Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 105.tbl. — 1977 — 58. árg. Askriftar- síminn er 14-900 R| Hvert skyndiverkfallið rekur annað: Skyndiverk- fall við höfnina í Keflavík — Undanþága vegna mjólkur- flutninga til Eyja Um hádegi á miövikudag lögðu verkamenn við höfnina i Keflavik niður vinnu og fetuðu þar með i fótspor starfsbræðra sinna i Reykjavik og Hafnar- firði. Var þetta þvi þriðja skyndiverkfallið á jafn mörgum dögum sem verkamenn viö hafnir á suð-vestur horni lands- ins gangast fyrir. Það munu hafa verið á milli 30 og 40 verkamenn sem unnu viö afgreiðslu skipa i Keflavikur- höfn, sem lögðu niður vinnu þennan dag, en aðgeröirnar munu hafa komið tii umræðu innan hópsins kvöldiö áður. Vegna vinnustöðvunarinnar stöðvuðust tvö flutningaskip i höfninni. Ljósafoss og Edda. Lokið var við aö lesta Ljósafoss rétt fyrir hádegi á miðvikudag, en önnur afgreiðsla skipsins átti að biða til dagsins i dag. Um kl. 17.00 á miðvikudag gerðist hins vegar það að Ljósafoss var leystur frá bryggju og sigldi skipið á brott. Telur verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur að framið hafi verið verkfallsbrot. Þá mun skyndiverkfallið einnig valda þvi að flutningaskipið Edda tefst i Keflavik fram yfir helgi, en að öðrum kosti hefði lestun þess lokið i dag. Gefið var undanþága til að afgreiöa mjólk um borö I Skeiðsfoss en skipið var að leggja úr höfn til Vestmanna- eyja, en þar hefur verið mjólkurskortur undanfarna daga. Er Alþýðublaðið ræddi við Emil Jónsson á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur siðdegis á miðviku- dag, sagði Emil að mikil ólga væri i verkamönnum vegna þess hve illa gengi að ná sam- komulagi viö atvinnurekendur og mætti þvi búast við að ,,eitt- hvað gerðist” eins og hann orð- aði það, bæði i Keflavik og annarsstaðar á næstu dögum. —GEK Hefja innflutning á ósamsettum bátavélum Ákveðið hefur verið/ að vélsmiðjan Nonni á Ólafsfirði hefji inn- flutning á bátavélum frá Hollandi. Verða vélarnar fluttar inn í hlutum, sem síðan verða settir saman hér. Að sögn Jóns Frimannsson- ar vélsmiðameistara á Ólafs- firði getur innflutningurinn liklega ekki hafizt fyrr en meö haustinu, þótt alllangt sé liðið siðan samningar við Hollend- inga voru undirritaðir, vegna þess hve afgreiðsla málsins gengur hægt hér innanlands. ,,En við erum vongóðir með, að nógur markaður verði fyrir þessar vélar, sagði Jón, og þá ekki aðeins innanlands heldur erlendis lika. Við höfum haft spurnir af þvi, að menn hafi fullan hug á að kynna sér mál- ið, enda koma þessar sam- settu vélar til með að verða ódýrari, en þær sem keyptar eru tilbúnar erlendis frá. Ég þori nú ekki að tjá mig um, hversu mikill verðmunurinn gæti orðið, þvi það fer vitan- lega eftir verðlagi hverju sinni. En þessi framleiðsla, skapar einnig atvinnumögu- leika og sparar gjaldeyri. Aðspurður um kostnað varðandi þessa nýju starf- semi, sagði Jón hann ekki verða mikinn. Aö visu hefði veriö reist viðbótarbygging, sem notuð yrði einvöröu undir þessa framleiðslu, en kostnaö- ur við tækjakaup yrði sáralit- ill, þar sem vélahlutirnir kæmu fullunnir að utan, og þeim væri aðeins raöaö saman i vélsmiðjunni. —JSS AÐEINS 30% SK0GLEND- IS A LANDINU í VEXTI „Mjög ískyggilegt ástand’7, segja skógræktarmenn Nýlega kom út skýrsla á vegum Skógræktar rikisins og Skógræktarfé- lags Islands um „skóg- lendi