Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 12. desember 1981 NÆRMYND AF STJÓRNMALAÁTOKUM KREPPUARANNA: Söguleg viðureign Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar á Hólmavíkur- fundinum var ein skopmyndin þar sem ferlegt naut, sem svna skyldi svipmót Bjarna, skopaðiskeið á traustlegar viggirðingar rauða bæjarins.auðvitað án árangurs. Ortar voru kosningavisur i léttum dúr o.s.frv. Ekkert var til sparað að fá sem mesta spennu i' kosningabardagann. Fyrst aðalforingi Sjálfstæðis- flokksins, ölafur Thors hafði lagt leið sína til Isafjarðar Þótti sjálfsagt að fá formann Alþýðufloksins Jón Baldvins- son, einnig vestur til að verja vlgi Alþýðuflokksins og var svo gert Með honum kom einnig fyrrverandi þingmaður kaup- staðarins Haraldur Guðmunds- son, ráðherra Frá Alþýðuflokksfundi sem þeir mættu á, sem heiðursgest- ir, segir Skutull m.a.: ,,A Alþýðuflokksfundinum voru mættir Jón Baldvinsson forseti Alþýðusambands Islands og Haraldur Guðmundsson at- vinnumálaráðherra. Var þeim báðum fagnað með almennu og áköfu lófataki, er þeir stigu i ræðustólinn, og er þeir luku máli sinu, ætaði fagnaðarlátun- um aldrei að linna. Prúðmennska beggja þessara forystumanna Alþýðuflokksins i ræðuflutningi er alveg sérstök. Báðir ræða þeir um kjarna stjórnmálanna — atvinnuvið- reisnina af meiri og grund- vallaðri þekkingu en nokkrir aðrir núlifandi stjórnmála- menn, enda var hlustað svo á mál þeirra að mátt hefði heyra saumnál detta i salnum, meðan þeir töluðu”; Siðar í greininni segir: „Alþýðuflokksfólk gerir sér ljóst, að aldrei hefur verið eins mikið i húfi við neinar kosningar eins og nú, og mun þvi fylkja sér ennþá fastar en nokkru sinni fyrr um málefni Alþýðuflokksins og fram- bjóðendur hans. Enginn alþýðumaður eða kona mun við þessar kosningar vilja taka á sig þá ábyrgð að greiða með atkvæði sinu fyrir sigri Nazismans hér á landi. öll sjómannastéttin, öll verkalyðs- stéttin, all flestir iðnaðarmenn þorri bændastéttarinnar, menntamenn, listamenn rithöf- undar og starfsmenn rikis og bæja mun við þessar kosningar taka upp hanskann gegn Breið- fylkingunni svokölluðu og tryggja Alþýðuflokknum glæsi- legan sigur. Gestirnir báðir. á fundi Alþýðuflokksins, Jón Baldvins- son og Haraldur Guðmundsson, hétu £ ísfirðinga að gera Isa- fjörð nU dökkrauðari en nokkru sinni fyrr og stuðla að þvi að all- ir Vestfirðir frá GUsfjarðar- botni að Geirólfsgnúp yrðu einn- ig rauðir þann 20. jUni. Enn meiri harka fæifiist i kosningabardagann eftir fram- boðsfund á Hólmavik. Eins og fyrr segir, hafði Sjálfstæðis- flokkurinn engan frambjóðanda i Strandasýslu, en stóð þar að sameiginlegu framboði með Bændaflokknum. Mun Hermanni Jónassyfii hálfvegis hafa fundist eins og hann væri að berja út i loftið á fundunum er hann deildi á ihaldið og s’koraði hann þvi á Ólaf Thorsað mæta sér tilkapp- ræðufundar á Hómavik 2. júni. Þessa fundar var beðið með mikilli eftirvæntingu, enda brást það ekki, að hann vakti mikla og almenna athygli viða um land og varð