Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 2
Föstudagur 20. maí 1977 jbii&id1 2 STJÖRNMÁL/ FRETTIR íslenzk verkalýös- hreyfing hefur marga hildi háð í sókn sinni til bættra lifskjara og betra lifs. Hart hefur verið bar- izt á stundum, enda vel- ferð íslenzkrar þjóðar í veði. Margir fræknir sigrar hafa unnizt á síð- ustu áratugum til heilla fyrir land og þjóð. I þeirri kjarabaráttu, sem nú er háð, mun verkalýðs- hreyfingin bera sigur úr býtum. Allir viðurkenna réttmæti þeirrar kröfu- gerðar, sem lögð hefur verið fram um hækkun í lægstu laun, umbætur í skattamálum, raunveru- lega styttingu vinnuvik- unnar með greiðslu mannsæmandi dagvinnu- launa, félagslegar íbúða- byggingar, dagvistunar- mál og fleira. ’Ctgcfa.idi: Alþýöuflokkurinn. Reks'tur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. leyti hefur lánleysi verkalýðshreyfingarinn- ar falizt í þvi, að hún hef- ur ekki getað sameinazt einu pólitísku afli. Þar sem frjáls verkalýðs- hreyfing stendur styrk- ustum fótum styðst hún við lýðræðissinnað póli- tískt af I, sem verður óað- skiljanlegur þáttur henn- ar. Verkefni íslenzkrar verkalýðshreyfingar eru óþrjótandi og þörf in fyrir styrk hennar og sam- heldni hefur aldrei verið meiri en nú. — Þótt hún beri sigur úr býtum í því stríði, sem nú geisar, er full vissa um það, að á allra næstu árum verður hún að takast á við risa- vaxin verkefni. Tvennt blasir við, sem mun hafa mikil áhrif á velferð þjóðarinnar á næstunni. Fyrirsjáanlegt er, að fiskafli landsmanna mun rýrna mjög og að árið 1980 mun olíukreppu vera farið að gæta. Við þessum vanda verður að bregðast þegar i stað. Þaðafl-sem- mest áhrif mun hafa á þróun mála til að draga úr alvarlegum áföllum, er verkalýðshreyf ingin. Hennar bíða því mikil verkef ni. En þótt útlitið sé frem- ur dökkt er fráleitt að leyfa nokkra svartsýni. Margvislegir möguleikar eru fyrir hendi, þjóðin ræður yfir mikilli orku og það eru fleiri fiskar í sjónum en þorskurinn. Það hefur oft verið á því klifað i þessu blaði að is- lenzka þjóðin sé lánsöm þjóð og landið'sem hún byggir, gott. Aðal-þáttur- inn í því starfi, sem framundan er, er að efla trú á getu þjóðarinnar og á landinu. En þetta verð- ur ekki gert nema því að- eins, að þjóðin geri sér grein fyrir því, að hún verður að starfa sam- kvæmt kenningunni: Einn fyrir alla og allir fyrir einn. ~AG EINN FYRIR ALLA OG ALLIR FYRIR EINN Nú þegar barátta verkalýðshreyf ingarinn- ar fyrir bættum kjörum og betra þjóðfélagi, stendur sem hæst, væri ekki úr vegi, að menn hugleiddu hvernig ástatt væri i islenzku þjóðfé- lagi, ef verkalýðshreyf- ingin hefði ekki með þrot- lausu starfi bætt hag allra launþega. Ástand þjóðmála væri bágborið, ef sameining og afl laun- þeganna hef ði ekki náð að þróast. Mönnum er gjarnt að lita á baráttu verkalýðs- hreyf ingarinnar sem óháða baráttu þjóðarinn- ar fyrir betra samfélagi. Alltof margirgleyma því, að þessi barátta er svo samtvinnuð lifi (slend- inga, að án hennar væri þjóðin í fjötrum stöðnun- ar og vesældar. Látlaust stríð verkalýðsins fyrir endurbótum og framför- um snertir ekki aðeins fé- laga i verkalýðshreyf ing- unni heldur þjóðina alla, hvert heimili, hvern ein- asta einstakling. Þessar staðreyndir eiga nokkrir þjóðfélags- hópar erfitt með að skilja, þar skilur á milli og þar eru rætur þess ill- gresis, sem hreyfing launafólks þarf að rífa upp. Kjarabaráttan er einnig þáttur í þeirri stöð- ugu viðleitni verkalýðs- hreyfingarinnar að styrkja stöðu sína, efla máttsinn og megin. Ekki fer á milli mála að styrk- ur hennar verður að auk- ast. Á því sviði hafa póli- tískir f lokkadrættir verið til verulegs trafala á und- anförnum árum. Að því FRETTIR AF SAMNINGAUMLEIT UNUM GEFA EKKI RÉTTA MYND Þar sem fréttir þær, sem birzt hafa um framviridu samninga- umleitana aðila vinnumarkaöar- ins siðustu daga, hafa hvergi nærri gefið rétta mynd af þvi, sem til umfjöllunar er nú á sátta- fundum, þykir Vinnuveitenda- sambandi tslands óhjákvæmilegt að upplýsa eftirfarandi: 1. Eins og fram hefur komiö i fréttum er geysimikið ósam- ræmi f sérkröfum einstakra félaga og sambanda innan verka lýðshreyf ingarinnar. Sérkröfur margra sambanda eru umfangsmiklar, hljóða um marga tugi prósenta kaup- hækkanir, og ganga þvert á yfirlýsta launastefnu ASl. Þar við bætist svo, að fjölmörg félög og sambönd krefjast breytinga á ýmsum almennum kjaraatriðum, en sitt með hverjum hætti. Vinnuveitendum ber að sjálf- sögöu að reyna aö stuðla aö skynsamlegum heildarlauna- ákvörðunum. En þeim ber jafnframt að vinna aö þvi að innbyrðis samræmi sé i gerðum samningum, bæði hvaö snertir kaup og önnur kjör. 2. Sá hægagangur, sem ýmsum þykir hafa sett svip sinn á samningagerðina undanfarna daga, á rót sina að rekja til þeirra vandkvæöa, sem þvi eru fylgjandi að tryggja sam- ræmda afgreiðslu sérkrafna, þ.e.a.s. þeirra sérkrafna, sem ekki hafa verið til sameigin- legrar meðferðar hjá aðal- samninganefndum aðila. 