Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. desember 1981 3 ---RITSTJÓRNARGREIN----- Bakkabræður fara á stúfana þeir sem þráast viö aö læra af reynslunni, dæma sig um leiö til þess aö endurtaka fyrri mis- tök. Og þegar sagan endurtekur sig, veröur uppfærslan einatt farsakennd. Landsmenn mega nú horfa upp á þvilikan púlitisk- an farsa eina feröina enn, i upp- færslu Framsóknarflokksins. Dramaö i farsanum er þaö að skuggi svikinna kosningalof- oröa eltir nú Framsóknarmenn á röndum, og gefur samvisk- unni engin griö. Tómas frá Há- nefsstööum veit fullvel, af feng- inni reynslu, aö niöurtalningar- hjal hans er flutt fyrir daufum eyrum i rikisstjórninni. Hann flytur þvi rulluna sina fyrst og fremst til þess að friða eig- insamvisku. Tómas Arnason á aö hafa lært þá lexiu aö verðbólguhjólin veröa ekki stöövuð í stjórnar- samvinnu við Alþýöubandalag- iö. A þaö reyndi rækilega i stjórnarsamstarfi Framsóknar og Alþýðubandalags 1971—1973. Sú rikisstjórn missti verðbólg- una gjörsamlega úr böndunum. Hún tók viö 7% veröbólgu en skildi við i 54% veröbólgu. Það er þess vegna söguleg staö- reynd, aö Framsóknarflokkur- inn ber höfuðorsök af óöaverð- bólgunni á sl. áratug. >að kom i hlut Alþýöuflokks- ins haustið 1978, i rikisstjórn ólafs Jóhannessonar, aö leggja fram áætlun um jafnvægisstefnu i efnahagsmálum og viönám gegn veröbólgu. Sú áætlun fól i sér uppstokkun á okkar sjálf- virka veröbólgukerfi, gagnger- an uppskurð á okkar sjúka efna- hagslifi. Reynslan af samstarfinu viö Framsóknarmenn þá var dap- urleg. Alþýöubandalagiö var ekki þá, fremur en nú, til viðtals um nein nothæf úrræöi gegn verðbólgu. Og það sem verra var: Framsóknarflokknum, og þ.á.m. Tómasi Arnasyni, láöist meö öllu aö leggja Alþýöu- flokknum lið. Þetta varö bana- biti rikisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar. Þvi að sá er mun- urinn á Alþýðufiokknum og Framsóknarfiokknum, aö Alþýðuflokksmenn kröfðust at- hafna, en Framsóknarmenn láta sér nægja að friða samvisk- una meö orðskrúði. R ikisst jórn Gunnars Thoroddsens er nú i sömu spor- um og rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar haustið 1979. Hún r.ýtur ekki lengur hagstæöra ytri kringumstæðna, sem léttu aöeins á veröbólguþrýstingnum á fyrri hluta þessa árs. Nú er hún að missa allt úr böndunum. Hinir skynsamari Framsóknar- menn — og þeir finnast — þrátt fyrir allt i þingflokki Framsókn- arflokksins, þótt þeir séu þar i minnihluta — krefjast aögeröa. Þeir rifja nú upp kosningalof- oröin um niöurtalninguna. En þeir súpa nú seyðið af þvi, aö hafa gengið til þessa stjórnar- samstarfs meö óskalista aö leið- arljósi i staö stefnuskrár. Og þeir reka sig enn á þann vegg, að meö Alþýöubandalaginu er ekki hægt aö starfa i rikisstjórn, vilji menn ná árangri i efna- hagsmálum. Það gekk ekki i rikisstjórn Óiafs Jóhannessonar 1971—1973. Það gekk ekki i seinni rfkisstjórn hans 1978—1979. Og það hefur ekki gengiö i þessari rikisstjórn. Framsóknarmenn gengu ekki ab þvi gruflandi, þegar þeir endurnýjuðu stjórnarsamstarf Sitt vib Alþýðubandalagiö i 3ja sinn, að um leið voru þeir dæmdir til að svikja öll sin kosn- ingaloforð. Þetta kenndi reynsl- an þeim allan s.l. áratug. Þetta viöurkenndu þeir i stjórnar- myndunarviöræöum um ára- mótin 1979/80. Þá visaöi Stein- grimur Hermannsson efnahags- málatiiiögum Aiþýöubanda- lagsins á bug sem fjarstæðu. Hann viburkenndi aö milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins bæri hins vegar litið i milli. En framsóknar- menn höfnuðu stjórnarsam- starfi við jafnaöarmenn og mega nú súpa seyöið