Alþýðublaðið - 30.04.1978, Page 11

Alþýðublaðið - 30.04.1978, Page 11
Sunnudagur 30. apríl 1978 li Gylfi Þ. Gíslason í útvarpsumræðunum: Ný stef na — nýtt hugarfar Senn lýkur siðasta þingi þessa kjörtimabils. Timamót eru framundan i kjölfar kosningar nýs Alþingis. Þess vegna er eðlilegt að skyggnast nú bæði aftur á bak og fram á við. Auðvitað er aðalatriðið að horfa til framtiðarinnar. Björt framtið islenzkrar þjóðar á að vera mark okkar allra. En heil- brigð framtiðarstefna verður ekki mörkuð nema lært sé af reynslu fortiðar. Þess vegna mun ég fyrst fara nokkrum orðum um þróun mála á Islandi á undanförnum árum. Efnahagsmál úr böndum Þvi miður verður ekki annað sagt, en að stjórn islenzkra efnahagsmála hafi farið mjög úr böndum á þessum áratug. Svo alvarleg hafa lausatökin á sviði efnahagsmála orðið, að sjálfu þjóðlifinu hefur stafað og stafar hætt af. Mistökin hafa fyrst og fremst verið fólgin i þvi, að á þessum áratug hefur ár- legur vöxtur verðbólgu verið um þrisvar sinnum meiri en hann var á siðasta áratug. Eitt árið varð hann svo gifurlegur, að um Evrópumet var að ræða. Þetta hefur valdið margvislegu tjóni. Lifskjör almennings hafa orðið lakari en þurft hefði að vera. Ranglæti i skiptingu tekna og eigna hefur aukizt. Atvinnu- rekstur hefur átt i erfiðleikum, þótt sem betur fer hafi tekizt að komast hjá atvinnuleysi. Hag- nýting auðlinda þjóðarinnar hefur orðið óhagkvæmari en ella. Mat á verðmætum hefur brenglast. 1 kjölfar ails þessa hefur siðgæðisvitund þjóðar- innar hrakað. Þeirrar stað- reyndar er of sjaldan getið Hún er þó ef til vill alvarlegasti fylgifiskur óðaverðbólgu, þegar til lengdar lætur. Þá hafa átt sér stað stórkost- leg mistök i fjárfestingu. Sumpart standa þau i sambandi við verðbólguna, sumpart hafa þau ýtt undir hana, en fyrst og fremst bera þau vott um rangar ákvarðanir, aðallega af hálfu stjórnvalda, en einnig af hálfu forráðamanna fyrirtækja. Á siðasta ári hafði fjárfesting aukizt um 80% frá árinu 1970, samtimis þvi sem þjóðartekjur jukust um 44%. A sviði orku- mála verður þjóðin nú og á næstú árum aðstanda straum af arðlausri fjárfestingu, serr\ nemur á annan tug milíjarða. Sérfræðingar, sem starfað hafa á vegum Rannsóknaráðs rikis- ins, telja, að afkástageta fiski- skipaflotans sé orðrn rúmlega tvöfalt meiri en ná^ðsynlegt geti talizt. Haldið hefur verið áfram að stórauka fjárfesfíngtfl landbúnaði, þótt augljóst hafi átt að vera, að viðbótarfjár- festing gat engum arði skilað. Sauðfé i landinu er 50% fleira en þarf til að fullnægja innanlands- þörf fyrir afurðir þess. Þá hefur fjármálastefna opin- berra aðila verð mjög ógætileg. Rikisútgjöld og útgjöld sveitar- félaga hafa vaxið úr hófi fram. Þess vegna hefur rikissjóður safnað meiri óreiðuskuldum i Seðlabankanum en dæmi eru um áður. Verðbólgan, stjórn- leysið á fjárfestingunni og fjár- málastefna opinberra aðila hefur siðan leitt til stórhættu- legrar skuldasöfnunar erlendis, sem nemur nú upp undir 600.000 krónum á hvert mannsbarn i landinu. Enn er samt ónefnt það mál, sem við hlið verðbólgunnar er að