Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. desember 1981 11 Kratarnir fengu drátthaga menn til aö útbúa póstkort af framvarö- arsveit breiöfylkingarinnar, en þaö mun hafa veriö nýjung i kosn- ingabaráttu á tslandi. Þar má lesa mörg skrautleg slagorö eins og t.d.: „Kveldúlfiallt — bara kylfur (Ólafur Thors) „Brúkuö gloría til sölu” (séra Þorsteinn Briem). „Meiri þjófnaö og svindl i bönkun- um” (Jakob Möller) „Fleiri fábjánar óskast tii að skrifa f Morgun- blaöiö (Valtýr Stefánsson, ritstjóri). komu Ólafs Thors. HUn er fylli- lega sönnuö nú þegar. Og þjóðin verður að gera sér vel ljóst, hverju slikir atburðir spá fyrir framtiðina. t þvi sambandi er þetta m.a. athyglisvert: 1. Ólafur Thors er, þegar þetta gerðist, aðeins ráðherra um stundarsakir, vegna forfalla Magnúsar Guðmundssonar i sambandi við Behrens- hneykslið. 2. Hann er ráðherra, ekki i hreinni ihaldsstjórn, heldur i samsteypustjórn. 2. Ólafur veit að lögreglustjór- inn i Reykjavik er harðvitugur andstæðingur og ekki liklegur til að gerast skóþurrka ihaldsins i jafn svfvirðilegu máli. brátt fyrir allt þetta endist Ólafi Thors óvit og ósvifni til að gera tilraun til blóðugrar byltingar og fyrirskipa fjölda- handtökur pólitiskra and- stæðinga sinna að næturþeli. Þeim, sem eiga erfitt með að trúa þvf, að óvenjulegir atburðir séu fyrirhugaðir og ráðnir, ef Breiðfylkingin næði sigri við þessar kosningar, er hollt að hugleiða þessar staðreyndir og leiða svo getum að þvi, hvað Ólafur Thors mundi gera, ef hann væri forsætisráðherra i hreinni ibaldsstjórn, studdri til kosninga af nazistum og hefði heilt kjörtimabil framundan. — Hvað hann mundi gera, ef hann réði þannig yfir öllum ri'kis- stofnunum, hefði tima og að- stöðu til að tryggja sér þénan- legan lögreglustjóra i Reykja- vik sem húsbónda lögreglunnar og umráð yfir ríkisf járhirzlunni til áframhaldandi kylfukaupa og skotfæraútvegana. — Að- Haraldur Guömundsson: tsa- fjaröarkratinn sigraöi á Seyöis- firöi. staðan væri öll önnur og betri, ef svo væri i pottinn búið. fslenzk alþýða veit nú, hvað gerzt hefur, og einnig hvað ger- ist á næstu mánuðum ef Breið- fylkingin sigrar. Það er þvi alþýðunnar að segja til þess þann 20. jUní hvort hún vill innleiða blóðuga lög- reglust jórn, eða afstýra háskanum rækilega með þvi að gefa vinstri flokkunum sem glæsilegastan sigur”. Enn stóð istappiog klögumál- in gengu á vixl um það, hvor segði satt um atburðina 1932, Ólafur Thors eða Hermann Jónasson. Það dróst á langinn, að Ólafur Thors höfðaði mál út af uppljóstrun Hermanns, og brátt þótti sýnt, að ólafur ætlaði að þæfa málið fram yfir kosningu. Brá þvi Hermann Jónasson hart við og fyrirskipaði tafarlausa lögregluréttarrannsókn i mál- inu. Frá þessum aðgerðum skýrði Skutull þann 12. jUní i grein, sem nefndist: Ofbeldistilraun Ólafs Thors sönnuö fyrir lögreglurétti. Samflokksmenn hans hafa nú borið sannleikanum vitni. Her- mann Jónasson fyrirskipaði rannsókn, þegar ólafur Thors þorði ekkiaðhiifða mál. Öll frá- sögn forsætisráðherrans full- komlega sönnuö. 