af þvi. Hvernig má forða þjóöinni frá nýrri verðbólguholskeflu upp úr áramótum? Orræöin sem Tóm- as Arnason boöar nú, eru hin sömu — sum hver en ekki öll — og Alþýðuflokkurinn setti á odd- inn i stjórnarsamstarfi við Framsókn og Alþýöubandalag 1978—1979. Alþýöubandalagiö sagöi þá nei, og segir enn. Framsóknarmenn reyndust þá meta ráðhcrrastólana umfram málefnin, og su saga endurtekur sig enn • Alþýðuflokkurinn boðaði þá afnám iögbundinnar sjálfvirkni rikisútgjaida, niöurskurð og skattalækkanir.Tómas segir nú já — en samstarfsaðilar hans nei. # Alþýðuflokkurinn vildi þá skera á sjálfvirk tengsl verðiags og launa, búvöruverðs og fisk- verðs, meö sjáifvirka gengis- fellingu sem niðurstööu. — Tómas segir nú já, en sam- starfsaðilarnir nei. # Alþýðuflokkurinn boöaöi þá verðtryggingarstefnu. Tómas segir já — en formaður hans eigin flokks kennir þá stefnu viö afglöp. • Alþýðufiokkurinn bobaði þá viðskiptakjaravisitölu. Tómas segir já, en Alþýöubandalagiö segir nei. Þaö visitölukerfi sem mælir láglaunafólki kr. 200 3ja hvern mánuð, en ráðherrunum kr. 2000, er eina töfrabragðið, sem Alþýðubandalagið á eftir i þvi sjónarspili, sem þaö leikur i verkalýöshreyfingunni. Tómas Arnason kallar þetta visitölu- kerfi viö hvert tækifæri „krabbamein i þjóöarlikaman- um”. Dæmiö gengur ekki upp. • AlþýðubandalagiÖ gefur Tómasi og framsóknarmönnum aö sök, aö þeir hafi ekki taliö niður verölagið með lögum, enda þótt áfleiðingin af efna- hagsstefnu Alþýöubandalagsins • // Friöþægingarræður framsóknarmanna um niðurtalninguna minna á fátt fremur en Bakka- bræður. Þegar Bakka- bræður gleymdu glugg- unum á hibýlum sínum/ hugðust þeir bæta úr þvi, með þvi að bera solskinið inn i bæinn i hripum. Eins hefur farið fyrir Fram- sóknarf lokknum. Hann hefur lokað sig inni i stjórnarsamstarfi með Alþýðubandalaginu, þar sem sér ekki til sólar í efnahagsmálum. Tómas frá Hánefsstöðum reynir nú að bera sólskinið i bæ- inn í kosningaloforða- hripum sínum." sésú, aö kostnaöarhækkanir at- vinnuveganna innanlands hækka þrefalt eða fjórfalt á viö þaö sem gerist i viöskiptalönd- um. Tómas veitaö þaöerámóta vonlaust verk að stööva vcrö- hækkanir meö lögum eftir á og aö lægja öldurnar með því aö hýöa sjóinn. En Alþýbubanda- lagið notar hvert tækifæri til aö hýöa Tómas. Friðarþægingartai Fram- sóknar er hjáróma rödd i þessu stjórnarsamstarfi. Framsókn- armenn hafa sjálfir kosiö sér það hiutskipti, aö starfa meö stjórnmálaflokki, sem er ósam- starfshæfur. En Framsóknar- mönnum^er i fleiru áfátt. Þaö skortir nefnilega mikiö á, að þeir séu sjálfum sér samkvæm- ir. Jafnvel þótt fylgt væri strangri aöhaldsstefnu i rikis- fjármálum, peningamálum og vaxtamálum, og verðmyndun- arkerfinu væri breytt i sam- keppnisátt, fnundi þaö hrökkva skammt, ef ekki væri fylgt eftir með gerbreyttri stefnu i fjár- festingar- og atvinnumálum. Viö höfum ékki efni á aö fleygja 60—70 milljörðum g.kr. i niöurgreiöslur og útflutnings- bætur landbúnaöarafuröa. Skattar verða ekki lækkaðir, fyrr en þaö dæmi verður gert upp. Þaö strandar á Framsókn- arflokknum. Pólitisk undaniáts- semi formanns Framsóknar- fiokksins frammi fyrir sifelldri stækkun fiskiflotans, veldur stööugum þrýstingi á hækkaö fiskverð sem byggist, á at- kvæöaveiöum en ekki arðsemi, dregur úr hagvexti og heldur niðri lifskjörum. Neitunar- og stöðvunarvald Alþýöubanda- lagsins, varðandi orkunýtingu og orkufrekan iönaöhefur sömu áhrif. Hagsmunavarsla Framsókn- arflokksins og StS-kerfisins um ranga landbúnabar- oíg fjárfest- I ingarpólitik er þaö sem tengir meirihluta þingflokks Fram- sóknarflokksins