Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 16
Er varanlegur samdráttur í tóbakssölunni? Alþýðublaðið leitaði álits talsmanna þriggja innflutningsfyrirtækja tóbaks Baráttan gegn reyking- um hefur verið mjög of- arlega á baugi síðustu vikur og hún virðist hafa haft mikinn árangur< að því er fregnir herma. Námskeið hafa verið haldin víðsvegar um land og mönnum þeim sem vilja hætta leiðbeint til þess, starfsfólk fyrir- tækja og stofnana hefur tekið sig saman og lagt sigarettunni í vinnunni (og margir fyrir fuilt og allt!), skólabörn hafa haf ið mikla f jöldabaráttu gegn sígarettunni og margt fleira mætti tína til. En er þessi árangur timabundinn eða er hann varanlegur? Þessari spurningu er auðvitað ómögulegt að svara á þessu stigi, en eins og er hefur umtalsverður sam- dráttur orðið í tóbakssölu og verður tíminn að leiða i Ijós hvort hann helzt áf ram. Álþýðublaðið haf ðj j gær samband við 3 inn- flutningsfyrirtæki tóbaks og spurði forráðamenn þeirra um söluna undan- farnar vikur og viðhorf þeirra til áróðurs gegn tóbaksreykingum og til reykinga yfirleitt. Fara svörin hér á eftir. . —ARH „Reykt frá 15 ára aldri og ætla ekki að hætta” — segir Rolf Johansen — Ju, þaö má greinilega merkja nokkurn samdrátt i tóbakssölu hjá okkur, þó of snemmtsé aö spá um hve mikill hann er og hvort hann er til frambúðar eöa aöeins tima- bundið. Reynslan sýnir, bæöi hér heima og úti i löndum, að mikill áróöur gegn reykingum dregur talsvert úr tóbaksnotkun en sfðan sigur i sama horfiö á ný- Þetta sagði Rolf Johansen við Alþýðublaöið i gær. — ítalia er ágætt dæmi, en þar voru tóbaksauglýsingar bannaðar og mikill áróður haf- inn gegn reykingum. Reyking- arnar minnkuöu i nokkrar vik- ur, en siðan jukust þær aftur og ítalir reyktu meira en nokkru sinni fyrr. Svipaöa sögu má segja frá Bandarikjunum. Siga- rettur hafa seist og þær seljast áfram af þvi að fólk vill þetta. Það skiptir vist litlu með litar- hátt fólks og annað. Ég á þvi von á að þessi sam- dráttur hjá okkur núna veröi ekki til frambúðar, heldur muni salan ná sér upp mjög fijótlega. — Hcfur áróðurinn haft ein- hver áhrif á þig sjálfan? — Nei, nei, ég hefi reykt siðan ég var 15 ára og hefi ekki hugsað mér að hætta! —ARH „Áróður gegn reyk- ingum á ekki að byggjast á ofstæki” — segir Egill ígústsson hjá Íslenzk-Ameríska verzlunarfélaginu h.f. — Við getum vel við unað, sagði Egill Agústsson hjá ís- lenzk-Ameriska verzlunarfélag- inu. — Salan hjá okkur jókst um 25% i april, en á sama tima virðist mér vera samdráttur i sölu margra annarra tegunda. En það er fullsnemmt að segja „Hætti í tvo daga þegar sjónvarps- námskeiðið hófst” — segir Haraldur Haraldsson hjá Glóbus h.f. — Samkvæmt söluskýrslum aprilmánaðar hefur orðið sölu- aukningá tóbakifráokkur,enég tel hins vegar aö hugsaniegur samdráttur i sölu vegna áróðurs gegn reykingum komi fyrst i ljós imaisölunni. Annars hefi ég heyrt hjá mörgum kaupmönn- um, að þeim finnst salan hafa dregizt dálitið saman og áhrifin af svona áróðri koma auövitað fyrst fram hjá þeim. Þetta sagði Haraldur Har- aldsson hjá fyrirtækinu Globus. Við spuröum hann um álit hans á öllum þeim áróðri gegn reyk- ingum, sem verið hefur I gangi i undanfarnar vikur. — Það er i sjálfu sér ekkert nema gott um hann að segja og ég ætla ekki aö mæla gegn hon- um sem slikum. En ég tel, aö bann við tóbaksauglýsingum hafi afar litið að segja og að tóbaksauglýsing ein sér fái eng- an til aö byrja að reykja. En áróður eins og þessi hefur auð- vitað áhrif fyrst i stað, en siöan nær salan sér á strik á ný. Eins tekur maöur eftir þvi aö jafn- hliða samdrætti i sigarettusölu, þá eykst oft sala i piputóbaki og vindlum, þannig að nokkuð virðist vera um aö menn breyti reykingavenjum sinum fremur en að hætta alveg. Þá má sjá á sölu skýrslum, að margir virðast nota áramótin til að strengja heit