400 manna herlið skipað. Ilandtökur að næturþeli fyrir- skipaðar. Sundhöllinn leigð af Reykjavikurbæ sem fangaher- búðir. NazistaskriU ákveðinn sein forustulið. Búist var við blóösúthelling- um. Undirmennirnir tóku ráöin af foringjanum. Jón Baldvinsson: „Lærisveinn Skúla Thoroddsen” Rikisspitalarnir Lausar stöður LANDSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á Geð deild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Klepps- spítalans í síma 38160. Reykjavík/ 13. desember 1981/ RÍKISSPITALARNIR Hermann fyrirskipar rannsókn á máli Ólafs Hermann Jónasson forsætis- ráðherra fyrirskipaði opinbera lögregluréttarrannsókn Ut af þeim fyrirætlunum Ólafs Thors að láta fangelsa 20-30 forvigis- menn verkamanna og stofna til blóðugra óeirða i landinu i nóvember árið 1932 — þegar það kom i ljós, að Ólafur mótmælti þessu. Rannsóknin hófst á miðviku- dag 9. júni og stendur enn yfir þegar þetta er ritaö. Strax á fyrsta degi sannaðist þaö, sem Hermann hafði borið á Ólaf. Kristján Kristjánsson fulltrúi, sem Hermann hafði sagt, að hefði neitað að framkvæma handtökurnar, hefir nú staðfest þetta fyrir rétti. Kristján segir, að þegar búið hafi verið að tala við sig um, að hann tæki málið að sér, hafi hann verið kvaddur tilviðtals upp i dómsmálaráðu- neytið. Hafi þar verið fyrir dómsmálaráðherrann, Ólafur T.iors og Guðmundur Svein- björnsson skrifstofustjóri. Ólafur vísaði málinu til Guð- mundar og lét hann að sér áheyrandi segja Kristjáni fyrir um handtökuna. Lagði Guö- mundur fast að Kristjáni um að handtaka þá, sem grunaöir voru, og kvaö þaö bæði réttmætt og viðeigandi að borgurunum væri sýndur máttur rikisvalds- ins á þennan hátt. Kristján segist hafa aftekið með öllu, að til mála gæti komið að framkvæma rannsóknina meö fangelsunum. ólafur Thors sat þá hjá, hreyföi engum mót- mælum og þegar Kristján neitaði handtökunum, svo af- dráttarlaust, sem raun varð á, var ekki meira minnst á það. Guðlaugur Jónsson lögreglu- þjónn, segir fyrir rétti, að menn hafi verið settir til þess aö næturþeli að sem ja lista yfir 400 manna sveit. Meðal þessara sem settir voru til að velja hafi verið tveir alkunnir atkvæða- smalaar ihaldsins, Hjálmar Þorsteinsson, húsgagnasmiður sá sem kylfurnar smiðaði og LúðvfgC. Magnússon. Hafiþeir verið með lista yfir foringjalið Varðarfélatsins og stuðst við hann við val á mönnum lika. Aörir lögregluþjónar telja að stuðst hafi verið við kyjrskrá merkta ihaldsmönnum. Erlingur Pálsson lögreglu- þjónn segir fyrir rétti, að listinn yfir menn þessa hafi verið til, þegar lögreglan flutti. Enn- fremur segir Erlingur, að hafi verið prentað eða fjölritað, skipunarbréf handa þessum mönnum, um aö gefa sig fram i herliðiö og mæta i Sundhöllinni. Þá segirErlingur, að það hafi verið álitið heppilegt, að láta handtökuna fara fram seint að nóttu eða um sex-leytið aö morgni, og þvi hafi verið, nauðsynlegt aö bjóöa liðinu Ut að næturþeli. Til viðbótar þessu, segir Er- lingur að Hermann Jónasson hafi sagt sér, að handtökurnar hafi verið ákvdjnar, en hann hafi komið i veg fyrir þær. ___________________Framhald- Kvennagullið í grútarbræðslunni segir frá dular- fullum útlendingi sem skolaði á land í Færeyjum í lok síðustu aldarog því umróti og hneykslun sem hann olli meðal góðborgara í Þórshöfn. Hér er einnig að finna nokkrar aðrar af kunnustu smásögum þessa færeyska meistara: Tunglskin yfir Hóreb, Hnífinn, Dódu og Dansarakvæðið um Tví-Símon og Keldu-Köllu. Kvennagullið í grútarbræðslunni er fimmta bókin í sagnasafni Williams Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Áður eru komnar út eftirtaldar bækur: Turninn á heimsenda. Ljóðræn skáldsaga í minningarbrotum úrbarnæsku. Fjandinn hleypur í Gamalíel. Smásagnasafn. í morgunkulinu. Samtímasaga úr Færeyjum. Það á að dansa. Nýjar sögur úr Þórshöfn. Kápumyndir og skreytingar eru gerðar af Zacharíasi Heinesen listmálara. Þorgeir Þorgeirsson er löngu nákunnugur skáld- skaparheimi Heinesens, enda eru þýðingar hans rómaðar og bera vitni fágætlega vönduðum listrænum vinnubrögðum. Mál IMI og menning

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.