Alþýðublaðið - 20.05.1977, Side 8

Alþýðublaðið - 20.05.1977, Side 8
8 FRÉTTIR Föstudagur 20. maí 1977 Sterkasta sýning Braga til þessa Bragi Ásgeirsson listmálari er nú með meiriháttar sýningu i gangi i kjallara Nor- ræna hússins. Þetta er ekki málverkasýning i þess orðs venjulegri merkingu heldur sýn- ing einskonar relief- málverka. Bragi hefur reyndar oft áður, eða allt frá 1964, gert mikið ef þesskonar relief mynd- um, og hafa þær alltaf vakið nokkra athygli listunnenda hér á landi. Þótt islenzkir listamenn hafi oft á tiöum notaö samsvarandi efni i myndir sinar er enginn vafi á þvi að Bragi Asgeirsson ber höfuð og herðar yfir þá alla, sem gert hafa relief myndir hér á landi. Ef til v ill er ekki hægt að segja að Bragi sé sérlega frumlegur i efnisvali. Hins vegar liggur styrkur hans fyrst og fremst i myndbyggingunni, sem er ein- staklega öguö og ber vott um mikla þekkingu, næmt skyn- bragð og mikla reynslu. Bragi Asgeirsson er listamað- ur sem lifir og hrærist i þvi sem fagurt er i kring um hann. Hann labbar um fjörumar og tinir upp smáhluti, sem hann siðan notar i myndirnar sinar. „Fegurðina er ekki aðeins að finna uppi á fjöllum, hún er hérna.... allt i kring um okkur,” segir Bragi Asgeirsson. Listamaðurinn segist alltaf vera önnum kafinn. Hann mái- ar, kennirlist og skrifar um list. „Mér finnst gaman að öllu sem að myndlist lýtur,” segir Bragi. „En öllu má ofgera.” Nú er Bragi Asgeirsson búinn að fá ársorlof og má þvi búast við að hann fái enn betri tima til að vinna að hugðarefnum sin- um, myndlistinni. Hvað um það, þessi sýning Braga Asgeirssonar er listvið- burður, enda er þama aö sjá sterkustu sýningu sem listamaöurinn hefur sett upp til þessa. Alis eru á sýningunni 60 verk og er verö þeirra frá 75-500 þús. krónur. Sýningin verður opin til 24. mai nk. —BJ ÚTBREIÐSLUHERFERÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS »v‘V*v vst** > Eflið Alþý lítbreiðið J V ðuflokkinn Uþýðublaðið J Vinnum að eflingu Alþýðuflokksins með því að gera Alþýðublaðið að sterku og áhrifamiklu baráttutæki fyrir jafnaðarstefnuna á islandi Aukið áskrifendafjöldann Gerizt áskrifendur Hafið samband við afgreiðslu blaðsins í síma 14-900 og 8-18-66 eða talið við út- breiðslustjórana á viðkomandi stað varðandi nýja áskrifendur og einnig varðandi dreifingu blaðsins IÍTBREIÐSLUSTJÓRAR ALÞÝÐUBLAÐSINS í VESTFJARÐAKIÖRDÆMI ERU ERU: Patreksfjörður Björn Gislason, Brunnum 18, simi (94)1380 ísafjörður Gestur Halldórsson, Hjallavegi 8, simi (94)3180 Gunnar Pétursson, Hjölium 13, Sigurður Jóhannsson, Eyrar- simi (94)1367 Súgandafjörður Ingibjörg Jónasdóttir, Aðalgötu 16, simi (94)6134 Þórir Axelsson, Aðalgötu 39, simi (94)6179 götu 6, simi (94)3503 Bolungarvik Kristin Magnúsdóttir, Völu- steinsstræti 32, simi (94)7168 Kristján Möller, Skólastig 26, simi (94)7321 Bildudalur Agústa Sigurðardóttir, Bakka- túni, simi (94)2203 Kristinn Asgeirsson, Dalbraut 17, simi (94)2168 Tálknafjörður Kristján Hannesson, Lambeyri, simi (94)2511 mirTmmri,,i'ii'*ri''i,i 'iri'TnTlHlm,'miiTfni'iiri iíiiiii iii nim GERflST AÐILAR AÐ EVRÓPUSAMTÖKUM Verktakasamband Islands hef- ur nýverið ákveðið að gerast aðili að International European ConstructionFederation, sem eru samtök verktaka i Evrópu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var i Reykjavik 28. marz síðast liðinn. A siðasta starfsári var fengizt við hin ýmsu verkefni sem máli skipta fyrir verktaka og má þar nefna endurskoðun almennra út- boðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir, kjaramál og aðild að VSÍ auk þess sem gerðar voru athugasemdir við útboðs- gögn og fleira. A aðalfundinum var samþykkt að breyta nafni félagsins sem áð- ur hét Samtök íslenzkra verktaka i Verktakasambands tsiands. Formaður sambandsins er Páll Gústafsson en framkvæmdar- stjóri Othar örn Petersen hdl. —GEK 60% Héraðsbúa leit- uðu læknis síðari hluta árs í fyrra Heilsugæzlustöðin á Egilsstöð- um tók til starfa á árinu 1974. Þar eru nú 19 sjúkrarúm með 25 starfsmenn. A timabilinu 1. júli 1976 til 31. desember sama ár leituöu alls 1477 einstaklingar til stöðvarinn- ar um læknishjálp. Er það nær 60% ibúa læknishéraðsins sem leitað hefur til stöðvarinnar á þessu hálfa ári. Atta aðilar komu oftar en 15 sinnum þetta timabil, 120 komu oftar en fjórum sinnum og rúmlega 550 aðeins einu sinni. Algengustu tilefni þess aö fólk leitaði heilsugæzlustöðvarinnar voru endurnýjanir lyfseðla. Alls voru -endurnýjaðir 928 lyfseðlar. Næst flestir komu i eftirlit 762, en 417 manns kom til heilsuverndar. Rúmlega 3900 manns fékk lyf jagjöf á stöðinni þetta hálfa ár, ónæmisaögerö var gerð á 354 en 140 voru lagöir inn á sjúkrahús. —AB Hraðfrystihúsið í Keflavík: Rekið með tapi á síðasta ári Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var haldinn fyrir skömmu. 1 skýrslu Gunnars Sveinssonar, kaupfélagsstjóra, kom m.a. fram, að heildarvelta á árinu nam kr. 1.337.533.440 tekjuafgangur var alls kr. 556.012 og afskriftir kr. 4.552.190. I Grindavik var slátrað 10.997 fjárá vegum félagsins og reyndist meðalþungi dilka vera 13.62 kg. Þá flutti framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins,, Bene- dikt Jónsson, skýrslu um rekst- ur þess, og nam heildarveltan kr. 518.426.334, reyndist vera um taprekstur á frystihúsinu aö ræða, og nam hann 14.811.296, þegar afskriftir höfðu verið færðar. Sl. ár var gerður út einn bát- ur, sem félagið á, auk togarans Aðalvikur. Til viöbótar var keyptur afli af fimm öðrum bát- um en afli togarans var uppi- staöan I framleiðslu frystihúss- ins á árinu. —JSS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.