Breiðfylking- unni þungur f skauti. Ekki sist fannst okkur Isfirðingum fengur i uppljóstrunum Hermanns Jónassonar á þessum fundi, þar sem þær komu eins og beint framhald þess málflutnings sem við höfðum beitt á fundi Ólafs Thors og siðan á fram- boðsfundum með Bjarna Bene- diktssyni. Frettunum af Hólmavfkur- fundi þeirra Hermanns og Ólafs sló Skutuil upp á þessa leið: ÓlafurThorsætlaðiað komaá blóðugriógnarstjórn á Islandi i nóvember árið 1932. Hann skipaði lögreglustjóran- um í Reykjavik að vopna fjögur hundruð manns, til þess að taka fasta 20-30 leið- toga verkamanna og varpa þeim i dýfíissu ’i sundhaílar kjallaranum. Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra fletti ofan af þessari byltingartilraun ihaldsins á fundi i gær á Hólmavik. 1 ræðu sem Hermann Jónas- son forsætisráðherra hélt i gær á Hólmavik, fletti hann ofan af þvi, sem áður hafa ekki fengist fullar sannanir fyrir, að Ólafur Thors 'ætiaði sér að koma á blóðugri ógnar- stjórn hér á tslandi árið 1932, meðan hann var ráðherra. Þetta voru allt fyrirsagnir biaðsins, en siðan var birt yfir- lýsing sú, sem Hermann hafði gefið á fundinum, Hermann forsætisráðherra sagði frá á þessa leið: „Það sýnir best, hvað ástandið var orðið' alvarlegt áður en stjórnarflokkarnir sigruðu 1934, að eftir 9. nóvember 1932 kom þáverandi dómsmálaráðherra Ólafur Thors til min sem lög- reglustjóra i Reykjavik og skipaði mér að kalla saman á næturþeli i Sundhöllinni 400 til- tekna menn, — og rifa upp Ur rúmunum kl. 6 að morgni milli 20 og 30 menn sem taldir voru við nóvembermálið riðnir, þar á meðal nokkra af foringjum Alþýðuflokksins. Menn þessa átti ég að hneppa i fangelsi i Sundhallarkjallaranum, — Ég neitaði og Urskurðaði mig Ur málinu. Þá var Kristjáni Kristjánssyni, fulltrúa minum fyrirskipað að framkvæma handtökur, en hann neitaði einnig, enda hefði handtakan leitt blóðbað yfir Reykjavík. Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn hefir sagt mér, að listi yfir árásarliðið, þessa 400 menn, hafi verið i gömlu sima- stöðinni, þar sem rikislögrelgan hafði aðsetursittallt til 1934, að hún var lögð niður”. Siðan sagði blaðið: „Með þessari yfirlýsingu hefur Hermann Jónasson for- stæisráðherra flett óþyrmilega ofan af hinu svivirðiiega áformi formanns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, um að stofna til ógnarstjórnar á tslandi og blóðugra bræðraviga. Má nærri geta, að foringinn hefur ekki gengið jafn örlagaþrungna skip- un á eigin ^byrgð, heldur með samþykki flokksstjórnarinnar, heildsalaklikunnar og stærstu skuldunauta bankanna, sem- ráða stefnu þessa flokks, sem óvirðir sjálfstæði þjóðarinnar, með þvi að kenna sig við sjálf- stæðið. Eftir fyrirmynd erlendra Nazista átti að bjóða út her manns, vopna hann og ráðastað næturþeli á ýmsa leiðtoga verkamanna.