Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. desember 1981 9 Islendingar. SU stefna er þvi hvorki né getur verið erlend hér, hdn er blátt áfram vort og allra norrænna þjóða innsta li'f. Og hún verður þeirra einasta bjargráð ef þjóðernið á að varðveitast um aldir framtiðarinnar. —Með þeim formála bjóðum vér þjóðernishreyfinguna vel- komna. Hvortsem þeir, er að henni standa, kallast þjóðernissinnareöa annað þvi li"kt, eiga þeir að tilheyra hinni fslenzku sjálfstæðis- stefnu og eru hluti af Sjálf- stæðisfl okknum.” KnUtur Arngrimsson, prestur á Húsavik, sagði að ef ihaldið næði völdum, þá héldi það þeim ekki stundinni lengur, nema það tæki þá flokka sér til fyrirmyndar, sem rekiö hefðu rauðu hættuna af hönd- um sér. — Ef i'haldið vinnur ekki kosningarnar, segir ungur ihaldsmaður i dagblað- inu Visi, þá verða að hefjast „bræðravfg”. 3. Eftir aö nazistar réðust á hinn vinsæla ráösmann Dags- brúnar i Reykjavik, birti Mogginn stóra grein um árás- ina og sagði, að það væri gott fyrir forvigismenn stjórnar- flokkanna að lita til Þýzka- lands og sjá þau hörkubrögð sem beita verði. 4. Morgunblaðið hefur talað um „ógnaröld rauðra bófa á Spáni.” begar Ossietsky fékk friðarverðlaun Nobels, sagði Mogginn með stórri fyrir- sögn, að þau hefðu verið veitt „landráða manni”. Sams- konar fyrirsagnir birtu naz- istablöðin þýzku. 5. Synir háttsettra ihaldsmanna i Reykjavik hafa hvað eftir annað ráðist, margir saman, á friðsama borgara að nætur- lagi og misþyrmt þeim. Finnur Jónsson: „ÞekkirOu hana þessa?” — Og mundaði lögreglukylfuna að Ólafi. 6. Foringi Sjálfstæðisfiokksins lét trésmið iReykjavik smíða mörg hundruð eikarkylfur, til þess að berja verkamenn höfuðborgarinnar til hlýðni viö kauplækkunarkröf ur ihaldsmeirihlutans i borgar- stjórn Reykjavikur. 7. Einsog menn vissu um svörtu kylfurnar hans Ölafs Thors löngu áður en almenningur átti þess kost að sjá þær og skoða, eins er nú fullvist um það, að ihaldsforystan i Reykjavik og Nazistarnir hafa útvegað sér frá býzkalandi gnægð skotfæra, mergð af skammbyssum og að sögn einnig nokkrar hriö- skotabyssur, til að fram- kvæma með hin umtöluðu „bræðravig”. Morðhótanir 8. bá er eftirfarandi bréf gott sýnishorn þess, hvernig íslenzku Nazistarnir, þessi „göfuglyndi” ungmennaskari Sjálfstæðisflokksins hugsar og vill haga baráttu sinni. Bréfið er skrifað i april siðastliðnum og er svo- hljóðandi: „Herra Rútur Valdimarsson. Brátt fer 1. mai' i hönd. bá hafið þér venjulega hafið svæsnar árásir á Flokk þjóöernissinna i blaði yðar. Hingað til hefir litið eða ekk- ert mark verið tekiö á röfli yöar, en nú gegnir öðru máli. Ef þér birtið nokkurt styggöaryrði i garð þjóðernis- sinna fyrir 1. mai, þá verðið þér dauður maður að kvöldi hins 1. mai. Getur verið aö þér brosið að þessu nú, en það bros mun stirðna á yður, þegar byssu- kúlan hefir hæft y ður á réttan stað. bér ráðiö, hvort þér takið nokkurt mark á þessu bréfieða ekki. En eitt er vist, að ekkert mun hindra mig i ásetningi minum, ef þér ekki hlýðið. bvi að ennþá eru til íslendingar, sem ekki þola föðurlandsniöingum allt. Ég er gamall alþýðuflokks- maður, en augu min lukust upp fyrir blekkingum marx- isma í tæka tið. Og nú er ég brennheitur föðurlandsvinur og þjóðemissinni. Ef þér birt- ið þetta bréf, þá munuð þér sæta sömu örlögum og þegar hefir verið talað um. Munið þér að ráöast ekki á þjóð- Framboð á Vestfjörðum 1937 bannig hömruðum við sifellt á, að Breiðfylkingin væri samnefnari afturhaldsaflanna i landinu: Sjálfstæöisflokksins, Bændaflokksins og Nazistanna. t byrjun júnimánaðar 1937 var kunnugt um framboð flokkanna oe varð þegar ljóst, að hart mundi barizt. Alþýðuflokkurinn tefldi fram miklu mannavali: Vilmundi Jónssyni i Norður-tsafjarðar- sýslu, Finni