Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 16
alþýðu ■ílFTmV Laugardagur 12. desember 1981 Útgefandi: Alþý&uflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfuiltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guðnason og Þráinn Hallgrimsson. Útlitsteiknari og Ijósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigriður Guðmundsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla H, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB: ,Er ekki ánægður með samkomulagið’ — en við áttum ekki annarra kosta völ” ,,Nei, ég er ekki ánægður með þennan samning”, sagði Haraldur Steinþórsson varafor- maöur Bandalags starfsmanna rikis og bæja, en eins og kunnugt er samþykkti 60 manna nefnd BSRB að mæla með nýgerðum samningsdrögum sambandsins við fjármálaráðuneytið. „Ég hefði viljað að skerðingarákvæöi þau, sem koma eiga til fram- kvæmda á næstu mánuöum yröu frDd niöur,” héit Haraldur áram. Hins vegar stóöum viö frammi fyrir þvi að önnur launþegasam- tök höföu þegar frestað uppgjör- inu til vorsins og við höfðum um það að velja, aö gera slíkt hið sama eða brjótast einir gegn straumnum. Þegar það lá svo einnig fyrir að viö gætum náð ýmsum mikilvægum atriöum i gegn i þessum samningum, þá fannst okkur ábyrgöarhluti aö ganga ekki til samkomulags. I>essvegna var þetta samþykkt.” Samningur Bandalags starfs- manna rikis og bæja við fjár- málaráðuneytið verður á næstunni lagður fyrir allsherjar- atkvæðagreiðslu félagsmanna BSRB Her er um að ræða aðalkjara- samning sem gildir frá 1. janiíar til 31. júli á næsta ári. Hins vegar eru launaliðir samningsins miðaðir við 1. nóvember síðast- liðinn og er þar um að ræða við- auka við aðalkjarasamninginn. Þetla þýðir að starfsmenn rikis- og bæja fá hina 3.25% launa- hækkun, sem samiö var um frá og með 1. nóvember. t samningum ergengið út frá þvi að lágmarks- laun verði þau sömu og i samn- ingi BSRB. Þá voru og gerðar nokkrar breytingar á reglum við- vikjandi aldursflokkum. Þannig er nú hæsti flokkur 13 ár i stað 15 áður og nú fá 3ja ára starfsmenn desemberuppbót, en áðurþurfti8 ára starfsaldur til að hljóta þá uppbót. Auk þess greindi Haraldur Steinþórsson frá þvf að „breyting til bóta” hefði orðið á röðun launaflokka. Haraldur i'trekaði þá skoðun sina að það rétta hefði verið að ganga aö þessum samningum. Hins vegar sagöi hann aö alls- herjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna ætti eftir að fara fram og fyrr yrði ekki frá samn- ingum endanlega gengiö. „Maður veitaldrei hvernig sli'k atkvæða- greiðsla fer,” svaraði Haraldur, þegarhann var beðinn um að spá um niðurstöður allsherjarat- kvæðagreiðslunnar. Hins vegar benti hann á, að samningurinn hefði verið samþykktur með 30 atkvæðum gegn 8 og 11 sátu hjá i 60 manna nefndinni. —GAS Bolabás Hver er munurinn á góða dátanum Svejk og Steingrlmi Hermannssyni? Jú, Svejk haföi bréf upp á það að hann væri hálfviti, en Steingrímur hefur bara vega- bréf! Kjartan Jóhannsson i þingumræðu um frumvarp rikisstjórnarinnar „ráðstafanir vegna breytinga á gengi islenskrar krónu”: „Við höfnum þessu bráða- birgðakáki ríkisstjórnar- • Með lögunum er verið að rýra undirstöðu og traust á Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins • Með niðurgreiddum lánum af útfluttum sjávarafurðum er verið að fara sömu leið og farin hefur verið í landbúnaðinum innar „Það er skemmst frá þvi að segja að þetta frumvarp ásamt þeim breytingatillögum, sem viö það eru fluttar, feiur i sér enn eina bráðabirgðaaðgerðina af hálfu stjórnarinnar. Rikis- stjórnin og stjórnarsinnar ætla með þvf að fleyta atvinnulffinu i fáeinar vikur, en jafnframt heimila rikisstjórninni að fram- vfsa reikningum fyrir stjórn- leysið til skattborgaranna ein- hvern tfma sfðar.” Svo fórust Kjartani Jóhanns- syni formanni Alþýðuflokksins orð á þingi fyrir skömmu, er hann mælti fyrir hönd minni- hluta fjárhags og viðskipta- nefndar gegn frumvarpi rikis- stjórnarinnar um „raðstafanir vegna breytinga á gengi islensku krónunnar”. Siðan sagði Kjartan i ræðu sinni i efri deild Alþingis: Þaö eruraunar þrjú atriði sem verið er að tala um i þessu frumvarpi. I fyrsta lagi upptaka á gengis- mun af framleiðslu, sem kemur til útflutnings. 