Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 16. april 1969. SAMRÆMT ÁTAK f LANDG „Tilgangurinn að glæða áhuga og auka bátttöku almennings," segir Ragnar Kjartans- son, formaður ÆSI □ Á hvers manns vörum hafa verið að undanförnu orð eins og náttúruvernd, náttúrufriðun, Iand- græðsla o. s. frv., og engu líkara en nú gangi yfir nokkurs konar náttúruverndarhreyfing, sem veki velflesta til umhugsunar um umhverfi sitt. Ræktun skóga og sandgresis var hugsjón sem margir voru gripnir af fyrir nokkrum árum, en flestir misstu áhugann aftur og aöeins fáeinir, sem héldu tryggð við málstaðinn, svo merk ið lækkaði á lofti. En í kjölfar áróðursins í fyrra um „Hreint land, fagurt land“ hefur nú landgræðsla aftur kom- izt í hámæli, þar sem nú um helgina síðustu var haldin ráö- stefna um gróöureyðingu og landgræðslu á vegum Hins ís- lenzka náttúrufræðifélags og Æskulýðssambands íslands. „Ráðstefnan er eiginlega ár- angur samstarfs, sem hófst með þessum tveim samtökum fyrir einu og hálfu ári, en þá höfðum við samvinnu um her- ferð, sem farin var undir merk- inu: „Hreint land, fagurt land!“ sagði Ragnar Kjartansson for- maður ÆSÍ, sem blaöamaður Ragnar Kjartansson. Visis náði tali áf í gær. „Tilgangur ráðstefnunnar var að ná saman mönnum, sem mest hafa látiö sig skipta land- græðslumál, og gera úttekt á vandamálj gróður- og landeyö- ingarinnar, um leið og menn legðu niður fyrir sér, hvaða leiðir væru hugsanlegar til þess að leysa vandamálið. Það var höfuðtilgangur ráö- stefnunnar, enda viðfangsefnið fyrst og fremst að finna, hvernig hefta megi uppblástur lands. En einnig vonuðust menn til þess, að ráðstefnan yrði til þess að glæöa áhuga og auka skilnmg almennin., á þessu vandamáli, sem vonandi gæti leitt af sér aukna þátttöku almennings í baráttunni við landeyðingu." „Hverjum var ætlað að sækja ráðstefnuna, Ragnar?" „Hún var opin öllum sem vildu, en við buðum sérstak- lega um þaö bil 100 fulltrúum frá 34 stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum“. ,,Hver varð árangurinn?“ „Að mínu mati varð árangur- inn mjög góður. Ráðstefnan var vel sótt og það urðu geysimikl- ar umræður og efnismiklar. Þær voru fræðandi og upplýsandi um málefnið. Gagnkvæm kynni tókust með mönnum og þeir vöktu skilning hvers annars á sjónarmiðum hvers og eins. Auk þess sem menn skiptust þarna á hugmyndum og frædd- ust hver á öðrum, þá er líklega Aðalvandamálið: Rétt nýting gróðursins segir Ingvi Þorsfeinsson, magister □ - Það er ógnvekjandi til- hugsun, að nú á 20. öld skulum við enn vera á undanhaldi. Enn höfum við ekki spymt fótum við eyð ingu landsins. □ Þótt hraði gróðureyðingar- innar hafi minnkað. eyð- ist ennþá meira land held- ur en grætt er. In&vi Þorsteinsson. Tjannig komst Ingvi Þorsteins- son, magister, að orði i viötali við VÍSI í gær, en Ingvi hefur starfað hjá Rartnsóknar- stofnun lahdbúnaðarins, sem á sínum snærum heldur uppi rannsókn á fslenzku gróöurlendi og nýtingu þess. „Tilgangur þeirrar rannsóknar er aö kanna hvert sé beitarþol landsins, hvar uppblástur eigi sér stað og hvar hann sé yfir- vofandi," sagði Ingvi, sem — auk annarra — hefur starfað við þessar rannsóknir síöan 1960. Að auki starfar Ingvi sem full- trúi hjá Landgræðslu ríkisins o'g er því árkunnugur öllu, sem lýtur að eyðingu gróöurs og lands annars vegar og land- græðslu hins