Jónssyni i Isa- fjaröarkaupstað, Asgeiri As- geirssyni i Vestur-tsafjarðar- sýslu og Sigurði Einarssyni i Barðastrandarsýslu. bá var og strax sýrrt, að Sjálf- stæðisflokkurinn með sínum bandamönnum hugðist gera haröa hrið að Vestfirðingum. beir tefldu fram: Sigurjóni Jónssyni, bankastjóra i Norður tsafjarðarsýslu, Bjarna Bene- ljósara, er það spurðist, að sjálfur aðalforingi ihaldsins Ólafur Thors væri væntanlegur til tsafjarðar til liðs við Bjarna Benediktsson. Slikt haföi ekki gerzt áöur. Ólafur kom með Dronning Alexandrine til bæjarins og boð- aði til almenns stjórnmála- fundar i Alþýöuhúsinu siödegis á laugardag. Kunngjöröi hann, að Finni Jónssyni alþingis- manni, værisérstaklega boðið á fundinn. Ekki brást fundar- sóknin þvi að talið er að á sjötta hundrað manns hafi sótt hann. Sögulegur fundur í Rauða bænum: „Þekkirdu hana þessa?” Má nærri geta, að Sjálfstæðis- menn hafa ekki látið sig vanta, þegar sjálfur foringinn var mættur til leiks, og eins er hitt vist, að ekki hafa alþýðuflokks- mennskan einber i tdlkun minni i ihaldsþrenningunni. Fór þá svo,sem til var stofnaö að fini „pdlitúrinn” fór af Ólafi, enda kom þá i ljós, að hann stóö eng- um aðbaki i persónulegum svi- virðingum og strákslegu orö- bragöi og tilburðum. En sem tekist hafði að koma ólafi i þennan ham, tók Finnur Jóns- son til máls og vék máli sinu að ráöherratimabili ólafs Thors haustið 1932, uppþotinu 9. nóv- ember og aögeröum Ólafs þá sem æðsta varðar laga og réttar. betta kvað Finnur vera reynslu verkalýösins af Ólafi Thors ivaldastóli, en nú snerust konsingarnar einmitt um þaö, hvort alþýðustéttir landsins vildu meira af svo góðu. Er, Finnur hafði þetta mæltog nefnt kylfusmiði Hjálmars borsteins- sonar að beiöni dómsmálaráð- herra, mótmæltiólafur og kvað Finn fara með ósannindi. Brá þá við verkamaður, sem tekið haföi sér sæti á fremsta bekk, brá undan treyju sinni svartri Ólafur Thors: „Stétt gegn stétt” Bjarni Benediktsson: Til atlögu gegn Kauða bænum. Hermann Jónasson: Lögreglu rannsókn yfir ólafi Thors. Gunnar Thoroddsen: Féll fyrir Asgeiri .... og Völu. Vilmundur Jónsson: Harð- skcyttur fundamaður og ástsæll iæknir. ernissinna i sorpsnepli yðar. Munið að birta ekki þetta bréf, ekkert getur forðað yður undan áforminu minu, ef þér óhlýönist.” Bréfið var birt i Alþýðublað- inu og Skutli. Svona er andi Sjálfstæðis- flokksins, Breiðfylkingarinnar. Manndrápin eru fyrirhuguð i nafni föðurlandsástar og þjóð- rækni, og dauðasökin er: skoðanir, sem andstæðar eru Nazisma og Fasisma. beir menn eiga fyrstir að falla, sem opinberlega bera fram frjáls- lyndar skoðanir vinnustéttanna. Viljið þið bændur, sem áður hafið fylgt ihaldinu, ganga undir blóðfána Nazismans? Viljið þið, blægju Bændaflokksins, ganga i lið meö ofbeldinu? — Nei, þaö er óhugsandi aö nokkur islenzkur bóndi geri þaö. bóndi geri það. Verkalýð bæjanna og sjóþorpanna þarf ekki aö spyr ja. Verkafólk vill ekki sjá samtök sin leyst upp og bönnuð. bað vill ekki láta banna neytendasam- tökin, sem nú eru aðryðja sér til rúms. bað vill ekki missa skoðana-og fundafrelsi sitt. bað vill knýja fram jafnrétti og frið með sterkum og órjúfandi sam- tökum. Og þess vegna kýs öll alþýðan við sjávarsiöuna Alþýðuflokk- inn þann 20. júni'.” Asgeir Asgeirsson: „beir fylgdu honum hringinn”. diktssyni prófessor i tsafjaröar- kaupstað, Gunnar Thoroddsen i Vestur-lsafjarðarsýslu og Gisla Jónssyni i Barðastrandasýslu. En eins og áður sagði bauf Sjálfstæöisflokkurinn ekki fram i Strandasýlsu, heldur lýsti yfii stuöningi við frambjóðanda Bænda flokks ins i sýslunni Pétur Einarsson. