Alþýðublaðið - 07.02.1978, Síða 5

Alþýðublaðið - 07.02.1978, Síða 5
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 5 SKOÐUN Vladimir Zagvoskín skrifar: Hvernig Iffta Sovét- menn á samskiptin við ísland? Vladimir Zagvoskin er starfsmaður sovézku fréttastofunn- ar APN i Moskvu. Hann hefur ritað þessa grein sérstaklega fyrir Alþýðublaðið um sam- skipti Sovétrikjanna og islands á sviði við- skipta og menningar- mál. Sovétrikin voru meðal þeirra rikja sem fyrst viðurkenndu sjálfstæði Islands fyrir tæpum 34 árum. Siöan hafa samskipti okkar þróast vél, fyrir tilstilli þjóðanna beggja. Þetta á við um nær öll svið samstarfsins. Arið 1977 var mjög jákvætt fyrir al- hliða þróun samskipta land- anna. Þar ber i fyrsta lagi að. nefna mikilvægi heimsóknar Geirs Hallgrimssonar, forsætis- ráðherra íslands, til Sovétrikj- anna. I viðræðum hans við sovéska ráðamenn kom fram staðfesting á þvi að afstaða ts- lands og Sovétrikjanna til ým- issa alþjóðamála er mjög svip- uðeða hin sama. Þýðingarmesti liðurinn i hinu pólitiska sam- starfi landanna er sú áhersla sem lögð er á nauðsyn spennu- slökunar, eflingar öryggis og samstarfs í Evrópu. I ræðu sem Alexei Kosygin hélt i Kreml 21. september sagði hann m.a.: „Sovétmenn lita á Island sem eitt þeirra landa er við treystum á, bæði hvað snertir tvihliða samskipti og slökun spennu i Evrópu, i samræmi við Hel- sinkisáttmálann. Fyrir hendi eru raunhæfir möguleikar til að efla friðinn i Norður-Evrópu. Þar ráða mestu ýms jákvæð atriði sem stuðla að slökun spennu á þessu svæði, svo sem einsog t.d. stefna Islendinga, sem miðar að þvi að leyfa ekki að kjarnorkuvopn séu staðsett á islenskri grund”. Hvað snertir aðrar hliðar hins sovésk-islenska samstarfs má geta þess að i april 1977 var und- irritað i Reykjavik samkomulag um tæknilegt og visindalegt samstarf á sviði fiskveiða og rannsókna á lifandi auðlindum hafsins, og var samkomulagið undirritað meðan sovéski sjá- varútvegsmálaráðherrann, A. Iskof, var staddur i Reykjavik. 1 ágúst var svo undirritað i Moskvu fyrsta langtima sam- komulagið milli sovéska fyrir- tækisins Centrosojús og Sam- bands Islenskra Samvinnufé- laga. Þessi plögg leggja grund- völl að frekari samskiptum landanna, og þá einkum á efna- hagssviðinu, sem er stærsta svið samstarfsins. A undanförn- um 6 árum hefur gagnkvæm vöruvelta aukist um rúmlega 300%. Arið 1976 voru Sovétrikin stærsta útflutningsland Islend- inga. Sovétrikin sjá íslending- um fyrir nær öllum þeim oliu- vörum sem þeir nota, selja þeim bila og aðrar iðnaðarvörur, járn og trjávið, svo eitthvað sé nefnt. Islendingar selja Sovétmönnum hinsvegar fisk og fiskafurðir, -ullarvörur og fleira. Eyjólfur Isfeld, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sagði eitt sinn að sovésk-islensk viðskipti væru mjög mikilvæg, einkum nú, þegar eftirspurn eftir is- lenskum fiski fer minnkandi á Vesturlöndum vegna kreppuá- stands. Þetta mat Isfelds er til vitnis um að hann litur á Sovét- menn sem trausta viðskiptaað- ila. Á árinu 1971 hafa viðskipti landanna byggst á langtima- grundvelli. Það samkomulag sem nú er i gildi var gert 1. janúar 1976 og gildir í fimm ár. Gagnkvæm vöruvelta á fyrstu niu mánuðum ársins 1977 jókst frá sama tfmabili ðrið áður um 11 miljónir rúbla og nam h.u.b. 54 miljónum. Nýjung I efnahagslegu sam- starfi Sovétrikjanna og tslands er virkjunin Sigalda sem reist var með þátttöku Sovétrikj- anna. Virkjunin er þegar tekin til starfa að nokkru leyti. Þess ber einnig að geta að uppá siðkastið hafa pólitiskir ráðgjafar fundir gerst reglu- legri I samskiptum landanna og þingmenn beggja landa hafa aukið