Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. desember 1981 Bóka dómar 7 Kobbi svarar ætið i sömu mynt. Þeim sem hafna honum, hafnar hann. Þeir sem sýna honum hlýju, fá sömu viðbrögð, afdráttarlaust. Þannig verður Kobbi alltieinu stjörnunemandi i skóla, við það eitt, að kennari sýnir honum vinarhót og veitir honum viðurkenningu. Þá við- urkenningu, sem Kobba hefur veist svo erfitt að fá hjá föður sinum. Undirrót óhamingju Kobba er einmitt sú, að hann á sér engan fullorðinn að, sem sýnir honum hlýju, og Kobbi getur talað við i einlægni. Hann missir móður sina, en þó ekki fyrr en hún hef- ur veitt honum ást og umhyggju og vanið hann við slikt, svo að hann sættir sig ekki við minna og leitar þess siellt. Og það að hann getur þó þegið og gefið vináttu er það sem bjargar hon- um, það að hann er ekki sifellt i varnarstellingum. Þessi þroskasaga einmana og fátæks drengs með Reykjavik kreppuáranna og hernámsins að baksviði er sannfærandi og gripandi. Reyndar er sú mynd sem dregin er upp af Reykjavik á þessum tima ekki siður á- hugaverð en saga Kobba. Hversu hreinskilinn og einlægur höfundur er i frásögn sinni veit auðvitað enginn nema hann sjálfur, en trúverðug er sagan engu að siður. Og jafnvel trú- verðugri fyrir það, að þó höf- undi sviði enn undan sumum þeim sárum sem hann hefur hlotið, er frásögnin þó öll skrif- uð á ihugulan og igrundaðan hátt og skýringar höfundar sem hann gefur nú eftirá á atburðum og gerðum ýmissa persóna mjög nærfærnar. Hver sem ástæða Sigurðar A. Magnússonar var fyrir þvi að skrifa sögu uppvaxtarára sinna: hvort sem hann vill með þvi skrifa frá sér áleitið um- hugsunarefnieða þá ástæðurnar eruaðrar, þá er bókin söm fyrir það. Og góð. Og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. eða kannski mömmu. Maður skrifar ekki um svonalagað, sem maður veit ekki eimi sinni af hverju stafar, þvi það var enginn vondur við mig, neinei, siður en svo. Þaðvar nú eitthvað annað!” En hún Salome, sem ekki getur talaö um þann innri harm og ein- manaleika, sem hrjáir hana, og getur ekki einu sinni skrifað um hann, verður á einhvem hátt að finna hugsvölun. Hana finnur hún hjá Berta, mági sinum. „Hann var svo góður, svo hlýr, svo allt öðru vi'si en aðrir.” Ekki er ástæða til að rekja sög- una frekar. Með þeim Berta tekst ástarsamband — i meinum — og almættið spinnur þessari um- komulausu konu örlög sem hún sjálfliturá sem hefndog refsingu æðri máttarvalda Unga konan, sem hlustar á frá- sögn Sölu, er ekki yfir sig hrifin. HUn er i'mynd nútimakonunnar, efagjörn og ekki of ginnkeypt fyr- ir þeim siðvenjum, sem krefjast þess að konur axli sitt hlutverk — þegjandi — að ala börn og lita á hjónabandið sem hið endanlega takmak i h'finu. Það sem gerir þessa bók sérlega áhugaverða er, hvemig Jakobinu hefur tekist að skapa hér og vefa saman örlög tveggja kvenna með gjörólik lifs- viðhorf og reynslu. I fyrstu virðist ljóst að unga konan ber höfuð og herðar yfir hina umkomulausu sveitakonu. En ljóst verður i lok- in, að þær eru báðar á sinn hátt ofurseldar eigin veröld, eigin sið- gæðismati og hjá hvorugri er i raun