um reykbind- indi og er tóbakssala I janúar þá heldur minni en venjulega. En yfirleitt tekur hún svo ræki- lega við sér i febrúar og fólk virðist m.a.s. reykja upp tim- ann sem það ,,misstiúr”eftir að það hætti að reykja! — Hefur allur þessi áróður gegn reykingum einhver áhrif á þig sjálfan? — Ja, ég hætti i tvo daga þeg- ar námskeiðið fyrir þá sem vildu hætta hófst i sjónvarpinu, en svo sprakk ég. Annars get ég sagt þér, i beinu framhaldi af þvi sem ég sagði áðan um á- hrifamátt tóbaksauglýsinga, að ég handleik daglega auglýsing- ar fyrir okkar tóbakstegund en þrátt fyrir það reyki ég hana ekki sjálfur! —ARH til um hugsanleg áhrif þessa áróðurs nú, það kemur betur i ljós þegar skýrslur yfir maisöl- una liggja fyrir. — Attu von á þvi aö sam- dráttur i tóbakssölu, ef veröur, verði varanlegur, eða aöeins um stuttan tima? — Þaö hefur komiö fyrir áður að lægðir hafa verið i tóbakssöl- unni, en reynslan sýnir að hún smá sigur upp á við aftur og ég á von á þvi að svo fari einnig nú. — Hvert er þitt álit á öllum þcim áróðri sem hafður hefur veriö i frammi gegn reykingum að undanförnu? — Ég hefi I sjálfu sér ekkert við hann að athuga, svo framar- lega sem hann er ekki byggður á ofstæki. Ég lit á mitt starf sem hverja aðra þjónustu og við er- um alls ekki að þröngva tóbaki upp á fólk. Á meðan tóbak er ekki hreinlega bannaö i þessu landi og á meðan aö fólk vill einu sinni fá þessa vöru, þá reynum við að veita þvi þessa þjónustu. — Hefur áróðurinn haft cin- hver áhrif á þig sjálfan? — Ég hefi aldrei reykt og áróðurinn hefur a.m.k. ekki fengiö mig tii að byrja á þvi ! —ARH FOSTUDAGUR 20. MAÍ 1977 alþýðu blaðið Seð: 1 fundargerðum borg- arráös Reykjavikur frá 13. þessa mánaðar, að borgin hefur fallið frá fyrirhuguð- um kaupum á húsnæði fyrir skóladagheimili að Krummahólum ö.Einnig að fjallaö var um umsögn raf- magnsstjóra um erindi Kaupmannasamtakanna um afslátt á rafmagnsverði til smásöluverzíana. Einn- ig, aö samþykkt var að mæla með veitingastofu- leyfi fyrir félagsheimili Tannlæknafélags Islands. Einnig, að samþykkt var að mæla meö umsókn Haf- þórs Guðmundssonar um leyfi til að reka gistiheimili að Mávahlið 48. Einnig, aö lögð voru'frám tvö bréf frá Hilmari Helgasyni varð- anði stofnun og rekstur af- vötnunarstöðvar. Lesið: í Svarthöfða Visis um yfirmannaskiptin hjá Skipaútgerð rikisins: „Samgönguráðherra mun ekki hafa leitað neinna ráða hjá Guðjóni (Teits- syni) um eftirmanninn, enda ekki til þess skyldur, og mun jafnvel hafa boriö á þvi að eftirmaðurinn hafi verið valinn nokkuð timan- lega. En útgerðin var orðin Guðjóni næsta kær eftir langt starf og margskonar erfiðleika, sem varð aö yf- irstiga. Hann tók þvi einn minjagrip með sér af skrif- stofunni. Það var gamla handsnúna Facit-reiknivél- in. Hann borgaði fyrir hana 2500 krónur samkvæmt mati Innkaupastofnunar rikisins. Nýi framkvæmda- stjórinn keypti sér 110 þús- und króna Merkury raf- heilareikni i staðinn. Hann lét einnig skiþta um teppi á skrifstofunni, flytja borð Pálma Loftssönar i geymslu og og sögugögn fé- lagsins i tveimur stálskáp- um niður i vörusali féiags- ins. Þegar þessu var lokið setti samgönguráðherra Guðjón Teitsson út úr stjórnarnefndinni. Þar sitja nú þrir menn, sem aldrei hafa komið nálægt útgerð strandferðaskipa.” Tekið eftir: að atvinnu- rekendur voru feiknarlega geðvondir þegar þeir mættu til samningafundar á miðvikudaginn á Hótel Loftleiðum þegar við nán- ari athugun kom i ljós að hagspekingar þeirra höfðu misreiknað sig herfilega I mati slnu á hugmyndum sáttanefndar. Kom þetta meöal annars fram i máli Davið Sch. I sjónvarps- fréttum, þar sem hann hélt þvi fram að kjarabætur launþega samkvæmt um- ræðugrundvellinum, yröi um tuttugu prósent. Við nánari athugun kom þvi miður I ljós að mikið var ofreiknað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.