Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 12. desember 1981. Vestfjöröum fyrir alþingis- kosningarnar 1937. Þá um vorið gerðu Sjálf- stæöisflokkurinr. og Bænda- flokkurinn undir forustu séra Þorsteins Briem, með sér kosningabandalag. Var þvi þannig hagað.aði tvimennings- kjördæmunum, Arnessýslu, Norður-Múlasýslu og Eyja fjarðarsýslu, skyldi fram- bjóðandi vera frá hvorum flokki, en hins vegar gaf Sjálf- stæöisflokkurinn Bænda; flokknum eftir framboö i Dala- sýslu, Strandasýslu, Vestur- HUnavatnssýslu og Austur- Skaftafellssýslu. Með þessari kjósendaverslun töldu ihaldsöfl- in sig fá betri nýtingu atkvæða og stefndu að þvi að ná meiri- hluta á þingi. Hér við bættist, að þjóðernishreyfing íslendinga nazistar, sem töluvert höfðu látið á sér bera og fárið geyst á undanförnum árum, ákvað að bjóða ekki fram i kosningunum 1937, heldur styðja Sjálfstæðis- flokkinn. Þannig gengu þvi' öll i- haldsöflin fram sameinuð til kosninganna 1937 og kölluðum við þetta „Breiðfylkinguna”. Sjálfstæðismönnum sveið mjög undan þvi i kosninga- baráttunni að vera brigslað um Nazisma, og sóru og sárt við lögðu, aö svoddan menn þekktu þeir ei. En að sama skapi, sem þeir sóru ákafar af sér nazismann, lögðum við Alþýðuflokksmenn meiri áherslu á að sanna, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt blessun sina yfir Nazistana og „BREIÐFYLKINGIN 1937 Kreppuárin — áratugurinn milli 1930 og 1940 — voru timi harðvitugra stjórnmálaátaka. Ahrif heimskreppunnar á islenzkt atvinnulif birtust m.a. i markaðshruni, sem leiddi til viðvarandi at- vinnuleysis. Suiturinn svarf að mörgum alþýðuheimilum. A annað þásund manns varð atvinnu- leysinu að bráð i Reykjavik einni saman. Fjöldi manna, einkum hinna yngri, virtist hafa glatað trúnni á getu lýðræðisskipulagsins til þess að leysa vandamálin. Kommúnistum — sem boðuðu biinda trú á Ráðstjórnarkerfið, óx fiskur um hrygg og aðdáendur Hitlers og þýzku nazistanna mynduðu skipulögð stjórnmálasamtök islenzkra þjóðernissinna. Til átaka kom milli verkamanna og lögreglu út af borgarstjórnarfundi I Gúttó 1932, þar sem til- lögur um lækkun kaupgjalds voru á dagskrá. Þau mál dróu langan slóða á eftir sér, og urðu eitt aðalmálið I kosningunum 1937, sem frá segir i þessari grein. ólafi Thors, sem var dómsmálaráð- herra um skeið haustið 1932 (I forföllum Magnúsar Guðmundsonar) var gefið að sök, að hafa á laun mannað varalögregiu íhaldsmanna og nazista, sem hann ætlaði sér að beita við fjöldahand- tökur á forystumönnum Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Arið 1934 vann Alþýðuflokkurinn einn stærsta kosningasigur sinn frá upphafi til þessa dags (fyrir utan 1978) og myndaði sfðan vinstri stjórn með Framsókarmönnum, undir forsæti Hermanns Jónsonar. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu óiafs Thors, var I stjórnarandstöðu allan þennan áratug, ef undan eru skilin tvö ár (1932-1934), þegar Asgeir Asgeirsson veitti forstöðu samsteypustjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Asgeir var þá enn Framsóknar- maður, en snéri siðar til liðs við Alþýðufiokkinn. 1 kosningunum 1937 gerðu Sjálfstæðismenn úr- slitatilraun til þess að hnekkja þingmeirihluta Alþýöuflokks- og Framsóknarmanna. t þvi skyni efndu þeir til kosningabandalags við bændaflokkinn og þjóðernissinna (nazista). Þetta mikla bandalag fékk nafnið „Breiðfylkingin". Kosningabaráttan varð geysihörð. Eitt aðalmálið I kosn- ingabaráttunni snérist einmitt um varalögreglu Ólafs Thors frá árinu 1932, sem endaöi með þvi að Hermann forsætisráðherra fyrirskipaöi lögreglurannsókn. Hvergi á landinu urðu kosningaátökin jafn óvægin og á Vestfjörðum, sem var þá höfuövigi Al- þýðuflokksins. Harðsvirugasta foringjaefni „Breiðfylkingarinnar”, Bjarni Benediktsson, þá lagaprófessor, var sendur til framboðs gegn Finni Jónssyni á isafirði. Gunnar Thoroddsen var sendur til framboðs gegn Asgeiri Asgeirssyni I V-tsafjarðarsýslu. Sögulegt uppgjör ólafs Thors og tsafjarðarkrata annars vegar, og ólafs og Hermanns Jónassonar hins vegar, sem fram fór á fundum á Vestfjörðum i þessari kosningabaráttu, þótti eftirminnilegt. t þeirri grein, sem hér fer á eftir, er dregin upp nærmynd af þessum sögulegu og harðvitugu átökum. Saga Ólafs Thors og viðtalsbók Gunnars Thoroddsens eru nýkomnar út. Báðir voru þessir menn þátttakendur I þessum hildarleik, og Ólafur Thors i fremstu vlgllnu. 