tengsl sin á milli. Þá hafa einnig tekist góð samskipti með sovéskum og Islenskum félaga- samtökum, æskulýðs- og kven- félögum og fleiri aðilum. Gott samstarf hefur tekist með visindamönnum landanna, einkum á sviði jarðfræði og jarðelisfræði. Einsog fram kemur i sameig- inlegri yfirlýsingu sem gefin var út I lok heimsóknar Geirs Hallgrimssonar bentu báðir að- ilar á „þróun sovésk-islenskra samskipta á sviði menntamála, vlsinda og menningar, sem orð- ið hefur innan ramma áætlunar um menningar- og visindasam- starf fyrir árin 1975—1979”. 1 samræmi við þessa áætlun fer fram viðtækt menningar- samstarf. Sovéskir leikstj. og balletmeistarar hafa meö góð- um árangri starfað i Þjóðleik- húsinu islenska, sett þar á svið verk einsog „Náttbólið” eftir Gorki og ballettinn „Ys og þys útaf engu” eftir Hrennikof. 1 is- lenskum leikhúsum hafa verið sviðsett mörg leikrit rússneskra og sovéskra höfunda, t.d. Tsék- hofe, Gogols, Bulgakofs, og Arbúsofs. 1 fyrrahaust fóru fram „Dagar Sovétrikjanna” i Reykjavik og voru þeir helgaðir sovétlýðveldinu Lettlandi að þessu sinni. Nokkru siðar, i október, voru haldnir Dagar sovéskra kvikmynda i Reykja- vik. Þar gafst islenskum áhorf- endum kostur á að sjá myndirn- ar „Sigaunarnir hverfa út i blá- inn”, „September” og „Prins- essan á bauninni”. Vináttufélögin Mir og SSSR- Island gegna mikilvægu hlut- verki i sambandi við eflingu vináttu og gagnkvæms skiln- ings. Meðal félaga i SSSR-Is- land eru þekktir stjórnmála- menn, menningarfrömuðir, vis- indamenn, iþróttamenn, og einnig stórir hópar, t.d. starfs- fólk verksmiðja, samyrkjubúa, rannsóknarstofnana o.s.frv. Ar- lega gengst félagið fyrir mörg- um samkundum, t.d. skemmt- unum og samkomum til að minnast hátiðisdaga islensku þjóðarinnar. 1 stuttu máli má þvi segja að samskipti Sovétrikjanna og Is- lands einkennist af góðri sam- tíuð og gagnkvæmri virðingu. Þar sem íslendingar eru hættir öllum af- skiptum af heimsmeistarakeppninni að þessu sinni, þá er þeim hollt að lesa þetta greinar- korn, Greinin gæti reynst ágætisinnlegg i ofsa- fengna leit að afsökunum, sem leikmenn og að- stöðumenn handholtalandsliðsins svo og iþróttafréttaritarar eru i núna. Þvi hver vill vinna leik i heimsmeistarakeppni i iþrótt, sem er að deyja út? Greinin er eftir Esben Höilund Carlsen, sem er fyrrum leikmaður, með 1. deildarliðinu USG. Mynd: E. Karlsson. Er handboltinn deyjandi íþrótt? Minnkandi áhugi. Heimsmeistarakeppni I hand- bolta i Danmörku! Nú er mikið um að vera hjá gömlum hand- boltaidiót. En vonin um að sjá góða leiki hefur vikið fyrir óttan- um um það, að þetta verði síðasti stóri handboltaviðburðurinn hér i Danmörku. Handboltaáhuginn hefur i mörg ár smádvinað. Iþróttahallirnar eru tómar sem kirkjur á sunnu- degi þegar venjulegir handbolta- leikir fara fram. Fólkið fer nú frekar að sjá ishokki og sexdaga- hlaup. Það má bæta þvi við að badminton, svo og mömmu- drengjaleikirnir körfubolti og volley-bolti hafa skotizt upp fyrir handboltann á vinsældarlistan- um, en handboltinn var i öðru sæti næst á eftir boltaspörkurunum (knattspyrnu). Það er orðið langt siðan Danir „brilleruðu”, (þeir fengu silfur- verðlaunin i heimsmeistara- keppninni ’67) en það er aðeins hluti af vandamálinu. Sjálfur leikurinn er I upplausn og á góðri leið með að missa aðdráttarafl og tilgang. Knud Lundberg hefur haldið þvi fram, að reglurnar séu ágæt- ar, það veröi að skella skuldinni á dómarana. Ég álit, að þetta sé ekki mergurinn málsins. Þvert á móti. Dómari, sem fylgdi reglun- um nákvæmlega, myndi eyði- leggja sérhvern leik. Þá væri hægt að skipta á dómaranum og lúðrasveit, þar sem