rúm i hjartanu til að skilja og taka þáttisorgum, harmi eða gleði annarra á liðandi stundu. Þessi þagnarmúr kemur vel fram i þvi hve unga stúlkan er hranaleg við Salome meðan á frá- sögn hennar stendur. Við og við fyllist hún ákafri löngun til að gera einnig hana að trúnaðarvini, en tortryggni eða efahyggja kem- ur i veg fyrir það. Hún hefur i raun meiri áhuga á Salomeþegar hún leseftirhana kvæðilöngu sið- ER LÍFIÐ EINMITT Hélstu að lifið væri svona? Inga Huld Hákonardóttir Iðunn 1981 Hélstu að lifið væri svona lýsir vel þeim nöturlega veru- leika, sem islenskt láglaunafólk fær að kynnast, þegar út i al- vöru daglegrar lifsbaráttu kem- ur. Það er veruleiki sem við verðum að upplifa sjálf. Ingu Huld Hákonardóttur hefur að visu tekist býsna vel að koma honum til skila á bók með við- tölum viö verkakonurnar sinar ellefu. En það er rétt, sem hún segir sjálf i athugasemd, að þetta er veruleiki sem við verð- um að reyna sjálf, ef við viljum skynja hann til fulls. ,,Þú verður að finna, hvernig það er að koma i iskaldan fiskinn eld- snemma á morgnana, finna hvernig þaö er að hafa hnifinn i hendinni allan daginn”, segir Stella Stefánsdóttir, fiskverka- kona, er hún lýsir fyrir við- mælanda sinum Ingu Huld, hvernig er að eiga allt undir likamlegu þreki og atorku. Inga Huld hefur gert bráðvel við konurnar sinar i þessari bók. Frásögn hennar er lipur og hún fer ekki i launkofa með það sjónarmið, sem gefur frá- sögnunum tóninn, að launakjör og aðbúnaður verkakvenna á Islandi, er fyrir neðan allar hellur. Hlýja hennar sjálfrar og einlægni gefur einnig þessum stuttu svipmyndum aukinn raunveruleikablæ. Hún reynir sifellt að setja sig i spor við- mælenda sinna og fá þannig les- andann með i leikinn: „Hvernig Jakobina Sigurðardóttir ar i blaði eða timariti, heldur en að rækta viö hana vináttu, meöan hún á þess kost. 1 sama klefa er Góð Bók. Jakobinu Sigurðardóttur hefur tekist eins og svo oft áður að draga upp ógleymanlegar mann- lýsingar af umkomulausu fólki, sem bugast undan ytri aðstæðum, og hefur ekki hugarstyrk til að risa gegn þeim örlögum sem þvi eru búin. EKKI SVONfl? á maður lika að etja kappi við konueins og þá, sem handleggs- brotnaði um hádegi, en neitaði að fara til læknis... fyrr en um kvöldið” — segir hún frá eigin hjarta um leið og hún kynnir Stellu Stefánsdóttur. Og lái henni hver sem vill! Hver þekkir ekki vinnuna i frystihúsinu, á saumastofunni eða i eldhúsinu á veitinga- staðnum? Hvernig á að skrifa um verka- konurá þessum vinnustöðum og lif þeirra, þannig að þeir megi njóta sem þekkja lif þessarra kvenna? Það er aldrei auðvelt að lýsa hversdeginum eða sam- timanum, þannig að fólk al- mennt hrifist af. Ingu Huld hefur þó tekist þetta að miklu leyti. Henni hefur tekist þaö með þvi að beita þeirri aðferð, sem best hefur gefist við að lýsa daglegu amstri verkafólks, þ.e. að láta fólkið sjálft tala. Bestu hlutar bókarinnar eru stuttar en hnitmiðaðar frásagn- ir verkakvenna af lifi sinu og starfi. Hún er ekki löng sagan hennar Dúddu ... „Hann var sautján ára og ofsalega sætur ... Daginn eftir að ég varð átján ára