viö Alþýöu- bandalagiö. Þess vegna hafn,aöi meirihluti þingflokks framsókn- armanna samstarfi viö Alþýöu- flokkinn. Um leiö innsiglaöi Framsóknarflokkurinn fyrir- sjáanlegar vanefndir sinar á gefnum kosningaloforðum, sem færðu þeim 5 nýja þingmenn I siöustu kosningum. Þess vegna leikur Tómas frá Hánefsstöðum hlutvei;k StStFOSAR hins griska i is- lenzkum stjórnmálum. I ræbum sinum rogast hann i sifellu meö kosningaloforö Framsóknar i fanginu upp veröbólgubrattann, en er jafnharöan hrundiö niöur aftur af samstarfsaöilum sin- um. Þegar framsóknarmenn gengu inn i núverandi stjórnar- samstarf fórst þeim eins og BakkabræÖrum. Þeir lokuöu sig inni i verðbólgumyrkri komm- anna, en gleymdu gluggunum, sem áttu að gefa þeim sýn til veruleikans utan dyra. Bakka- bræöur rcyndu að bera sólskinið i bæinn i hripum sinum. Ræöur Tómasar Arnasonar eiga aö þjóna sania tilgangi, og munu skila sama arangri. _____jbh —RITSTJÖRN'ARGREIN------------- Hamlet prins í sorpútgáfu Förðunarfreyja Alþýöu- bandalagsins ifjölmiðlum, Mr. O.R. Grimsson, eins og hann heitir hjá Evrópuráöinu, hafði ekki annað til málanna aö leggja i einhverjum ömurleg- asta Þingsjárþætti sem sést hefur frá upphafi Sjónvarps á tslandi, annað en að lesa upp tír DagblaÖsleiðara um deyfð og drunga st jórnarandstööunnar á þingi. Matthias Bjarnason heföi getað goldið i sömu mynt, meö þvi aö lesa upp leiðara úr sama blaði eftir formannsefni Sjálfstæöisfiokksins — sem Jónas Kristjánsson reyndar kallaöi Hamlet islenzkra stjórnmála, áöur en þeir rugl- uðu saman reitunum, — um ráðleysi rikisstjórnarinnar. Kannski færi bezt á þvi, aö þingmenn ljúkiekki upp munni i fjölmiðlum, nema til þess að annast leiðaralestur dagblaö- anna. Það gæti allavega flokk- ast undir sparnaöarráðstöfun á þessum erfiðu timum. En þá fyrst væri illa komiö fyrir stjórnarandstöðunni á þingi, ef hún væri oröin að tvi- höföa þurs eins og Dagblaðiö- Visir og talaöi tungum tveim i hverju máB, og ævinlega sitt meö hvorri. Sameining þessara blaða hefur nefnilega endaö i pólih'skum geöklofa á hæsta stigi. Þráttfyrir allt er ekki svo illa komiö fyrir stjórnarand- stöðunni. Obreyttir þingmenn kvarta nú sáran undan þvi, aö Alþingi er verklaust og stjórnalust. Þá sjaldan rábherrunum þóknast að tylla fæti á útsker þetta, er þaö varla til annars en aö panta sér flugfar til baka. Að sjálfsögöu gæti það verið um- hugsunarverð ábending frá Dagblaðinu til st.órnarand- stöðunnar, að neita þessari ráölausu og verklausu rikis- stjóm um venjulegt, þinglegt samstarf. Stjórnarliöiö er nefnilega langtimum saman án þingmeirihluta vegna fjar- vista. Stjómarandstaðan hefur hvað eftir annaö getab stöðvab mál, eða tafið, af þeim sökum. Hingaö til hefur hún látiö það ógert. Hingað til hefur hún veitt rikisstjórninni bærilegan starfsfriö. En þegar rikis- stjórnin heldur Aiþingi upp á snakki langtimum saman, og er ófáanleg aö ræða efnahags- jnál nema við aðila utan þings — cg þvi aöeins aö þingið hafi veriö sent heim — er máske timitil kominn,að breyta þess-- um vinnubrögðum. Stjómarandstaða Alþýöu- flokksins veröur hins vegar ekki meb rökum sökuö um aö- geröaleysi. Sennilega hefur þaö nú gerzt i fyrsta sinn í þingsögunni, að stjórnarliöar kvarta opinberlega undan of mikilli eljusemi Alþýöuflokks- þingmanna viö flutning mála. Fyrir Alþingi liggja nú 74 laga- frumvörp. Af þeim liafa þing- menn Alþýöuflokksins flutt 25. Þingflokkur Sjálfstæöisflokks- ins, sem er heimingi stærri, hefur flutt 16. Kíkisst jórnin hcfur flutt 30 stjórnar- frumvörp. Þingmenn Alþýðu- flokksins hafa þvi lagt fyrir