Það átti að ráðast að þeim meðan þeir sváfu sem fastast undir morguninn, rifa þá upp Ur nimunum frá konum og börnum og varpa þeim i dýflissu. Venjulegt fangelsi nægði ekki, heldur átti að kasta þeim i neðanjarðar- kjallara sundhallarinnar, sem á þeim tima voru hvorki lýstir né hitaðir. Slikar fangelsanir og slik aðbúð við fanga þekktist hvergi nema þar sem ógnar- stjóm Nazista hefur spennt löndin heljargreipum og af- numið aila mannuð og (fll mann- réttindi. Ólafi Thors formanni Sjálf- stæðisflokksins, var kunnugt um ástandið i Reykjavik þessa daga, sem hann gaf þessa skip- un. Hann vissi, að hugir manna voru i mikilli æsingu. Hann vissi, að hann og flokkur hans voru nýbyrjaðir á herferð gegn alþýðu þessa lands, til þess að lækka kaupgjaldið. Fyrstu á- rásina höfðu þeirgert á þá lægst launuðu. Ihaldið i Reykjavfk hafði samþykktað lækka kaupið hjá þeim sem enga fasta vinnu höfðu, atvinnuleysingjunum i atvinnubótavinnunni. Þessi svivirðing vakti svo al- menna gremju allrar alþýðu að heiftin gegn kUgurunum sauð niðri íhverjum einasta ærlegum manni. Og þegar lögreglan ætlaði að dreifa mannfjöldan- um, sem var saman kominn til að mógmæla framferði ihalds- ins i bæjarstjórn lenti i handa- lögmálum. Margir lögreglu- þjónar urðu frá verkum en þó urðu ekki frekari óeirðir i borginni. Verkalýðurinn hafði ekki gert annað en að verja hendur sinar. Alþýðan á Islandi er sein- þreytt til vandræða, en i þetta sinn, var búið að sýna henni svo takmarkalausa rangsleitni, að nýjársárásir á þá, sem stóðu gegn kaupkúguninni gátu hieypt öllu fbál og brand. Allt þetta vissi Ólafur Thors og stjórn Sjálfstæðisflokksins. Fyrirskipan ólafs var samt sem áður gefin. Framkvæmd hennar hlaut að leiða til upp- reisnar. Þess vegna átti ekki að kasta bandingjunum i venjulegt fangelsi, heldur i kjallara sund- hallarinnar. Safna þar saman her manns til að halda vörð og viggirða hana. Blóðug borgarastyrjöld? Sjálfstæöismenn vissu, að gremjan út af fangelsunum þessum mundi leiða af sér fleiri handtökur og þegar þær hefðu farið fram, átti svo að afnema allt lýðræði, allt ritfrelsi og allt félagafrelsi i landinu, allt eftir fyrirmyndum nazista, sem Sjálfstæðisforingjarnir horfa til með svo mikilli aðdáun. Hermanní Jónasson, þáver- andi lögreglustjóri og fulltrúi hans, komu að þessu sinni í veg fyrir hið ótrúlega böl, sem af þessu hefði hlotist. Þeir neituðu að framkvæma skipanir dóms- málaráðherrans, ólafs Thors, og björguðu landinu þannig frá blóðugum bræðravlgum. En hver bjargar, ef ihaldið skyldi ná meirihluta við þing- kosningarnar núna þann 20. júni? Enn beita ihaldsmenn fyrir sig til framboðs þeim sem vilja kúga niður kaupgjald verka- lýðsins á sjó og landi. í Norður Isaf jarðarsýslu setja þeir fram Sigurjón Jónsson, sem hefir alla sina tið vérið fjandsamlegur kaupgjaldsbaráttu verkafólks og sjómanna á tsafirði, og sem jafnvel nú, rétt áður en hann kemur til að biðja verkamenn og sjómenn að kjósa sig á þing, hefir látið ábyrgðarlausum þverhausum og anguröpum haldast uppi að fara i kaupdeilu og sveltitilraunir gegn sjómönn- um og verkafólkii Bolungarvik. (Þar var þá hörkuverkfall). Einhverja illvfgustu baráttuna, sem hér hefur verið háð gegn sjáflsögðum kröfum sveltandi