Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 3
{UJJXJ}1* Föstudagur 20. maí 1977 v VETTVANGUR3 Bárður Halldórsson, menntaskólakennari, Akureyri: Dagvistarsamtökin gera athugasemd við skrif Dagblaðsins: Dagvistarsamtökin vilja koma eftirfarandi á framfæri vegna skrifa i Dagblaðinu fyrir skömmu, þar sem fjallað var um lokun dagvistarheimila vegna sumarleyfa starfsfólks. Dagvistarsamtökin taka undir það, sem formaður Félags einstæðra foreldra, Jóhanna Kristjónsdótt- ir, benti réttilega á i Dagblaðinu á dögun- um, að sú verður raun- in á með þessu fyrir- komulagi að forráða- menn dagvistarstofn- ana ráða þvi hvenær vinnandi fólk með börn sin fær sumarleyfi. A stórum vinnustöðum fær starfsfólk iöulega litlu að ráða um það hvenær sumarfri er tek- Baldvin Hannibalsson, sem góöu heilli hefur nýlega gengið til liös við okkur, hefur réttilega bent á, þá geröi Alþýðuflokkur- inn hreint fyrir sinum dyrum meö prófkjörsreglunum. Sam- kvæmt þeim veröa nú væntan- legir frambjóðendur flokksins að lúta þeim lýðræðislegu regl- um aö fara i prófkjör — opið prófkjör. Það, sem stjórn kjör- dæmisráös átti að minum dómi að segja viö Karvel Pálmason var þetta: Vertu velkominn. Komdu i prófkjör. Fáðu þér meðmælendur úr röðum flokks- bundinna Alþýöuflokksmanna og sigraðu eða tapaöu. Annaö svar gat ekki stjórn kjördæmis- ráðs Alþfl. á Vestfjöröum gefiö. Ekki samningamakk baö er ljóst að með prófkjörs- reglum var að miklu leyti tekið fyrir hvers kyns samningamakk eða verzlun með atkvæöi. Sam- takamenn á Vestfjörðum verða þvi að gera sér ljóst, aö vilji þeir að jafnaðarmenn á Vestfjöröum bjóði fram einn lista en ekki tvo, þá verða þeir að ganga f Al- þýðuflokkinn og styðja þar sinn frambjóðanda. Mér og mörgum fleiri Alþýðuflokksmönnum þykir sárt til þess aö hugsa, ef þaö á enn einu sinni að veröa svo, að jafnaðarmenn fari klofnir fram. Ef sú veröur niðurstaðan á Vestfjöröum, má reikna með þvi að sá klofningur, sem upp kom 1971, verði ekki bræddur saman nú. Hvort sem Karvel fer inn á þing utan- flokka eða ekki hlýtur mönnum að vera það ljóst, að fleiri hundruð atkvæði jafnaðar- manna falia dauð niður á Vest- fjörðum. Framhald á bls. 10 ekki. Vitanlega geta stjórnar- menn rétt eins og allir aörir Al- þýðuflokksmenn haft sinar skoöanir á þvi, hverjir gefa eigi kost á sér til prófkjörs og hverja þeir styðji til framboðs. Með tveim höndum Það, sem olli þvl að ég skrif- aði forystugrein I Alþýöumann- hann enn og mun beita minum áhrifum fyrir vestan til þess aö tryggja honum stuðning I próf- kjörinu. Undir merki Alþýðuf lokksins Karvel Pálmasyni kynntist ég lika og hef ekki önnur kynni af ystumanna Alþýðuflokksins hafa verið skiptar skoðanir um ýmis mál. Ég hef lagt á þaö áherzlu, að alþýöuflokkurinn heföi ekki endilega alltaf haft rétt fyrir sér i þeim ágreiningi. Ég hef lagt á það áherzlu, að þetta fólk yrði að bjóða velkom- ið undir merki jafnaðarstefnu. Gamall rígur ráði ekki ferðinni Ég tel, að gamall rigur og kosningabiturleiki megi ekki ráða ferðinni, þegar um er aö tefla framtið islenzkrar jafnaðarstefnu. Og það er vissu- lega hún, sem i húfi er. Hvorki meira né minna. Eins og Jón Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins á Vestfjöröum sendi frá sér eins konar greinargerð eða umsögn um bréf Karvels Pálmasonar til flokksstjðrnar Alþ.fl. i Skutli 28. marz s.l. 1 sama blaði er jafnframt birtur leiðari um þetta mál. Skrif Skutuls hafa verið á þann veg, að ég hef ekki getað sætt mig fyllilega við þau. Mér hafa alltaf þótt lögin og reglurnar