Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 6
VETTVANGUR Föstudagur 20. maí 1977 ssr Færeyjafréttir: TIL MINNINGAR UM NÓLSEYJflR-PflL Hugmyndir bygginga-og fornfræðinga um byggingar Nólseyjar-Páls, naust og hjallur. Nólseyjar-Páll Frá þvi er sagt i Sosialnum þann 11. mai s.l., að Klakks- vikingar hafi efnt til hlutafélags um smiði og rekstur tveggja 9000 tonna tankskipa sem þeir ætla að reka i félagi við Oddfjell A/S i Bergen. Ætlunin er, að fyrra skipið verði tilbúiö i ágústmánuöi 1979 og hiö siðara i ágúst 1980. Skipunum er ætlað að sigla milli Evrópu. Vesiur-Afriku, Suöur-Ameriku, Bandarikjanna og Kanada. Fé til smiðanna hafa Færey- ingar tryggt sér að sögn, og eru erlend lán um 90% af kaupverði en hlutafélagið (Stella h/f) leggur fram 10%. Ahafnir skip- anna verða færeyskar og eru flestir af þeim hluthafar. Samningur hefur einnig verið gerður við hið norska fyrirtæki, aö skipshafnirnar fái allt að 6 mánaða þjálfun i siglingum og meðferð slikra skipa, sem hér um ræðir. . Til minningar um Nóls- eyjar- Pál. Fyrir tólf árum siðan fannst grunnur að húsum á Biskups- stöð, sem talið er að þjóðhetja Færeyinga, Páll frá Nólsöy hafi reist eða látið reisa á sinum tima. Bæjarstjórn Klakksvikur samþykkti fyrir tveim árum, að liiðlýsa þessar minjar og nú hefur verið ákveðið að endur- reisa húsin, sem þar stóðu i þeirn mynd, sem að þvf bezt er vitað, að þau hafi upphaflega haft. Þetta er sjóhús, sem Páll notaði til útgerðarsinnar, að þvi talið er á árabilinu 1802-1808. Bæjarstjórnin i Klakksvik hefur ákveðið að verja til þessa 60 þús. krónum á fjárhagsáætlun 1977-1978. Trúlegt er, aö minning Nóls- eyjar-Páls muni seint falla i fyrnsku meðal landa hans. Veldur þvi margt. Páll var hinn ötulasti i sjálfstæðismálum eyjaskeggja, en i þvi minni met- um meöal Dana. Páll var skáld gott og hlifðist ekki við fjendur sina, hina dönsku valdsmenn. Kunnasta kvæði hans — Fugla- kvæðið — er enn sungiö undir færeyskum dansi, en þar er taliö að hann hafi lýst dönskum valdsmönnum sem rán- og hræ- fuglum. Sjálfum sér lýsti hann eða likti við Tjaldinn, sem siðan hefur veriö einkennisfugl Fær- eyja. Páll reyndi að brjóta hið danska einokunarvald með þvi að láta smiða skip, til siglinga til annarra landa og vildi þannig losa landa sina við danska áþján. Skip hans, Royndin frida, hvarf i hafi og hanií sjálfur einn- ig. Var af flestum talið að þaö hafi verið skotið i kaf undan Suðurey, enda höföu heyrst fall- byssuskot undan eynni á þeim mmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmLtiMtL' Færeysk sjóhús tima, sem von var á Royndinni fridu úr siglingu. Var hann, að vonum , lengi harmaöur af lönd- um sinum. mmmmmmm^—mmmmmmmmm^J f ' —.. '■ t OR YMSUM ATTUM Samstarfið við Samtökin á Vestfjörðum Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjöröum fjallar um sam- starfið við Samtökin i leiðara 11. mai sl. Þar segir svo: 1 siöasta tbl. af VESTRA, blaði SFV á Vestfjörðum, er m.a. kvartað undan þvi, að Alþýðuflokksmenn á Vestfjörð- um hafi ekki tekið nægilega vel hugmyndum SFV um samstarf i Vestfjarðakjördæmi. Þaö er rangt. Alþýðuflokkurinn á Vest- fjöröum hefur tekiö jákvætt i það mál, skipaö nefnd til við- ræðna við SFV-menn og biöur sú nefnd nú eftir þvi að Samtökin láti vita hvar og hvenær þau óski að fyrsti viðræöufundurinn verði haldinn. A þeim fundi munu Alþýðuflokksmenn á Vestfjörðum leita eftir þvi um hvers konar samstarf Samtökin eru aö tala, en það hefur aldrei komið fram, svo og hvort það rúmist innan nýsamþykktra laga Alþýðuflokksins um próf- kjör eða hvort Samtakamenn hafi i huga einhver önnur og sérstök skiiyröi fyrir