Alþingi næstum þvi jafnmörg mál og rikisstjómin með alla sina embættismannahirð sér aö baki. Þingmenn Alþýðu- flokksins verða þvi ekki sakað- ir um aðgerðaleysi. Magnið eittsegir aö vfsu fátt um gæöin. En þeir sem hafa kynnt sér þingmá) Alþýðu- flokksins vita, aðmeðal þeirra eru mörg veigamestu mála þingsins. Lesendum Dagblaðs- ins-Vfsis er vorkunn, þótt þeir viti ekki um þessi mál. Dag- blaðið hefur nefnöega brugðizt þeirri skyldu sinni að upplýsa lesendur sina um þessi stór- mál. Síðufjöldi Dagblaðsins, magnið, segir afar litið um gæöi blaösins. Nú er ekki þvi að neita, að Dbl. hefur á þessu hausti færzt mjög f aukana i gagnrýni sinni á rikisst jórnina. En þótt leitaö sé með logandi ljtísi i ölium leiöurum Jónasar Kristjáns- sonar, er þar enga hugmynd aö finna ,og enga tillögu til úrbóta, sein dcki er einfaldlega sótt i málflutning stjtírnarandstöö- unnar. Þegar Jónasi tekst bezt upp erhann einsog bergmál af láöurum Alþýöublaösins. Það eralltog sumt. Þegar af þeijj.i. ástæðu missir gagnrýni hans á stjórnarandstööuna marks. # Alþýöuflokkurinn hefur meö fjórum lagafrum vörpum mótaö stefnu i málefnum sjávarútvegsins, i staö henti- stefnu og undanlátssemi sjávarútvegsráöherra. Dbl hefur tekið undir gagnrýni Alþýðuflokksins. # Alþýöuflokkurinn hefur ekki látið sér nægja að fárast yfir sólund og spillingu kommissarakerfisins. Alþýðu- flokkurinn hefur flutt itarlegt frumvarp um stjórn fjárfest- ingarmála, sem byggö væri á arösemi, og um nýja byggöa- stefnu. Þessar tillögur hafa bergmálaö í leiðurum Dag- blaðsins, þegar sá gállinn er á þvi. En það er lika bara berg- mál. # Alþýöuflokkurinn hefur ekki látiö sér nægja að fárast yfir vexti rikisbáknsins og handahófskenndri ráðstöfun þess á almannafé. Alþýðu- flokkurinn hefur fiutt mjög it- arlegt frumvarp um aukiö sjálfsforræði sveitarfélaga, verkaskiptingu rikis- og sveitarfélaga og uppstokkun skattakerfis i þvi' samhengi. Gagnrýni Dagblaösins er að- eins bergmál af þessum mál- flutningi/En mikiö skortir á, að Dagblaðið-Visir hafi nennt að leggja á sig þá vinnu sem þarf til aö kynna lesendum þessar umbótatillögur i smáat- riðum. þannig mætti lengi telja. uagnrýni DagblaÖsins á rikis- stjórnina hefur aöeins venb eftirherma á málflutningi stjórnárandstööunnar á þingi og i biöðum. Sjálft hefur Dag- blaöið ekki lagt fram eina ein- ustu nýja tillögu sem ekki hef- ur áöur verið sett fram af öðr- um. Eina atriðið sem Dagbiaðiö vill færa rikisstjórninni til tekna er verötryggingarstefn- an. Aþýöublaðið kann vel aö meta stuöning Dagblaðsins viö þá stefnu. Samtveröur aö rifja upp, aö sú stefna var lei'dd ilög aðfrumkvæði Alþýðuflokksins, áður cn núverandi rikisstjórn leitdagsins ljós. Það eina sem núv. rilcisstjórn hefur gert i þvf efni, var aö fresta gildistöku laga um verðtryggingu tvisvar fyrir utan þaö að’kommarnir og Steingri'mur Hermannsson opna varla svo Ímunnínn, aö þeir telji þessa stafnu ekki hiö versta glapræði. Samtsem áö- ur er Dagblaðiö sammála Alþýðublaöinu, um þaö, aö verðtryggingarstefnan er eina umtalsveröa nýjungin i ha^- stjórn, sem tekizt hefur aö koma fram á verðbólguára- tugnum. Gagnrýni Dagblaösins-Visis á stjórnarandstööuna er þess vegna grjóthriö úr glerhúsi. Þá fyrst væri verulega illa fyrir stjómarandstöðunni komið, ef hún smitaöistaf þeim pólitiska geðklofa sem nú hrjáir rit- stjórn Dagblaðsins-Visis. Ell- ert Schram virðisthafa eignast hættulegan keppinaut um Hamletshlutverkiö þar sem er Jtínas Kristjánsson. Aö vera eöa vera ekki — þaö er spurn- ingin. —JBH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.