Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. maí 1977 FRÉTTIR 11 REISA VIRKI OG MALA „PARISA” — atorkusamir nemendur, foreldrar og kennarar í Víðistaðaskóla byggja leikvöll Kennarar, nemendur og foreldrar nemenda við Viðistaðaskóla i Hafnarfirði tóku heldur betur til hendinni um siðustu helgi. Þá var hafizt handa við fyrsta áfanga nýs leikvallar kringum skólann. Um fimmtiu til sextíu manna hópur fullorð- inna, auk nemenda, vann sleitulaust við að byggja virki og stökkgryf jur, mála „parisa” og fleira. Það er foreldrafélag Viðistaðaskóla sem stendur fyrir þessum framkvæmdum, en foreldrafélag hefur allt- af verið mjög virkt i skólanum síðan hann var stofnaður 1970. Til a6 mynda hélt félagið veg- legan basar til ágóða fyrir leik- vallabygginguna. í desember síðastliðnum samþykkti kennarafundur Víðistaðaskóla að fara þess á leit við Hafnarfjarðarbæ að hann legði fram eina milljón króna til leikvallargerðar. Fjármagnið skyldi siðan notað til kaupa á nauðsynlegasta efni. Fyrir um það bil hálfum mán- uði fékkst svar frá bænum þar sem samþykkt var að leggja fram þessa upphæð. Undirbúnings- nefnd efndi síðan til hugmynda- samkeppni meðal nemenda um það hvernig þeir vildu helzt hafa umhvorfs á leikvellinum. Að sögn Rúnars Más kennara við Viðistaðaskóla,bárust um það bil 900 tillögur sem unnið var upp úr. Það samsvarar því að vera um það bil ein tillaga á hvern nemanda skólans. Hörður Zóphaníasson skóla- stjóri sagði nemendur vera mjög áhugasama um þetta verkefni og duglega við að hjálpa til við bygg- inguna. Leikvöllurinn verður sem fyrr segir settur upp fyrir Víðistaða- skóla. Hann mun samt sem áður verða opinn almenningi, þegar skólinn starfar ekki. — Það er von okkar að með þessu breytist viðhorf nemenda til skólans sins. Þau komi til með að virða hann meira enda hafa þau unnið vel og ötullega siöustu vikur að allri undirbúningsvinnu. Þau hafa verið sérstaklega jákvæð og vilja gera mikið fyrir skólann sinn. Þetta er þeirra leik- svæði og þeirra tæki, og þau vilja að það sé gengið vel um þau, sagði Hörður. Virkt foreldrafélag. Foreldraféiag Vlöistaðaskóla, er vafalaust með virkari foreldrafélöguml skólum. Félagið hefur starfað að ýmsum málefn- um og nú siðast að leikvallar- gerðinni. Um annað sem félagið hefur unnið að má nefna að það tók að sér að safna fé til kaupa á skiðum fyrir nemendur skólans, sem þeir siðan geta átt aðgang aö. Foreldrafélagið efndi einnig til hugmyndasamkeppni um skóla- merki fyrir Viðistaðaskóla. Voru gerð endurskinsmerki með þvi merki á og gefið hverjum nemanda skólans. Félagið hefur haldið ýmsa fundi innan skólans, þar sem fengnir hafa verið framámenn ýmissa mála, svo sem skólasál- fræðingar, menn sem ræddu um skaðsemi eiturlyfja og fleira sem ungmennauppalendur þyrftu að hafa góða innsýn i. Að sögn Harðar hafa þessir fundir mælzt sérstaklega vel fyrir i skólanum, en þeir hafa verið sóttir bæöi af foreldrum og kennurum. Viðistaðaskóli stækkaði mikið á árunum 1972—73. Er nú svo komiö að hluti kennslunnar veröur að fara fram i öðru húsnæöi, óhæfu til kennslu, að sögn skólastjórans. öll bókleg kennsla 7. og 8 bekkj- ar fer frarn að Brekkugötu 2, en nemendur s,ækja kennslu i teikn- ingu og handavinnu I Vfðistaða- skóla. En Brekkugatan fer ekki varhluta af starfsorku nemenda skólans. Þar vinna nemendur nú við að mála veggskreytingu eftir einn nemenda skólans en eigandi hússins hljóp undir bagga með þeim og lagði til efni I verkiö. Verkið mun, þegar það verður fullklárað, verða stærsta útilista- verk i Hafnarfjarðarbæ. NÝR MATSÖLUSTAÐUR Sala Mæðrablómsins gekk vel: I ÁGÓÐANUM VARIÐ TIL HVÍLDAR- VIKU EFNALÍTILLA KVENNA — sem munu dveljast á sumarhótelinu að Flúðum í boði Mæðrastyrksnefndar Mæðrastyrksnefndin i Reykjavik efndi til almennrar sölu Mæðrablómsins á Mæðra- daginn, sunnudaginn 8. mai sl. Tilgangur blómasölunnar var tekjuöflun vegna hvildarviku 40 efnalitilla eldri kvenna i sumar- hótelinu að Flúðum i Arnessýslu vikuna 3.