giftum við okkur og tókum út sparimerkin... Hann drakk allt of mikið... en sagði að það væri margir miklu verri og auk þess gæti hann hætt auðveldlega hvenær sem honum sýndist...” Þufum við að lesa meira? Margar þessara frásagna eru efni i skáldsögu, en sem stuttar myndir raðað saman, mynda þær trúverðuga og lifandi heild. Til þess að skapa £ $0*7*3, Ef eitthvaö ætti að finna að þessu skáldverki er það einna helst sá rammi sem höfundur hef- ur valið verkinu. Eflaust er hann hugsaður þannig, að hann eigi að færa það nær lesandanum eða tengja það við nútiöina. Launa- barátta rithöfunda er vitaskuld af hinu góða ,en hún skemmir dálitið söguna af henni Salome Kjart- ansdóttur. ÞH Inga Huld Hákonardóttir þessa heild hefur höfundur orðiö aö velja og hafna og fylla siðan inn i frá eigin brjósti. Þetta er einmitt sú aðferð, sem hefur skilað okkur bestu samtals bók- unum á siðustu árum eins og t.d. samtalsbókinni um Jóhönnu Egilsdóttur. Þó að þessi bók sé að flestu leyti vel gerð er þó hægt að finna að einu. Sá sem les allar þær frásagnir af verkakonum, sem er að linna I bókinni, fær býsna góða mynd af lifskjörum og lifi' verkakvenna fyrr og nú. Eftir- málinn er þvi aö mati undir- ritaðs nánast óþarfur, þvi hann gerir ekki nema draga saman þá mynd sem svo miklu betur er útfærð i viðtölunum sjálfum. En hvað um það. Hélstu að lífið væri svona er bók sem óhætt er að mæla með. ÞH Sagnirctí íQlki og þjóðháttum _ ftur ftá iðnum ámm Þetta er fimmta og síðasta bókin i safn- ritinu Borgfirzk blanda. Af efni bókarinn- ar má nefna endurminningar Benedikts i Skuld, sem nú líta dagsins Ijós i fyrsta sinn. Þar er brugðið upp fróðlegri og forvitnilegri mynd af húsakynnum og mannlffi á Akranesi um aldamótin slð- ustu og sagt frá einstökum dugnaði og fómarlund. Einnig er stór syrpa af gam- anmálum, þar á meðal hinar frægu Pungavfsur Ólafs i Brautarholti og Þor- láks Kristjánssonar. Þá eru i Blöndunni auk gamanmála og þjóðllfsþátta, frá- sagnir af slysförum, endurminningar og fróðleikur af ýmsu tagi. Safn sannra frásagna af mannraunum, slysförum, dulrænum atburðum og skyggnu fólki. Einnig frásagnir úr há- karíalegum og bjargsigi. Séra Jón Kr. (sfeld hefur safnað þessu efni á löngu árabili. Nöfn eftirtalinna þátta gefa hugmynd um hið fjölbreytta efni bókarinnar: öríagastund á Eski- fjarðarheiði, Páskabylurinn 1917, Manntjónið mikla i Amarfirði, Sagnir af Eyjólfi skyggna, Haustnótt i kitkju, Stúlk- an við ána, Hákariaveiðar, Úr verinu, Fyrsta bjargferðin, Töfrasýnir tveggja öldunga, Torráðin gáta frá 18. öld. HÖRPUÚTGÁFAN ‘ ‘ t’ Þetta er fyrsta bók höfundarins. Hún er ný- stárleg, því enginn íslenskur ráðherra hefir áður sett saman bók um ráðuneytið sitt. Vilhjálmur kemur víða við og ræðir m.a. stöðuveitingar, írafár á Alþingi, námsmanna- hasa og kalda stríðið um peningana. ÞJÓÐSAGA Gamansemi Vilhjálms gægist víða fram. Og oft er seilst eftir svipmyndum utan dyra þótt Hverfisgata 6 sé þungamiðja bókarinnar. Frásögnin er opinská en laus við alla beiskju. 180 myndir eru í bókinni. Verð kr. 320.00 ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.