á islandi — athug- anir á stærö þess og á- standi". i skýrslunni eru m.a. birtar samandregnar niö- urstöður fyrir allt landið varðandi sitthvað er við- kemur skógi. Flatarmál alls skóg- lendis landsins er 125.469 ha. Þar af eru 33.145 ha í afturför, eða 26.4%, 52.788 ha eru staðnaðir, eða 42.1% og í framför eru 39.545 ha. eða 31.5%. Flatarmál skóglendis var að mestu ákvarðað samkvæmt loftmyndum, en einnig nokkuö eftir gróðurkortum eða hvoru- tveggja. A örfáum stööum var ekkert við aö styðjast, og varð þá aö áætla flatarmálið eftir beztu getu. Viðátta skóglendis- ins reyndist nokkru meiri en áð- ur var áætlað, og kom þaö ekki sizt af þvi, að skógur og kjarr á hraunum var miklu viðar en tal- ið var. Hins vegar er kjarr oft mjög gisiö á hraunum og litils vaxtar. Þá er einnig töluverð birkikræða á heiðum uppi, sem litill gaumur hefur veriö gefinn. Athyglisvert er i þessu sam- bandi, að viða leyndist birki- gróöur i jörðu við' jaðra skóg- lendanna, oft i margra tuga metra fjarlægt, þannig að skóg- lendi landsins mundu vaxa mjög að viðáttu, ef landinu væri hlift við beit. Taflan um afturfarir, stöðnun og framfarir sýnir, að röskur fjórðungur alls skóglendis á ts- landi er i afturför og tveir þriðju hlutar þess eru staðnaðir. Að- eins rösk 30% eru i vexti og seg- ir i skýrslunni, að um það verði ekki annað sagt, en að þaö á- stand sé mjög iskyggilegt. „Hroðalegar skógaskemmdir" 1 skýrslunni segir siðan orð- rétt: „Það skóglendi, sem er i vexti, er auövitaö innan girð- inga, og breiðist það viöa mjög út, en hér við bætist skóglendi á hraunum, sem yfirleitt virðist i framför, enda þótt jarðvegsskil- yröi séu viða slæm og löndin ekki fallin til skógræktar. Stöðnunin bendir i þá átt, að ekki megi leggja meira á landið án þess að illa fari. Þess ber og að minnast, að sumt af þvi, sem taliö er i stöðnun, kann að vera i afturför, eins og áður er að vik- ið. Ekki er unnt að loka augum fyrir þvi, að alltof viða eru skógaskemmdir hroðalegar. Skógi og kjarri hefur veriö svift af viðum löndum, og er enn svipt af, i nánd viö sauðfjárbú og einnig kring um nýbýlin, sem komið var upp fyrir nokkrum áratugum. Fjöldi manns viröist ekki hafa nokkra tilfinningu fyr- ir gróðri landsins. Þrátt fyrir betri hiröingu fjár og hrossa en áður fyrr og einnig það, að skóg- arhögg má heita úr sögunni, er skóglendið viöa á hrööu undan- haldi.” 80% skóglendis undir 2 m hæð Hæð trjáa og runna sýnir einkum tvennt, segir i skýrsl- unni. Annars vegar það hvaða meðferð skóglendið hefur hlotið fyrr á árum, en svo má einnig dæma veðurskilyrði á ýmsum útkjálkum af útliti þess og hæð. Um 80% alls skóglendins er undir 2 m hæð og þar sem flest tré eru margstofna eða orðin að runnum, bendir það eindregiö tilof mikillar notkunar á undan- förnum öldum. Þar sem birkiö nær að vaxa upp af fræi og beit nær ekki til, vex beinstofna og þéttur skógur, þar sem skilyrði eru ekki þvi verri. Athyglisvert er, aö það er ekki nema 1.7% af öllu skóglendi landsins, sem nær 8-12 m hæð, og það er auðvitað allt innan girðinga. A áratugnum 1930-1930 hafði ekki mælst birki, sem var hærra en 10.1 m Hæsta birki, sem mælt hefur verið var 12.7 m, en það brotnaði undan snjó. Það stóð I Ystafellsskógi i Kinn. Tréð var varla meira en 60 ára. —ARH Étitst|6rn Sfðumúla II - Sfmi 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.