Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 5
VETTVANGUR 5 Föstudagur 20. maí 1977 Heimkeyrslan er falleg Já Kópavogsbúar eru engir eftirbátar Reykvikinga f sóbaskap. Kópavogs- búar eru líka sóðar Grein, sem birtist i Alþýöu- blaðinu á þriðjudaginn var og nefndist: „Reykvíkingar eru sóðar”, virðist hafa vakið nokkra athygli. Alla vega hafa margir haft samband við grein- arhöfunda út af greininni og lagt ýmislegt til málanna. t gær hringdi til okkar maöur og benti á, aö sóðaskapurinn væri mikiö til borgarstarfs- mönnum að kenna, borgar- stjórnin hefði brugðizt skyldu sinni. Hann sagði, að borgin virtist vera hætt að stunda gatnahreynsun, þaö væri helzt að stórvirkir götusóparar færu um göturnar einstaka sinnum. Slikt tæki væru bara ekki hentug þvi oft er erfitt aö komaðst að vegna bila, sem lagt hefur verið við kantsteinana. Aðrir hafa sagt okkur, að greinin, eða öllu heldur mynd- irnar hafi vakið þá af sætum draumi. Þeir hefðu farið að taka eftir ruslinu, sem var allt i kringum þá. Reykvikingar taka nefnilega fæstir eftir sóða- skapnum i kringum sig, þeir eru orðnir samdauna sóðaskapn- um. Ef til vill er þetta bezta sönnun þess, að Reykvikingar eru sóðar. Nokkrir hafa einnig minnzt á það, að Reykvikingar séu ekk- ert verri en aðrir. Það er kannski rétt, en þó svo sé, þá afsakar það höfuðborgarbúa ekkert þó einhverjir aðrir séu einnig sóðar. En Kópavogsbúar? Til að athuga, hvort það séu eingöngu Reykvikingar, sem eru sóðar, og til að leggja okkar skerf af mörkum i baráttunni fyrir jafnvægi i byggð landsins, þá heimsóttum við Kópavog i gær. Með stuttri heimsókn kom- umst við að þeirri niöurstöðu, að Kópavogsbúar eru lika sóðar. Einkennandi fyrir sóðaskap- inn i Kópavogi er það, að fyrir utan annaðhvert hús, eða þar um bil, eru eitt til tvö bilhræ. Við myndatökur voru undir- ritaðir mjög sanngjarnir, tóku fullkomið tillit til þess, ef verið var að byggja. Það er þó álita- mál, hvort nýbyggingar út- heimti alveg jafn mikinn sóöa- skap og raun ber vitni, en við létum það gott heita að þessu sinni. Aðalatriðið með greinum og myndasiðum eins og þessum er sá, aö reyna aö opna augu fólks fyrir sóðaskapnum i kringum það. Þá breytist ef til vill við- horf þess til umhverfisins og það hættir að lita á landið sitt sem stóra ruslatunnu. —ATA Þetta er sameiningartáknið, skftugur rútubili með R-númeri á ferð i Kópavogi. Girðingin i þokkalegu ástandl (i Forgaröur glæsibýsisins Með iitlum tilkostnaðl geti þetta hús orbib mjög glæsilegt. Kantsteinar eru ekki eins viða i Kópavogi og Reykjavik en þeir eru fuilt eins sóðalegir. ÞokJialegfi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.