Alþýðublaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 4
4 ÚTL0ND Miðvikudagur 13. júlí 1977 SSSt PER E. KOKKVOLD: EININGARSAMTOK AFRIKU HAFNA SITTHOLE OG MUZOREVA — á fundinum í Gabons í Libreville Stjórnendur 49 sjálf- stæðra Afrikurikja, sem mynda Einingar- samtök Afriku (OAU) hafa nýlokið vikulöng- um fundi i Gabons i - Libreville. Eins og vænta má var deila svartra og hvitra i Rhodesiu mjög á dagskrá og raunar meira en það. Kunnugt er, að tvenn samtök blökkumanna i Rhodesiu hafa deilt ákaft um forræði fyrir baráttunni gegn hvit- um. Föðurlandsfylk- ingin undir stjórn Joshua Nkomos og Mu- gabes annarsvegar og Þjóðernisflokkurinn undir forræði Abel Muzorewa, biskups og Noabingi Sitholes, hafa fram að þessu skipt blökkumönnum Rho- desiu i tvær fylkingar. 1 siðastliðnum janú- armánuði gerðist það, að grannriki Rhodesiu ákvæðu að skipa sér saman um að styðja einhuga Föðurlands- fylkinguna. Þessi riki eru Angola, Botswana, Mosambik, Tanzania og Zambia. Þetta skref var i fyrstu mjög umdeilt meðal annarra rikja OAU, og það kom i ljós á ráðherrafundi i febrúar, sem haldinn var i Lomé. En þar sættust menn loks á, að fresta ályktunum til forsetafundarins, sem nú er nýlokið. Það, sem mest kom á óvart I ályktunum forsetafundarins, var, að þær voru gerðar ein- róma i þessu efni. Fylgismenn Muzorewas og Siholes benda þó á, aö ekki felist iályktun OAU nein fordæming á hendur þeirra, og vilja láta liggja að þvi, að vel gæti oröið um endurskoðun að ræða. Aðrir . telja hinsvegar, að hér hafi OAU - Robert Mugabe (I miðju).Til vinstri Edgar Teke og G. Sillindika til | hægri, nánir samstarfsmenn Mugabes. að fullu gert upp á milli deiluað- ilanna innan blökkumanna i Rhodesiu og það sé aðeins ósk- hyggja, að þvi verði breytt. Alyktunin ber greinilega með sér, að það sé aðeins Föður- landsfylkingin, sem eigi að hljóta stuðning OAU, og aöal- rökin eru einfaldlega þau, að það hljóti að seinka frelsisstriöi blökkumanna, að tveir aðilar togist á um forræði svo sem ver- ið hefur, og OAU lýsir þvi yfir, að það sé mat rikisstjóra sam- bandsins, að frelsisherinn eigi aðeins að vera einn I Rhodesíu. Kampakátir sigurveg- arar! Það voru hvorki hljóðir né hógværir menn á ferð, þegar Nkomo og Mugabe héldu blaða- mannafund eftir samþykktina i Gabons. Mugabe lagði aðaláherzluna á, að nú væri komiö svarið viö þvi, hver það væri, sem fram- vegis yrði i forsvari fyrir blökkumenn Rhodesiu. Nú gilti að láta kné fylgja kviði og þurrka út hina brezku heims- veldisstefnu I Afriku, nýlendu- stefnu Breta og kapitalismann. Nkomo vék hinsvegar harð- lega aö starfsemi Muzorwas, og gekk þar öllu lengra en nokkru sinni fyrr. Hann haföi sleppt þvl Joshua Nkomo i Osló vikuna áður, að biskupinn væri „prestlærður lygari”. A blaðamannafundinum i Libreville kallaði hann Muzore- wa hinsvegar „lús”! „Þegar barizt er við ljón (Ian Smith) hirða menn ekki um bit smálúsa”, sagði hann. „Við lát- um þær eiga sig, unz ljónið er að velli lagt. Þá fyrst gefst tæki- færi til að hreinsa af sér óvær- una.” Báðir leiðtogar Fööurlands- fylkingarinnar lögðu megin- áherzlu á, að þeir væntu þess, að ródesiskir blökkumenn skipuðu sér nú einhuga undir merki Fylkingarinnar. Viðbrögð hinna sigr- uðu. Muzorewa biskup, sem einnig var á fundinum i Gabons, hefur látið það boð út ganga til fylgis- manna, að nú þegar þeir geti ekki lengur vænzt aðstoðar ut- anfrá.sé ekki um annað að gera en að þeir gangi i leið með skæruliðum annarra samtaka, enda megi þeir við öllu illi búast ella. Sitthole hefur hinsvegur lýst þvi yfir, að það sé skoðun sin að útilokað sé eftir yfirlýsingar OAU, að takist að sameina Rhodesiumenn. Hann bætir þvi við, að Föðurlandssfylkingin sé I reynd erlend skipulagning, sem ekki þjóni öðru en erlend- um hagsmunum! Erfitt hlutverk. Sýnt er, að það verður ekki auðvelt fyrir brezka utanrikis- ráðherrann, David Owen, að fá botn I milligöngu milli hinna striðandi aðila I Rhodesiu. Ian Smith og hviti kynstofninn þar er viðsfjarri þvi að vilja gefa á bátinn völd sin og forræði I land- inu — sennilega aldrei fjær en nú. Blökkumenn eru nú ákveðn- ari en nokkru sinni áður i að láta vopnin tala, og fundurinn i Libreville hefur stælt þá veru- lega, þar sem þeir auövitað treysta á, að Einingarsamtökin láti ekki stija við orðin tóm. „Tilgangslaust er”, segir Nk- omo, „að gera sér vonir um frjálsa og óháða Rhodesiu meö samningaþófi við Vesturveld- in.” „Hið eina, sem frambærilegt er I samningum”, segir Muga- be, „er að hvitu mennirnir snúi sér að þvi, að fá völdin I landinu I hendur samtökum skærulið- anna og þvi fyrr þvi betra.” Nú eru i gangi umræður og samningaumleitanir i Suður Af- riku, þar sem mál Rhodesiu blandast einnig inn I, á vegum brezka utanrikisráðuneytisins og bandariska ambassadorsins, Stephen Low. Þar eru frumdrög Owens lögð til gruundvallar, og sjálfur mun hann fara til Suöur Afriku i lok þessa mánaðar, eöa fyrst i á- gúst. Útlitið á friðsamlegri lausn er vægast sagt skuggalegt, en hið eina, sem Owen mun geta bund- ið einhverjar vonir viö.er, að áðurnefnd fimm nágrannariki Rhodesiu komist að þeirri nið- urstöðu, aö þau hafi meira að vinna en tapa á samningaum- leitunum. Það sé nefnilega ekki alveg vist, að ef til sprengingar kemur — opinnar styr jaldar — berist á- hrif hennar ekki út fyrir landa- mæri Rhodesiu! ÞýG *o'N? * POSTSENDUM TROLOFUNARHRINGA JoÍMiinrs lcitsson — U.tug.torgi 30 <5>inti 10 209

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.