Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 12. desember 1981
Baskaland heitir
Gömul kona i Bilabo, einni af höfuðborgum Baskalands, sagði eitt sinn við höf-
und þessarar greinar, að á Norðurlöndum byggi fólk í himnaríki án þess að vita
það. Fullyrðing þessi lýsir vel þekkingu margra S-Evrópubúa á norðurlöndunum.
Gamla konan, Maitane Mentsaka átti að sjálfsögðu við þau miklu lýðréttindi sem
norðurlandabúar njóta. Enætli þekkingokkar Islendinga á norðurhéruðum Spánar
og ibúum þar sé ekki eitthvað af skornum skammti? Ætli margir viti t.d. að Baskar
eru ævaforn menningarþjóð, sem að mörgu leyti er ólík öðrum þjóðum Pyrenea-
skagans? I þeirri stuttu grein sem hér fer á eftir í máli og myndum verður leitast
viðaðsegja stuttlega frá þessu landi sem á eigin máli Baska heitir Euzcadi.
Tunga þeirra ber þess merki,
flókin og margbrotin, aö hún
hafi snemma orðið að tjá fjöl-
þættar hugsanir og atferli.
Sagan segir að kölski sjálfur
hafi eitt sinn ætlað að leggja
stund á baskamál og hóf hann
námið af miklu kappi. Eftir sjö
ára nám, hafði hann aðeins lært
þrjú orð og gafst upp.
Það hefur reynst mörgum
Spánverjum sem aldir eru við
móðurmálið, castellano, erfitt
að læra baskamálið þó að þeir
hafi átt þess kost i föðurhúsum.
Einn ágætur lærifaðir þess, sem
þetta ritar, sagði eitt sinn, að
hann hefði i bernsku haft
baskamálið i eyrum daglega, en
aldrei lært nema hrafl i þvi. En
tungan er ekki það eina, sem
greinir þessa sérkennilegu þjóð
frá öðrum á Pyrneaskaganum.
Dugleg og söngelsk þjóð
Það vekur strax athygli
ferðamanns, sem heimsækir
norðurhéruö Spánar, að menn
eru þar vaknaöir fyrir allar
aldir á morgnana Lif er farið að
færast i iðnaðinn i Bilbao kl. 7 á
morgnana og borgir og bæir iða
af lifisnemma morguns. Það er
heldur enginn steindauður timi
um miðjan daginn, þar sem ekki
sést sála á ferð eins og á suður
Spáni. Baskar eru eins og aðrir
ibúar norðurhéraðanna ákaf-
lega duglegir: Þeir eru sivinn-
andi frá morgni til kvölds og
þegar vinnunni sleppir, gefa
þeir sig sönglistinni á vald.
Baskar eru afskaplega söng-
elsk þjóð. Algengt er að kvöldi
til i bæjum þeirra og borgum að
heyra þá ganga um i stórum
hópum syngjandi og trallandi,
Þessi mynd gæti verið tekin á
islandi eða i Noregi. Eða hvað?
Fiskiðnaður og útgerð er auk
iðnaðar undirstaða atvinnu á
N-Spáni.
skaplega óvinkunnanlegt, að
fólk skuli taka upp á þvi að
syngja i hópum en smám !
saman venjast flestir ferða-
menn að heyra ungt fólk syngja
hástöfum um leið og það gengur
léttfætt um stræti og torg. Enda
kölluðu Rómverjar ibúa á þessu
svæði cantabri eða hina frábæru
söngvara. Frakkar og Spán-
verjar kölluðu þá hins vegar
Bascos eða Vascos sem útleggst
einfaldlega „menn”. Sjálfir
kalla baskar sig Escaldunac,
sem þýðir „laginn maður”.
„Við höldum uppi let-
ingjunum á suðurströnd-
inni"
„Nokkrar mannverur lifðu af
Flóðið mikla, alveg sérstaklega
harðgerðar mannverur sem
likja má við ólifurnar, sem
verða eftir á ólifutrjánum eftir
uppskeruna eða vinberja-
klasarnir, sem sitja enn á
greinum vinviðarins þegar
önnur ber eru að verða að vini.
Þannig mannvera var Aitor,
sem siðan segir, að hafi verið
forfaðir Baska á Norður Spáni.
Eins og keppinautar hans i
helgum bókum kristinna
manna, Nói, var hann allra
manna hugrakkastur. Hann lét
sér ekki nægja að leggja út i
hættulega sjóferö með fjöl-
skyldu sina og búfé i leit að fjall-
inu Ararat, heldur lagði hann i
úthöfiná tveimur jafnfljótum og
stökk milli risavaxinna kletta-
belta sjávar, þar til hann kom á
strönd Norður Spánar, einhvers
staðar milli Bayonne og Bilbao.