minu viti alvarlegasta vandamál Islendinga, þótt of sjaldan sé um það rætt af hrein- skilni. Það er sú staðreynd, að þrátt fyrir 200 milna fiskveiði- lögsögu ofveiðum við mikilvæga fiskstofna við ísland. Ef þvi verður haldið áfram, eiga kom- andi kynslóðir ef til vill eftir að dæma það alvarlegustu mistök þessara ára. Svipað á raunar við um landið, þótt þar séu ekki jafnmikil verðmæti i húfi. Um ótviræða ofbeit á landið er að ræða. Verðbólgu- hugsunarhátturinn Allar þessar staðreyndir bera þvi miður vott um slæma ráðs- mennsku á þjóðarbúinu á undanförnum árum. Lifskjörin hafa orðið lakari en ella. En skert lifskjör má bæta. Þess vegna er efnahagshliðin á vanda okkar kannski ekki hið alvarlegasta i þróun mála á undanförnum árum. Mér virðist margt benda til þess, að i kjöl- far verðbólguhugsunarháttar sé þjóðin að biða tjón á sálu sinni. Ef sá ótti minn er á rökum reistur, er þar um að ræða tjón, sem erfiðara er að bæta. En þeim mun nauðsynlegra er, að við þeim vanda verði brugðizt. En nú skulum við horfa til framtiðarinnar. Hvers er þörf til þess að ráða fram úr þeim efnahagsvanda, sem allir viður- kenna, að við er að etja? Hvernig á að bægja frá dyrum þjóðarinnar þeim háska, sem heilbrigt þjóðlif i landinu stend- ur andspænis? Ný stefna — nýtt hugarfar I þessu sambandi tel ég nauðsynlegt að vekja sérstaka athygli á, að ekki aðeins er nauðsynlegt, að tekin verði upp algerlega ný stefna i efnahags- málum, heldur að i þjóðlifinu sem heild, skapist nýtt hugar- far, ný afstaða atvinnurekenda til launþega og launþega til atvinnurekenda, ný afstaða rikisvaldsins til skattgreiðenda og skattgreiðenda til þess, ný afstaða stjórnmálaflokka hvers til annars og til mikilvægustu samtaka þjóðfélagsins, svo sem samtaka launþega, samvinnu- félaga og vinnuveitenda. Siðast en ekki sizt ber að nefna nauðsyn þess, að við öll, sem einstaklingar, breytum afstöðu okkar hvert til annars, aukum skilning okkar á skoðunum and- stæðings, virðum rétt hvers annnars og vinnum sameigin- lega gegn hvers konar órétti, sýnum umburðarlyndi, en stöndum fast saman um kröfuna um réttsýni og heiðar- leika. Þetta eru forsendur þess, að okkur takist að sigrast á þeim vanda, sem nú er við að etja. Grundvöllur nýrrar stefnu Ég skal nefna nokkrar raun- hæfar ráðstafanir, sem ég tel eiga að vera grundvöllur nýrrar stefnu. I fyrsta lagi verður að koma verðbólgunni niður i viðráðan- legt horf. I þvi skyni verður að hagnýta verðjöfnunarsjóði til þess að jafna tekjusveiflur i Utflutningsatvinnuvegum. Launþegasamtök, vinnuveit- endur og rikisvald verða að koma sér saman um stefnu i launamálum, sem sé innan ákveðinna þjóðhagsmarka og taki fyrst og fremst mið af hags- munum láglaunafólks, en of- bjóði ekki gjaldgetu vel rekinna fyrirtækja. 