Kannski hefð- irðu þurft að biða mín lengi! — Linda Kelling kom i heim- sókn... og, æ, þær töluöu þannig! Þær sögðu, að þU kæmir alis ekki...en ég vissi, að þU myndir koma! — Fyrirgefðu siðustu helgi, en ég var önnum kafinn. — Gengur þér vel með bókina? spurði DrUsilla áköf. — Mjög vel! — Það var gott! Siðasta helgi skiptir engu máli! Ég á við, auð- vitað þráði ég þig, en bókin skipti meira máli, og það er enn skemmtilegra að sjá þig nUna eft- ir öll vonbrigðin. — Þú ert indælis krakki. Sebastian strauk Ufið hárið frá enninu og kyssti hana. Það var ekki sá kæruleysislegi koss, sem hann hafði ætlað sér. Það var ótrúlega erfitt að kyssa DrUsillu kæruleysislega. HUn svaraði með slikri hlýju að hUn hreif hann með sér. HUn var nU óvenju indæl. Flest- ar stúlkur hefðu verið öskureiðar við hann fyrir að hafa svikist um að koma siðustu helgi. En það gekk ekki lengur að flækjast allt- af dýpra og dýpra i þetta, hugsaði hann. Hann varö að byrja aö valda henni vonbrigðum. Þvi lengra, sem hann beið, þvi erfið- ara varð það. Hún hagræddi sér i faðmihans eins og hún ætti heima þar. Hvers vegna var hUn svona litil og varnarlaus? Ef hann ýtti henn frá sér var það eins og að henda sofandi ketti Urkjöltu sinni á gólfiö. Kötturinn gaf manni sært augnatillit, og Sebastian vildi ekki' 'sjá sama svip i ijómandi augum Drúsillu. Nú sagði hann ringlaður: — Eigum við ekki að koma okkur? — Verðum við? spuröi Drúsilla með þrá i rómnum. — Við fáum aldrei að vera í friði fyrir fjöl- skyldunni! Ogguðisé loffyrirþað! hugsaöi Sebastian, en upphátt sagði hann með uppgerðar kæruleysi: — NU, hvað gerir það? Ekki þurfum við alltaf að vera að kyssast og hald- ast i hendur. Sebastian vissi, að flestar stUlkur hefðu litið á þetta sem neikvæða athugasemd, en Drúsilla brosti og sagði: — Ég skil, hvað þU átt við. Við þurfum ekki að halda sýningu til aö fólk sjái, hvað okkur finnst! Ég myndi vita, að við eigum saman, þó að þU kysstir mig aldrei aftur! Þetta finnur maður einhvern veginn á sér. Kæling ætlaði diki að takast. Nú reyndi Sebastian aöra leið: — Sannleikurinn er sá, að ég hef verið of önnum kafinn til aö hugsa um ást. Ollu bréfin min þér ekki vonbrigðum? — Nei, nei! Ég vissi, að þú hafðirmikið að gera. Ég vilekki, að þú haldir, að þú verðir að skrifa mér, Sebastian. Maður, sem situr við skriftir allan daginn hefurnaumastmikla löngun til að skrifa bréf á kvöldin.. Svo að jafnvel færri bréf höfðu ekki áhrif! Sebastian vissiekkert, hvað hann átti að taka til bragðs, og sagði: — Ég hef aldrei þekkt stúlku eins og þig. Getur ekkert dregið úr trausti þinu á mér? — Nei, þvi að ég elska þig! Það gerðu hinar, sem þú daðraðir við, ekki! Annarshefðu þær ekki van- treyst þér. Sebastian gafst upp og sagði: — Það er kominn timi til að við för- um til „Jocelyns”. — Ég er ekki lengi að skipta um föt, sagði Drúsilla rólega, þegar hann setti bilinn i gang. — Lind Kelling bauð okkur öllum heim að dansa. Eva og Katrin ætla.en þær héldu, að við vildum kannski sitja heima. — Nei,nei,viö skulum fara! Þá höfum við eitthvað að gera, flýtti Sebastian sér að segja i þeirri von, að nú skildi hún, hve ófull- nægjandi hann var. — Eins og þú vilt! sagði Drús- illa hlýðin. — Ég elska að dansa, eftir að þú kenndir mér það. — O, ég skal kenna þér fleira i kvöld, hugsaði Sebastian reiði- lega... 14. kafli Allir dönsuöu eftir plötunum hennar Lindu, og þegar ein var búin var farið að velja aöra. Skyndilega kom Eva til DrUsillu og tók i handlegginn á henni. — Hvað gengur á? spurði DrUsilla og skildi ekkert i þvi, hvað Eva var æst. — Sebastian fór út i garð með Daphne, hvislaði Eva. — Hvað um þaö? — Er ekki bezt, að þú eltir þau? — Til hvers? — Það er hættulegt að skilja Sebastian eftir hjá laglegri stúlku! Drúsilla neitaði, henni hafði sárnað hvernig Sebastian lét Daphne hanga utan i sér. — NU, ef þú ferð ekki, fer ég! sagði Eva. — Hvers vegna? Hvað kemur þér það við? — Kvenleg forvitni, elskan, og löngunin til að sanna fyrir þér, hvers konar mann þU tókst fram yfir Konráð. Eva brosti blitt til hennar og gekk að garðdyrunum, en DrUsilla elti hana með rjóða vanga. Hvernig dirföist Eva að gefa i skyn, að hUn óttaðist það, sem hUn sæi? HUn var hvergi hrædd. HUn treysti Sebastian al- gjörlega Eva efaðist hins vegar ekki um, að þær myndu sjá Sebastian með Daphne i f anginu, svo að hún varö fyrir vonbrigðum, þegar hún sá þau sitja hlið við hlið og tala sam- an. Að visu hélt Sebastian utan um axlirnar á Dapne, en hann kyssti hana ekki. — Þarna ertu bá, Sebastian! sagði Eva eins og hún væri undrandi á að sjá hann. Aumingja, litla kærastan þin var að leita að þér. Þú hefur aðeins dansað tvo dansa við hana. Sebastian leit upp og gretti sig. — Það er gaman að breyta til, sagði hann bara. — 0, ég gleymdi, þvi að þú ert trúlofaður! sagði Daphne og spratt á fætur. HUn þóttist fara hjá sér. — En ég er hrædd um, að þú hafir lika gert það! Mikið er ég fegin að vera ekki trúlofuð þér! — Er hann ekki voðalegur? spurði Eva glaðlega. — Ég þyrði ekki að sleppa honum úr augsýn i Drúsillu sporum. — Égheld.aðég veröi aö koma mér, sagði Daphne og leit lokk- andi á Sebastian. — Ég held, að unnustan vilji segja nokkur orð við þig. Hún stakk hendinni undir handlegg Evu og þær fóru báðar. Sebastian leit á Drúsillu. Hann hafði daðrað viljandi við Daphne, eftir J AN TEMPEST KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FiSKUR B re iöhoíti sinn 7I ..MMI - 7 1 I POSTSENDUM TRULOFUNARHRINGA jloli.innrs Urusfion íL.ma.iuröi ::o áeiim 10 200 I KULl * Þúnn Síðumúla 23 /ími 64200 Sprengingar Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Oðtnstoig Símai 25322 og 10322 Tökurn að okkur fleygun, borun og sprengingar. Véltœkni hf. Sinn á daginn 84911 á kvöidin 27924.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.