Þar hugði hann gott til búsetu,
enda landiö fagurt, himinn
heiður og blár og útsýni eins og
best var á kosið út á Atlants-
hafið.”
Þannig greinir goðsagan frá
upphafi Aitors, forföður Baska.
Gagnstætt þvi sem við þekkjum
úr frásögninni af Nóa, fer
engum sögum um nánustu af-
komendur hans. Hann hafði
ekki með sér konu, börn og búfé.
Hvernig átti hann þá aö tryggja
sér afkomendur? Um þaö getur
sagan ekki og fellur það vel inn i
þá mynd, sem fræðimenn hafa
dregið upp, er þeir reyna að
rýna i uppruna Baskanna og
menningu þeirra.
Kölski sjö ár að læra þrjú
orð
En hvað um það. Þó að upp-
runi Baska sé ekki kunnur,
bendir menning þeirra og tunga
til þess aö snemma hafi þeir
oröið mikil menningarþjóö.
Bóndi f Alava á ferð með nautgripi sina.
OCÍAN A T L A N T t ( u E
»• ,
Venjulegt nautaat er ekkert sérstaklega vel þokkaO á N-Spáni enda er það iðkað og upprunnið i
Andalúsiu. Þó er nautaat iðkað i helstu borgum N-Spánar nokkrum sinnum á sumri. En ibúar I
Pamplona eiga sér sið, sem er mikiu skemmtilegri en nokkurt nautaat. Þar er nokkrum ungum nautum
sleppt lausum og hlaupa þau og reka á undan sér mannfjölda um götur bæjarins. Hafa menn af þessu
mikla skemmtun, enda flykkjast ferðamenn til Pamplona til aðhorfa á þetta sérkennilega at.
Margir eiga erfitt með að
skilja þau átök sem stöðugt eru
að blossa upp i baskahéruðum
Spánar. Ef það er haft i huga, að
menning þeirra, saga, tunga og
hefðir eru gerólikar öðrum
þjóðum á Pyreneaskaganum,
skilja menn betur, hvers vegna
baskar sækja svo ákaft eftir
frelsi.
Um langan aldur hafa baskar
viljað verða frjálst og fullvalda
riki og byggja þeir þær óskir
sinar á efnahagslegum og sögu-
legum forsendum, m.a. þeim
sem að ofan getur. Þau efna-
hagslegu rök sem þeir nefna
margir eru, að Baskahéruðin
geti vel staöið fjárhagslega á
eigin fótum og halda þvi jafnvel
fram að iðnaðurinn i norður-
héruðunum haldi i raun uppi
öllum letingjunum á Suður-
-Spáni.
En það er fleira en efnahagur
og menning sem skilur Baska og
aðrar þjóðir á skaganum að.
Baskahéruðin eru fjalllend og
hafa i aldanna rás verið nokkuö
eingangruð, þar til farið var að
leggja járnbrautir og vegi um
landið. Einangrun landsins
landfræðileg og lega þess að
opnu hafi, hefur átt sinn þátt i að
skapa þjóðareinkenni, sem i
mörgu fara ekki saman við
svipmót og venjur nágranna
þeirra. Þeir sækja sjóinn af
hörku og það er ekki ólikt að
koma i norskan eða islenskan
sjávarbæ að koma til fiskibæja
jafnvel svo tugum og hundr-
uðum skiptir. i fyrstu finnst
sumum ferðamönnum þetta af-
Uppruni Baska er óráðin
gáta
Þeir sem ekki leggja trúnað á
söguna um Aitor, verða að gera
sér að góðu að velta fyrir sér
nokkrum tugum kenninga um
uppruna þjóöarinnar. Þvi má
slá föstu, að fjöldi þeirra kenn-
inga, er meiri en svo, að greint
veröi frá þeim i stuttu máli.
Sumir fræðingar telja þá komna
allt frá Austurlöndum fjær.
Aðrir hafa talið, að Baskar séu
náskildir Fönikiumönnum, sem
frægir urðu fyrir siglingar um
Miðjarðarhafiö á öldum áður.
Enn aðrir telja, að Baskar séu
af norðlægum breiddargráðum
komnir og hafa sumir fræði-
mennn viljað rekja slóðir þeirra
allt til Norðurlanda og svo má
lengi telja. t kennslubókum má
viða sjá þá kenningu, að Baskar
séu liklega frumbyggjar
Pyreneaskagans og hafi þeir
smám saman þokast noröur á
bóginn undan árásum úr suðri.,
þar til þeir voru óhultir i dölum
og fjalllendi Baskalands.