1 til- boði sinu 5. mai sl. lögðu vinnu- veitendur til, að til afgreiöslu á slikum sérkröfum kæmi jafn- gildi 1% kauptaxtahækkunar hjá viðkomandi starfsgrein, allt samkvæmt nánara samkomulagi aðila. í sér- viðræöum viðeinstök sambönd og félög siðustu daga hafa vinnuveitendur tekið fram, að sú prósenta þurfi ekki að vera endanleg. Meginmáliö sé, aö allsherjarsamkomulag náist um sameiginlega aðferð til afgreiðslu á sérkröfum, þannig að sem mest samræmi takist hvað snertir vægi sér- samninga i heildarlausn. Auk þess, sem vinnuveitendur hafa spurt viösemjendur sina, hvort þeir væru reiöubúnir að fallast á það, að sama aðferð verði viðhöfö til afgreiöslu á sér- kröfum i öllum starfsgreinum, hafa þeir lýst sig geta fallist á ýmis þau atriði i sérkröfum, sem ekki hafa i för með sér beinan kostnaðarauka fyrir atvinnureksturinn. 3. Eins og nú standa sakir hafa 3 aðilar þ.e. verzlunarmenn, iðn- verkafólk og kjötiðnaöarmenn lýst sig samþykka þvf að standa aö sameiginlegri afgreiðslu sérkrafna. önnur félög og sambönd hafa enn ekki gengist inn á samræmda lausn 'Sérkrafna. Meðan svo er ekki, er útilokað að ljúka gerð rammasamnings um almenn atriði kjaramálanna. Aður þarf að vera lokið samningum um sérkröfur. Ella kynni sú launa- stefna, sem mótuð væri i rammasamningi að reynast nafnið tómt. Elín Þor- bjarnardóttir ÍS 700 í reynslu- siglingu Elin Þorbjarnardóttir IS 700, nýtt skutskip i eigu Hlaðsvikur hf. fór i reynslusiglingu s.l. föstudag kl. 16.00. Skipið er i eigu Einars Ölafssonar og fleiri afkomenda Friðberts Guðmundssonar hrepp- stjóra og útgerðarmanns á Suður- eyri, sem var virkur athafna- maður þar allan fyrri hluta þess- arar aldar, og eiginkonu hans, Elinar Þormóðsdóttur. Meðal gesta i reynslusigling- unni voru tveir ráðherrar og eiginkonur þeirra: sjávar- útvegsráðherra Matthias Bjarna- son og iðnaðarráðherra Gunnar Thoroddsen. Flutti þeir báðir ávörp og minntust báðir góðra kynna af Elinu Þorbjarnardóttur. Þá lýsti Jon Sveinsson forstjóri Stálvikur hf skipinu i stórum dráttum. Skipstjóri á Elinu Þorbjarnar- dóttur verður hinn kunni afla- maður Arinbjörn Sigurðsson, sem m.a. var lengi skipstjóri á Sigurði RE, meðan skipið var siðutogari. —ARH Viðræður um fiskveiðimál við EBE Dagana 9. og 10. júni kemur nefnd á vegum Efnahagsbanda- lags Evrópu til Islands. Nefndin, sem i eiga sæti Finn Olav Gunde- lach, frá framkvæmdastjórn, Frank A. Judd, aðstoðarutan- rikisráðherra, en hann er nú formaður i ráðherraráðinu og embættismenn frá Efnahags- bandalaginu, mun eiga viðræður við islenzku rikisstjórnina um fiskveiðimál almennt. Þessar viöræður voru ákveðnar þegar Einar Agústsson, utan- rikisráðherra, hitti brezka aðstoðarutanrikisráðherrann, Judd, aö máli á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var i London dagana 10. og 11. mai. ATA Kjaradómur hafnar kröfum BHM Dómur hefur verið kveðinn upp i Kjaradómi i máli BHM gegn fjármálaráðherra um endur- skoðun á aðalkjarasamningi þessara aðila. Var kröfum BHM algerlega hafnað af meirihluta dómsins, en sératkvæði skiluðu forseti dómsins Guðmundur Skaptason og dómandi skipaður af BHM. Töldu þeir að taka hefði átt tillit til röksemda BHM. Telur BHM dóminn ólögmætan vegna vanhæfis Jóns Sigurðs- sonar, eins dómenda, sem Hæsti- réttur skipar, og galla á máls- meðferð meðal annars brota á lagaákvæðum um fresti. Einnig telur BHM að niðurstaða meiri- hluta sé byggð á röngum lagafor- sendum. BHM mun höfða mál fyrir bæjarþingi Reykjavikur á grund- velli reglna um ógildingu geröar- dóma og ihugar jafnframt að kæra setu Jóns Sigurðssonar i dómnum, til Hæstaréttar. —AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.