1 annan stað opin heimild fjármálaráðherra til þess að veita rikisábyrgðir á lánum til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. 1 þriðja lagi, millifærsla af endurkeyptum af- urða- og rekstrarlánum, sem endurgreiddar yrðu af Seðla- banka tslands milli deilda i Veröjöfnunarsjóðnum, eða nán- ar tiltekið frá einstökum fram- leiðendum i mismunandi grein- um og til deildar i Verðjöfn- unarsjóðnum, sem hefur með frystingu að gera fyrst og fremst. Að niðurgreiða frysta fiskinn ofan i Banda- rlkjamenn. Kjartan benti siðan á, að i hinusiöasttalda atriði fælist það helst, að eignir yrðu fluttar frá einni verkunargrein i sjávar- útvegi til annarrar, þannig að saltfisk- og skreiðarfram- leiðslan er látin greiða með frystingunni”. Með þessu, þá munu saltfiskney tendur í Portú- gal og þeir sem kaupa skreiðina og neyta hennar i Nigeriu i rauninni standa undir niður- greiðslu á frystum fiski ofan i rikustu þjóð veraldar. Sem sé, standa undir niðurgreiðslum á frystum fiski handa Banda- rikjamönnum.” Kjartan sagði siðan: Það þarf tæpast að taka það fram, að aldrei fyrr hefur það verið gert, aðfiytja verðmæti á milli deilda sjávarútvegsins með þessum hætti. Fyrir þvi er ekkert for- dæmi. Lög verðjöfnunarsjóðs og eðli hansgeraekki ráð fyrir þvi, að menn hagi sér með þessum hætti. í þessu felst jafnframt eignaupptaka hjá verkendum á einni grein til styrktar fram- leiðslu I annarri grein. í þessu felst iika niðurgreiðsla á fryst- ingunni og undir henni eru verk- unaraðilar í saltfiski og skreið látnir standa. Þetta er með öllu ótækt og stefnir grundvelli Veröjöfnunarsjóös þar að auki i voöa.” Kjartan Jóhannsson sagði einnig, að i frumvarpinu væru ákvæði um skil á gjaldeyri með þeim hætti, að gengismunur skyldi gerður upptækur uppá 2.286% á framleiðslu til 9. nóvember 1981, en 2.136% þar á eftir. Sagði Kjartan að upptaka á gengismun af þessu tagi ætti sér fordæmi, en slikt heföi þá verið gert við aðrar aðstæður. Þannig hefði þá verið um veru- lega gengisbreytingu að ræða og þannig hugsanlega um veruleg- an hagnað — jafnvel stóran hagnað hjá einstökum aðilum, sem ástæða þætti til að jafna út yfir greinarnar. „Þegar ákveðið var að afurðalán yrðu veitt með við- miðun i erlendri mynt eða i erlendri mynt, þá var þvi heitið aðuppiökugengismunaraf þessu tagi yrði hætt. Og þegar miöað er við, að hér er i rauninni og hefur verið mikið gengissig og sveiflur i gengi og verið að fikta með þessar tölur fram og til baka, þá eru engin eðlilega rök fyrir þvi, að taka upp þennan gengismun og flytja hann i Verðjöfnunarsjóð. Það er ástæðulaust með öllu,” sagði Kjartan Jóhannsson. Aðgerðirnar eiga sér ekki fordæmi. Siðan lýsti Kjartan þvi, að fjármálaráðherra gæti sam- kvæmt frumvarpinu, veitt heimild til rikisábyrgðar fyrir lánum til Verðjöfnunarsjóðsins og ef slik rikisábyrgð lægi fyrir, þá væri sjóðstjórn Verðjöfn- unarsjóðs heimilt að taka lán i þvi skyni, að gera einstökum deildum sjóðsins kleift, að standa undir greiðslum. „Þessar aðgerðir eiga sér ekkert fordæmi,” sagði Kjart- an. „1 lögum um Verðjöfnunar- sjóðinn kemur skýrt fram, að honum er ekki ætlað að greiða umfram getu sina á hverjum tima — honum er ekki ætlað að taka lán. Tilgangurinn með Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins er breytt með þessu og sem hagstjórnartæki verður hann tiltölulega gagnslitill, þegar farið er inn á þessa braut. Og það sem meira er, þá liggur það fyrir að skilmálarnir fyrir þvi að greinin endurgreiði það sem hér á að veita með k, rikisábyrgðir, eru slikir að það verður að teljast MO með öllu útilokað að til A RATSJÁNNI Stundum er gaman að lesa blöðin. Stundum er meir að segja gaman aö lesa Timann. Ekki oft að visu, en stundum þó. Þannig var tildæmis meirihátt- ar skopfrétt á forsiðu Timans i gær. Hún var skrifuð með slikum tilþrifum og stil, að ekki dugði minna en að hafa tvo blaðamenn við skriftina, og kallast þeir - undirritaö.” Menn hafa eflaust flestir setið fundi, suma leiðinlega, aðra spennuþrungna.En hefur einhver ástkær lesandi Þagals einhvern- timann setið á fundi sem beið