1 þessari grein erdregin upp annars konar mynd úr návlgi bardagans en gerter á þessum bókum. Það skal tekiö fram, að hér er ekki um hlutlæga sagnfræði að ræða. Rás viöburöa er rakin út frá sjónarhólí AI- þýðuflokksmanns, sem sjálfur tók þátt f bardaganum, og út frá samtlmaheimildum úr ræðum og riti Alþýöuflokksmanna. —JBH íhaldsáhlaupið mikla á Vestfjördum og aðförin að „Rauða bænum” „Þá höfðu verkalýðsfélögin ekki efni á undanlátssemi” Tvimælalaust er það, að aldrei hefur verkalýðsbaráttan verið harðari á tslandi, en á ár- inu 1932. Þá geysaði heims- kreppa, og sultur var við hvers manns dyr. Meira en 1000 manns voru atvinnulausir i Reykjavik og likt þvl var at- vinnuástandið I flestum öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Við sllkar aðstæður þarf enginn að undrast að verkalýðs- félögm urðu að reka harða kaupgjaldspólitik, enda sló þá oft I harðar brýnur. Hins vegar áttu atvinnu- rekendur, með vísan stuðning rlkisvaldsins að baki, erfitt með að átta sig á þvi, að það var liðin tið, að þeir réðu einir kaupi og kjörum verkafólks. Til var komiö sameinað afl, sem I krafti stéttarfélaganna krafðist samningsréttar um kaup og kjör vinnandi fdlks. Voru þvi oft háð löng og ströng verkföll ein- ungis um viðurkenningu á samningsrétti verkalýðsfélag- anna. Enn viðkvæmara var það þó á árunum kringum 1930, þegar einstakir atvinnu- rekendur, sveitarfélögin eða samtök atvinnurekenda boöuðu kaupgjaldshækkanir á tí'mum takmarkaðrar atvinnu. Einmitt þetta gerðist haustið 1932 i Reykjavik, þegar bæjar- stjómin kunngjörði kauplækkun I bæjarvinnunni. Var talið, að með þessu væri Bæjarstjórnin aðeins að brjóta isinn fyrir at- vinnurekendur — i kjölfarið kæmi almenn kauplækkunar- hviða. Þetta leist verkamönnum ekki á. Neyðin af völdum at- vinnuleysis var mikil og almenn fyrir, þótt ekki kæmi kauphækk un i viðbót. Enda var nú eins og kveikt væri i tundri.Til óeirða kom á bæjarstjórnarfundi, lög- reglan lá óvig eftir. Bærinn var i uppreisnar ástandi. Og er það mikil hörmungarsaga, sem hér verður þó ekki rakin aö sinni. A þessum haustdögum var Ólafur Thors dómsmálaráð- herra og er svo að sjá, að hann hafi óttast að eftirköst 9. nóvemberátakanna kynnu að vera alvarleg tilraun til byltingar, þvi að hann lét bjööa út 400 manna varalögreglu og gerði ráðstafanir til að vopna hana, m.a. með trékylfum, sem verkstæði Hjálmars Þorsteins- sonar var fengið til að smíða. — Þetta varö þó ekki opinbert fyrr en nokkrum árum siðar. Hið sama má segja um verka- lýðsbaráttuna á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Hún varð aldrei jafn harðvitug og á árunum kringum 1930. Sennilega nær baráttan hámarki á árunum 1931 og 1932: Súðavikur- og Bolungarvikurdeila á Vestfjörð- um, og Rikisverksmiöjudeilan og mál Guðmundar Skarp- héðinssonar á Siglufirði. Þaö mál var allt mikill harmleikur •' Vestf jörðujn. „Breiðfylkingin” En þó að ég telji sjálfa verka- lýðsbaráttuna á Vestfjörðum hafa veriö harðasta kringum 1930, þá er hitt vist, að hámarki sinu náði pólitiska baráttan á aö siðustu innbyrt þá með húð og hári. Þann 4. júni 1937 hálfum mán- uði fyrir kosningarnar birti ég t.d. eftirfarandi grein i' Skutli, en ég var þá ritstjóri hans: „Sjál fstæðisflokk urinn og Nazistaflokkurinn eru orönir einn og sami flokkurinn. Bændur og annað alþýðufólk snýrsérmeð fyrirlitningu frá Breiöfylkingunni, sem ætlar sér að innleiða manndrápin i íslensk þjdðmál. Hvernig stendur á þvi, að flestum er nú orðið það ljóst, að Sjál fstæðisflokkurinn og Nazistaflokkurinn eru einn og sami flokkurinn? Sú vitneskja styðst við marg- visleg rök, og skulu nú nokkur þeirra hér talin: 1. Nazistar bjóða nú hvergi fram,þarsem þeir eiga fylgis von. — Þannig fela þeir Sjálfstæðisflokknum að taka upp sin vinnubrögð og sinar hugsjónir. 2. Málgögn Sjálfstæðisflokksins viðurkenna þetta nána sam- band alltaf annað slagið. Jón Þorláksson kallaði nazista- strákana i Reykjavík „unglinga með hreinar hugsanir”. GisliSveinsson, i- haldsþingmaður, sagði i Morgunblaðinu um na- ismann i Þýskalandi: „Um norðanverða álfuna hefur hreyfingin að sjálfsögðu mótast ianda þess þjóðernis, er þar rikir að stofni, hins germansk-norræna, og til þess stofnar heyrum vér, Eftir Hannibal Valdimarsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.