fólks. Hingað á Isafjörð senda þeir svo Bjarna Benediktsson, sem vill láta atvinnuleysið i friði og hefir sem bæjarfulltrúi i Reykjavfk borið fram og fengið samþykkta tillögu um, að bæjarstjórnin skuli ekki tala við formenn verkalýðsfélaganna i Reykjavik um það, hvernig bæta skyldi úr atvinnuleysinu.' Þessum mönnum, sem koma til alþýðunnar með frumvörp um vinnudóm i öðrum vasanum og ríkislögregluáform ihaldsins um blóðuga ógnarstjórn á Islandi i hinum, munu Isfirð- ingar ekki svara neinu’öðru en þvi, að senda þá heim aftur til föðurhúsanna, frásnúna öllu fylgi alþýðu i sýslu og bæ,’en fylkja sér um Alþýðuflokkinn, til sigurs”. NU snerust umræður kosningabardagans i flestum kjördæmum landsins öðru fremur um það, hvort upp- ljóstrunar Hermanns á Hólma- vikurfundinum væru sannar. Og töldu flestir, að það væri skylda Sjálfstæðisfíoksins að afsanna þær, annað hvort með órækum vitnisburðum, eða þá með máls- höfðun og fá framburði lög- rreglustjórans, forsætisráð- hherrans hnekkt með dómi ef hhann færi með álygar og ósann- sindi. Lygi, lygi! Þann 10. júni, þegar 10 dagar voru enn til kosninga,. herti Skutull enn á áróðrinum ‘út af þessu máli með allsvæsinhi grein undir aðalfyrirsögninni: Sannleikanum verður hver sárreiðastur. og undir fyrirsögninni: Lygi! Lygi! er einasta svar Ólafs Thors og ihaldsfram- bjóðendanna við skýrslu for- sætisráðherrans sem skýrt var frá i seinasta blaði. Rök eða sannanirfást ekki hjá ihaldinu i þessu máli, fremur en öðrum, þrátt fyrir itrekaðar á- skoranir. Heilög reiöi heillar þjóðar bitnar nú a Breið- fylkingardótinu, sem æUaöi ser að svíkjast að þjóðinni undir nafni sjálfstæðis og ættjarðar- ástar. Og greinin, sem fylgdi var á þessa leið: „Sjaldan eða aldrei mun nokkur flokkur nokkurs staðar i heiminum fyrr eða siðar hafa orðið fyrir öðru eins áfalli, vegna framkomu foringja síns, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, svokallaði. Fruntaskapur Ólafs Thors, óskammfeilni hans og ofsi hafa verið takmarkalaus siðan hann tók við formennsku flokksins, og hefir öllum gætnari mönnum þjóðarinnar bæði i sveitum og við sjó, fyrir löngu ofboðið allt hans hátterni. Framkomahans, sem frá var skýrt í seinasta tölublaði Skut- uls tekur þó Ut yfir allan þjófa- bálk, enda hafa allir blaðles- endur þessa lands orðið sem steini lostnir við fregnina. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins gripa lika allsstaðar til þessráðs, að segja þetta lygi. Þeir gera sér sem sé ljóst, að svona nokkuð hlýtur að kveikja hclga reiði heillar þjóðar. — Einhver kattarþvottur er þvi nauðsynlegur strax i. ÞU lýgur! Þú lýgur! hrópar Ólafur Thors sjálfur, þegar þessu er ljóstrað upp, og þegar hann er beðinn að gefa sér tóm til að leggja fram sannanir í stað strákslegra gifuryrða, endur- tekur hann bara óp sitt: Lygi! Lygi! —• Æstustu fylgismenn hans i' Gullbringu- og Kjósar- sýslu taka undir með foringja sinum, en hundruðum saman fyllast fyrri kjósendpr hans undrun yfir þvi, að hann skuli ekki verða við áskorun