vegar. „Grundvallarsjónarmiöiö við gróðurverndun hlýtur að vera það, að nýta gróðurinn rétt. Aðalvandamáliö í dag er að tryggja, að landið sé rétt nýtt — nefnilega ekki ofbeitt. Ekki svo að skilja að ofbeit komi uppblæstri af staö, en hún ýtir undir uppblástur. Vindur og vatn eru hin eyðandi öfl gróð- urs hérlendis, og það verður að sporna við öllu, sem veikir gróö- urinn í baráttunni við þau öfl. Ofbeit er eitt af því, sem veik ir gróðurinn, en hins vegar er hófleg beit bara til bóta, enda er gróðurinn til þess að vera nýttur. En það gildir alveg það sama um gróður eins og fiskistofnana Það þarf að nýta hann rétt“, segir Ingvi, sem í erindi á nýafstaðinni ráðstefnu Hins íslenzka náttúrufræðifélags og ÆSÍ skýrði frá niðurstöð- um rannsókna á beitil. stórra ■ hluta landsins. Það voru beiti- löndin í Rangárvalla- Árnes- og Gullbringusýslu og á a-hún- vetnsku heiðunum. „1 stuttu máli þótti rannsókn leiða tvennt í ljós. Að þessi beit arlönd eru miklu lélegri en menn hafa álitið til þessa, og — að sama skapi, sem menn hafa ofmetið þau, hafa þau verið of nýtt.“ „En er þá sandfok ekki eins alvarlegt vandamál?" „Sandfok er ekki nándar nærri eins alvarlegt vandamál eins og áður vegna land- græðslústarfsins. Mikið hefur áunnizt með starfi Skógræktar innar og Landgræðslunnar. Heft hefur verið sandfok með sandgræðslunnj á mörguns hættulegustu sandfoksstöðunum þar sem áður var ógnað heilum sveitum og jafnvel héruöum, sem áttu á hættu að leggjast í eyöi“ . „Hvt sig hagið þið rannsókn um ykkar, Ingvi?" „Við höfum einbeitt okkur að áþreifanlegasti árangur ráðstefn unnar sá að kjörin var sjö manna nefnd, sem skal undir- hún stofnun landssambands um landgræðslumál, sem bæði ein- staklingar og einstök félög geta væntanlega orðið aðilar’ að. Það hefur vantað samræmt átak með þátttöku almennings og almennra samtaka annars vegar og hins opinbera hins vegar. En meö hinu fyrirhugaða lands sambandi gæti þetta tekizt, og þess vegna lítum viö á það sem verulega stórt skref stigið fram á við í þessum málum. sem ráðstefnan sendj frá sér. Samstilltur vilji allra aöila kom fram í samþykkt ályktunar, Menn gengu frá þessari ráð- stefnu með meiri skilning á vandamálunum og hvernig heppilegast er að ráðast gegn þeim, og það var e'nmitt megin- tilgangur hennar.“ Ljótt dæmi um gróður á undanhaldi fyrir eyðingunni. Myndiii tekin á Uxahryggjaleið í Biskupsbrekku. Ljósm. Kr. Helgason. því að gera gróöurkort yfir há- lendi landsins, og erum búnir að kortleggja helming af gróður- lendinu síðan 1960. Þannig kortleggjum vi'ð svæói og ákveðum stærð þess, en síð- an rannsökum við með mæling- um hve miklar fóðureiningai svæðið gefur af sér, og hvert næringargildi fóðursins er. Af- gangurinn er síðan einfalt reikn. ingsdæmi til þess að finna út beitarþol svæðisins," „Hvað þekur gróður stóran hluta landsins?" ,<V* til y3 hluta Iandsins, en við teljum að við landnám fyrir 1100 árpm hafi % hlytár lands- ins verið gróður, Svo y3 hlutí landsins hefur eyðzt síðan Það veröur að visu varla sannað með tölum, en sterkar líkur má leiða að því, að svo sé. Og enn eyöist meira land, heldur en grætt er. Það er álit flestra, sem að þessum málum hafa unnið. Enn er landið á undanhaldi fyrir eyðandi öflum ... en það þarf að hefta með ö’.lum ráöum og má ekkert til spara“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.