1 þvi sambandi ætti að hverfa frá hinu sjálfvirka visitölukerfi, sem nú gildir, en koma á skipan, er hefði hliðsjón af breytingum á þjóðartekjum, sem mældar yrðu með eins- konar þjóðhagsvisitölu. öll fjár- festing verður að fara fram samkvæmt áætlun, miðast við innlendan sparnað, og vera á hverjum tima innan þeirra marka, sem efnahagsjafnvægi og framleiðslugeta þjóðar- búsins setur. Stefnan i fjár- málum og peningamálum verður að stuðla að jafnvægi i þjóðarbúskapnum. I öðru lagi verður rikisvaldið að hafa forystu um heildarátak til aukningar á framleiðni og arðsemi i islenzku atvinnulifi, bæði i framleiðslu og dreif- ingu m.a. með þvi að auka heilbrigða samkeppni. I þriðja lagi verður að taka upp markvissa stjórnun á sókn i þá fiskstofna, sem hafa verið of- veiddir. Eina skynsamlega leiðin til þess að tryggja hæfi- lega hagnýtingu þessarar mikil- vægustu auðlindar íslendinga er að gera veiðar háðar leyfum, sem greitt yrði fyrir, en nota siðan tekjurnar til þess að auka hagkvæmni sjávarútvegsins sem heildar. Slik ráðstöfun hefur verið furðu litið rædd, en þó hafa ýmsir helztu sér- fræðingar á sviði sjávarútvegs- mála lýst fylgi sinu við hana. I fjórða lagi verður að byggja framkvæmdir á sviði orkumála i miklu rikara mæli á arðsemis- sjónarmiðum en átt hefur sér stað. ' I fimmta lagi verður að móta nýja stefnu i landbúnaðar- málum, þannig að smám saman yrði að þvi stefnt, að landbún- aðurinn framleiði fyrir innan- landsmarkað, en komist hjá útflutningi I stórum stil, enda verður ekki stundaður blóm- legur landbúnaður á Islajadi með öðru móti. I sjötta lagi er þörf nýs skatt- kerfis, staðgreiðslukerfis og breytingu söluskatts i virðis- aukaskatt, jafnframt þvi sem tekjuskatturinn hætti að vera fyrst og fremst skattur á launa- fólk, en atvinnurekstur beri réttláta skattbyrði. I sjöunda lagi er endurskipu- lagning á almannatrygginga- kerfinu og heilsugæzlunni orðin Framhald á 4. siðu Benedikt Gröndal í útvarpsumræðunum: Heilsteypt og ábyrg stefna í efnahagsmálum Alþýðuflokkurinn hefur um skeið haldið uppi harðri gagn- rýni á islenskt þjóðfélag, eins og það er orðið. Flokkurinn hef- ur ráðist á spillingu i valdastétt- um, lokað flokkskerfi, sérrétt- indi og hvers konar misrétti. Hann hefur gagnrýnt hugarfar gróðahyggju, skattsvika og eigingirni, sem farið hefur si- váxandi. Ein meginorsök þessarar óheillaþróunar er verðbólgan, sem nú er lang hættulegasta vandamál, sem þjóðin hefur við að glima. Rikisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins hefur sýnt undanfarin fjögur ár, að hún ræður ekki við þann vanda, en nú verður ekki lengur flotið á haidlitlum bráða- birgðaráðstöfunum. Alþingis- kosningarnar hljóta að snúast um þetta umfram allt annað. Alþýðuflokkurinn hefur fyrir nokkru birt tillögur sinar um aðgerðir i verðbólgumálum næsta kjörtimabil. Tillögurnar eru dregnar saman i stutt mál i 10 þáttum. I fyrsta þætti er fjallað um heildarumsvif þjóðfélagsins og fjárfestinguna. Það verður að stöðva óarðbæra verðbólgufjár- festingu og setja sterka heildar- stjórn yfir lánasjóðakerfið. Allir atvinnuvegir verða að sitja við sama borð, en þar er aðstaða iðnaðarins nú verst. 