Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3 ía Þriðjudagur 22. marz 1977 Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis: hjAlpar fólki að eign- AST HÚS í ELDRI HVERFUNUM Jón G. Tómasson hrl. stjórnarformaöur sparisjóösins og Baldvin Tryggvason sparisjóösstjóri. Sparisjóöur Reykjavíkur og nágrennis tók til starfa 28. april 1932, en 5. mars þaö ár voru lög sjóösins staðfest og þá höföu 63 menn skrifaö undir sem ábyrgöarmenn. Sparisjóöurinn er þvi 45 ára um þessar mundir og i tilefni þess boöuöu Jón G. Tómasson formaöur stjórnar Sparisjóðsins og Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri fréttamenn á sinn fund til aö kynna starfsemi sjóösins. Greint var m.a. frá aöalfundi sparisjóösins, sem haldinn var 12.marss.l., en þar flutti JónG. Tómasson hrl. skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Hann fór fyrst nokkrum oröum um til- drögin aö stofnun sjóösins og minntist forystumanna hans á liðnum 45 árum. Hann gat þess að frá þvi aö fyrsti aöalfundur- inn var haldinn fyrir 44 árum heföu innistæöur sparifjár- eigenda i sjóönum 3600 faldast! 1 siöasta starfsári jukust sparifjárinnistæöur I sjóönum um 33.4% eöa 357 millj. króna og voru um áramótin 1.426 millj., en voru daginn fyrir aöalfund 1.517 millj. króna. Sparifjár- aukningin hefur þvi oröiö meiri nú en nokkru sinni fyrr i sögu sjóösins. Varö rekstrarhagnaö- ur aö frádregnum afskriftum um 17.7 millj. og var hann lagð- ur i varasjóö, sem nú nemur 70.4 miilj. króna. Lánar eingöngu einstaklingum Sparisjóöur Reykjavikur og nágrennis hefur þá sérstööu meöal lánastofnana i Reykjavík aö veita viöskiptavinum sinum, sem allt eru einstaklingar, þá brýnu fyrirgreiðslu, að lána þeim fjármagn til allt aö 8 ára meö veöi i ibúöum, beinlinis vegna ibúöabygginga, kaupa á ibúöum, viöhalds þeirra og endurbóta. Þessi lánastefna sjóösins hef- ur verið viö lýöi frá upphafi og kváöust forráöamenn hans lita svo á, aö Spaisjóöur Reykjavík- ur og nágrennis hafi afar þýðingarmiklu hlutverki að gegna við aö greiöa götu þeirra sem eignast vilja þak yfir höf- uðið, i Reykjavik, Kópavogi og Seltjarnarnesi. A siöasta ári var um 700 einstaklingum veitt lán með þessum kjörum og var meöal- lánsupphæöin kr. 646.000. í lok siöasta árs námu heildar- lánveitingar sjóösins samtals 1.066 milljónum kr., sem dreifast á 4.180 einstaklinga. Sögöu forráöamenn sjóösins á fundinum meö fréttamönnum, aö þaö heföi komiö þeim tals- vert á óvart hve hlutur spari- sjóösins i heildarútlánum alls bankakerfisins til einstaklinga á siöasta ári heföi veriö. Kom fram i ræöu Baldvins Tryggva- sonar sparisjóösstjóra á aöal- fundinum, aö i árslok hafi heildarlánveitingar alls banka- kerfisins, þ.e. viöskiptabank- anna, sparisjóðanna og innláns- deilda kaupfélaganna, til ein- staklinga á öllu landinu numiö 12.9 milljöröum króna. Af þess- ari upphæö var hlutur Spari- sjóös Reykjavikur og nágrennis 8.3%, og sé miöaö viö, aö helmingur þessa lánsfjár til einstaklinga fari tileinstaklinga á starfssvæði sjóösins, þ.e. i Reykjavik, Kópavogi og á Seltjarnarnesi, þá væri hlutur hans um 16.6% af þvi f jármagni, sem einstaklingar fengju aö láni úr öllu bankakerfinu i Reykja- vik,. Alls námu lánveitingar fyrr- greindra lánastofnana til ibúöa- bygginga einstaklinga á öllu landinu 7.656millj. króna, en þá eru ekki meötalin lán Húsnæöis- málastjórnar né lifeyrissjóöa. Ef reiknaö er meö, aö helm- ingur