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins voru: Hermann Jónasson i Strandasýslu, Jón Eyþórsson i Vestur-lsafjarðar- sýslu og Bergur Jónsson i Barðastrandarsýslu. Ekki er það ætlun min, að rekja hér sögu allrar kosninga- baráttunnar á Vestfjörðum vorið 1937, og væri hún þó vel frásagnar verð, slikir garpar sem þá áttust við. Aðeins er ætl- unin að staldra nokkuð viö markverð atriði i kosningabar- áttunni á tsafirði voriö 1937 og i tenglsum við það að vi'kja nokkuð að sögulegri viðureign þeirra ólafs Thors og Her- manns Jónassonar a Hólma- vikurfundi þetta vor. bað var ljóst undirreins og framboð Bjarna Benedikts- sonar var kunngjört, að það var ætlun Sjálfstæðisflokksins að gera harða hrið að Alþýðu- flokknum á ísafirði i þessum kosningum. bað varð þó enn Sigurður Einarsson frá Holti: Féll með sæmd menn heldur viljað af slikum atburði missa. Mátti Ólafur þvi vita, að það mundi ærið mislitur söfnuður, sem hann hefði fyrir framan sig, er hann sté i pontu i „rauða bænum” i fyrsta- og raunar aö ég hygg eina skipið á ævinni. Auðvitað brást svo þraut- reyndum og slyngum stjórn- málamanni sem ólafur var, ekki bogalistin i þvi aö meta að- stæöur rétt. Var sem þann ein- setti sér i frumræðunm, að láta fremur léttleika f máíflutningi og virðuleik eigin persónu, tala til fnndarmanno r.« ----- x_ deilu Alþyðuflokksins. En -- — - — •» *pj«fuiuivKaiua. íh n nokkuö breyttist þetta þó i siðari ræðum hans, enda hafði þá bæöi mérogHagalín tekist aö hita hon- um nokkuð undir uggum, bæði með þvi að lýsa afstöðu Sjálf- stæöisflokksins fyrr og siðar til verkalý ösmála, tryggingar- mála og landhelgismála (Togaranjósnamálin voru þá nýupplýst) og með þvi að lýsa samstarfsaðilum Sjálfstæðis- flokksins i' þessum kosningum, Bændaflokknum og Nazistum. En það væri ekki Sjálfstæöis- flokkurinn einn, heldur þessi þokkalega þrenning sem kjósendur væru nú beðnir að hafna eða kjósa. Höfum við, eöa a.m.k. ekki ég verið prúð- eikarkylfu og rétti Finni Jóns- syni gripinn. Finnur tók við (enda var þetta undirbúið) kylf- unni beindi hann i átt til Ólafs og sagði: bekkirðu þessa? Er hún raunveruleiki? Við þetta ætlaði allt af göf lun- um að ganga i fundarsalnum en Ólaf setti hljóðan um stund og hefði svo liklega flestum fariö i hans sporum og eins og á stóð. t frásögn Skutuls af fundi þessum 13. nóvember 1937, segir svo frá þessu atviki. „Hámarki náði fögnuður fundarmanna þegar verka- maður nokkur rétti Finni svarta eikarkylfu, —eina af þeim, sem Ólafur Thors lét smiða sem bar- efli á reykviskan verkalýð, meðan hann var hundadagaráö- herra. Varð Ólafur fölur og fár við þennan atburð og ger- breyttist i allri framkomu og málflutningi, þaö sem eftir var fundarins...” Og svo lauk þessum sögu- fræga fundi, eins og öðrum eftirminnilegum hólmgöngu- fundum þessara ára, að báðir aðilar þóttust hafa unnið fræki- legan sigur. Örlagauppgjör Eftir þennan fund var öllum tsfirðingum ljóst, að núfór fram örlagauppgjör i bænum milli i- haldsaflanna og Alþýðuflokks- ins. A eftir fóru einhverjir hinir hörðustu pólitisku fundir sem menn minntust i bænum og áttust þar aðallega við fram- bjóðendurnir, B jarni Benedikts- son og Finnur Jónsson. Finnur naut m ikils og almenns trausts i bænum og var ræðumaður góður og hófsamur. Bjarni var ótvirætt harðasti baráttumaður Sjálfstæöisflokksins en haföi ekki, er þetta var, tileinkað sér þann sveigjanleika eða mýkt i ræðuflutningi sem seinna var hans mesti styrkur. Ég held, að hann hafi i þessum slag beitt of mikilli hörku og jafnvel gengið fram af kjósendum. Okkur, Alþýöuflokksmönnum var ijóst, að mikið var i húfi og fullkomin hætta á ferðum. Flokksfundir voru þvi tiðir og mikill og al- mennur persónuáróður hafður i frammi. Við létum teikna skop- myndir af Bjarna og hafði það < ekki áður gerzt áð s'liku væri beitt í kosningum. Meoaiannars Eftir Hannibal Valdimarsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.