átekta? Þvi það er jú það sem sagt er f fréttinni ekki satt? Að fundurinn hafi beöið átekta? Eða var það hús BSRB við Rauðarár- Og hér hefur listræna blaða- manninum tekist með örfáum slögum á ritvél sina, að fanga at- hygli, ef ekki skilning lesandans. Hvernig, spyrja lesendur? Jú, í fyrsta lagi töfrar hann fram að þvi er virðist fyrirhafnarlaust 50 mannanefnd, i ofanálag á þær tvær nefndir sem fyrir voru, átta manna og sextiu. Það eitter út af meirihluta raddir sögðu....” Hér er eilitið of langt gengiö. Alltso, það má ekki koma nema einusinni aftan að lesendum i hverri grein. Þegar SjóHEI töfr- aði fram 50 manna nefndina, fyr- irvaralaust, var nógu nærri lesendum gengið.Frekarihlekkir flokkast undir illkvittni. Það er ekki nóg með að SjóHEI gefi EFNILEGT TVÍEYKI fl TÍMA Sjó/-HEI. (Hér eftir SjóHEI og i eintölu). SjóHEI skrifar þar með gifurlegum stílbrögðum um samningafund einn æsispenn- andi, sem fór fram I fyrrinótt, mflli samninganefnda BSRB og rikisins, en eins og alþjóð veit vilja BSRB-menn fá kauphækk- un, en rikisvaldið er ekki tilbúið að taka mark á svo fáheyrilegri ósvifni. Þegar Timinn fór i prent- un I fyrrinótt sat allt enn fast i þessum samningum, og koma mönnum ekki saman um hvort sáttatilboð rikisstjórnarinnar væri þess viröi að taka þvi, eða ekki. (Þess má geta hér, að fyrir furðulega tilviljun hljóðaði sátta- tilboð rikisstjórnarinnar upp á 3.25% launahækkun!!!) Rannsóknarblaðamaður Tim- ans, SjóHEI, segir svo frá þessu: „Fundurinn fór fram I húsi BSRB við Rauöarárstig og beiö átekta, þvi 8 manna nefndin þurfti að bera samkomulagið undir 60 manna nefndina áður en það yrði stig Eins og sönnum listrænum rit- höfundi sæmir lætur SjóHEI það lesandanum eftir að lesa i þessa torráðnu setningu. Mitt er að yrkja, ykkar að skilja, sagði skáldið og gekk burt, hnakka- kerrt. Og miskunnarleysi hins list- fengna blaðamanns viö lesendur sina er rétt að byrja. Eins og sjá má á tilvitnuninni hér að ofan, beið fundur átta manna nefndar og/eða sextiu manna nefndar átekta. Eftirhverju? Jú það kem- ur í ljós í næstu máisgrein: „Hart var deild um tilboð ríkisins á fundi 50 manna nefndarinnar i gærkvöidi. Atta manna nefndin var sökuðum slaka frammistööu og haft á oröi að hún hefði fengiö rosalegt vask á samningfundun- um og að samninganefnd rikisins væri búin að berja þá sundur og saman. Enhógværarisem voru i inflrium meirihluta raddir sögöu að það væri ábvrgðarleysi....” fyrir sig snilldarlega gert! Þá er það stilbrögöin þegar hann lýsir hlálegum óförum samninganefndar BSRB i viður- eigninni við samninganefnd rikis- ins. Ekki einasta hefur átta manna nefndin verið þvegin hátt og lágt, heldur barin i' klessu lika! Það er kannski ekki nema von að meðlimirátta manna nefndarinn- ar hafi viljað biða dulitið átekta, eins og sagt var frá i upphafi greinar SjóHEI, þeir hafa verið hvildinni og friðnum fegnir bless- aðir áttmenningarnir. En eins og oft, þegar bráð- snjallir listamenn skjótast öllum að óvörum inn á miðjan ritvöll- inn, og sýna listfengi sina, eins og vöðvafjöll árangur þrotlausra æf- inga sinna, þá spennir hann stil- vöðvann einum of hátt, og lætur ofmetnast og tælast af velgengni sinni í fyrri hluta greinarinnar til að reka smiðshöggið á bráð- snjalla grein. Hann segir: „En högværari sem voru f mflrium alltieinu i skyn að ekki einasta hafi verið hógværari hópur á fundinum sem beið átekta, (og hógværari en hver eða hverjir?) heldur gefur kannski beinlfnis i skyn að fundarmenn hafi fengiö ráöleggingar að handan! Hvernig má annars skilja þá fullyröingu SjóHEI að „raddir sögðu”. í vor- um litilmótlega efnisheimi segja raddir ekki neitt. Það gera menn og beita þá oft fyrir sig röddinni til þess. Ef raddir hafa þar talað, eins og blaðamaður heldur fram, hljóta þær að hafa komið úr öðr- um heimi. Eflausthefurþar verið jm að ræða ráðleggingar frá látnum leiðtogum. En engu að iiður veröur að segjast eins og er að þrátt fyrir stjörnutilþrif i fyrri aluta greinarinnar, mistókst SjóHEI að láta þær vonir rætast iem lesendum ósjálfrátt vöknuðu brjósti við lesturinná upphafinu —Þagail

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.