af þessum 7.656 millj. séu veittar til ibúöabygginga einstaklinga i Reykjavik, Kópa- vogi og Seltjarnarnesi, er hlutur Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis hvorki meira né minna en rúmur fjórðungur af þvi fé sem einstaklingar á starfssvæöi sparisjóösins fá lán- aö tii ibúðabygginga, af þvi sparifé, sem þeir eiga inni I öll- um lánastofnunum á þessu sama svæöi. Vilja veita meira fé til kaupa eldri húsa Forráöamenn sparisjóðsins lögöu á þaö rika áherslu, aö þaö væri brýnt verkefni sjóösins aö leggja eins mikiö af mörkum og frekast væri unnt, til aö sporna gegn þeirri aivarlegu þróun sem á sér staö i byggöamálefnum Reykjavikur. Sýnt heföi veriö fram á það, aö beinlinis væri ýtt undir stööuga fóiksfækkun i eldri hverfunum i Reykjavik, með þeirri lánapólitik sem væri hér rekin i húsnæöismálum. Af þessu leiddi óhemjukostn fyrir borgarbúa alla i uppbyggingu gatnakerfis, holræsakerfis o.s.frv. og gerö nýrra félags- legra þjónustustofnana, eins og skóla, dagheimila o.s.frv. Sam- timis værinýting sömu stofnana i nýrri hverfunum verri og sums staðar slæm. Bent var á, aö þvi færi fjarri aö sjóöurinn heföi bolmagn til aö sinna þeirri geysilegu eftir- spurn, sem nú væri á lánsfé, Þyrfti sjóðurinn meö auknu fjármagni aö lána framar ööru fé til endurbóta á eldri húsum og viðhalds á þeim, til aö auka nýt- ingu þessara ibúöa og gera fólk þannig kleift aö búa i þeim og auðvelda þannig yngra fólki aö setjast aö i eldri hverfum borgarinnar. Slik iánastefna kæmi ekki siöur aö góöu gagni eldra fólki, sem of oft getur ekki selt ibúöir, þar sem þær fullnægja ekki kröfum breyttra tima um þægindi, t.d. hvaö varöar eldhúsinnrétingar, baö- herbergi o.s.frv. En til þess aö slikt væri mögulegt, þyrfti nýtt fjármagn, og meö auknum inn- lánum sparifjáreigenda og stuöningi opinberra aðila væri hægt aö auka þessar lánveit- ingar, til stórra muna. Ákveðnar hugmyndir Baldvin Tryggvason spari- sjóösstjóri greindi fréttamönn- um frá hugmyndum sinum varöandi öflun meira fjár til út- lána fyrir sjóðinn, þannig aö hann geti sinnt markmiöum sin- um betur. Hugmyndimar eru þær, að sparisjóöurinn taki lán hjá Seðlabankanum, jafnvirði þesssem sparisjóðurinn á bund- ið i Seðlabankanum, sfðan fengi sjóöurinn leyfi til útlána meö' eitthvaö hærri vöxtum en spari- sjóðurinn greiöir til Seölabank- ans. Seölabankinn notar þetta fé til afuröasölulána, en spari- sjóðurinn vill fremur aö þaö sé rfotaö til þess aö stuöla aö byggöajafnvægi i höfuöborg- inni, eins og fyrr segir. Sagöi Baldvin Tryggvason, aö hann hafi reiknaö lauslega út, aö meö þeim 370 milljónum sem sjóöur- inn á i Seölabankanum, væri hægt að veita 500 manns 600.000 kr. lán. Forsenda þess aö sjóöurinn veiti lán, er sú aö viökomandi einstaklingur sé viöskiptaaöili hans. „Viöóskum auövitaö eftir þviaö fá til vörslu þaö fjármagn sem heimilið leggur fyrir, til aö geta veitt þvi fyrirgreiöslu þegar á þarf aö halda”, sögöu þeir Jón G. Tómasson og Bald- vin Tryggvason á fundinum meö fréttamönnum. Starfsmenn Sparisjóös Reykjavikur og nágrennis eru nú 12 talsins, aö meötöldum sparisjóösstjóra. A aöalfundin- um voru eftirtaldir menn kosnir I stjórn hans: Jón G. Tómasson hrl., Asgeir Bjarnason skrif- stofustjóri og Sigursteinn Ama- son trésmiðameistari. Borgar- stjórn Reykjavikur kýs tvo menn til viðbótar i stjórnina. Þeir eru: Agúst Bjarnason skrifstofustjóri og Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi. —ARH