Alþýðu- flokksins um rök i stað rudda- skapar. Frambjóðendur ihalds- ins um allt land hafa simað til Ólafs og beðið hann um ein- hverjar sannanir fyrir þvi, að skýrsla forsætisráðherrans Hermanns Jónassonar, sé röng. Ekkert slíkt fæst, en þeim er aðeins gefin skipun um, að segja að þetta sé helber lygi. — Það er allt og sumt. Það er það eina, sem fæst i stað sannana. Seinasta Vesturland seeir að Ólafur Thors ætliað höfða mál gegn Hermanni Jónassyni, ef hann endurtaki frásögu si'na.En hvers vegna er málshöfðun efa bundin? Almenningur skilur það mæta vel. Alþýðublaðið hefir dag eftir dag vakið athygli á þvi að ólafi ætti að vera innan handar að birta vottorð frá Erlingi Páls- syni yfirlögregluþjóni eða Kristjáni Kristjánssyni sem báðir hafa verið nefndir i sam- bandi við málið. Báðir fyllstu vitneskju um þessa at- burði og eru samherjar ólafs Thors i landsmálum. En Olafur kemur ekki með vottorð þessa manns. Af hverju, halda menn? Vitanlega af þvi, að þeir telja sig ekki geta hnekkt frásögn forsætisráðherrans i smáu eða stóru. Þjóðin þarf ekkert að efast um sannindi þessarar fram- Eftir Hannibal Valdimarsson SKUTULL í **>**»«* *«*&«». fi • Rauða Vestfirði! Bauðari bæ en nokkru sinni fyr! Framlnóðendur AlþýðullokkMm- * Vestfjörðuni. | # Skutull, vikublað Alþýöuflokksins á Vest- fjörðum: „Slikt mannval sem Alþýöu- flokkurinn á Vestfjörðum býður fram i þessum kosningum, hefur enginn annar fiokkur fram að bjóða”. SKUTULL 4i|.<ð<,-:*rt<l.x:«l V>■.,:I• ffc•,**(;*<Kr< HU«U*»I o« »tir»«í!*i-«:í»ur. M • » n i,:*í V » | <• •_ . UM i***;*^ t.M. Ofbeldistilraun Ólafs Thors sönnuð fyrir lögreglurétti, :.^Z.r— Sa«nokks»eBB fcans aá boriS sobö- leíkaona »Shu, Senauie iyrír- fUUpsít raansákB, þegar Ólatar Thgrs þorð; ekkl aö kíiða »áf. ÖU fxásðgs íoraasíis ráiherraas tnllkoinléjja sðaaa*. 400 m*M »*r«5 »»»»< H»N>t»fc<o i utcF' t»':< ikipnUr UMkíiXK K;i R*/fcí*í(kcr4» í»s*i U*rU&t ikttSr-íi nv. !*ra*lti«, 8i.Sl yi,- »« ö*é<»«****n*r 1*0« >ÍS:» »f jXðww* •* ÍÖlX Wl« • ,l:S<y*S*jSS tw«' <«•»*:>:« i;t« >*tt: tÍééiM: ** (»*<: fcitt «><(! > tif- «>< ■>:«. X* Kí:íX ÍX-fc' .*A « Mf’. rertxí ia* >r<«i ><•» kr—.i-í <■: >r> >I >Í-Í‘.»<">::.■- r.tÍ.Ki,K< ■frfAfai <it s«a*fe off. í <y«x» rtdtUí4*xw,»i:« tt«4 fc*. <«r* f?»> «xnvoiUl 4*1«•>>«>•< <»xl fcf It*»» >*<,4*<.<x<-4x<fcv«. int,** s*. am, (-•>« ,.** >»»»»: Mrf,***?*:: Ótxt ^x* W í*,. *»«>>.feftX* M K x* — itrXf,- *, K* fcx* *>(& <x >.>I>». 4* S»»sí<- »>fr mk f)c>i,x**<«--<. fcx«s> ■'&mterm. ía& «**»<*** &<»*»< »<•««<«, <>>x *» #<* *» m **> «•■••* >** «»* ; *<**« «f ***** » ýM*. *, >:«*/*>■ 6li pru »trl*l. »xm r»r- •«Il«>í<IV.i>rr* b«r * 0)*t T>,«r* k fs.«>Iii>u»> 4 HOI«M*v<h, *<«f» »0 («*»(«< f*llll«4> «rtK». ,<0 fjr**r r+tU, •’»*> k»tl«tlr m*»«r iwrl< lM|iu I **tl »0 auili. ••<<■<,>- »>«<*.». rfx.11 u< >*, (-■ mli, ** ;(* fcxtx ;vi;i»:;«* *s 1.«;. <:« ,>.:;..<vy,>, Lvi»> Skutull í bardagaham: ..Ofbeldistilraun Ólafs Thors sönnuö fyrir lögreglurétti.,, fi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.