flautan væri eitt eilifðarsóló. Leikmenn eru nefnilega sifellt að brjóta af sér. Og ef engin bryti af sér yrðu markatölurnar eitthvað svipaöar . og I körfubolta, þetta 70—80 mörk i leik. Skotin eru einfaldlega orðin of föst og nákvæm. Það er ekki hægt að stöðva nútima skyttur með þvi einu að varnarmennirnir rétti upp hendurnar. Varnarmennirnir verða að fara á móti skyttunum og gripa I þá áður en þeir ná að lyfta sér. Fljúgandi górillur eins og Moser, Maximow, Schmidt, Gruia, Ganschow, Virtalan, Kovacs og margir fleiri hafa sannað það aö stökkskotið er hið eina sem ber rikulegan ávöxt. Þar með eru falleg skot og skemmtileg skot, svo sem undir- handaskot, snúningsskot og fl. orðin forvitnileg og sjaldgæf en án mikilvægis. Sibrotamenn Álinunni er ástandið enn verra. Þar er brotið næstum viðstöðu- laust á leikmönnum en dómar- arnir gripa ekki inn i leikinn fyrr en hinn ógæfusami linumaður fær boltann. Að einu leyti eru dómar- arnir of strangir. Það er alltaf dæmt á tilraun til aö slá boltann (að ná boltanum úr hendi and- stæðingsins án þess að snerta hendina). Þarmeð gera dómar- arnir leiknum mikinn ógreiða, þvi ef það er hvort sem er dæmt á að „takkla” boltann, þá geta þeir eins gripið i hendina. Otkoman verður sú sama. Hin mikla áherzla sem lögð hef- ur verið á likamlegan styrk, hefur haft það i för með sér, að hand- boltinn er orðinn eina iþrótta- greinin, þar sem brot á reglum er nauðsynlegur og sjálfsagður hluti af leiknum. Þetta er stórkostleg- ur ókostur fyrir iþróttagrein, sem hefur fyrir grundvallar veikleika. Tveir þriðju hlutar vallarins eru nefnilega ekkert notaðir nema til þess eins að tefja sóknaraðgerðir. Þar fyrir utan telja margir ofstækisfullir knattspyrnuáhuga- menn að höndin sjálf sé vanda- mál — of öruggt tæki til að byggja spennandi leik á. Það geta allir lært að gripa og þess vegna er engin spurning um knatttækni eins og til dæmis i knattspyrnu. Einhæf sókn eða vörn og aðeins alger mistök gera undantekn- ingu. En samt sem áður hefur hand- boltinn verið dásamlegur leikur, þar sem hugmyndaflug og mýkt hafa teiknað falleg munstur — og þar sem fágunin og fegurðin hafa verið i réttu hlutfalli við útkom- una — en það er sjaldan hægt að segja um knattspyrnuna. En það er langt siðan, og ef frá er skilinn sigur Júgóslava á Olympiuleik- unum i Mllnchen (sem i smátima endurvakti frjósemi og fegurö i handknattleiknum) hefur groddaralegur verksmiðjuhand- bolti ráðið rikjum i handknatt- leiksheiminum siðasta áratuginn. Of stór likami — of litill heili Ég held ekki að reglurnar geti bjargað leiknum. Það verða að koma til nýjar hugmyndir. Til dæmis mætti færa linuna tveim metrum utar á völlinn, en þannig myndi mikilvægi langskota minnka. Það gæfi lika meiri rými á linunni (þar sem hringurinn yrði stærri) og þar með yrði linu- spil mikilvægara. Þá væri hægt að lögleiða bann við þvi að gripið sé I leikmenn þar sem skotfæri væri ekki það sama og mark. Það skaðaði ekkert þó að mark- linan minnkaði svæðið milli varnar- og sóknarsvæðis. Það yrði ef til vill til þess, að mið- vallarspilið, sem vantar svo til- finnanlega i handboltann, sæi nú loksins dagsins ljós. Það væri hægt að hafa marklinuna með eins konar ellipsuformi svo að fjarlægðin i markið yrði minni úr hornunum. Þar með yrðu skot úr hornunum meira freistandi. I þessari heimsmeistarakeppni veröur að sjálfsögöu leikið eftir núverandi reglum og eru hinir sterku slagsmálahundar Sovét- manna og Rúmena meðal þeirra, sem sigurstranglegastir þykja. Maður hlýtur að sjálfsögðu að vona, að dómurunum takizt aö Framhaid á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.