Úr afgreiöslusal Sparisjóös Reykjavikur og nágrennis (Myndir: ARH) SVFÍ MED FjARðFLUN- ARHAPPDRÆTTI Þessa dagana er Slysavarnarfélag íslands að fara af stað með happdrætti til fjár- öflunar. Þetta er i fjórða sinn sem SVFí efnir til slikrar fjáröflunar. Munu deildir félagsins og björgunarsveitir sjá um dreifingu og sölu miðanna. Brýn þörf er á slikri fjáröflun þvi starfsemi félagsins er marg- visleg og kostnaöarsöm. Þaö skal þó tekiö fram, aö fé þaö, sem inn kemur er ekki variö til daglegs reksturs, þvi öll störf björgunar- sveitarmanna og vinna fólks i deildum félagsins er unnin endur- gjaldslaust. Peningarnir fara all- ir til eflingar slysavarna og upp- byggingar björgunarstarfs um allt land. 1 fyrra námu tekjur félagsins af happdrættisframlög- um deilda og fjáröflunum um 13 milljónum króna. Hér skal getiö nokkurra þátta I starfsemi SVFl. Björgunar- stöövarhús hafa risiö eða er veriö aö reisa á 25 stööum á landinu. Þar halda deildirnar fundi sina og þar er efnt til fræðslu og þjálfun- arnámskeiöa, auk þess sem hinn margvlslegi búnaöur sveitanna er geymdur. Reynt er eftir beztu getu aö búa hús þessigóðum fjar- skiptabúnaöi svo þau geti gegnt hinu mikilvæga hlutverki sem stjórnarstöövar viö leitar- og björgunarstörf, hvert á sinu svæöi. Björgunarsveitimar Björgunarsveitir SVFl eru 85 aö tölu og hefur þeim fjölgaö um 6 á siöasta ári, og stööugt er veriö aö þétta og styrkja þessa keöju. Björgunarsveitirnar skipa nú um 2400 menn og alltaf sækja ungir og vaskir menn inngöngu. Starf sveitanna grundvailast af þrem megin þáttum, þ.e. sjóbjörgunar- sveitir, landbjörgunarsveitir og þær sveitir, sem sinna jafnt björgunarstörfum viö strendurn- ar og inn til landsins. Auk þess eru flokkar froskmanna innan sjóbjörgunarsveitanna. A siöasta áratug hafa björgunarsveitimar bjargaö 230 islenzkum og erlendum sjófar- endum úr strönduöum skipum. A hverju ári bætast viö sjúkra- og björgunarbifreiöar, snjósleöar og slöngubátar, og leitast er viö aö búa hverja sveit sem full- komnustum fjarskiptabúnaöi, en allt þetta krefst mikilla fjár- muna. Skýli SVFl starfrækir 72 skipbrots- manna- og fjallaskýli um land allt, auk þeirra 25 björgunar- stöðvarhúsa, sem minnst var á áöur. í skýlum þessumer aö finna allan nauösynlegan búnaö gegn vosbúö og kulda. 46 þessara skýla eru búin fjarskiptabúnaöi. Aö sloustu má svo geta starf- semi Tilkynningarskyldunnar. Hún er nú einn mikilvægasti þátt- urinn i starfsemi SVFI og varö- staöa þar hefur veriö aukin ár frá ári eftir þvi sem reynslan hefur kennt hverju sinni. Frá byrjun október til aprilloka er varöstaöa allan sólarhringinn en mánuöina mai- september er varöstaöa frá klukkan 8 aö morgni til miönætt- is. Segja má, aö tilkynningar- skyldan sé einn mikilvægasti öryggishlekkurinn I starfi sjó- mannsins. Dregið 1. júni Af framangreindu má sjá, aö starfið er margt hjá SVFI og auk þess kostnaöarsamt. Viö hvetjum þvi landsmenn til aö halda áfram aö styðja vel viö bakiö á félaginu og fólk getur gert þaö á þægilegan hátt meö þvi að taka þátt I happ- drættinu. Vinningar eru glæsileg- ir, samtals aö verömæti 2.436.000 krónur og eru þeir allir skatt- frjálsir. Vinningar eru þessir: 1. Mazda 818Station, árgerö 1977. 2. -4.Nordmende litsjónvarp. Dregiö veröur 1. júni næst kom- andi og verður aöeins dregiö úr seldum miöum. —ATA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.