um próf- kjör, sem flokksþing og flokks- stjórn Alþ.fl. hafa samþykkt, leysa framboðsmálin. Sam- kvæmt lögum flokksins og regl- um er þaö hvorki stjórn kjör- dæmisráðs né nokkur annar aðili i flokknum, sem ákveður framboð og á engin áhrif að hafa á menn um það, hvort þeir gefa kost á sér til prófkjörs eða inn 22. april s.l. um afstöðu stjórnar kjördæm isráðsins á Vestfjörðum var sú trú min, aö öllum þeim, sem bjóðast til að ganga til liðs við jafnaðarstefn- una eigi að taka með opnum huga og tveim höndum — ekki með urg eða illyröum. Grein min var stuðningsyfirlýsing við Karvel Pálmason i væntanlegu prófkjöri á Vestfjörðum. Grein min var ekki skrifuð af þvi aö ég vantreysti Sighvati til þing- mennsku eða kjósi ekki helzt aö hann sitji áfram á þingi. Þvert á móti. Milli min og Sighvats Björgvinssonar hefur aldrei farið öfugt orð. Við störfuðum mikið saman i kosningunum 1974, þegar ég skipaði 4. sæti á lista flokksins á Vestfjörðum. Ég studdi hann þá og ég styð honum en góö. Þarna er þvi ekki um að ræða hvorn þeirra ég muni styðja. Það fer ekki milli mála. Það, sem hér er um að ræða, er heldur ekki hvort ég fái stuðning Samtakamanna i Norðurlandi eystra i væntan- legu prófkjöri þar i haust. Ég hef átt ágætum kynnum meðal þeirra að fagna og hef alltaf litið á þá sem veikomna undir merki Alþýðuflokksins. Af kynnum minum af fylgis- mönnum Björns Jónssonar, sem slógu skjaldborg um hann meö Samtökunum 1971, verð ég að segja það, aö ég finn ekki að þeir eigi meiri samleið með öör- um flokki en Alþýöuflokknum. Þeir eru jafnaöarmenn fyrst og fremst. Á milli þeirra og for- UM FRAMBODSMAUN A VESTFJðRÐUM Báröur Halldórsson Lágmarkskrafa að fólk ráði sjálft hvenær það tekur böm sín í sumarfeyfi ið. Reynist þvi erfitt að samræma sumarleyfi foreldra sumarleyfi barns. Foreldrar neyðast þvi oftast til að fá einkagæslu fyrir barnið þennan tima, sem reynist misjafnlega. Sumarleyfin eru oft á tiðum eini timi ársins sem vinnandi fólk getur leyft sér að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að vera með fjölskyldu sinni i ró. Þvi er sjálfsögð krafa að foreldrar ráði þvi hvenær þeir taka barnið af dagvistarstofn- uninni og fara i sumarleyfi. Nauðsynlegt er þá að koma á reglum um það að séö skuli til þess að barniö fái fri'frá barna- heimilinu ca einn mánuð á ári, en skilyrði fyrir þvi er að for- ráöamenn barns fái sjálfir ráðiö um það hvenær það er. bað er að sjálfsögðu framtiðarstefna að allt starfs- fólk dagvistarstofnana sé fag- lært. En á meöan ástandið er eins og það er nú ætti aö vera hægt að jafna sumarleyfum fag- lærðs starfskrafts yfir sumarið, þannig að alltaf sé til staðar faglært fólk, en fyllt upp i skörð- in með ófaglæröu fólki. Ekki ætti að vera svo miklum vand- kvæðum bundið að fá fólk til starfa fyrir sumartimann, þvi á þessum tima er fjöldi fólks (t.d. námsfólk) á höttum eftir sumarvinnu. Það er lágmarkskrafa aö vinnandi fólk fái sjálft ráðiö um þaö, hvenær það tekur börn sin i sumarleyfi. Dagvistarsamtökin hafa veriö starfandi frá þvi i nóvember 1976. Stefnt er aö þvi að boöa til funda með ibúum einstakra hverfa i Reykjavik, þar sem rætt verður um aðferð til að bæta úr dagheimilaskortinum, einnig verður rætt um gildi dag- vistarstofnana og starfsemi Dagvistarsamtakanna kynnt. Einn slikur fundur hefur þegar verið haldinn i Breiðholti og stefnt er að þvi að hafa annan fund i Vesturbæ er liða tekur á sumarið. Dagvistarsamtökin (c/o Laufey Tryggvadóttir, Hringbraut 47)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.