Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 9
S£SS'*Þriðiudagur 22. marz 1977 Nýr og fullkom- inn tollbátur Eins og frá var skýrt i laugar- dagsblaðinu, var stutt athöfn við verbúðarbryggjuna I Reykjavikurhöfn s.l. föstudag, þar sem hinum nýja bát Toll- gæzlunnar var gefið nafn og báturinn siðan kynntur við- stöddum. Daniel Guðmundsson skipstjóri gaf bátnum nafnið Valur, en auk Daniels er Magnús Karlsson ráðinn sem skipstjóri á bátinn. Meðal gesta á verbúðarbryggjunni voru Matthias A. Mathiesen fjár- málaráðherra, Björn Her- mannsson tollstjóri, Kristinn Ólafsson tollgæzlustjóri og fyrr- verandi yfirmenn Tollgæzlunn- ar, þeir Torfi Hjartarson fyrr- verandi tollstjóri og Ólafur Jónsson fyrrverandi tollgæzlu- stjóri. Nýi tollbáturinn er smiðaður á eynni Wight suður af Englandi og er skrokkurinn úr glertrefj- um. Samið var um smiðina 2. júll 1976 að undangengnu útboöi sem starfsmenn Siglingarmála- stofnunarinnar aöstoöuöu við. Kaupverö bátsins er 28.7 millj- ónir, og er þá reiknað meö öllum kostnaöi við að fá hann hingað til lands. Valurer 45 fet á lengd, knúinn tveimur vélum og er ganghraði allt að 20 sjómilum. í honum er radar, talstöö, dýptarmælir, vegmælir, rafmagnsstýring og sjálfvirkur slökkvibúnaöur. Þá er báturinn búinn tveimur tólf manna gúmbjörgunarbátum og mjög öflugu ljósi til leitar I myrkri. Þá er báturinn sérstak- lega búinn til þess að geta flutt Valur og gamli tollbáturinn örn sigla samhliða inn I Reykjavfkurhöfn, örn spölkorn á undan, svona f virðingarskyni fyrir vel unnið starf.... tvö sjúkrarúm, ef til þess þyrfti að gripa. Um borö er svefnað- staöa fyrir tvo, vatnssalerni og eldunaraöstaöa, þannig aö hægt er að búa um borð I bátnum ef farið er I lengri ferðir. —ARH Lög um almanna- tryggingar í end- urskoðun Um nokkurt skeið hefur kjörin nefnd i samráði við trygginga- fræðinga unnið að til- lögum um heildar- endurskoðun á löggjöf- inni um almannatrygg- ingar og er að þvi stefnt að frumvarp þar að lút- andi verði lagt fyrir þing á næsta vetri. Þetta kom fram i sam- tali við Matthias Bjarnason heilbrigðis- og tryggingarráðherra i gær. Nú þegar hefur verið gengið frá ákveönum tillögum er varöa slysatryggingadeildina, en ekki verður skýrt frá þvl I hverju til- lögur um breytingar á þeirri löggjöf eru fólgnar, fyrr en nefndin hefur lokið störfum að fullu. M a tth Bjarnason — Þegar nefndin hefur lokiö starfi slnu, verður máliö tekið til athugunar hjá ráðuneytinu og kynnt ríkisstjórninni, en til ákvarðana um breytingar á svo umfangsmikilli löggjöf þarf auðvitað margar pólitlskar ákvaröanir. Ég tel þvl útilokað aö öllu þessu starfi veröi lokið þaö tfmanlega, að hægt verði að leggja frumvarpið fyrir yfir- standandi þing, sagöi ráöherra að lokum. ARH Auglýsingasími blaðsins er 14906 Heimsfræg kammersveit á tónleikum Tónlistarfélagsins á morgun 7. tónleikar Tónlistarfélagsins á þessu starfsári verða haldnir næstkomandi miövikudag, 23. marz I Háskólablói og hefjast klukkan 20.30. Tónleikar Tónlist- arfélagsins hafa sett svip á tón- listarlif borgarinnar I vetur og hafa komið fram á þeim margir færustu tónlistarmenn veraldar. Má sem dæmi nefna siðustu tón- leika, en þar lék fiðluleikarinn Pina Carmirelli við mjög góöa aðsókn. Að þessu sinni, er það ein fræg- asta kammersveit heims, sem leika mun I Háskólablói, Stutt- garter Kammerorkester undur stjórn hins fræga prófessors Karl Míinchinger. Það er fyrir tilstuölan þýzka sendiráösins og Germanlu aö koma Kammerhljómsveitarinnar varö að veruleika, að sögn Hauks Gröndal, formanns Tónlistarfé- lagsins. Næstu tónleika Tónlistarfélags- ins heldur ungur píanóleikari, Selma Guömundsdóttir, og munu það verða hennar fyrstu einleiks- tónleikar. _ab Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnudaginn 27. marz n.k. kl. 14.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra fimmtudaginn 24. marz og föstudaginn 25. marz i afgreiðslu spari- sjóðsins. Ennfremur verða afhent B stofn- bréf sparisjóðsins. Stjórnin. Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu norðurlandabókmennta Fyrri úthlutun 1977 á styrkjum til útgáfu norrænna bókmennta i þýðingu á aðrar norðurlandatungur fer fram á fundi út- hlutunarnefndar i lok april n.k. Frestur til að skila umsóknum frá Islandi er til 12. april n.k. Tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást i menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir ber að senda til Nabolands- litteraturgruppen, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K. Menntamálaráðuneytið, 17. mars 1977. Rýmingarsala — Bútasala Alls konar gluggatjaldabútar og efni i heilum ströngum þ, hagstæðu verði Tilbúin eldhúsgluggatjöld lítið gölluð Tilbúin eldhúsgluggatjöld breidd. 2.70 Dralon efni br. 2 m. Spönsk terylenefni hæð 2.70 Rayon efni 120 cm. Dralon damask 120 cm. Kr. 3.140,- KR. 3.416.- Kr. 980,- pr. m. Kr. 1.500 pr. m. Kr. 350.- Kr. 650.- Litið inn og gerið góð kaup. Rýmingarsalan stendur aðeins til miðvikudagskvölds ÁKLÆÐI & GLUGGATIÖLD, Skipholti 17a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.