samvinnu við Alþýöuflokkinn. Eölilegast væri að sjálfsögðu, aö Samtaka- menn á Vestfjörðum gengju til liðs við Alþýðuflokkinn eins og margir aörir flokksbræður þeirra hafa gert á undan þeim, meö þvi að ganga i Alþýöuflokk- inn eins og það fólk gerir, sem vill starfa meö honum að fram- gangi jafnaðarstefnu á Islandi. Þar yrði Samtakafólkið að sjálfsögðu boðið velkomið og myndi njóta allra sömu réttinda og annað Alþýðuflokksfólk. Vilji Samtakamenn á Vestfjörðum hins vegar ekki ganga til liös við Alþýðuflokkinn með þeim hætti heldur aðeins með einhverjum skilyrðum, þá er aö vita, hver þau skilyrði eru. í þvi skyni hafa Alþýðuflokksmenn á Vestfjörð- um kjörið nefnd til viöræðna við Samtökin. Þeir Samtakamenn geta þvi ekki kvartað undan, aö tilmæli þeirra um samvinnu séu að engu höfð. Hitt er svo annað mál, sem SKUTULL viðurkennir fúslega, að Alþýöuflokksmenn á Vest- fjörðum eru síöur en svo full- vissir um, að alvara búi á bak við þetta samvinnutal Samtak- anna. Vestfirskir Alþýðuflokks- menn hafa rika ástæöu til að ef- ast um það. I fyrsta lagi i ljósi fyrri reynslu. 1 öðru lagi vegna þess, hvernig á málinu er haldið að hálfu sumra forystumanna SFV á Vestfjörðum. Hver er sú reynsla, sem rætt er um? Hún er Alþýðuflokks- mönnum á Vestfjörðum enn i fersku minni. Ekki skorti á það fyrir siðustu Alþingiskosningar, að Samtakamenn á Vestfjörö- um færu mörgum og fögrum orðum um samvinnuvilja sinn með Alþýöuflokknum. Alþýðu- flokksmenn á Vestfjöröum trúðu þessum orðum lengi framan af og ýmsir forystu- menn flokksins I öðrum kjör- dæmum mun lengur. En reynsl- an var sú, að á sama tima og forystumenn Samtakanna i Vestfjaðakjördæmi töluðu fag- urt viö Alþýðuflokksfólk á Vest- fjörðum og stóðu i baktjalda- makki við ýmsa aðra menn voru þeir i óöa önn að ganga frá framboðslista sinum og undir- búa kosningabaráttuna. Þegar þeir svo loksins töldu, aö ekki yrði lengur undan þvi komist að tjá Alþýðuflokknum að ekkert yrði úr samstarfi munaði minnstu að þeim heföi tekist að koma i veg fyrir, að Alþýðu- flokknum ynnist timi til þess að bjóða fram á Vestfjörðum og kosningaundirbúningur Alþýðu- flokksmanna komst i eindaga.” í siðari hluta leiðarans er vik- iö nokkuö að þeirri málsmeð- ferö Karvels Pálmasonar og Samtakanna á Vestfjöröum aö leita til „forystu Alþýðuflokks- ins i Reykjavik” um samstarf og samvinnu en ekki til kjör- dæmisráðs Alþýöuflpkksins á Vestfjörðum. Gagnrýnir leiðar- ahöfundur mjög harölega þessa málsmeðferð. Þessi „Forysta Alþýöu- flokksins i Reykjavik” sem um er rætt er auðvitaö flokksstjórn- in sjálf, sem er æðsta valda- stofnun flokksins á landsvisu en ekki fyrir Reykjavik, þótt svo hagi til að aðalskrifstofa flokks- ins sé staðsett i Reykjavik og aðalstarfsemi flokksstjórnar og framkvæmdastjórnar fari fram i Reykjavik. Það er þvi mjög vafasamt að hægt sé að gagnrýna þá Sam- takamenn fyrir þessa máls- meðferð. Kjarni málsins er hinsvegar sá að skipuö hefur veriö samninganefnd af beggja hálfu, þar sem formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, á m.a. sæti fyrir hönd flokksstjórnar Alþýðuflokksins. Ef Samtakamenn i alvöru vilja ganga til samstarfs viö Alþýðuflokkinn ættu þeir ekki að láta dragast mikið lengur að svara bréfi Alþýðuflokksins frá 28. marz sl. þar sem greint er frá skipan viðræðunefndar- innar, og látin i ljós ósk um að vfðræöur geti hafizt sem fyrst. SSðan eru liönir tæpir tveir mánuðir og ekkert hefur heyrzt frá viðræðunefnd Samtakanna á Vestfjörðum. Viðræðunefnd Alþýðuflokksins biður þvi enn eftir að heyra frá Samtökunum, og þar viö situr. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.