1 öðrum þætti efnahagsstefnu Alþýðuflokksins er lagt til, að komið verði á stéttafriði með þvi að gera kjarasáttmála milli launþegasamtaka og rikisvalds til að tryggja raunhæfa kaup- máttaraukningu, iaunajöfnuð og atvinnulýðræði. A þessu sviði hefur rikisstjórnin gérstaklega brugðist með þvi að’hella oliu i eld átaka i stað þess að slökkva hann. 1 þriðja þætti er fjallað um verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins. Hlutverk þeirra er aö leggja til hliðar i feitu árunum til hinna mögru, en rikisstjórnin gerir þveröfugt. Hún greiðir úr sjóðunum i góöæri, svo að eng- inn forðfer til. I fjó^% þætti er fjallað um fjárhags- og framleiðslumál landbúnaðarins, sem allir viður kenna nú, og eru erfið, en þar verður að koma til meginbreyt- ing, bæði fyrir þjóðarheildina og bændur sjálfa. I fimmta þætti er sagt, að lánakjör veröi að taka mið af verðbólgustigi til að hirjdra auð- söfnun stórskuldara, sem við þekkjum alltof vel, án þess aö 'þyngjú heilbrigðum rekstri og húsbyggjndum. I sjötta þætti efnahagsstefnu Alþýðuflokksins er fjallað um skattamál. Tekjuskattur má ekki vera launþegaskattur og það verður að skattleggja verð- bólgugróða. Fyrirtæki verða að bera eðlilegar byrðar. Hastta veijSjir að færa einkaneyslu á reikning fyrirtækja og stórauka verður baráttu gegn skattsvik- um. Jafnvel Seðlabankinn ávit- ar nú rikisstjórnina fyrir að kynda undir veröbólgu með óstjórn á fjármálum rikisins. I sjöunda þætti er sagt, að endurskcfea beri frá grunni al- mannatrygggsiga- og sjúkra- tryggingakerfið, sem er að stofni 30-50 ára gamalt. Trygg- ingakerfið, þetta gamla bar- áttumál jafnðarmanna, verðiS'' að gegna upphaflegum tilgangi sinum við nýjar aðstæður. Að auki þurfum við lifeyrissjóð allra landsmanna með verð- tryggðum lifeyri. 1 áttunda þætti er f jallað ©n húsnæðismálin, sem hafa mikil áhrif á lausn verðbólguvandans. Það þarf betri lánskjör, meiri lán til eldri ibúða, og þriöjungur nýrra ibúða á a@vera félagslegt átak. I niunda þætti eru hemlar á erlendar lántökur, sem aðeins mega vera fyrir erlendum .. ■sO— ................. kostnaði arðssrmra fram- kvæmda, en ekki til eyðslu, eins og verið hefur. 1 tiunda og siðasta þættiefna- hagsstefnu Alþýðuflokksins er sagt, að strax og þjóðin hafi náð valdi á verðbólgunni, eigi að taka upp nýja og verðmeiri mynt til að endurnýja virðingu fyrir gjaldmiðlinum. auka ráð- deild og sparnað. Seðlabankinn er búinn að teikna nýju myntina og segir, að við getum fengið hana 1980. Þegar þessir tiu þættir i stefnu Alþýðuflokksins i verð- bólgumálum koma saman, mynda þeir heilsteypta og ábyrga efnahagsstefnu. Rikisstjórnin ræður ekki við verðbólguna. Þess vegna er heilbrigð skynsemi, að það verður að skipta um rikisstjórn. Okkur langar öll til að hefja nýtt efnahagslif, þvo af okkur verðbólguna og allan þann sora, sem henni fylgir. Okkur langar til að snúa við blaði og taka upp nýja, sterka mynt, sem við get- um borið virðingu fyrir, en hlæjum ekki að eins_ og litlu krónunni, sem flýtur á vatni. En við fáum ekki nýja mynt, nema fylgt verði sem næst stefnu eins og Alþýðuflokkurinn leggtö nú til. Þaö þýðir, að við fáum ekki nýja mynt 1980, nema kjósendur felli rlhisstjórnina i kosningunum i vor.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.