-7. júni nk., eins og nefndin skýrði frá i fjölmiðlum áður en hún hófst. Uppgjör hef- ur nú farið fram. Kom i ljós, að Reykvikingar höfðu keypt Mæðrablóm fyrir samtals kr. 520.414.00, sem dugir að visu ekki til fulls fyrir dvölinni að Flúðum en Mæðrastyrksnefndin mun engu að siður sjá til þess, að 40 konur geti dvalið þar i hennar boði áðurnefnda hvild- arviku. Mæðrastyrksnefnd vill þakka borgarbúum fyrir góðar undirtektir, nú sem fyrr, og væntiráframhaldandi stuðnings þeirra, hér eftir sem hingað til, i þágu góðs málefnis. Jafnframt þessu vill Mæðra- styrksnefnd skýra frá þvi, að efnalitlar eldri konur i Reykja- vik, sem ekki hafa áður notið hvildarviku að Flúðum i boði nefndarinnar og ekki eiga ella kostá slikri sumarhvild, geta nú sótt um þátttöku i hvildarvik- unni að Flúðum dagana 3.-10. júni nk. Eru þær beðnar að snúa sér til skrifstofu Mæðrastyrks- nefndar að Njálsgötu 3, skrif- stofan er opin þriöjudaga og föstudaga kl. 2-4. Þær, sem ekki eiga heimangengt, geta hringt á sama tima i sima 14349. A kvöldin og um helgar má hringja i sima 73307. — að Laugavegi 22 Nýlega var opnaður nýr natsölustaður i Reykjavik, en það er veitingastofan Kirnan, Kirnan er til húsa að Laugavegi 22. Sama fyrirtækið rekur Kirn- una og Skrinuna, sem er á Skólavörðustig og er samvinna um mat og hráefni með þessum matsölustöðum. Húsnæðið, sem Kirnan starfar nú i, hefur verið innréttað upp á nýtt. Innréttingin miðar að þvi, að matargestum finnist þeir vera I gömlum sveitarbæ. Hvert borð er Isérstökum bás og geta menn þvi verið alveg út af fyrir sig meðan þeir snæða enda eru vegg- irnir á milli meira og minna hljóðeinangraðir. Aðaláherzla veröur lögö á svo- kallaðan rétt dagsins og svo kaffi og meðlæti. Einnig er hægt að fá sér alls kyns grillretti, samlokur og hamborgara. Kirnan verður opin frá 8-23 öll kvöld vikunnar. Ert þú félagi f Rauða krossinum? Deildir félagsins eru um land allt RAUÐI KROSS ÍSLANDS Tækni/Visindi Allsherjar inflúensubóluefni 3. Dr. Jonas Salk sem fann upp fyrstu bólusetningarlyfin við lömunarveiki árið 1950 hefur bent á að svínainflúensufarald- urinn sem nýlega geysaði i USA hafi fundið stórt „ónæmisbif hjá þjóðinni. Dr.Salk heldur þvi fram að ekki borgi sig að bóiusetja alla / þjóðina gegn einum ákveðnum stofni þvi næsta vetur geti allt annar stofn skotiði upp koll- inum. Svinainflúensuvirusinn hefur „ legið niðri i Bandarikjunum frá^ þvi á árunum 1918-1919. Þetta þýðir að fólk undir 50 ára aldri hefur ekki fengið tækifæri til að þróa með sér ónæmi gagnvart þessum sérstaka stofni. Hann hefur nú hafizt handa um að reyna að framleiða eitt alls- herjar bóluefni sem sé virkt gagnvart öllum tegundum inflú- ensu og þvi þurfi ekki að bólu- setja nema einu sinni til að hinn bókusetti sé öruggur, sama hvaða stofn inflúensu skjóti upp kollinum. Dr. Jonas Salk byggir kenningu sina um alhliða inflúensubólu- efni á þvi að ónæmi gegn til- teknum stofni inflúensuvirusa krefst ákveöins magns andefnis I blóðinu. Ef þetta er gert er unnt að nota miklu minni skammt af ónæmisefninu — dauðum vlrus- um eða hreinsuöum próteinum^ úr lifandi virusum — en venja Þessum skiiyrðum væri best aö fullnægja með þvi að nota bólu- 'efni sem I hefur verið bætt „adjuvant” efni sem eykur virkni bóluefnisins. Og ef trúa má orðum d . Salk gæti þvi ein ónæmissprauta innihaldið mótefni gegn öllum almennustu inflúensustofnum sem þekktir eru.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.